Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990 17 ORÐSENDING — til vina og velunnara Ingþórs Sig- urbjörnssonar, Kambsvegi 3, Rvík Eins og alþjóð er kunnugt hefur Ingþór Sigurbjörnsson málara- meistari, Kambsvegi 3, Reykjavík, unnið mörg hin síðari ár frábærlega mikið og aðdáunarvert hjálparstarf með því að senda marga gáma ár- lega af hreinum, notuðum fatnaði af ýmsu tagi til fátækra barna og unglinga í Póllandi. Fyrir þetta hef- ur hann oft fengið verðskuldað lof og hugheilar þakkir móttakenda því að fátækt er víða tilfinnanleg í þessu landi. Vissan um þetta er Ingþóri sífelld hvatning til að halda þessu hjálpar- starfi sínu áfram meðan heilsa leyf- ir — og hann er þó kominn nokkuð á níræðisaldurinn. Mörg hin síðari ár hefur hann engu sinnt öðru en þessu fórnarstarfi. Dugnaður hans, hjálpsemi og þrautseigja er einstæð og aðdáunarverð. Við undirrituð vitum að Ingþóri er vel ljóst að hann væri lítils megn- ugur í þessu mikla og brýna líknar- starfi ef hann nyti ekki alltaf hjálp- ar fjölmargra ágætra karla, kvenna og unglinga um land allt og einnig vissra félaga og stofnana. Hann sendir þeim öllum hjartans kveðjur og þakkir. Norrænt lögfræð- ingaþing > # á Islandi 32. norræna lögfræðingaþing- ið verður haldið hér á Iandi 22.-24. ágþist nk. Fyrsta þingið var haldið 1872 í Kaupmanna- höfn, en slík þing hafa verið haldin tvisvar áður hér, 1960 og 1975. Á þinginu að þessu sinni eru mörg mikilvæg mál til umræðu, þ. á m. mannréttindamál, umhverf- is- og mengunarmál, fébætur fyrir ófjárhagslegt tjón, áhættutaka í bótarétti, ábyrgðarreglur í sam- bandi við tölvustarfsemi, viðurlög við ölvunarakstri, umbætur á rétt- arfari í einkamálum og reglur um forsjá barna. Fimm íslenskir framsögumenn eru á þinginu. Formaður stjórnar íslandsdeildar norrænu lögfræð- ingaþinganna er Ármann Snævarr fyrrv. hæstaréttardómari og fram- kvæmdastjóri Erla Jónsdóttir hæstaréttarritari. Bók er hefir að geyma framsögu- erindi er komin út og eru þeir, sem skráð hafa sig til þingsins, beðnir að vitja hennar á skrifstofu Hæsta- réttar 7., 8. eða 9. ágúst klukkan 10-12. Þeir sem ekki hafa skráð sig nú þegar og taka vilja þátt í þing- inu eru beðnir að gera það á greind- um tímum eða milli klukkan 5 og 6 fimmtudag 9. ágúst í anddyri Lögbergs, en á þeim tíma eru allir þátttakendur beðnir að koma til fundar við stjórn íslandsdeildarinn- ar. (Krcttatilkynning frá stjórn íslandsdcild- ar norrænu lögfræðingaþinganna.) Nokkrir vinir Ingþórs og aðdá- endur þessa mikila fórnarstarfs hans hafa unnið að því undanfarið að hann gæti átt kost á því að fara sjálfur til Póllands og dveljast nokkra daga meðal þeirra sem veita sendingum hans móttöku og njóta hjálpar hans. Um það hafa vinir hans í Póllandi oft spurt hvort hann gæti ekki komið og dvalist hjá þeim um tíma. Með honum færi þá vænt- anlega aðalhjálparmaður hans, bréfritari og túlkur, dr. Arnór Hannibalsson. Þar eð þetta yrði töluvert kostn- aðarsöm ferð og ekki er enn nægur farareyrir fyrir hendi viljum við, um leið og við segjum frá þessu, mæl- ast vinsamlegast til að einstaklingar og félög, sem fylgst hafa með fórn- arstarfi Ingþórs og meta það að verðleikum, sýni hug sinn til þessar- ar ráðagerðar með því að senda sem fyrst ferðaframlag, eftir efnum og ástæðum, á gíróreikning nr. 33210-0 í Póstgíróstofunni, Ármúla 6, 150 Reykjavík. Greiðslu má inna af hendi á pósthúsum og í bönkum og sparisjóðum. Ef tekst að fjármagna þessa ferð verður hún jafnvel farin í ágúst/september á þessu ári. Brygðust áformin rynni féð beint til hjálparstarfsins. Með bestu kveðju og þökk, Jón Ogmundur Þormóðsson lögfræðingur, Sigurður Gunnarsson fyrrverandi skólastjóri, Bernharður Guð- mundsson fræðslustjóri þjóð- kirkjunnar, Olöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona, Ingólfur Guðmundsson náms- stjóri og Orlygur Hálfdanar- son bókaútgefandi. Bein lína um breyttar gjaldeyrisreglur! Breytingar á gjaldeyrisreglum á íslandi eru framundan. í meginatribum stubla þœr ab frjálsari gjaldeyrisvibskiptum. Vibskiptavinum íslandsbanka og öbrum þeim sem hafa áhuga á ab kynna sér nánar áhrif þessara breytinga er velkomib ab hringja í UPPL ÝSINGASÍMA ÍSLANDSBANKA: 91-679455 Síminn er opinn frá kl. 9.15-16.00 alla virka daga. ISLANDSBANKI -í takt við nýja tíma! Afeiðivörur við allra hæfi Sértu aö hugleiða að bæta við eða endurnýja veiðibúnað þinn, skaltu kynna þér hið góða úrval Abu Garcia veiðivara. Það ætti að tryggja að þú finnir búnað sem hæfir þér. Abu Garcia hefur í áratugi verið leiðandi í tækniþróun veiðibúnaðar. Það kemur meðal annars fram í aukinni notkun á sérlega sterkum en fisléttum efnum eins og t.d. grafiti í veiðihjól. Þetta, ásamt góðri hönnun _ Abu Garcia og útfærslu í smæstu atriðum gerir Abu Garcia að eftirsóttum veiðivör- um, enda einstaklega öruggar og þægilegar í notkun. Hafnarstræti 5, símar 16760 og 14800 Opið til kl. 20 föstudaga Opið frá kl. 10-16 laugardaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.