Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 52
UÝTT SÍWAHÚMER AUGLÝSINGAD01DAR_ 69*111 nr0iwí»laliil> Kringlan 5 Sími 692500 S1Q.VAOIPALMENNAR MIÐVIKUDAGUR 8. AGUST 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Frá slysstaðnum 15 kílómetra sunnan við bæinn Vara. Morgunblaðið/L. Backström T>rír íslendingar létust í umferðarslysi í Svíþjóð Mannskæðasta umferðarslys í Svíþjóð á þessu ári ÞRÍR íslendingar, Elín Halla Gunnarsdóttir, 29 ára, Sigurður Sig- urðsson, 26 ára, og Sigurjóna Örlygsdóttir, 26 ára, létust í umferðar- siysi í Svíþjóð á sunnudag, um 15 kílómetra sunnan við bæinn Vara ^iorður af Gautaborg. Sænsk hjón létust einnig í slysinu og tólf ára íslenskur drengur slasaðist alvarlega og lá í gær á gjörgæsludeild sjúkrahúss en var talinn úr bráðri lífshættu. Þetta er mannskæðasta umferðarslys sem orðið hefur í Svíþjóð á þessu ári. íslendingarnir fjórir voru á ferð ásamt fimm löndum sínum í tveim- ur bílum og voru á leið til Gauta- borgar eftir þjóðvegi sem nefnist E-3. Móts við smábæinn Eling, um fimmtán kílómetrum sunnan við Vara, mættu þau bíl á leið frá Gautaborg. Sá sem þar sat undir stýri virtist missa vald á bifreið sinni sem fór út fyrir veginn og á vegar- öxl. Þegar maðurinn reyndi að sveigja bílnum inn á veginn aftur valt hann og fór yfir á öfugan veg- pírhelming, í veg fyrir bíla íslending- anna. Bílarnir þrír rákust saman. ís- lendingarnir, sem létust, voru í fremri bílnum og einnig pilturinn sem slasaðist. í hinum bílnum voru fimm íslendingar, hjón með barn og tveir drengir, sonur konunnar sem lést og sonur hjónanna sem létust. Flestir þeirra sem í aftari bílnum voru hlutu einnig meiri eða minni áverka, að sögn Þórðar Ein- arssonar, sendiherra íslands í Svíþjóð. í bflnum sem slysinu olli voru sænsk hjón, fjörutíu og fimm ára gömul, og létust þau samstund- is. Sendiráðinu höfðu seint í gær ekki enn borist fullnaðarupplýsing- ar um slysið. Elín Halla Gunnarsdóttir var fædd 1961. Hún lætur eftir sig eig- inmann og ungan son. Hjónin Sig- urður Sigurðsson og Sigutjóna Ör- lygsdóttir voru bæði fædd 1964. Þau láta eftir sig ungan son. Fólkið hafði allt nýlega flust til Svíþjóðar og bjó í Angered, úthverfi Gauta- borgar. Islandsmet hjá Einari EINAR Vilhjálmsson setti Islands- met í spjótkasti á alþjóðlegu móti í Malmö í Svíþjóð í gærkvöldi. Einar kastaði 85,28 metra en gamla metið, sem hann átti sjálfur, var 84,66 metrar. Eftir þetta kast er Einar í 5. sæti yfir bestu spjótkast- ara^ heims. Á mótinu sigraði Einar m.a. tvo fyrrum heimsmethafa, Jan Zelezny frá Tékkóslóvakíu og Patrick Boden frá Svíþjóð. Sjá nánar íþróttablað Cl. Tekjur af ferðamönn- um 80 millj- ónir á dag ERLENDIR ferðamenn, sem komu til íslands í nýliðnum mánuði, voru 33.529, um 4,1% fleiri en í fyrra. Ferðamálaráð telur gjaldeyristekjur af ferða- mönnum í júlímánuði nema að minnsta kosti 2,5 milljörðum króna, eða yfir 80 miiijónum á dag. Magnús Oddsson, settur ferða- málastjóri, var spurður hvernig þessi tala væri reiknuð út. Hann sagði að samkvæmt upplýsingum Seðlabanka og Þjóðhagsstofnun- ar væru gjaldeyrisskil vegna ferðaþjónustu á síðasta ári 10 milljarðar króna. Þessar tekjur koma af um 130.000 ferðamönn- um, sem komu til landsins á ár- inu. Fjöldinn, sem kom í júlí í ár, um 33.000, er hér um bil íjórð- ungur af heildarfjöldanum í fyrra, og Magnús sagði að því.hefði verið deilt í gjaldeyristekjurnar á síðasta ári með fjórum. Miðað er við árið í fyrra, og því eru raun- tekjur í ár af ferðamönnum vænt- anlega enn hærri. Ferðamenn, sem