Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990 Hrossaræktarnefnd og fulltrúar landshluta: Heimilt verði að afturkalla kynbóta- dóma frá þessu ári MEIRIHLUTI fulltrúa í hrossaræktarnefnd og fjórir fulltrúar lands- hluta gengu í gær, þriðjudag, á fund Jónasar Jónssonar búnaðarmála- stjóra og stjórnar Búnaðarfélags Islands og lögðu fram ályktun, þar sem óskað er eftir skýrri verkaskiptingu milli landsráðunauta í hrossa- rækt, að framkvæmd kynbótadóma verði endurskoðuð, kynbótadómar 1990 verði sérstaklega skoðaðir og heimilt verði að afturkalla dóma frá þessu ári. unblaðið að svo virtist sem dómar- amir hafi sett nýjar kröfur um bygg- ingarlag hrossa, sem væru í ósam- ræmi við byggingu íslenskra hrossa. Hann sagði að tveir dómnefndar- manna eigi sæti í hrossaræktar- nefndinni en meirihluti nefndar- manna fullyrði að engin samþykkt í nefndinni sé til grundvallar þessum vinnubrögðum og dómnefndin hafi alls ekki haft heimild til að breyta forsendum byggingardóma. Að sögn Halldórs Gunnarssonar, formanns markaðsnefndar Félags hrossabænda og fulltrúa í hrossa- ræktarnefndinni, var aðdragandi ályktunarinnar mjög víðtæk og al- menn óánægja eigenda kynbóta- hrossa um land allt með störf kyn- bótadómnefndar Búnaðarfélags ís- lands, sem skoðaði og dæmdi kyn- bótahross í vor fyrir Landsmót hesta- manna. Halldór sagði í samtali við Morg- Þingflokkur sjálfstæðismanna: Sofið í flugstöð vegna þoku Morgunblaðið/Sigurgeir Utihátíðir um verzlunarmannahelgina fóru al- mennt vel fram, og umferðin gekk stórslysalaust. Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum þótti takast með ágætum, en það setti strik í reikninginn að þoka lagðist yfir eyjarnar á mánudagsmorgun er gestir hugðust halda heim, og viðraði ekki til flugs allan daginn. Nokkur hundruð manns, sem ekki komust heim með Heijólfi, urðu strandaglópar, og bjuggu sumir um sig í flugstöðinni, I Eyjum með sængur eða svefnpoka. Á þriðjudagsmörgun létti þokunni og þjóðhátíðargestir komust til síns heima. Sjá nánar um útihátíðir verzlunarmannahelg- ar á miðopnu. Morgunblaðið/KGA Frá félagsfundi náttúrufræðinga í gær. Félagsfundur FÍN: Litlar truflanir á starfsemi ríkisins FÉLAG íslenskra náttúrufræðinga var með almennan félagsfund meg- inhluta gærdagsins, þar sem rætt var um aðgerðir í kjölfar setningar bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar á föstudag. Fundurinn var lokaður blaðamönnum. Litlar truflanir urðu á starfsemi ríkisstofnana af þessum sökum í gær samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Á Hafrannsóknastofnun, Veður- starfsmanna, segir að málsókn á stofunni og í Blóðbankanum fengust þær upplýsingar að öll nauðsynleg starfsemi hefði verið með hefðbundn- um hætti þrátt fyrir félagsfund nátt- úrufræðinga, en á rannsóknastofnun í veirufræði fengust þær upplýsingar að flestir náttúrufræðingar sem þar starfa væru fjarverandi vegna fund- arins. Páli Halldórsson, formaður Bandaiags háskólamenntaðra ríkis- hendur ríkinu vegna lagasetningar- innar sé í undirbúningi og ljóst sé að það muni taka talsverðan tíma. „Þetta er það stórt verk að vinna að það er eins gott að vera vel nestað- ur og vel skóaður þegar við leggjum upp í þennan leiðangur," sagði Páll. Hann