Morgunblaðið - 05.07.1990, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990
21
Bæjarfiilltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafiiarfírði:
Efast um lögmæti meðferðar og
afgreiðslu reikninga bæjarins
ÁRSREIKNINGUM bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofhana hans var
vísað til annarrar og síðari umræðu á bæjarsfjórnarfiindi í fyrradag
með 7 atkvæðum fiilltrúa Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, gegn
fjórum atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisllokks. Fulltrúar Sjálstæðis-
flokksins gerðu eftirfarandi bókun vegna afgreiðslu málsins þar sem
þeir lýsa efasemdum um lögmæti afgreiðslu meirihlutans á ársreikn-
ingum bæjarins og fyrirtækja hans og áskilja sér allan rétt í mál-
inu. Gerð er grein fyrir þeirri skoðun að brotið hafi verið gegn
ákvæðum sveitarstjórnarlaga um meðferð og afgreiðslu ársreikninga
sveitarfélaga og starfssvið og skyldur kjörinna skoðunarmanna.
Vegna framlagningar ársreikn-
inga bæjarsjóðs Hafnarljarðar og
stofnana hans í bæjarstjóm þann
3. júlí 1990 óska bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins að eftirfarandi
verði bókað:
1. í síðustu bæjarstjórnarkosn-
ingum gaf bæjarstjóri upp ýmsar
ástæður fyrir „töfum“ á framlagn-
ingu ,ársreikninga bæjarins. M.a.
var borið fyrir slys sem bæjarendur-
skoðandi varð fyrir.
í niðurlagi endurskoðunarskýrslu
bæjarendurskoðanda með ársreikn-
ingi bæjarsjóðs fyrir árið 1989 seg-
ir hann:
„Ef ársuppgjör á að vera fyrr á
ferðinni verður að vera búið að
ganga fyrr frá gögnum sem berast
eiga bókhaldi." Hér þarf þvi ekki
vitnanna við. Tafir t.d. á gerð árs-
reiknings bæjarsjóðs vegna ársins
1989 eru vegna tafa á skilum reikn-
inga og annarra gagna til færslu í
bókhald bæjarins.
2. Hinn 19. júní 1990 fór fram
á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar
kosning í ráð, nefndir og stjórnir á
vegum Hafnarfjarðarbæjar. Þá
voru m.a. kosnir skoðunarmenn
bæjarreikninga.
Það vekur því allnokkra furðu,
að annar hinna kjörnu endurskoð-
enda, Guðmundur Jónsson, undir-
ritar ársreikning Rafveitu Hafnar-
fjarðar þ. 18. júní sl. eða degi áður
en hann er kosinn til starfsins af
bæjarstjórn. Þessi embættisfærsla
ber það með sér að full ástæða er
til þess að efast um nákvæm og
vönduð vinnubrögð.
Þá er full ástæða til efasemda
um að fyrrnefndur skoðunarmaður
hafi t.d. áritað ársreikning bæjar-
sjóðs þ. 25. júní 1990, þar sem fyr-
ir liggur að reikningurinn var ekki
tilbúinn fyrr en 2. júlí sl. Það skal
áréttað að þ. 18. júní sl. höfðu eng-
ir kjörnir skoðunarmenn umboð
bæjarstjórnar Hafnarfjarðartil árit-
unar á reikninga. Með tilliti til þess
er áritun Guðmundar Jonssonar á
reikninga Rafveitunnar marklaus
og hlýtur reikningurinn því að telj-
ast ófrágenginn af hálfu beggja
kjörnu skoðunarmannanna.
3. Skv. sveitarstjórnarlögum nr.
8/1986 er skýrt kveðið á um með-
ferð ársreikninga sveitarfélaga og
hlutverk kjörinna skoðunarmanna.
Skv. 83. grein skal reikningur
sveitarfélags fullgerður fyrir lok
apríl ár hvert.
Ársreikningar bæjarsjóðs Hafn-
arfjarðar og stofnana hans eru skv.
áritun löggilts endurskoðanda bæj-
arins fullgerðir sem hér segir: Sól-
vangs þ. 2 maí 1990, Rafveitu
Hafnarfjarðar þ. 18. júní 1990,
Hafnarsjóðs þ. 25. júní 1990, Bæj-
arsjóðs þ. 25. júní 1990, Kaupleigu-
íbúða þ. 29. júní 1990.
Á þessari upptalningu má glögg-
lega sjá að 83. grein sveitarstjórn-
arlaga er algjörlega sniðgengin.
Skv. 86. grein skal endurskoðun
lokið eigi síðar en 30. júní ár hvert.
