Morgunblaðið - 05.07.1990, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990
VEIÐIKEPPNI
Meira um arabana
££Abu
Garcia
Nú gefst öllum þeim sem kaupa
veiðistöng og veiðihjól frá Abu
Garcia kostur á að taka þátt í
spennandi veiðikeppni.
Allar nánari upplýsingar ásamt
þátttökutilkynningu fást á
hinum fjölmörgu útsölustöðum
Abu Garcia um land allt.
eftir Benjamín
H. J. Eiríksson
Á árunum eftir seinni heimsstyij-
öldina var mikið rætt um það, að
heimurinn væri orðinn einn, réttara
hefði verið -að segja eining, mann-
kyn væri orðið eitt mannfélag. Víst
er það, að í vissum skilningi eru
allir menn orðnir það sem kalla má
nágrannar. Samgöngur, viðskipti
og margvísleg mannleg samskipti
hafa tekið miklum stakkaskiptum
á aðeins fáum áratugum og fært
mannfólkið nær hvert öðru. Utvarp
og sjónvarp hafa stóraukið upplýs-
ingu um allan heim. En ástand
heimsmálanna sýnir svo skýrt sem
verða má, að fastmótaðar og rót-
grónar lífsskoðanir gera það að
verkum að viðkynning nágrann-
anna vekur ekki mikinn fögnuð alls
staðar. Þetta stafar af því að sum-
ar lífsskoðanir samrýmast illa hin-
um nýju viðhorfum, þau flest vest-
ræn að uppruna. En þeirra gætir
meir og meir um allan heim, þar
sem hinar vestrænu þjóðir eru fyrir-
ferðarmesti hluti mannkynsins.
Sem dæmi um harkalega
árekstra af þessu tagi nægij að
minna á það, að ríkisstjórn írans
hefir lýst Bandaríki Norður-
Ameríku hinn mikla Satan. En
Bandaríkin eru stærsta og voldug-
asta lýðræðisríkið. Þjóðin, að
stærstum hluta kristin, er þjóð sem
tekizt hefir að leysa furðu vel ótrú-
lega erfið pólitísk og félagsleg
vandamál, og sýnt framtak á mörg-
um sviðum sem orðið hefir öðrum
þjóðum hvatning eða fyrirmynd.
Viðhorf írans heyrist víða í Iöndum
araba: Hatur á vestrænum verð-
mætum, sem flest eru af kristnum
toga eða orðin til í kristnu umhverfi.
I þessari grein ætla ég að sleppa
árekstrarefnunum, öðrum en þeim
sem eru við arábana. Við blasir að
á milli heimsmyndar guðfræði
íslams annars vegar, og lýðræðis
og boðskaparins um einn heim hins
vegar, er gínandi gjá.
I nýju fréttabréfi sem heitir Rel-
igion and Democracy og gefið er
út af Institute on Religion and
Democracy, með aðsetur í Washing-
Benjamín H. J. Eiríksson
„í þessari grein ætla ég
að sleppa árekstrareíh-
unum, öðrum en þeim
sem eru við arabana.
Við blasir að á milli
heimsmyndar guðfræði
íslams annars vegar, og
lýðræðis og boðskapar-
ins um einn heim hins
vegar, er gínandi gjá.“
ton DC, ræðir Dr. Habib C. Malik
þessi mál. Hann kenndi áður í Beir-
út, en er nú prófessor í heimspeki
í Bandaríkjunum. Hér á eftir styðst
ég við grein hans um sumt.
Lýðræði samkvæmt skilningi
vestrænna manna þýðir fyrst og
fremst þrennt: meirihlutavald, rétt-
indi minnihluta og friðsamlega
lausn deilumála eftir lagaleiðum og
með kosningum.
Þessa hluti er oft erfitt að fá
menn annarra menningarsvæða til
þess að skilja, hvað þá að veita
þeim viðtöku í reynd. Þetta á alveg
sérstaklega við um lönd íslams.
Hvað er þá að segja um minni-
hlutahópa í löndum íslams, hópa
sem flestir eru eldri en íslam? Þarna
er um að ræða hina kristnu í
Egyptalandi, Sýrlandi, írak, Súdan,
og víst líka í Líbanon, gyðinga,
drúza, armena og fleiri. Hugmyndin
um aðskilnað ríkis og kirkju er aröb-
unum framandi með öllu.
í löndum íslams eru þessir minni-
hlutahópar annars flokks borgarar,
dhimmi. í þessum löndum er ekki
farið með kristna menn og gyðinga
sem jafningja, sem borgara jafn-
réttháa múhameðstrúarmönnum.
Aröbunum finnst sjálfsagt og eðli-
legt að aðrar þjóðir búi sem minni-
hlutar í löndum þeirra, og hafi búið
þar áður en íslam kom í heiminn,
en ærast ef þeir eiga að búa sem
minnihluti í löndum annarra, svo
sem í ísrael. í Vestur-Evrópu boða
þeir sjálfir veru sína sem tíma-
sprengju.
Um meðlimi minnihlutahópanna
í löndum íslams hafa giit sérstök
ákvæði, allt fram á síðustu ár, og
gilda enn í Saudi-Arabíu.
1. Þeir gátu ekki borið vitni fyr-
ir rétti gegn múslíma.
2. Þeim var gert að greiða sér-
stakan skatt.
