Morgunblaðið - 05.07.1990, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990
45
SIGLINGAR
Svala náði
besta tímanum
- í keppni kjölbáta milli
Reykjavíkurog Keflavíkur
Svala með Jóhann Reynisson við
stjórnvölinn sigraði í Lands-
bankamóti kjölbáta, sem fram fór
fyrir skömmu. Siglt var frá
Reykjavík til Keflavíkur og til baka
á tveimur dögum. Þetta var í fyrsta
sinn sem slíkt mót er haldið.
Svala var aðeins 3,15 klukku-
stundir á leiðinni frá Reykjavík til
Keflavíkur enda góður byr á þeirri
leið en á bakaleiðinni var mótvindur
og tók ferðin þá rúmlega fjóra
klukkutíma.
Pía hafnaði í öðru sæti, en Haf-
steinn Matthíasson stórnaði heinni
og Eva undir stjórn Áskels Agnars-
sonar í þriðja sæti. Alls tóku 12
skútur þátt í mótinu sem þótti
heppnast mjög vel.
PÍLUKAST
Landslið íslands í pílukasti. Aftari röð frá vinstri: Óðinn Helgi Jónsson,
þjálfari, Emil Þór Emilsson, Friðrik Jakobsson, Guðjón Hauksson og Ægir
Ágústsson. Fremfri röð frá vinstri: Friðrik Diego, Kristinn Þ. Kristinsson, Oli
Sigurðsson og Kristinn Magnússon.
íslendingar
komu á óvart
- á Norðulandamóti pílukastara í Stokkhólmi
KARLALANDSLIÐ íslands í
pílukasti hafnaði í fjórða sæti
á Norðurlandamótinu sem ný-
lega var haldið í Stokkhólmi.
Það voru Danir sem fóru með
sigur af hólmi, Svíar lentu í
öðru sæti; Finnar í því þriðja
og á eftir Islendingum komu
Norðmenn í fimmta sæti. Það
ertil marks um styrkleika
mótsins, að landslið Svía er
talið vera þriðja besta liðið í
heiminum.
Strákarnir stóðu sig flestir mjög
vel,“ sagði Óðinn Helgi Jóns-
son, þjálfari landsliðsins. „Það sem
helst háði þeim var reynsluleysið,
en við lærðum gífurlega mikið á
þessu, ekki bara hvað varðar spila-
mennskuna, heldur einnig um það
hvernig best er að byggja upp þessa
íþróttagrein hér á landi.“
Á Norðulandamóti pílukastara
er háð einstaklings- og tvímenn-
ingskeppni og keppni þar sem hver
þjóð á tvö fjögrurra manna lið. Á
lokadegi er síðan Opna Norður-
landamótið, einmenningur. Allar
þjóðirnar senda karla- og kvenna-
landslið, nema íslendingar, sem
ekki sendu kvennalið þetta árið, en
meiningin er að svo verði á næsta
ári.
Af helstu tíðindum af mótinu
má nefna, að í einstakiingskeppn-
inni lenti Friðrik Diego, nýliði í
landsliði íslands, á móti meistaran-
um frá í fyrra, Finnanum Harri
Spora. Friðrik gerði sér lítið fyrir
og vann, 4-3. í Opna Norðulanda-
mótinu dróst Friðrik aftur gegn
Spora. Og enn sigraði Friðrik, 3-0,
og gerði að engu vonir Finnans um
að veija titilinn.
„Það er mikilvægt fyrir okkur
að byggja upp sterkt íslenskt lið á
næstu árum og mæta tvíefldir til
leiks þegar Norðurlandamótið verð-
ur háð hér á landi árið 1995,“ sagði
Oðinn Helgi landsliðsþjálfari.
TENNIS
Tennisnámskeið hefjast við Kópavogsskóla 2. júlífrá kl. 9.00-10.30
og 10.30 til 12.00 og standa þau í 3 vikur. Erlendur þjálfari.
Frá 9. júlí kl. 12.30-14.00 og 14.00-15.30, mánudaga, miðvikudaga
og föstudaga. Þjálfari verður íslandsmeistarinn Einar Sigurgeirsson.
Innritun á staðnum eða í síma 45389.
T.Í.K.
SÍ9IÍII9U Morgunblaðið/Benedikt Guðmundsson
Siglingamót í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ fór fram á vegum Siglingasambands íslands um síðustu helgi. í keppn
optimist báta sigraði Ragnar Már Steinsen úr Ými. Hér er hann mikilli siglingu en fast á eftir kemur félagi hans ú
Ými, Guðni Dagur Kristjánsson, sem hafnaði í öðru sæti.
Kópavogsvöllur
■ ^ ^ . ...
2. deild
Breiðablik - Þór Akureyri
í kvöld kl.20:00
BYKO
AUK/SlA kl0d11-l56
■ I II ■ I ||