Morgunblaðið - 05.07.1990, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990
KNATTSPYRNA / MJOLKURBIKARKEPPNIN
Þrándur Sigurðsson.
■ HALLDÓR Sævar Birgisson
er eini landsliðsmaðurinn í Sindra.
Hann var í unglingalandsliðinu í
golfi á síðasta ári.
■ MAGNÚS
Páisson, leik-
maður með 1.
deildar liði FH,
er eini leikmað-
urinn frá Höfn,
-^sem hefur farið
frá félaginu með
því hugarfari að
ná lengra í
knattsj)yrnunni.
■ JON Sig-
urðsson, ungl-
ingalandsliðs-
þjálfari í körfubolta og fyrrum
landsliðsmaður, lék með Sindra
1971. Hann byrjaði í vörninni, en
var síðan fluttur á miðjuna og þótti
afburða skallamaður.
ÞORBJÖRN Jensson, þjálfari
1. deildar liðs Vals í handbolta, lék
með Sindra sama sumar. Þeir voru
saman í brúarvinnuflokki, sem hér
var staðsettur. Þorbjörn lék að
sjálfsögðu í vörninni.
íi BOGI Ágústsson, fréttastjóri
Sjónvarps, var verkamaður á Hölh
í byrjun sumars 1972 og náði að
leika með Sindra.
■ KR hefur einu sinni áður leikið
á Höfn. 2. flokkur félagsins kom
hingað 1972. Ólafur Lárusson,
dómari, þjálfaði þá lið KR, en Jón-
as Þór, fyrrum KR-ingur, stjórnaði
heimamönnum.
■ ALBERT Eymundsson hefur
verið allt í öllu hjá Sindra í rúm-
_ lega 20 ár, fyrst sem leikmaður,
síðar einnig þjálfari og síðan í haust
sem formaður knattspyrnudeildar
og framkvæmdastjóri. Hann er
skólastjóri Hafnarskóla.
■ BRYNJAR Bjarnason er 5 ára
snáði hér á Höfn. Eins og hjá öðrum
er leikurinn í kvöld efstur í huga,
en fótboltinn er málið. „Maradona
er bestur og ég held með Arg-
entínu, en Sindri vinnhr KR 1:0
og Þrándur eða Gunnar skorá,"
sagði kappinn við Morgunblaðið.
Sindri, eina 4. deildarliðið í keppninni, fær 1. deildarlið KR í heimsókn í kvöld:
Æfðu sérstak
lega vrtaspymur!
4. DEILDARLIÐ Sindra á Höfn í Hornafirði, sem eitt liða allra
deilda hefur ekki tapað leik á keppnistímabilinu, tekur á móti
1. deildarliði KR í kvöld. Mikill áhugi er á leiknum hér á Höfn
og leikmennirnir bíða ekki síst spenntir eftir viðureigninni. Undir-
búningurinn hefur annars verið hefðbundinn, nema hvað liðið
æfði sérstaklega vítaspyrnur í gærkvöldi! En ef jafntefli verður
í bikarkeppninni er framlengt, og gripið til vítaspyrnukeppni ef
úrslit fást ekki fyrr.
reynum að spila okkar leik. Við
erum með ágætlega spilandi lið, en
það er ljóst að við verðum að hafa
góðar gætur á framherjum KR og
landsliðsmönnunum á miðjunni, því
þessir menn mega ekki fá tíma til
að athafna sig.“
„Fáumsúpu í bónus"
Garðar Jónsson, þjálfari og leik-
maður, sagði við Morgunblað-
ið í gær að leikmenn hefðu vart
hugsað um annað en þennan leik,
síðan dregið var í
16 liða úrslitin.
„Menn hafa reynt
að hlífa sér í deildar-
leikjum að undan-
förnu til að forðast meiðsl, því eng-
inn vill missa af þessum stórvið-
burði. Þetta hefur komið niður á
leik okkar, en við höfum samt sigr-
að og það er fyrir öllu.“
Steinþór
Guöbjartsson
skrífar frá Höfn
ÍHomafirði
Ekki rætt um annað
Þjálfarinn sagði að það væri
gífurleg lyftistöng fyrir fótboltann
hér á Höfn að leika gegn KR.
„Þessi leikur hefur vakið mikinn
áhuga á fótboltanum hér og um
annað er ekki rætt. En við komum
afslappaðir til leiks, því álagið er
fyrst og fremst á KR-ingunum.“
Sindri leikur venjulega 3-5-2-
leikaðferð og sagði Garðar að sami
háttur yrði hafður á í kvöld. „Það
héfur gengið vel að skora og við
Þrándur Sigurðsson-, fyrirliði,
sem byrjaði að leika í meistara-
flokki tæplega 14 ára, er eini leik-
maður Sindra, sem hefur leikið í
1. deild. Hann var með ÍA 1987,
gerði þá m.a. bæði mörk liðsins
gegn Fram í meistarakeppninni og
var í sigurliði gegn KR.