3. Þeir máttu hvorki eiga né bera
vopn.
4. Þeir máttu ekki boða trú sína.
5. Karlar gátu ekki kvænst
íslömskum konum.
Þeir máttu hafa eigin guðshús,
iðka þar trú sína og stunda ein-
hverja atvinnu.
Núorðið er ekki gengið eins hart
og áður eftir þessum ákvæðum,
nema í Saudi-Arabíu. Víðast hefir
verið reynt að koma á einhvers
konar skipulagi sem útlendingar
geti tekið sem nútíma þjóðríki, en
andinn er óbreyttur, svo sem glöggt
má sjá í íran og víðar. Minnihluta-
hóparnir eru annars flokks borgarar
eftir sem áður í landi feðra sinna,
hvað svo sem pappírsgögnin segja.
Alltaf annað veifið gýs upp ofsatrú-
ar- og þjóðernishyggja sem boðar
heilagt stríð gegn villutrúuðum af
einhveiju tagi. Stutt er síðan Jesúít-
arnir voru reknir frá Irak. I því
landi eru opinberar hengingar
10-20 á viku eins og stendur.
Hvernig væri nú að þeir félagarn-
ir Steingrímur Hermannsson og
Jónas Kristjánsson kynntu sér svo-
Guðbjörg Hjartardóttir
________Myndlist
Eiríkur Þorláksson
FÍM-salurinn varð fyrstur til
að bjóða upp á nýja sýningu eftir
að Listahátíð lauk, en 23. júní var
þar opnuð sýning á málverkum
Guðbjargar Hjartardóttur.
Guðbjörg er ung listakona, sem
útskrifaðist úr Myndlista- og
handíðaskóla íslands 1987, og
hélt síðan áfram námi við Uni-
versity College í London, en þaðan
lauk hún námi á síðasta sumri.
Hún hefur tekið þátt í nokkrum
samsýningum og þetta er önnur
einkasýning hennar.
Á sýningunni gefur að líta fjórt-
án olíumyndir, sem ýmist eru
málaðar á pappír eða striga, á
þessu og síðasta ári. - Sýningar
í FÍM-salnum skiptast iðulega í
tvennt vegna húsnæðisins (stærri
verk uppi, en smærri niðri) og
fylgir þessi sýning nokkuð þeirri
hefð. Oft verður þessi skipting til
þess að áhorfandi leitar eftir
tengslum milli hæða, og hér er
þau einkum að finna í áhuga lista-
konunnar á táknum.
Mörg verkanna tengjast
stjörnutáknum eða jafnvel þeim
tækniundrum, sem mannkynið
hefur sent frá sér til að kynnast
himingeimnum og þeim verum,
sem þar kunna að finnast. Þannig
ber myndin Venus og nætui-verð-
irnir (nr. 3) ekki aðeins með sér
hina augljósu hluti himinfara,
heldur má einnig greina fleiri slíka
falda í pensildráttum hins djúp-
rauða flatar. Stundum er jafnvægi
táknanna full nákvæmt, eins og
í myndinni Barnið (nr. 4) þar sem
stjörnur og krossfiskar, hið him-
neska og hið jarðneska, gefa barn-
inu traust skjól á milli sín. í öðrum
er erfitt að átta sig á merkingun-
um. í myndinni Plastkúreki er
stórt mánaðatal þungamiðja
verksins og ákveðnir dagar
meyktir sérstaklega en engin til-
vísun í hvers vegna svo er.
Guðbjörg virðist ná betri tökum
á litum og næmari vinnubrögðum
í smærri myndunum. Þannig eru
myndirnar Uppstilling (nr. 9) og
Dúkur (nr. 13) ein bestu verkin á
sýningunni, annars vegar fyrir
djúpa og hreina litasamsetningu
og hins vegar fyrir viðkvæmt og
um leið innilegt yfirborð strigans
þar sem fá atriði mynda sterka
heild.
I heildina er þetta hin þokkaleg-
asta sýning ungrar listakonu; lítil
átök, en góð efnismeðferð, sem
lofar góðu fyrir framtíðina. —
Einn er þó sá galli á þessari sýn-
ingu sem er allt of algengur á litl-
um einkasýningum, jafnt yngri
sem eldri listamanna, en það er
frágangur sýningarskrár. Oft er
áhorfendum aðeins boðið upp á
ómerkilegan, fjölritaðan lista yfir
verkin, sem varla hefur nokkurt
heimildagildi, þar sem skortir
jafnvel grundvallarupplýsingar
eins og sýningartíma, efni ein-
stakra verka eða stærðir, eins og
hér á sér stað. Það ætti að vera
iágmarkskrafa að gestir fengju í
hendur boðlegan lista yfir verkin
á sýningunni og jafnframt helstu
upplýsingar um þann sem sýnir;
nafn, námsferil í listinni, fyrri
sýningar og jafnvel stutta hug-
leiðingu listamannsins um efnið
sem sýningin snýst um eða listina
almennt. - Slíkt væri varla mikið
viðbótarverk og í raun eðlileg
kurteisi við alla listunnendur, sér-
staklega þá sem eru að byrja að
fylgjast með sýningum í listsölum
borgarinnar. Slíkt plagg þyrfti
ekki að vera íburðarmikið, en
hehnildagildi þess yrði ótvírætt,
bæði fyrir listunnendur og fyrir
listamanninn sjálfan.