Morgunblaðið - 05.07.1990, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990
47
KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN
en
„Sanngjarnt
einnig heppni
- sagði Franz Beckenbauer um sigur Þjóðvetja á Englendingum
££
„ÞETTA var erfiður leikur, og
fallegur," sagði Franz Becken-
bauer að lokinni vítaspyrnu-
keppni Vestur-Þjóðverja og
Englendinga í Tórínó í gær.
„Bæði liðin eiga heiður skilinn.
Þau léku betur en vænta mátti
og ofan í kaupið þurfti víta-
spyrnukeppni. En mér er nær
að haida, að sigurinn hafi verið
verðskuldaður, vegna þess að
á löngum köflum vorum við
betri aðilinn. Þetta var sann-
gjarnt, en einnig nokkur
heppni."
Fjögur mörk l'jóðvetja gegn
þremur mörkum Englendinga í
vítaspyrnukeppni fleyttu þeim
þýsku í úrslitaleik HM í þriðja sinn
í röð. Bodo Illgner varði vítaspyrnu
frá Stuart Pierce og síðan sendi
Chris Waddle knöttinn yfir markið.
Þar með var sigurinn Þjóðveija.
Þeir höfðu reyndar tekið foryst-
una á 60. mínútu, þegar Andreas
Brehme skoraði, með óvæntri hjálp
frá Englendingum, beint úr auka-
spyrnu. En á 81. mínútu var komið
að Englendingum að fagna, þegar
Gary Linneker varð þeim úti um
framlengingu, með því að skora
jöfnunarmark. En allt kom fyrir
ekki. Bæði lið áttu stangarskot í
framlengingunni, en urðu að sætta
sig við vítaspyrnukeppni.
„Þegar um er að ræða fjögur
bestu knattspyrnuiið heims, er þess
vart að vænta að á þeim sé mikill
munur,“ sagði Bobby Robson, þjálf-
ari Englendinga, inntur álits á þeirri
harkalegu aðferð sem vítaspymu-
keppni er. „Þá er þetta einungis
spurning um hvaða einstaklingur
nær að skara framúr.“ Robson
reyndi ekki að halda því fram, að
enska liðið hefði spilað vel frá upp-
hafi til enda í þessari Heimsmeist-
arakeppni, en hann var frá sér num-
inn yfir frammistöðu liðsins gegn
Þjóðveijunum. „Einhveijir hafa
sagt að við séum aftan úr grárri
fomeskju; gamaldags dínósárar,“
sagði hann. „Ég vona að þeir menn
hafi verið kveðnir í kútinn í kvöld.
Ég er stoltur af liðinu vegna þess
að í raun og veru bar enginn sigur-
orð af okkur hér á Ítalíu. Það var
ekkert nema hrein óheppni sem
kostaði okkur sigurinn." Og Robson
bætti við: „Það féllu tár í búnings-
klefanum. Sjálfur reyni ég að gráta
ekki, heldur brosa breitt."
Vítaspyrnukeppnin I England - V-Þýskaland
Lineker 1:0
Brehme 1:1
Beardsley 2:1
Mattháus 2:2
Platt 3:2
Riedle 3:3
(Pearce) 3:3
Thon 3:4
(Waddle) 3:4
Markahæstir á HM
5 - Tomas Skuhravy (Tékkóslóvakíu), Sal-
vatore Schillaci (Íialíu).
4 - Michel (Spáni), Roger Milla (Kamer-
ún), Lothar Matthaus (V-Þýskalandi),
Gacy Lineker (Englandi).
Bodo lllnger markvörður Vestur-Þjóðveija ver vítaspyrnu Stuart Pearce.
Reuter
Reuter
Allt er þá þrennt er! Andreas Brehme og Andreas Möller ráða sér vart af
kæti og knúsa Illgner markmann innilega eftir að úrslitin réðust og ljóst var
að V-Þjóðveijar lékju til úrslita þriðju heimsmeistarakeppnina í röð.
SPJOTKAST
Sigurður
og Einar
á Friðar-
leikana?
Spjótkösturunum Sigurði
Einarssyni og Einari Vil-
hjálmssyni hefur verið boðið að
taka þátt í Friðarleikunum sem
fara fram í Seattle, á vestur-
strönd Bandaríkjanna, síðar í
þessum mánuði.
Fijálsíþróttasambandi ís-
lands hefur fengið bréf frá
bandaríska fijálsíþróttasam-
bandinu þar að lútandi. Einar
verður örugglega með á mótinu
skv. upplýsingum FRÍ en í gær
var ekki ljóst hvort þekktist
boðið. Hann hefur verið meiddur
en það ætti að skýrast í dag
hvort hann keppir í Seattle eða
ekki.
DOMARAHORNIÐ
Hver dæmir úrslitaleikinn?
Markmið allra leikmanna sem
leika í HM er að komast í úrslita-
leikinn og sigra. En það er ekki
minna mál hjá dómurum að fá
að dæma sjálfan úrslitaleikinn.
Það verður trúlega tilkynnt í
kvöld eða í fyrramálið hver hrepp-
ir hnossið; mörg nöfn hafa verið
nefnd í því sambandi. Það verður
að segjast eins og er að í gegnum
tíðina hefur yfirleitt besti maður
keppninnar ekki.dæ,mt úrslitaleik-
inn! Að mínu mati er ljóst að svo
verður heldur ekki nú, þar sem
Júgóslavinn Petrovic er þegar far-
inn heim. Það er ekki alltaf
frammistaða dómaranna sem
ræður úrslitum heldur hvort þeir
teljist í hópi „gæðinga“ þeirra sem
sitja í dómaranefnd FIFA.
