Morgunblaðið - 05.07.1990, Side 16

Morgunblaðið - 05.07.1990, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JULI 1990 RÁÐSTEFNA JÁRNBLENDIFÉLAGSINS UM NÝJUNGAR FRÁ GRUNDARTANGA: Nú er hægt að „sjá“ ofan í 2.000 gráða heitan pottinn ÍSLENSKA járnblendifélagið bauð fyrir skömmu til ráðstefnu og kynningar á nýjungum, sem þar hafa verið þróaðar undanfar- in tvö ár. Nýjungar þær sem kynntar voru felast meðal annars í mæli- og stýribúnaði, sem gerir kleift að hafa betri stjórn á fram- leiðslunni en áður. Til ráðstefn- unnar kom á þriðja tug gesta frá Bandaríkjunum, Kanada og Nor- egi, auk starfsmanna Járnblendi- félagsins. Morgunblaðið ræddi af þessu tilefni við Jón Sigurðs- son framkvæmdastjóra Islenska járnblendifélagsins á Grundart- anga og fer það viðtal hér á eft- ir. Ennfremur var rætt við þrjá gestanna. „Þessi samkoma sem við kölluð- um hérna saman er fundur fram- leiðslustjóra og aðstoðarmanna þeirra frá þeim verksmiðjum Elkem sem gátu sent menn, það voru tólf af þrettán," segir Jón Sigurðsson. „Ennfremur komu menn frá rann- sóknarmiðstöðvum Elkem í Noregi og Bandaríkjunum og verkfræði- deild Elkem í Osló. Okkar menn voru að kynna þessum mönnum niðurstöðurnar af okkar rannsókna- og þróunarstarfí síðustu árin, eink- um að því er varðar þau stjórnkerfi og vörur sem út úr þeirri starfsemi hafa komið. Það eru tæki sem hjálpa til að stjórna ofnunum, bæði tölvubúnaður og hugbúnaður til að stýra því og skiptir máli, að mati þeirra sem kunna á þessa tækni, til að ná betri árangri heldur en við gerum núna.“ Jón segir Járnblendifélagið hafa boðað til ráðstefnunnar, en gestirn- ir komi á sinn kostnað. „En við höfum skipulagt þetta og tókum Hópur gesta frá 11 verksmiðjum Elkem í Bandaríkjunum, Kanada og Noregi og frá tæknideildum El- kem austan hafs og vestan. Nær þrjátíu gestir komu að kynnast nýjungum sem þróaðar hafa verið á Grundartanga og eru hér í hópi með nokkrum starfsmönnum Járnblendifélagsins framan við verksmiðj- una á Grundartanga, þá í eins konar landkynningarferð," segir hann. Pottur með 2.000 gráðu heitri fyllu Jón segir að vonir séu bundnar við að eitthvað af þessu verði sölu- vara. „Til dæmis þessi búnaður sem hjálpar til við stýringu á ofninum. Það er búnaður sem sýnir á tölv- uskjá jafnharðan hversu djúpt raf- skautið stendur í ofninum. Ofninn er eins konar djúpur pottur og skautin þijú standa á bóla kafi í fyllunni, Þar er yfir 2.000 gráða hiti og það er stöðugt að brenna neðan af skautunum. Til þess að ná bestu virkni í ofninum, þarf að vita hvar endinn á skautinu er, jafn- vel þótt alltaf sé að brenna neðan af honum. Þessi búnaður er til þess gerður, að sýna hvernig skautin þrjú í ofninum standa. Við höfum þróað og reynt frumgerðir af þessu næstum tvö ár og reyndar er búið að sækja um einkaleyfi á því. Þessi Robert Kaiser, Bandaríkjunum: Reidar Wiik, Noregi: I dag kem ég hingað til að læra REIDAR Wiik starfar hjá Elkem Technology, eða verkíræðideild Elkem í Osló. Hann gjörþekkir þá tækni sem notuð er og heftir verið notuð í járnblendiverk- smiðjum og þekkir vel til á Grundartanga, enda verið þar tíður gestur. Hann var meðal annars tæknilegur ráðgjafi þeg- ar fyrri ofii verksmiðjunnar var byggður 