Morgunblaðið - 05.07.1990, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990
ATVINNUA UGL YSINGAR
Skrifstofutæknir
óskar eftir áhugaverðri atvinnu. Er lærður
málarameistari. Reynsla í verslunarstörfum
fyrir hendi. Margt kemur til greina hvort sem
er í Reykjavík eða úti á landi.
Vinsamlegast hringið í síma 16179.
Verkstjóri
Verkstjóra með matsréttindi vantar í fisk-
vinnslu á Vestfirði.
Upplýsingar í síma 94-6280.
Ritari
Opinber stofnun í miðborginni vill ráða ritara
til afgreiðslustarfa og tölvuinnsláttar.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „Ritari - 8703“ fyrir kl. 12.00 á
föstudag.
Þjjónn - matsveinn
Óskum að ráða þjón og matsvein.
Eiginhandarumsóknir, ásamt upplýsingum
um fyrri störf og meðmælum, ef fyrir liggja,
sendist til FLUG HÓTELS, Hafnargötu 57,
230 Keflavík, sími 92-15222.
Blönduvirkjun -
vaktavinna
Óskum að ráða ýtustjóra og hefilstjóra við
virkjunarframkvæmdir okkar við Blöndu.
Upplýsingar í síma 95-30250.
Fossvirki sf.
Veitingahús
Nú er verið að opna nýtt kaffi- og veitinga-
hús í Austurstræti 22, þar sem áður var Hressó.
Okkur vantar gott starfsfólk í eftirtalin störf:
Matreiðslumann.
Starfsfólk í sal.
Smurbrauð.
Uppvask.
Aðstoð í eldhús.
Upplýsingar í Skeifunni 19, Brauð hf., milli kl.
15.00 og 17.00 á skrifstofunni (Guðmundur
Viðarsson).
Umbpðsmaður
- Ólafsvík
Óskum eftir umboðsmanni til að sjá um dreif-
ingu blaðsins í Ólafsvík. Einnig kæmi til
greina að blaðberi sæi um starfið.
Upplýsingar í síma 691201 frá kl. 9.00-17.00
virka daga.
Skrifstofustarf
Útflutningsfyrirtæki á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu óskar eftir að ráða starfskraft til skrif-
stofustarfa. Starfið felur í sér gerð útflutn-
ingspappíra, reikninga og annarra tilfallandi
skrifstofustarfa. Krafist er að viðkomandi
geti unnið sjálfstætt. Um framtíðarstarf er
að ræða.
Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl.
merktar: „KÞ - 28“.
Vélvirki
- stutt verkefni
Óskum að ráða vanan vélvirkja til suðuvinnu
í 6-8 vikur í sumar. Þarf að geta hafið störf
sem fyrst.
Upplýsingar gefur verksmiðjustjóri í síma
687766.
Ewos hf.,
Korngörðum 12,
Reykjavík.
SAMBAND ÍSLENSKRA
SVEITARFÉLAGA
Framkvæmdastjóri
Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir
laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra
sambandsins og samstarfsfyrirtækja þess,
Lánasjóðs sveitarfélaga og Bjargráðasjóðs.
Umsóknir, er greini upplýsingar um menntun
og fyrri störf, sendist formanni, Sigurgeiri
Sigurðssyni, bæjarstjóra, Austurströnd 2,
Seltjarnarnesi, fyrir 26. júlí nk.
Samband íslenskra sveitarfélaga.
Hafnarfjörður
— blaðberar
Blaðbera vantar í Suðurbæ til sumarafleysinga.
Upplýsingar í síma 652880.
Sunnuhlíð
Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi
Afleysingafólk
Afleysingafólk vantar í 11/2 mánuð í eldhús.
Upplýsingar gefur Sigurgeir í síma 604167.
Æskulýðs- og
tómstundafulltrúi
Auglýst er eftir æskulýðs- og tómstundafull-
trúa hjá Keflavíkurbæ. Gert er ráð fyrir að
viðkomandi hafi aðsetur í Holtaskóla og
kenni þar 25-50% úr stöðu en sinni æsku-
lýðsstarfi síðari hluta dags.
Upplýsingar gefa skólastjóri Holtaskóla í
síma 92-15597 og bæjarstjórinn í Keflavík í
síma 92-11555.
Á lager
Óskum eftir duglegum og ábyggilegum
starfskrafti til starfa strax á lager í verslun
okkar. Vinnutími frá kl. 8.00-18.30. Æskilegur
aldur 20-40 ára. Starfið felst í vörumóttöku,
umsjón með lager og annað sem til fellur.
Upplýsingar gefur Kári Tryggvason á staðn-
um fimmtudaginn 5. júlí milli kl. 14.00 og
18.00.
Kringlunni 7.
KENNSLA
Námskeið
í flugumferðarstjórn
Ákveðið hefur verið að velja nemendur til
náms í flugumferðarstjórn, sem væntanlega
hefst í byrjun vetrar 1990.
Stöðupróf í íslensku, ensku, stærðfræði'og
eðlisfræði verða haldin í september nk.
Umsækjendur skulu vera á' aldrinum 20-27 ára,
tala skýrt mál, rita greinilega hönd, standast
tilskyldar heilbrigðiskröfur og hafa lokið stúd-
entsprófi.
Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Flug-
umferðarstjórn á fyrstu hæð flugturnsbygg-
ingar á Reykjavíkurflugvelli og ber að skila
umsóknum þangað fyrir 1. september, ásamt
staðfestu afriti af stúdentsprófskírteini og
sakavottorði.
Flugmálastjóri.
FUNDIR - MANNFA GNAÐUR
Gamlir Dalbúar
Tökum þátt í landsmóti skáta á Úlfljóts-
vatni. Hittumst í fjölskylduþúðym laugardag-
inn 7. júlí. Tökum með okkur grill og mat.
Gamlir Dalbúar.
Húnvetningar í Reykjavík
Húnvetningafélagið í Reykjavík fyrirhugar
ferð dagana 20., 21. og 22. júlí um Sprengi-
sand, í Skagafjörð og fyrir Skaga.
Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 14. júlí í síma
681941 eða 19863.
HÚSNÆÐIÓSKAST
Leiguíbúð óskast
Vantar rúmgóða leiguíbúð fyrir umbjóðanda
minn, stóra íbúð eða raðhús.
Allar upplýsingar eru veittar á skrifstofu
minni í síma 688622.
Gunnar Jóhann Birgisson, hdl.,
Skipholti 50b.
A TVINNUHÚSNÆÐI
í Skeifunni
er til leigu 114 fm húsnæði sem skipt er í
skrifstofu- og lagerpláss. Bjart og gott hús-
næði á góðum stað.
Upplýsingar í síma 22344 (Ágúst).