„Þetta verður atlt annað núna
og mun erfiðara," sagði leikstjórn-
andinn, sem hefur gert 11 mörk í
sumar eins og Gunnar þjálfari, 6 í
deild og 5 í bikar. „Við reynum að
halda uppteknum hætti og skora,
Morgunblaðið/JGG
Garðar Jónsson þjálfari og leik-
maður Sindra.
en það verður sjálfsagt erfitt að
sækja eins mikið gegn KR og í fyrri
leikjum sumarsins. Annars reynum
við að líta á þetta sem hvern.annan
leik og eini munurinn er að við
mætum á hótelið fyrir leik og fáum
súpu.“
Skemmtilegt
Sævar Albertsson, markvörður,
tók undir orð fyrirliðans. „Þetta
verður erfitt en að sama skapi
skemmtilegt. Það verður gaman að
spila gegn þessum landsliðsmönn-
um og ég er dálítið kvíðinn, en vörn-
in er góð hjá okkur og við reynum
að standa okkur.“
„Kemur okkur á landakorlid“
- sagði Albert Eymundsson, formaður knattspyrnudeildar Sindra og forseti bæjarstjórnar
„VIÐ duttum sannarlega i lukkupottinn. Að leika gegn KR kemur
okkur á landak.ortið," sagði Albert Eymundsson, formaður og
framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Sindra, við Morgunblaðið
á Höfn í gær. Hann var þá að ganga frá leikskrá vegna leiksins
og var nýbúinn að sjá um dreifingu á sérstöku fréttabréfi í hvert
húsá Höfn.
Knattspyrnan á sér ekki langa
sögu á Höfn. Sindri tók fyrst
þátt í íslandsmólinu 1969, „en áður
léku menn éína helst á sjómanna-
daginn og 17. júni
Steinþór og kepptu þá inn-
Guðbjartsson fæddir og aðfluttir
skrifar ega sjómenn og
fraHofn landkrabbar,“ sagði
Albert.
Markviss uppbygging frá 1975
Sindri -sendi ekki lið til keppni
1972, 1975 og 1976. „Við ákváðum
að byrja frá grunni og efla starfið
í yngri flokkunum. 1975 tók 5.
flokkur einn þátt og árið eftir bætt-
um við við 4. ílokki. Síðan höfum
við reynt að hlúa fyrst og fremst
að uppbyggingunni og er meistara-
flokkurinn núna afrakstur þess
starfs."
Sindri byggir fyrst og fremst á
heimamönnum og er ekki unnið
kerfisbundið að því að styrkja liðið
með aðkomumönnum eins og víða
annars staðar. „Við leggjum fyrst
og fremst áhersiu á uppeldisþáttinn,
en það er ljóst að árangur eykur
áhugann, dregur fleiri að og því
þarf að keppa að því að ná sem
lengst. Stefnan hjá okkur er að
færast upp um deildir, en ég hef
ekki áhuga á því að vera í 1. deild
eitt árið og hrapa síðan jafnhratt
niður allan stigann. En við viljum
gera það besta úr þeim efnivið, sem
við höfum — með góðri uppbygg-
ingu kemur árangur."
Besta auglýsingin
Albert sagði að yfirleitt hefði
verið litið á bikarkeppnina sem æf-
ingu, enda Sindri ekki riðið feitum
hesti frá keppninni. Liðið hefur allt-
af dottið út í 1. umferð þar til nú
nema 1988, en þá komst liðið í 2.
umferð vegna misskilnings mótheij-
anna í 1. leik, sem héldu að leikur-
inn ætti að fara fram degi síðar en
Morgunblaðið/JGG
Albert Eymundsson, forseti bæj-
arstjórnar á Höfn og formaður og
framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar
Sindra.
ákveðið var og mættu því ekki til
leiks.
„Leikirnir hingað til hafa ekki
vakið mjög mikla athygli, en að
dragast gegn KR er besta auglýs-
ingin, sem við gátum fengið. KR
er þekktasta félagið í landinu, stór-
veldi í knattspyrnunni, og með liðinu
leika þekktir einstaklingar eins og
Pétur Pétursson, Atli Eðvaldsson
og Rúnar Kristinsson. Þetta eru
leikmenn, sem eru í sviðsljósinu, og
því er ánægjulegt að fá þá hingað.