1979, ásamt Jens Westl- ey, helsta málmfræðingi Elkem. Reidar var þá hálft ár hér og hefiir fylgst með Grundartanga- verksmiðjunni alla tíð síðan. „Ég kom síðan aftur þegar seinni ofninn fór í gang,“ segir hann, „og þá komst ég að því að Islendingarn- ir, starfsmenn Járnblendifélagsins, höfðu verið það skarpir og áhuga- samir, að þeir höfðu einhvem veg- inn náð valdi á öllum mikilvægustu þáttunum í ofnrekstri þannig að eftir aðeins sex vikna starf var ofn tvö kominn í fullan rekstur og far- inn að vinna eðlilega. Síðan hef ég verið tengiliður Járnblendifélagsins við Elkem í tækniþróunarmálum. Því fylgja reglubundnar heimsóknir og við förum sameiginlega yfir þróunina í rekstrinum og skiptumst á upplýs- ingum. Þegar við byijuðum 1979 fórum við til íslands til að kenna íslending- um að framleiða járnblendi. í dag „Það eru fyrst og fremst aðferð- ir við að stjórna ofnunum. íslend- ingarnir hafa alltaf verið mjög for- vitnir um hvað gerist og hvers vegna í þessu ferli öllu og þéir hafa verið sérlega duglegir að skrá allt sem þeir gera. Þess vegna geta þeir alltaf flett upp í fortíðinni og lært af reynslunni, öll þeirra þekk- ing er til skjalfest. Það er líka at- hyglisvert að Járnblendifélagið hef- ur mjög hæft starfsfólk sem vinnur vel saman sem hópur. Okkur finnst því afar lærdómsríkt að koma hing- að og sjá þann árangur sem hér hefur náðst.“ Reidar var spurður hvort fleira kæmi til en hann hefur nefnt, sem skýring á því að hér í einni yngstu verksmiðjunni skuli spretta fram nýjungar af þessu tagi. „íslendingar bjuggu ekki að nein- um hefðum og voru því ekki bundn- ir af þeim, en hefðir reynast í sum- um tilvikum til trafala. Þeir fengu hingað bestu tæki sem við gátum útvegað 1979. Þar byijaði þekking þeirra og reynsla og hefur aukist frá þeim byrjunarreit. Þar er hluti skýringarinnar á svo góðum árangri." — Telurðu að gestimir hafi þá haft erindi sem erfiði hingað á þessa ráðstefnu og hún verði þeim að ein- hveiju gagni? „Já, ef þeir hefðu ekki gert sér væntingar í þá átt, þá hefðu þeir ekki komið. Allir þessir menn eru Morgunblaðið/Einar Falur Reidar Wiik þeir hefðu ekki getað séð af fjórum dögum í þessa ferð, ef þeir ekki væntu einhvers ágóða af henni, að þeir gætu kynnt eitthvað nýtt og betra þegar þeir koma heim aftur. Þróunardeildin hér er tiltölulega lítil, en það er mjög athyglisvert hve mikilvæg störf hennar eru orð- in, eins og skautvigtunarbúnaður- inn, einnig leysigeislatæki til að mæla ryk í hreinsivirkinu sem hefur mikla þýðingu við að ná sem bestri nýtingu ofnanna, svo að tvö dæmi séu tekin.“ — Telurðuaðeitthvaðafþvísem Járnblendifélagið sýnir þessum gestum væri arðbær fjárfesting fyr- ir þá? „Ég er viss um það. Ekki síst vegna þess, að þessi tæki og tækni hæfir mjög vel þeim tækjum og búnaði sem verksmiðjur þeirra hafa keypt og sett upp á síðustu tíu til tólf árum. Ég mundi veita fé til að fjárfesta í þessum búnaði fyrir aðr- ar málmblendiverksmiðjur," sagði •Réiaar winr------—:-----------1 Mikil fram- sækni ROBERT Kaiser er stjórnandi framleiðsluþróunarsviðs Elkem í Bandaríkjunum og kemur frá Niagara Falls. Hann var spurður hvort honum sýndist að það sem hann kynntist hjá íslenska járnblendifélaginu á ráðstefnunni