Ég er viss um það að Daninn
ungi Mikkelsen dæmi leikinn um
þriðja sætið. En úrslitaleikinn
sjálfan tel ég líklegast að Mexí-
kaninn Mendez dæmi; landi hans
er í dómaranefndinni. Þó kæmi
mér það ekki á óvart ef annar
ítalinn sem dæmdi í keppninni
fengi leikinn sem sárabót fyrir að
Italía komst ekki í úrslit (ef ekki
er búið að senda hann heima).
Slíkt hefur gerst áður.
Með dómarakveðju,
Guðnuindur Haraldsson.
URSLIT
Meistaramót golfklúbba víða um land
hófust í gær. Hér er staðan hjá nokkrum
þeirra eftir fyrsta dag.
Golfklúbbur Suðurnesja
Meistarallokkur karla:
Siguiður Sigurðsson..................78
Þröstur Ástþómson....................79
Páll Ketilsson.......................80
Kvennaflokkur:
Karen Sævarsdóttir...................87
Rakel Þorsteinsdóttir................87
Gerða Halldórsdóttir.................94
SigurbjörgGunnarsdóttir..............94
Öldungaflokkur:
Þorbjörn Kjærbo......................78
Jóhann R. Benediktsson...............80
Hólmgeir Guðmundsson.................88
Golfklúbbur Reykjavikur
Meistaraflokkur karla: —
Siguijón Arnai-son..................76
EinarL. Þórisson....................77
Gunnar S. Sigurðsson................79
Sigurður Pétursson...................80
Meistaraflokkur kveuna:
Steinunn Sæmundsdóttir...............92
Svala Óskai-sdóttir................. 90
Golfklúbbur Akureyrar
Meistaraflokkur karla:
GuðmundurSiguijónsson................73
Kristján Gylfason....................74
Örn Arnai-son.......................75
Meistaraflokkur kvenna:
Áslaug Óiöf Stefánsdóttir............88
Árný Arnadóttir......................90
Andrea Ásgrímsdóttir.................90
Golfklúbburinn Leynir
Meistaraflokkur karla:
Hjalti Nielsen.......................79
Rósanl Birgisson.....................80
ÞórðurE. Olafsson...................81 .
1. flokkur kveima (36 holur):
Margrct Vilhjálmsdóttir.............198
Amheiður Jónsdóttir.................203
Sigriður IngvadóUir.................204
Golfklúbbur Vestmannaeyja
Meistaraflokkur karla
Haraldur Júlíusson...................75
Júlíus Hallgrímsson..................76
Sindri Óskai'sson................... 76
Mcistaraflokkur kvenna:
Sjöfn Guðjónsdóttir.................86
Jakobína Guðlaugsdóttir..............87
Golfklúbburinn Keilir
Meistaraflokkur karla:
Guðmundur Sveinbjörnsson............74
Sveinn Sigurbergsson................75'
Amar Már Ólafsson...................75
Úlfar Jónsson.......................75
Meistaraflokkur kveniia:
Þórdís Geirsdóttir..:...............73
Kristín Þorvaldsdóttir..............79
Kristín Pálsdótlir..................80
Golfklúbbur Grindavíkur
1. flokkur karla:
Húnbogi Jóhannsson..................74
GunnlaugurSaivai'sson................75
GuðmundurJónsson....................79
1. flokkur kveiina:
Erla Adolfsdóttir...................88
Bylgja Guðmundsdóttir...............97
Fanney Erlingsdóttir................99
Golfklúbbur Selfoss
1. flokkur:
Grímur Arnarson.....................80
Kjaitan Gunnarsson..................80
Vignir Bjarnason....................81
2. flokkur karla:
Gunnar Marel Einarsson..............81
Eiríkur Guðmundsson.................83
Sveinn J. Sveinsson.................88
KNATTSPYRNA
Rakarinn á
Höfn önnum
kafinn
á morgun?
Sextán liða úrslit mjólkurbikar-
keppninnar í knattspyrnu hefjast í
kvöld. Leikmenn Sindra á Horna-
firði hafa ekki rakað sig síðan þeir
unnu Þrótt, Nes-
Frá Steinþórí kaupstað, 5:4 (3:3)
Guöbjartssyni eftir framlengdan
áHöfni leik í 2. umferð bik-
Homafiroi . ■ .
arkeppnmnar. Eftir
sigurinn hétu þeir því að raka sig
ekki fyrr en þeir féllu úr keppninni.
í 3. umferð mættu þeir Einherja frá
Vopnafirði og unnu 1:0, en í 1.
umferð mátti Huginn, Seyðisfirði,
sætta sig við 9:8-tap eftir víta-
keppni. 1
I kvöld mæta þeir KR-ingum
eystra og þó margir telji heima-
menn ekki sigurstranglega, eni
ekki allii- á sama máli. „Ég á ekki
von á að Sindri tapi,“ sagði Ásbjörn
Þórarinsson, rakari, við Morgun-
blaðið. „Enda er eins gott að þeir
sigri, því ég hef nóg að gera og
sérstaklega á föstudögum. Tap þýð-
ir sjálfsagt aukin viðskipti, en ég
-anna ekki-fleirum á- föst«daginn;‘!