Með þessari grein er ljóst að lög-
gjafinn ætlar skoðunarmönnum allt
að tvo mánuði til endurskoðunar.
Skýrt er kveðið á um það í sömu
grein að skoðunarmenn skuli hafa
aðgang að öllum eignum, bókum,
fylgiskjölum og öðrum gögnum
sveitarfélagsins og skulu sveitar-
stjórn og starfsmenn sveitarfélags-
ins veita þeim allar þær upplýsingar
sem þeir æskja og unnt er að láta
í té.
Við meðferð ársreikninga bæjar-
sjóðs og stofana hans nú er skoðun-
armönnum ætlaður tími allt niður
í sólarhring til endurskoðunar. í
þessu sambandi skal skírskotað til
bréfs dags. 2. júlí 1990, frá kjörnum
skoðunarmanni, Páli V. Daníels-
syni, en bréf það fylgir framlögðum
ársreikningum.
Skv. 88. grein skal sveitarstjórn
hafa lokið fullnaðarafgreiðslu árs-
reikninga sveitarsjóðs og fyrirtækja
hans eigi síðar en í júlimánuði. Það
er því augljóst mál að með þeim
hætti sem hér er staðið að verki
af hálfu meirihluta bæjarstjórnar
vita bæjarfulltrúar tæplega hvað
þeir eru að afgreiða og er það til
lítils sóma. Ársreikningarnir, ásamt
endurskoðunarskýrslum, eru á 3.
hundrað blaðsíður og þarf meiri
tíma til en eina viku að kynna sér
reikningana ef vel á að vera. Það
skal sérstaklega tekið fram að allir
framantaldir ársreikningar bárust
bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks-
ins um kl. 18.00 þ. 2. júlí 1990,
þ.e. fyrir réttum sólarhring.
Skv. 84., 85., 86., 87., og reynd-
ar skýringum með 88. grein sveitar-
stjórnarlaganna, er ítarlega fjallað
um starfssvið og verklagsreglur
fyrir skoðunarmenn.
í skýringum með 88. grein segir
m.a.: „Afgreiðsla ársreikninga í
sveitarstjórn vekur oft upp ýmsar
spurningar um rekstur sveitarfé-
lagsins á liðnu ári, en hins vegar
má ætla að reikningsfærslan sjálf
valdi ekki ágreiningi, ef skoðunar-
menn og í stærri sveitarfélögum
jafnframt löggiltir endurskoðendur
votta að reikningar séu rétt færðir."
Með bréfí skoðunarmanns, Páls
V. Daníelssonar, dags. 2. júlí 1990,
gefur hann upp ríkar ástæður fyrir
því að hann hafi ekki áritað árs-
„ÞETTA er í fyrsta lagi lögleg
meðferð og í öðru lagi ósköp eðli-
leg meðferð málsins miðað við all-
ar kringumstæður," sagði Guð-
mundur Árni Stefánsson bæjar-
stjóri í Hafnarfirði þegar leitað
var viðbragða hans við bókun
sjálfstæðismanna vegna meðferð-
ar ársreiknings bæjarins og stofti-
ana hans. „Menn voru að koma
út úr kosningum og ef sjálfstæðis-
menn hefðu lýst yfir trausti á fyrri
skoðunarmanni sínum í stað þess
að skipta um skoðunarmann, þá
hefðu þessir erfiðleikar þeirra
ekki verið til staðar. Sá skoðunar-
maður, sem var á þeirra vegum
til 11. júní, var innvígður í öll
þessi mál og hafði endurskoðað
þá þætti sem hann taldi nauðsyn-
lega. Hinn skoðunarmaðurinn,
sem endurkosinn var af meirihlut-
anum, taldi sig geta áritað reikn-
ingana, eftir yfirferð, athugun og
útskýringar endurskoðanda bæj-
arins, sem heftir þessi störf með
höndum.
Aðspurður um þá gagnrýni sjálf-
stæðismanna að meðferð ársreikn-
ings bæjarins og bæjarstofnana
stangaðist á við sveitarstjórnarlög,
sagði Guðmundur Árni þær fullyrð-
ingar rangar: „Það er að verið að
fara að lögum og ljúka meðferð árs-
reikningsins á þeim tíma sem sveitar-
stjórnarlög segja til um. Hér er ein-
faldlega verið að leggja fram árs-
reikningana. Það er því e.t.v. álita-
mál hvort reikningarnir verði form-
lega afgreiddir af bæjarstjórn að
teknu tilliti til þeirra ástæðna og
vísan til ofangreindra skýringa með
88. grein sveitarstjórnarlaganna.