sagði að að mörgu væri að hyggja hvemig best væri að reka málið fyrir dómstólunum. Ríkisstjórnin fari frá vegna BHMR-málsins ÞINGFLOKKUR sjálfstæðismanna krefst þess að ríkisstjórnin víki þegar í stað vegna málatilbúnaðar síns í BHMR-málinu, og þingkosn- ingar verði haldnar. Þetta kemur fram í ályktun, sem þingflokkur- inn sendi frá sér í gær og hér fer á eftir: „Afnám einstakra kjarasamn- minnstu tilraun til að hrófla við inga með lögum er alvarlégt úr- ræði, sem ekki má -grípa til nema í ýtrustu neyð. Sá samningur, sem nýsett bráðabirgðalög ríkisstjórnar- innar taka til og hún er annar aðili að, var gerður fyrir rúmu ári. For- sætisráðherra og fjármálaráðherra töldu þann samning einstæðan tímamótasamning, sem færa myndi BHMR réttlátar kjaraleiðréttingar og tryggja vinnufrið mili viðsemj- endanna um allt að fimm ára skeið. Síðan hefur ekkert það gerst, sem ekki mátti sjá fyrir við undirritun þessa samnings. Heilt þing hefur setið á gildistíma samningsins án þess að ríkisstjórnin hafi gert hina gildi hans. Af þeirri ástæðu er því afar umdeilanlegt hvort forsenda til setningar bráðabirgðalaga sé fyrir hendi við þessar aðstæður. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins var mjög varað við afleiðingum samn- ingsgerðarinnar, sem forsætis- og fjármálaráðherra stóðu að fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, þegar er samningurinn var undirritaður. Enn á ný var varað við er ríkisstjórnin ætlaði einhliða og án tilskilinna lagaskilyrða að hunsa tiltekna þætti samnings við BHMR um miðjan júní sl. Halldór Ásgrímsson, þá starfandi forsætisráðherra, og Ölaf- ur Ragnar Grímsson, fjármálaráð- Húnavershátíð Stuðmanna án virðisaukaskatts: Þetta voru hljómleikar, þama var engin önnur skemmtun segir Jón ísberg sýslumaður Húnvetninga „ÞETTA voru hljómleikar og samkvæmt reglum þá eru hljómleikar undanþegnir virðisaukaskatti. Það var engin önnur uppákoma þarna, engin önnur skemmtun," sagði Jón ísberg sýslumaður Húnvetninga og innheimtumaður ríkissjóðs á Blönduósi í samtali við Morgunblað- ið í gærkvöldi. Hann hefur úrskurðað að útitónleikar, sem Stuðmenn stóðu fyrir á Húnavershátíð um verslunarmannahelgina, bæru ekki virðisaukaskatt. Hann kvaðst sjálfur hafa farið á staðinn til að kanna hvers kyns mótshaldið var og auk þess haft þar marga góða menn til löggæslu og eftirlits. Jón ísberg sagði að engin önnur starfsemi hefði farið fram í Húna- veri, að því frátöldu að öðrum aðila hafí verið leigð aðstaða til að selja veitingar, og hefði sú starf- semi ekki verið hluti af tónleika- haMinu. Í fréttum sjónvarpsstöðvanna í gærkvöldi kom fram hjá fulltrúa ríkisskattstjóra að hann teldi að greiða bæri virðisaukaskatt af Húnavershátíðinni, samkvæmt bréfí ríkisskattstjóra tii forsvars- manna hátíðarinnar. Jón ísberg var spurður um þessa túlkun. „Bréfíð tiltekur til dæmis skemmt- anir um verslunarmannahelgi. Skemmtanir um verslunarmanna- helgi eru ekkert frekar virðisauka- skattskyldar en aðrar ef þær upp- fylla ekki þau skilyrði sem þarf til þess að vera virðisaukaskattskyld- ar,“ sagði hann. „Ég lít svo á að þetta séu hljómleikar, um 20 hljómsveitir komu þama fram og þetta var ekkert annað en hljóm- leikar.