komu til landsins á fyrstu sjö mánuðum ársins, eru 88.507 talsins, 4,1% fleiri en í fyrra. Fyrsta íslenska skipið fer á loðnuveiðar í dag Norsk skip veiða stóra og fallega loðnu norður af Langanesi HÓLMABORG SU, skip Hraðfrystihúss Eskiljarðar hf., fer á loðnu- veiðar í dag, miðvikudag, að sögn Emils Thorarensen útgerðarstjóra fyrirtækisins. Hólmaborgin er því fyrst íslenskra skipa til að fara á loðnuveiðar á þessari vertíð. Norsk og færeysk skip hafa verið á loðnuveiðum um 100 sjómílur norður af Langanesi undanfarið og fengið 20-150 tonn á sólarhring, að sögn Landhelgisgæslunnar. Scala-óperan: Spreytir sig í óperu Verdis GUÐJÓN Óskarsson bassasöngv- ari, sem nú starfar við óperuna í Osló, hefur verið beðinn að syngja til reynslu í Scala-óperunni í Mílanó í haust með samning við óperuna í huga. Guðjón sagðist í samtali við Morg- unblaðið hafa sungið til reynslu fyrir stjórnendur Scala í byijun júlí. Síðan hafi hann verið beðinn um að koma aftur um mánaðamótin október/nóv- ember og syngja til reynslu hlutverk Inquisitore í óperu Verdis, Don Carlo, sem sett verður upp veturinn 1992. Loðnan er fryst um borð í mörg- um norsku skipanna og eitt þeirra frysti loðnu inni við Þórshöfn á Langanesi í gær. Skipstjórar á norsku loðnuskipunum segja að þeir hafi verið að veiða stóra og fallega fjögurra ára gamla loðnu og að þessi vertíð líti mun betur út en síðasta haustvertíð, sem var mjög léleg. Tuttugu norsk skip mega veiða loðnu í íslensku lögsög- unni á sama tíma en fimm fær- eysk. Norskt skip fékk fyrstu loðn- una á vertíðinni um 150 sjómílur norður af Sléttu 27. júlí. Nú fást um 8 Bandaríkjadalir fyrir prótíneininguna af loðnumjöli og 250-270 dalir fyrir tonnið af loðnulýsi. I lok síðustu vertíðar fengust um 7 dalir fyrir prótín- eininguna af mjöli og 200-240 dalir fengust fyrir lýsistonnið á síðustu vertíð, að sögn Jóns Ólafssonar framkvæmdastjóra Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda. Jón sagði að olíukaup væru 10-15% af rekstrarkostnaði loðnu- verksmiðjanna, þannig að verð- hækkun á olíu væri mjög slæm fyr- ir verksmiðjurnar. Þá hefði meiri- hlutinn af lýsinu verið seldur í Bandaríkjadölum en dalurinn hefur lækkað um 6-7% gagnvart íslensku krónunni frá því að síðustu loðnu- vertíð lauk. Loðnukvótinn er 600 þúsund tonn á þessari vertíð og þar af mega íslensk skip veiða 468 þúsund tonn en þau veiddu um 660 þúsund tonn á síðustu vertíð. Heildarkvót- inn á þessari vertíð verður hins vegar endurskoðaður eftir haust- leiðangur Hafrannsóknastofnunar en venjulega er farið í leiðangurinn í október eða nóvember. Norsk skip mega veiða 66 þúsund tonn á ver- tíðinni. Grænlendingar fá einnig 66 þúsund tonna kvóta en þeir eiga hvorki loðnuskip né loðnuverksmiðj- ur. „Af þessum 66 þúsund tonnum Grænlendinga fær Evrópubanda- lagið 40 þúsund tonn til að fram- selja ríkjum í bandalaginu en Fær- eyingar hafa alltaf nýtt Evrópu- bandalagskvótann," sagði Jón Ól- afsson. „Grænlendingar hafa selt Færey- ingum 13 þúsund tonn, það er að segja helminginn af þeim 26 þúsund tonna kvóta, sem þeir segjast selja sjálfir. Þá hafa Grænlendingar selt Einari Guðfinnssyni hf. í Bolung- arvík 6.500 tonn og Norges Silde- salgslag 6.500 tonn en Norges Sil- desalgslag hefur með loðnuveiðar Norðmanna að gera. Landssam- band íslenskra útvegsmanna hefur hins vegar engan kvóta keypt af Grænlendingum núna en á síðustu vertíð keypti LÍÚ 21 þúsund tonn af þeim og Einar Guðfinnsson hf. 10 þúsund tonn,“ sagði Jón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.