Morgunblaðið - 05.07.1990, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 05.07.1990, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990 27 Hljómsveitin Stjórnin aftur á Hótel Islandi HLJÓMSVEITIN Stjórnin er gestum Hótels íslands að góðu kunn og ætlar nú loksins að láta sjá sig þar aftur og leika fóstudaginn 6. júlí. Þetta verður í eina skiptið sem Stjórnin leikur í Reykjavík i sumar og verður 18 ára aldurstakmark þetta kvöld á Hótel íslandi. Eftir góðan árangur í Júgó- slavíu þann 5. maí sl. hefur hljóm- sveitin þeyst um landið þvert og endilangt og leikið á tónleikum og dansleikjum í bland. Laugardaginn 7. júlí leikur Stjórnin á tónleikum í Njálsbúð og mun ríkissjónvarpið verða í för með sveitinni þar sem unnið er að sjónvarpsþætti um hljómsveit- ina. Um Eitt lag enn er það að segja að unnið er að þýskri útgáfu á laginu og sitja þau Grétar og Sigga sveitt yfir þýsku lesefni þessa dag- ana. Hljómsveitin Stjórnin. Kjarvalsstaðir: Höggmyndalist Á Kjarvalsstöðum stendur yfir í öllu húsinu yfirlitssýning á íslenskri höggmyndalist fram til ársins 1950. Á sýningunni eru verk eftir Einar Jónsson, Asmund Sveinsson, Sigur- jón Ólafsson, Gunnfríði Jónsdóttur, Guðmund frá Miðdal, Ríkharð Jóns- son, Magnús Á. Árnason, Nínu Sæ- mundsson og Martein Guðmundsson. Sýningin er framlag Kjai-valsstaða til Listahátíðar 1990 og er þetta síðasta sýningarhelgin. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá klukkan 11-18 og er veitingabúð- in opin á sama tíma. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 4. júli. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hœsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verfl verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 95,00 20,00 63,56 7,667 487.922 Ýsa 121,00 40,00 82,32 2,194 180.603 Karfi 32,50 16,00 20,10 1,255 25.248 Ufsi 20,00 20,00 20,00 0,699 13.980 Steinbítur 58,00 26,00 29,30 1,631 47.782 Langa 20,00 19,00 19,50 0,413 8.073 Lúða 330,00 240,00 259,08 0,092 23.835 Koli 50,00 50,00 50,00 0,523 26.150 Smáþorskur 20,00 20,00 20,00 0,522 10.440 Smáufsi 10,00 10,00 10,00 1,418 14.180 Keila 19,00 19,00 19,00 0,045 855 Gellur 305,00 205,00 289,38 0,096 27.780 Skötuselur 255,00 255,00 255,00 0,008 2.040" Skötuselur 165,00 165,00 165,00 0,013 2.145 Blandaður 19,00 19,00 19,00 0,048 912 Þorskur st. 93,00 93,00 93,00 0,187 17.391 Samtals 52,86 16,822 889.336 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA.hf. Þorskur 95,00 50,00 70,54 9,351 653.597 Ýsa 96,00 45,00 64,66 2,439 157.701 Karfi 24,00 10,00 11,82 10,494 123.999 Steinbítur 60,00 15,00 35,28 1,207 42.583 Hlýri 35,00 35,00 35,00 0,327 11.445 Langa 35,00 30,00 31,63 0,267 8.445 Lúða 400,00 30,00 180,75 0,214 38.680 Sólkoli 60,00 60,00 60,00 0,031 1.860 Keila 27,00 10,00 25,69 3,739 96.095 Grálúða 30,00 30,00 30,00 0,401 12.030 Skata 63,00 63,00 63,00 0,145 • 9.135 Skötuselur 395,00 395,00 395,00 0,039 15.405 Ufsi 42,00 9,00 21,04 6,334 133.242 Undirmál 20,00 20,00 20,00 0,090 1.800 Samtals 37,40 35,079 1.312.017 Á morgun verður selt u.þ.b. 1 tonn af humfri af Ósk. FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - YTRA I GÁMASÖLUR í Bretlandi 4. júlí. Hæsta verð Lægsta verð Meðalverð Magn Heildar- (kr.) (kr.) (kr.) - (lestir) verð (kr.) Þorskur 118,62 57,17 Ufsi 97,89 89,32 Karfi 103,61 51,45 ÞÝSKALAND 4.júlí. Þorskur 161,59 112,78 Ýsa 158,22 122,88 Ufsi 63,96 43,76 Karfi 95,94 85,84 Morgunblaðið/Björn Blöndal Fjöldi tiginua gesta var við athöfnina. 