“ Jón sagðist ekki hafa fengið neina athugasemd við þessa af- greiðsiu málsins frá opinberum aðilum. „Menn tala helst núna áð- ur en þeir kynna sér málin. Það er eins og með skemmtunina í fyrra. Þá var verið að útbásúna að hún væri með söluskatti sem ég innheimti ekki og það var mat allra að ekki ætti að innheimta hann og hann var ekki innheimtur. Það var verið að hamast á skemmtuninni í fyrra sem fór tiltöluiega vel fram, og ennþá betur fram núna, það var talað um svona skemmtanir, að leyfa þær, en hvernig er það þegar ekki er leyft og fólk kemur saman eins og í Vaglaskógi um síðustu helgi? Þarna er eftirlit með öliu, meira að segja voru tveir lög- reglumenn frá fíkniefnalögregl- unni.“ Hjá embætti rískisskattstjóra fengust þær upplýsingar í gær, herra, lýstu því þá yfír í fjölmiðlum að útilokað væri að bráðabirgðalög- um yrði beitt gengi niðurstaða Fé- lagsdóms gegn einhliða túlkun ríkisstjómarinnar á fyrstu grein samningsins milli hennar og BHMR. Það hefur nú verið gert, þvert á þessar yfirlýsingar. Framangreindur málatilbúnaður ríkisstjórnarinnar stefnir í voða þeim efnahagslegu markmiðum sem aðilar vinnumarkaðarins hafa unnið að og skerðir trú manna á þeirri tilraun. Rikisstjórnin hefur að eigin sögn valdið „pólitísku um- ferðarslysi" þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranirjafntstjórnarandstöðunn- ar sem og aðila vinnumarkaðarins. Með handarbakavinnubrögðum og með því að ganga þvert á gildandi samninga, sem ríkisstjórnin sjálf hefur gert, og gegn ítrekuðum eig- in yfirlýsingum hefur hún glatað trausti viðsemjenda sinna og virð- ingu þjóðarinnar. Við þessar að- stæður er það skilyrðislaus krafa þingflokks sjálfstæðismanna að ríkisstjórnin víki þegar í stað og þjóðinni verði gefinn kostur á að kjósa á ný til alþingis svo mynda megi ríkisstjórn, sem farið geti með stjórn landsmála á trúverðugan hátt.“ að ekki hefði borist staðfesting á því hvort virðisaukaskattur hefði verið innheimtur af Húnavershá- tíðinni eða ekki. Aðstandendur hátíðarinnar sendu embættinu fyr- irspurn þar að lútandi fyrr í sumar og í svarbréfi til þeirra, sem sent var 17. júlí síðastliðinn, var tekið fram að skattinn bæri að greiða. „Svarið var í samræmi við fyrir- spurnina. Hvort þeir hafa svo breytt eitthvað til veit ég ekki,“ sagði Ævar ísberg vararíkisskattstjóri. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði þetta mál ekki koma til kasta ráðuneytisins, það væri alfarið i höndum embætta - innheimtumanna, skattstjóra og ríkisskattstjóra að ákveða hvort tiltekinn atburður er tónleikar eða ekki og hvort greiða eigi af honum virðisaukaskatt éða ekki. Skagaströnd; Enginn sótti um brauðið ENGINN prestur hafði í gær sótt um Skagastrandar- prestakall, en þá rann út frest- ur til að sækja um fíögur prestaköll. 8 Sr. Pálmi Matthíasson sækir emn um Bústaðaprestakall í Rey kj avíkurprófastsdæmi, sem hann var kallaður til í fyrra Um Holtsprestakall í ísafjarðarpróf- astsdæmi sækir sr. Gunnar Bjornsson, sem þjónað hefur-þar frá því að sóknamefnd kallaði hann vestur á síðasta ári. Einn sótti um hið nýja Tálkna- fjarðarprestakall í Barðastrand- arprófastsdæmi, Jón Hagbarður Knútsson, nýútskrifaður fræðingur. guð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.