Morgunblaðið - 05.07.1990, Page 31

Morgunblaðið - 05.07.1990, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990 31 Bannað að ganga á grasinu! eftir Jökul Jörgensen Allir þeir sem alist hafa upp við sjóinn, vita að fjaran með öllum sínum leyndardómum hafði og hefur mjög seiðandi aðdráttarafl, sem læt- ur engan ósnortinn. Menn tala um fjömna sína og láta hugann reika aftur til áhyggjulausra æskudaga, þegar allur heimurinn átti sér stað í tærum fjörupollum og dimmum klettagjótum fjörunnar. Samt gerist það þó með flesta, að eftir því sem þeir eldast og lífsbarátt- an harðnar, er eins og þessi tilfinning fyrir bernskuslóðunum dvíni og deyi hjá mörgum. Þetta eru oft mennirnir sem síðan hafa áhrif á útlit umhverf- is síns með svokallaðri skipulagningu og fegrun þess. Sjálfur sleit ég bamsskónum að miklu leyti í fjörunni við Sörlaskjól í Reykjavík. Fjöru sem einkennist af víðum grasigrónum bökkum, nokkuð þýfðum. Síðan taka við ával- ar og fjölbreyttar klappir í sjó fram. „Bón mín er því sú: Sýnið lit og tillitssemi við þá sem vilja halda í náttúruleg sérkenni, lítil sem stór!“ Fyrir miðri fjöru blasir við gömlu trilluvör. Þar voru gerðar út tvær litlar trillur. Jöri og Gvendur áttu þá grænu og Gísli þá hvítu. Þetta voru karlar af þeirri gerðinni sem brátt deyr út á íslandi. Þeir voru þreknir með æðasprungnar kinnar og geysistórar lúkur sem aldrei fundu fyrir kulda. Þessir menn höfðu der- húfur og bölvuðu stundum hressilega en nægjusemin var aðdáunarverð. Allt þetta finnur maður og skynjar ef sest er á fjörukambinn við gamla spilstæðið, sem nú er horfið en var áður í hugum okkar strákanna tákn þess sem alltaf yrði. í næsta húsi við mig bjó gamall og farsæll skipstjóri er Sigurður Gíslason hét. Tók hann sig til á gam- alsaldri og útbjó fótboltavöll ofan við vörina, fyrir okkur krakkana í hverf- inu. Sigurður vann þar mikið þrek- virki er hann dró til og hagræddi stærðar gijóti, jarðföstu. Að endingu hafði hann fullgert fótboltavöll, af- markaðan hlöðnu gijóti. Mörkin smíðaði hann einnig ásamt áhorf- endabekkjunum, síðan reið hann ne- tið i mörkin. Þessi völlur var geysilega mikið notaður og Sigurður sá um að við- halda öllu fyrir okkur. Eftir hans dag varð viðhaldinu ábótavant og einn góðan veðurdag komu bæjai’starfs- menn, sem við krakkarnir álitum óvini okkar númer eitt, og tóku niður mörkin. Ég gekk til þeirra og spurði: „Hvers vegna?“ Svörin voru þau að gera ætti við mörkin. Sú viðgerð hefur tekið mjög mörg ár og er ekki lokið enn. Nú er gamli völlurinn að mestu uppgróinn, en samt má heyra einstaka húrrahróp og boltaspörk ef grannt er hlustað! Jökull Jörgensen Klappirnar sitthvoru megin við vörina gegndu mikilvægu hlutverki í hugum okkar og flestir stæretu steinarnir voru nafnkenndir. Á þess- ar klappir hjuggum við nöfnin okkar sem enn standa. I Af öllu ofanrituðu geta menn séð að það sem í fljótu bragði virðist vera enn ein fjaran og það fjara sem ekki hefur stórbrotna náttúrufegurð v sér til fegrunar, þá skiptir þessi blett- ur