Það vekur athygli bæjarbúa á því
sem við erum að gera og verður
vonandi til þess að við fáum bætta
aðstöðu.“
Albert talaði þarna sem talsmað-
ur Sindra, en hann situr einnig hinu-
megin við borðið — var oddviti Sjálf-
stæðismanna í bæjarstjórnarkosn-
ingunum í vor og er nú forseti bæj-
arstjórnar. „Ég legg áherslu á
íþróttamálin, en þau eiga samt ekki
að hafa óeðlilegan forgang og eins
og í öllum málum ræður meirihlut-
inn. En ég legg áherslu á hvers virði
íþróttirnar eru fyrir bæjarfélagið og
vil að við fáum sambærilega aðstöðu
og boðið er upp á í öðrum ámóta
sveitarfélögum og jafnvel minni.“
KNATTSPYRNA / 3. DEILD
Slagsmál á Vopnafirði
Leikmaður Þróttar rófubeinsbrotinn eftir spark frá liðsstjóra Einherja
LEIKUR Einherja og Þróttar frá Neskaupsstað sem fram fór
á Vopnafirði á mánudaginn var sögulegur. Mikill hitti var í
leikmönnum, á spennandi lokamínútum, og lauk viðskptum
liðanna með því að einn leikmaður Þróttar rófubeinsbrotnaði
eftir duglegt spark frá liðsstjóra Einherja. Dómarinn sá ekki
atvikið en tekin var lögregluskýrsla og má búast við að málið
verði tekið fyrir á stjórnarf undi hjá KSÍ.
Atvikið átti sér stað fímm
mínútum fyrir leikslok.
Sóknarmaður Einherja sótti að
markverði Þróttar og lenti þeim
saman. Fleiri leikmenn bar að og
segja heimamenn að leikmenn
Þróttar hafi veist að sóknannanni
Einherja og sparkað í hann. í kjöl-
farið komu þjálfarar og liðstjórar
beggja liða inná völlinn. Að sögn
Þróttara sparkaði Ólafur Ar-
mannsson, liðstjóri Einheija, í
Árna Þór Freysteinsson. „Þeir
voru komnir inná völlinn og Ólafur
sparkaði hraustlega í Árna,“ sagði
Víglundur Gunnarsson, formaður
knattspyrnudeildar Þróttar.
„Þetta er rgjög alvarlegt mál og
við kærum það að sjálfsögðu. Ég
veit ekki hvort við getuin farið
fram á að úrslitunum verði breytt
en viljum að minnsta kosti koma
í veg fyrir að atvik sem þetta
gerist aftur,“ sagði Víglundur.
„Málið er kannski ekki svo ein-
falt. Það gerðist ýmislegt á síðustu
mínútunum og það voni margir
komnir inná,“ sagði Einar B.
Kristbergsson, formaður knatt-
spyrnudeildar Einhcija. „Ég ætla
ekki að reyna að afsaka þetta en
það var mikil harka í lokin. Það
var sparkað í einn leikmanna okk-
ar og það hleypti illu blóði í
menn,“ sagði Einar.
Hjá KSÍ fengust þær upplýsing-
ar að málið hefði ekki verið tekið
fyrir á fundi aganefndar enda at-
vikið ekki nefnt á skýrslu dómara.
Það yrði hinsvegar líklega tekið
fyrir á stjórnarfundi KSÍ og knatt-
spymusambandið hefði þegar
fengið afrit af lögregluskýrslunni.
Aðrir leikir
SEX leikir verða í Mjólkur-
bikarkeppni KSÍ í kvöld.
Sindri og KR leika á Horna-
firði, UBK og Þór í Kópa-
vogi, Selfoss og IR á Selfossi,
Víkingur og KS á Víking-
svelji, ÍA og KA á Skipaskaga
og ÍBK og ÍBV í Keflavík.
Allir leikirnir hefjast kl.
20.00 nema leikur Sindra og
KR sem hefst hálftíma síðar.
Síðustu leikir 16 liða úrsli-
tanna verða á föstudag en þá
mætast Valur og Fram annars
vegar og FH og Stjarnan hins
vegar.
Sex leikir verða í 4. deild;
Njarðvík - Ármann, Aftureld-
ing - T.B.R., Augnablik -
Víkingur Ólafsvík, KSH -
Umf. Stjarnan, Leiknir - Hug-
inn og Valur Rf. - Höttur.
Breiðablik og Valur áttu
að leika í 1. deild kvenna í
kvöld, en leiknum hefur verið
frestað til 14. ágúst.