4. Þá er það eftirtektarvert
að nýkjörin rafveitustjórn fékk
reikninga Rafveitunnar fyrir 1989
til afgreiðslu fyrir sitt leyti 2. júlí
1990, en hafnarstjórn sem starfar
eftir hafnarlögum og sérstakri
hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarð-
arhöfn hefur ekki enn litið reikn-
inga hafnarsjóðs fyrir árið 1989. í
3. grein Reglugerðar fyrir Hafnar-
fjarðarhöfn er kveðið mjög skýrt á
um fjárhagslega ábyrgð hafnar-
stjórnar og því hefur það verið
ófrávíkjanleg hefð að hafnarstjóm
samþykki reikninga hafnarsjóð fyr-
ir sitt leyti áður en þeir koma inn
í bæjarstjóm. Að ósk Alþýðuflokks-
ins var frestað kjöri í hafnarstjórn
á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjar-
stjómar þ. 19. júní 1990. Sú frestun
má þó ekki verða að skálkaskjóli
fyrir það að afgreiða ekki reikninga
hafnarsjóðs formlega í hafnarstjórn
áður en þeir koma til bæjarstjórnar.
5. Með tilliti til framangreindra
töluliða 1-4 í þessari bókun og með
sérstakri skírskotun til þeirra
greina gildandi sveitarstjórnarlaga,
sem fyalla um meðferð og af-
greiðslu ársreikninga sveitarfélaga
og starfssvið og skyldur kjörinna
skoðunarmanna, leyfum við okkur,
bæjarfulltúar Sjálfstæðisflokksins,
að efast um lögmæta afgreiðslu
ársreikninga bæjarsjóðs Hafnar-
fjarðar og fyrirtækja hans eins og
hér er að verki staðið af hálfu meiri-
hluta bæjarstjórnar. Við áskiljum
okkur því allan rétt í því máli.
Við munum ekki á þessum fundi
bæjarstjórnar greiða því atkvæði
að reikningunum verði vísað, að svo
stöddu, til annarrar og síðari um-
ræðu.
Ellert Borgar Þorvaldsson,
Ása María Valdimarsdóttir,
Hjördís Guðbjörnsdóttir,
Þorgils Ottar Mathiesen.
reikninga bæjarins með þeim hætti
sem venja er til og þeir verða af-
greiddir á þann hátt eftir viku tíma.“
„Menn verða að átta sig á því að
það fóru fram kosningar 26. maí
síðastliðinn. Hins vegar höfðu þeir
skoðunarmenn og sú bæjarstjórn sem
sat fyrir kosningar oft og einatt fjall-
að um reikninga og fjármál bæjarins
og stofnana hans. Ef verið er að vísa
til endurskoðunar á hún sér stað jöfn-
um höndum en ekki er um það að
ræða að ársreikningar séu fullgerðir
og síðan endurskoðaðir. í öllum meg-
inatriðum var reikningur bæjarins
fyrirliggjandi í aprílmánuði og endur-
skoðun gat þá hafist enda hófst hún
og var í gangi með þátttöku fyrri
skoðunarmanna fram að kosning-
um,“ sagði Guðmundur Árni Stefáns-
son.
Aðspurður sagði bæjarstjórinn að
misritun hefði valdið því að áritun
skoðunarmanns við reikninga raf-
veitu bæjarins væri dagsett degi fyrr
en hann fékk umboð til starfans.
Leiðréttingu hefði verið komið á
framfæri. „Fyrir kosningar gagn-
rýndu sjálfstæðismenn það að af-
greiðsla ársreikninga drægist. Nú
eftir kosningar gagnrýna þeir of
mikinn hraða við afgreðslu þessara
mála. Þetta tvennt gengur hvað gegn
öðru, þannig að það er erfitt að ver-
að við óskum af þessum toga. Hér
er augljóslega verið að gera úlfalda
úr mýflugu," sagði Guðmundur Árni.
Lögleg og eðlileg
meðferð málsins
- segir Guðmundur Arni Stefánsson bæjarstjóri
SIEMENS
Kœli - oa frvstitœki í miklu úrvali!
Lítið inn til okkar og skoðið vönduð
vestur-þýsk heimilistœki!
Hjá SIEMENS eru gœði, ending og
fallegt útlit ávallt sett á oddinn!
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SlMI 28300
Frábær uppskrift að fríinu
*&%**»<**
m/einkasi
undlaug
NÆSTIFERÐAÞJÓNUSTUBÆR
ER ÁVALLT SKAMMT UNDAN
GÆÐAÞJÓNUSTA Á GÓÐU VERÐI
Ferðaþjónusta bænda, Bændahöilinni v/Hagatorg
Sími 623640. Símbréf (Fax) 628290