við sjóinn vestur í bæ mig miklu máli. Ofugt við þá sem töpuðu tengslum sínum við bernskuslóðimar og gerð- ust rök-kaldir reglustrikuþrælar, vekur öll meiriháttar röskun á nátt- úrulegu umhverfí mér ugg í brjósti. Nú á sér stað mikið rask við Faxa- skjól og Ægisíðu. Heita má að fjö- runni við Faxaskjól hafi verið fómað á borði framfaranna. Þar sem áður voru óreglulegir, þýfðir grasbakkar og ávalar klappir í sjó fram, kemur óaðfinnanlega slétt tún, máð öllurh~ kennileitum. Fjaran verður stórgrýtt, brött og aðdjúp. Að lokum verða sett upp skilti þar sem á stendur: „Bannað að ganga á grasinu!" Bón mín er því sú: Sýnið lit og tillitssemi við þá sem vilja halda í náttúruleg sérkenni, lítil sem stór! Ilöfundur cr hárskeri. AUGLYSINGAR ATVINNUHÚSNÆÐI Eigendur atvinnu- húsnæðis í Kópavogi Þar sem margir hafa leitað til okkar í leit að atvinnuhúsnæði til leigu eða sölu í Kópavogi, ætlum við, hjá Iðnþróunarfélagi Kópavogs að hefja starfsemi upplýsingamiðlunar. Upplýsingamiðluninni er ætlað að auðvelda fyrirtækjum og einstaklingum leit að atvinnu- húsnæði. Látið skrá húsnæðið hjá okkur Iðnþróunarfélag Kópavogs, Engihjalla 8, 200 Kópavogi, sími 91-641015. SJÁLFSTflEDISPLOKKURINN F í: 1. A c; S S T A R F Gróðursetning Hin árlega, geisivinsæla gróðursetning sjálfstæðismanna i Kópavogi fer fram laugardaginn 7. júlí kl. 15.00 (neðan við Kiwanishúsið í Kópavogi). Dagskrá. 1. Kl. 15.00-17.00: Gróðursetning. 2. Frá kl. 17.00 hefst grillveisla að hætti koníaksdeildar Týs. Grill- meistari verður doktor Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs. Skenkjari: Helgi Helgason, formaöur Týs. 3. Halldór Jónsson, formaður fulltrúaráðsins og Guðni Stefánsson, forseti bæjarstjórnar spila á nikkur fram eftir kvöldi. Sjáumst hress. Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi. Kinnsla Vélritunarkennsla Ný námskeið eru að hefjast. Vélritunarskólinn s.28040. Frá Félagi eldri borgara Gönguhrólfar hittast nk. laugar- dag kl. 10.00 i Nóatúni 17. Skipholti 50b, 2. hæð Samkoma í kvöld kl. 20.30. Þú ert velkomin(n)! I kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þribúðum, félagsmiðstöð Samhjálpar, Hverfisgötu 42. Fjölbreyttur söngur. Samhjálp- arvinir vitna um reynslu sfna af trú og kór þeirra syngur. Allir velkomnir, Samíijálp. Ungt fólk meó hlutverk tftoSI YWAM - ísland Almenn samkoma verður í Grensáskirkju í kvöld kl. 20.30. Séra Vigfús Ingvarsson talar. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðisherinn Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Flokksforingjarnir stjórna og tala. Kveðjusamkoma sunnu- dag kl. 20.30 fyrir Reinholdtsen fjölskylduna. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG @ ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 'HftHretiferJ ÚTIVIST GRÓFIMH11 • RPÍKJAVÍK • SÍMIAÍMSVMI 14606 Helgarferðir 6-8/7 Eiríksjökull - Eiríksnípa - Víðgelmir Bakpokaferð, göngutjöld. Tjald- að í Torfabæli. Farið í Víðgelmi, gengið á Eiríksjökul. Fararstjóri Kristinn Kristjánsson. Þórsmörk - Goðaland Um hverja helgi. Básar eru sann- kallaður sælureitur i óbyggðum, náttúrufegurð og fjallakyrrð. Skipulagöar gönguferðir við allra hæfi. Fararstjóri Egill Pétursson. Austfirðir 24/7-29/7. Bakpokaferð á nýjar og fáfarnar slóðir. Miðfjörður - Sandvík - Gerpir - Vaölavík. Austfirðir bjóða upp á mikla nátt- úrufegurö, friðsæld og veður- bliðu. Þetta verður því örugglega bakpokaferð sumarsins. Farar- stjóri Óli Þór Hilmarsson. Austurrisku Alparnir Það er ólýsanleg upplifun að ganga um Alpana. I samvinnu við samstarfsaöila í Austurríki er verið að skipuleggja tveggja vikna bakpokaferð siðari hluta ágúst um austum'sku og svisn- esku Alpana. Hagstætt verð. Þeir, sem hafa áhuga, eru beðnir að hafa samband við skrifstofu. Sjáumst. Útivist. Helgarferðir 6.-8. júlí Þórsmörk-Langidalur Viljirðu virkilega kynnast Þórs- mörkinni ættirðu að koma með í Ferðafélagsferð. Langidalur er í hjarta Þórsmerkur. Gönguferðir við allra hæfi. Afbragðs gistiað- staða í Skagfjörösskála. Fararstjóri Leifur Þorsteinsson. Verð í helgarferö kr. 4.750 f. félaga og kr. 5.350 f. aðra með gistingu í skála. 500 kr. afsláttur með tjaldgistingu. Kynnið ykkur fjölskylduafslátt og afsláttar- verð fyrir hópa. Innifalið i far- miða eru ferðir, fararstjóm, gist- ing o.fl. Dagsferðir á sunnudög- um og miðvikudögum kl. 08. Verð 2.000 kr. Munið sumar- leyfi í Þórsmörk með F.í. Fimmvörðuháls Spennandi ganga sem flestir ættu að reyna. Gengið verður úr Mörkinni yfir hálsinn og síðan niður með Skógá (fossaskoöun). Bað í Seljavallalaug eftir gönguna. Gist i Skagfjörðsskála í Þórsmörk. Fararstj. Helgi Jó- hannsson. Landmannalaugar Fyrsta helgarferðin i sumar. Góð gistiaðstaða í sæluhúsinu. Skipulagöar gönguferðir um þetta litrikasta svæði landsins. Þjórsárdalur (fossaskoðun) á heimleið. Upplýsingar og farmiðar á skrifst. Öldugötu 3, simar 19533 og 11798. Gerist félagar f Ferðafélaginu. Árgjaldið er kr. 2.500 og nýja árbókin er innifal- in. Verið velkomin! Ferðafélag íslands. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Kynnist eigin landi í sumarleyfisferðum Ferðafélagsins 1. 12.-17. júlí (6 dagar) Aðalvík. Siglt á föstudegi að Sæbóli og dvalið- til mánudags. Tjaldbæki- stöð. Fjölbreyttar gönguleiðir, m.a. á Rit, að Látrum og víðar. 2. 6.-11. júlí Laugar - Þórs- mörk. Fyrsta „Laugavegsferðin" í sumar. Fararstjóri: Hilmar Þór Sigurösson. Gist í gönguhúsum Fi. 3. 11.-15. júlí Laugar - Þórs- mörk. Fararstj. Dagbjört Óskarsdóttir. Gönguferðir um „Laugaveginn" hefjast á mið- vikudagsmorgnum (5 daga ferð- ir) og föstudagskvöldum (6 daga feröir) frá 6. júlí til 24. ágúst. Gönguleið, sem allir ættu að kynnast. Veljið ykkur ferð tíman- lega.því margar eru að fyllast nú þegar. Næstu feröir þar á eftir. 13.-18. júlí (6 dagar); far- arstj. Páll Ólafsson og 18. -22. júli (5 dagar); fararstj. Leifur Þorsteinsson. 4. 11.-15. júlí Hvítárnes - Þver- brekknamúli - Hveravellir. Mjög áhugaverð gönguleið á Kili, sem vert er að kynnast ekki síður en „Laugaveginu". Gist i skálum Fl. Fararstjóri: Jóhannes I. Jóns- son. 5. 