gætl komið öðrum verksmiðjum að gagni. . „Já, ég held það,“ sagði hann. „Við höfum rætt um þróunarverk- efni sem eiga sér mögulega framtíð. Þessi verkefni eru unnin af mikilli framsækni og í þessum iðnaði er einmitt mikil þörf fyrir þau að mínu mati. Sum þessara verkefna eru nær því að vera orðin að veruleika en önnur og eins og við sjáum hér í dag er Járnblendifélagið þegar farið að nota það sem út úr þeim hefur komið. Hér í stjórnherbergi ofnanna sjáum við til dæmis að rannsóknar- og þróunarverkefni þeirra eru raun- verulega hagnýt. Það er mjög lofs- vert.“ — Hvað þykir þér mikilvægast af því sem þú hefur séð hér? „Ég tel það afar mikilvægt að öll þessi verkefni vinna saman, nán- ast algjörlega. Hér í stjórnherberg- inu höfum við séð þijú mismunandi kerfi, sem öll styðja hvert annað og vinna saman. Sé litið á þau hvert og eit.t. gætu þau verið mjög at.hygl- isverð en öll saman virðast þau bæta heildarferlið í framleiðslunni. Ég held í rauninni að ekki sé rétt að skoða þau hvert fyrir sig. Þó er efnið í deiglurnar dæmi um þróun- arverkefni sem er óháð öðrum og stendur fyrir sínu eitt og sér.“ — Hefurðu séð nóg hér tii að gera upp við þig hvort til dæmis kem ég hingað til að læra af þeim.“ — Hvað getur'þú lært af þeim? fiitriélfirl sfnum fyrirtækjum og Morgunblaðið/Einar Falur Jón Sigurðsson, framkvæmda- stjóri íslenska járnblendifélags- ins. búnaður er sagður skipta geysilegu máli til að geta metið rétt stöðuna í því óstýrláta ferli sem svona fram- leiðsla er. Þetta er óstýrlátt um- hverfi sem rafmagninu er hleypt í gegn um í fyllunni og mælitæki hefur vantað til að mæla skauta- stöðuna." Opnar áður lokaðar dyr —Finnið þið mun, eftir að hafa tekið þetta í notkun? „Já, þeir segja mér að það skipti máli til að meta stöður. En auk þess með mælingu á þessari breytu er hægt að þróa sjálfvirku stýring- una á ofninum miklu lengra heldur en hægt hefur verið fram að þessu. Það skiptir ekki síður máli, að þetta opnar dyr sem hafa eiginlega verið lokaðar í þróun á sjálfvirkni í stýr- ingu á ofnum." —Hafið þeið byijað að selja eitt- hvað af þessu? „Ekki stýrikerfið, við höfum ekki selt það ennþá. Við hðfum selt efni til að fóðra deiglur, efni sem við Morgunblaðið/Einar Falur Robert Kaiser þetta stjórn- og eftirlitskerfi sem þú hefur skoðað hér væri hagkvæm fjárfesting? „Ég held að svo sé, mér sýnist þeir hér þegar sjá merki þess. Ég held ekki að kostnaðurinn sé svo hár þegar tekið er tillit til þess að ávinningurinn við að taka slíkan hugbúnað í notkun er mikill. Þann- ig að svarið er jákvætt, ég held að þetta sé hagkvæmt." — Var þetta þá gagnleg heim- sókn? „Ávinningur okkar af þessari heimsókn held ég að liggi einnig í skoðanaskiptum við þá menn sem hér hittast frá fjórum löndum. Menn skiptast á upplýsingum um tækni- leg atriði um framleiðsluna og um almenn vandamál og mismunandi úrlausnir í hinum ýmsu verksmiðj- um. Þetta eru því líka faglegar umræður um tækni, ásamt kynn- ingu á rannsóknar- og þróunar- störfum Járnblendifélagsins. Ég held því að þegar kollegar víðs veg- ar úr heiminum hittast svona eins og hér, þá hljótum við allir að græða á því,“ sagði Robert Kaiser.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.