1 M 1 • - -j JK iií: 'v“v í. ' ‘ . | f! a rerufnm tt a wrrr fuub^ yni'ifr « WfHfF™nj|r : I 'j£. ' mShÉHHf' Keflavíkurflugvöllur: Yfirmannaskipti hjá flotastöðinni Keflavtk. James I. Munsterman, hinn nýi yfirmaður flotastöðvarinnar, til vinstri, og eiginkona hans Valerie og fráfarandi yfirmaður, Richard E. Gollsby, skera fyrstu sneiðina af tertu sem boðin var af þessu tilefni. YFIRMANNASKIPTI urðu hjá fiotastöð varnarliðsins við há- tíðlega athöfn sl. fostudag. Þá tók James I. Munsterman kafteinn við starfi yfirmanns flotastöðvar- innar af Richard E. Goolsby kaf- teini sem gegnt hafði því starfi frá því í júlí 1988. Flotastöðin á Keflavíkurflugvelli er sú deild varnarliðsins sem sér um rekstur þjónustu við aðrar deild- ir liðsins og er yfirmaður stöðvar- innar nokkurs konar bæjarstjóri varnarliðsins, en þar starfa um 1.100 íslendingar, auk mörghundr- uð 'starfsmanna verktakafyrir- tækja. James I. Munsterman kafteinn er frá Lombard í Illinois-fylki. Hann lauk prófi í viðskiptafræði í Lewis College í Lockport í sama fylki. Hann varð liðsforingi í flotanum 1968 og lauk námi í flugi 1969. Á ferli sínum hefur Munsterman starfað víða um heim, oftast á veg- um eftirlitsflugsVeita flotans. Vet- urinn 1985 var hann aðstoðaryfir- maður 40. eftirlitsflugsveitar flot- ans og dvaldi þá á Keflavíkurflug- velli og varð síðan yfirmaður sveit- arinnar að lokinni 6 mánaða dvöl á íslandi. Á undanförnum árum hefur Munsterman gegnt ýmsum emb- ættum sem lúta að gagnkafbáta- hernaði og þróun hans. Eiginkona hans er Valerie frá Evanston í 111- inois. Þrjár dætur þeirra hjóna, Jennifer, Erin og Heather, dvelja í foreldrahúsum á Keflavíkurílug- velli, en tveir synir, Michael og Eric, eru í Bandaríkjunum. Riehard E. Goolsby fráfarandi yfirmaður heldur til Norfolk í Virg- iníu þar sem liann mun taka við starfi yfirmanns þeirrar deildar flot- ans sem annast þjálfun í gagnkaf- bátahernaði. Fjöldi tiginna gesta var við athönina. Ávörp fluttu Thomas F. Hall varaaðmíráll og Charles E. Cobb jr. sendiherra Bandaríkjanna á íslandi og hljóm- sveit úr flotanum frá Memphis í Tennessee lék þjóðsöngva íslands og Bandaríkjanna. -BB ■ VATNSLITAMYNDIR af íslensku landslagi eftir David White eru tii sýnis í skólahúsinu við Hótel Eddu, Nesja. Síðasti sýningardagur er í dag og er opið frá klukkan 14-22. Skoðanakönnun um viðhorf til Evrópumála: 56% telur aukið samstarf við Evrópuþjóðir bæta lífskjör 56% íslendinga telur að aukið sainstarf við þjóður Vestur Evrópu muni bæta lífskjör í landinu. 7% telja að lífskjör inuni rýrna en 38% áhrifin verða lítil. Þetta er ein af niðurstööum skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun Iláskólans hefur gert fyrir Samstarfshóp atvinn- ulífsins ugj evrópska samvinnu, og gerð er grein fyrir í nýju frétta- bréfi Félags íslenskra iðnrekenda. 73% svarenda telja að íslenskt efnahagslíf hafi gott af auknu sam- starfi við þjóðir V—Evrópu, 11% telja að áhrifin verði neikvæð. Þá eru 58% hlynntir því að evrópsk fyrirtæki geti tekið þátt í íslenskum atvinnu- rekstri, 32% eru andvígir en 11% óákveðnir. - 47% þeirra sem þátt tóku í könn- uninni telja að aukin þátttaka í sam- starfi Vestur-Evrópuþjóða muni efla íslenska menningu og menntir. 44% telja áhrifin verða lítil en 9% telja aukið samstarf munu veikja íslenska menningu og menntir. Spurningu um hvort æskilegt sé að ríkisborgurum frá V—Evrópu sé gert auðveldara að flytjast búferlum og starfa hér gegn því að íslending- um sé auðveldað að búa og starfa í löndum V—Evrópu svöruðu 54,1% þannig að þetta væri æskilegt, 32,8% töldu þetta óæskulegt en 13,1% voru óákveðnir. Þá töldu 55% aðspurðra að það hefði lítil áhrif á stjórnarfar hériend- is að ísland tæki aukinn þátt í sam- starfi V-Evrópuþjóða en 35% töldu slíka þróun mundu bæta stjórnarfar hérlendis en 10% töldu stjórnarfarið bíða skaða af auknu samstarfi. Áður hefur í Morgunblaðinu verið gerð grein fyrir nokkrum niðurstöð- um þessarar könnunar, svo sem þeim að þorri svarenda, um 86%, taldi ekki koma til greina að veita EB-rikj- utn aðgang að íslenskum fiskimiðum gegn aðgangi að mörkuðum; fylgj- endur EB-aðildar eru fleiri en and- stæðingar og að þeim sem eru óá- kveðnir í afstöðu til málsins fer fækk- andi. Könnunin náði til 1500 manna slembiúrtaks úr þjóðskrá. Svör bár- ust frá um 70% þátttakenda. Leiðrétting í frétt Morgunblaðsins af þeim atburði í Núpsvötnum þegar tveir menn festu jeppa sinn í ánni st. föstudagskvöld var því haldið fram að mennirnir væru félagar í Hjálp- areveit skáta í Kópavogi. Sam- kvæmt upplýsingum frá Hjálpar- sveitinni er það ekki rétt og leiðrétt- ist það hér með.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.