16.-21. júlf Suðuriandsferð (6 dagar). Fjölbreytt öku- og skoðunarferð. Ýmsir merkis- staðir skoðaðir á leiðinni t.d. Pétursey, Systravatn, Vestra- hom, Papós og Landmanna- laugar. Gist í svefnpokaplássi. Fararstj. Sigurður Kristinsson. 6. 20.-26. júlí (7 dagar) Nátt- faravíkur - Flateyjardalur - Fjörður. Góð bakpokaferð í sam- vinnu við Ferðafélag Akureyrar um svæði ekki síður spennandi en Homstrandir. 7. 20.-28. júlí (9 dagar) Miðsum- arsferð á hálendið. Þetta er örugglega hálendisferð sumars- ins. Megináhersla er lögð á svæðið norðan Vatnajökuls með Herðubreiðarlindum, Öskju, Kverkfjöllum, Hvannalindum, Snæfelli o.fl. Ekið norður um Sprengisand og heim um Suður- firðina. Einnig litið við í Jökuls- árgljúfrum (Dettifoss), Fljótsdal (Hengifoss) og Hallormsstað. Gist í svefnpokaplássi. Farar- stjóii: Jón Viðar Sigurðsson. 8. 1.-6. ágúst (6 dagar) Græn- land. Ný og óvænt ferð á slóðir Eiriks rauða á Suður-Grænlandi er í undirbúningi. 9. 17.-26. ágúst (10 dagar) Noregur - Jötunheimar. Pant- anir óskast staðfestar í siðasta lagi 10. júli í Noregsferðina. Pant- ið tímanlega í sumarleyfisferð- irnar. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni, Öldugötu 3. Hægt er að greiða sumarieyfisferðirn- ar með raðgreiðslum Visa, Euro og Samkorts. Árbók Ferðafélagsins 1990 er komin út, glæsileg að vanda. Hún nefnist „Fjalllendi Eyjafjarðar aö vestanverðu". Árbókin fæst á skrifstofunni gegn greiðslu ár- gjalds kr. 2.500. Gerist félagar í FÍ„ félagi allra landsmanna. Árbókarferð veröur 9.-15. ágúst. Farið um svæði sem tengist efni árbókarinnar. Tveir möguleikar: A. Öku- og skoðunarferð. Skaga- fjörður, Siglufjörður. Sigling í Héð- insfjörð. Olafsfjörður, Svarfaðar- dalur og jafnvel Grímsey. B. Gönguhópur. Dagsganga yfir Heljardalsheiði. Bakpokaferð: Siglufjöröur - Héðinsfjöröur - Ólafsfjörður. Pantið timanlega. Verið velkomin! Ferðafélag Islands. Qútivist GRÓFINNII • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI 14606 Þijár stj'örnuferðir í þessum ferðum fylgir rútan hópnum allan tímann, en lögð er áhersla á gönguferðir og nátt- úruskoðun. 21/7.-26/7.: Norðurtand: Nátt- faravik-Grimsey. Norður Kjöl. Heimsóttir áhugaverðir og sögu- frægir staðir á Norðurlandi, gengið í Náttfaravík, sem er fög- ur eyðibyggð við Skjálfandaflóa. Hápunktur ferðarinnar verður sigling í Grímsey. Svefnpoka- gisting. Fararstjóri Kristinn Kristjánsson. 25/7.-1/8. Norðausturiand: Langanes-Hólmatungur-Vest- urdalir. Farið um fagurt svæði, Ásbyrgi, Hólmatungur, Jökuls- árgljúfur, Dettifoss og Aldeyjar- foss skoðaðir. Norður um Kjöl, suður um Sprengisand. Tjöld og hús. Fararstjóri Þorleifur Guð- mundsson. 4/8.-11/8. Kynnist töfrum há- lendisins: Góður hálendishring- ur: Trölladynja-Snæfell -Lagarfljótsgljúfur. Norður um Sprengisand i Gæsavötn, til baka um Suðurfirði. Hús og tjöld. Fararstjóri Þorleifur Guðmunds- son. Sjáumst. Útivist. xr- T-Toföar til 11 fólks í öllum starfsgremum! i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.