Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990 Gólfkorkflísar + filma Nú eru ípocork og XW/ Wicanders msíL Kork-O'Plast korkflísamerkin komin undirsama þak. Nú framleidd í sömu verksmiðju af S.A. íPortúgal. Verða seldar í verslunum víða um land bráðlega. Einkaumboðfyrir ffi S.A. Ármúla 29, Múlatorgi, sími 38640 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ALLT fyrirGLUGGANN úrval, gæði, þjónusta Eldhúsgluggatjöld í úrvali. Ódýr spönsk glugga- tjaldaefni í breiddinni 270 sm. Mikiö úrval af glugga- tjaldaefnum. Rekum eigin saumastofu. Ráöleggingar, máltökur og uppsetningar ef óskaö er. Sendum í póstkröfu um land allt. Einkaumboð á íslandi Síðumúla 32 - Reykjavík Sími: 31870 - 688770. Tjarnargötu 17 - Keflavík ■ Sími: 92-12061. fclk í fréttum Eins og- sjá má er mikill munur á Mandy eins og hún var og eins og hún er nú ... VEIKINDI Mandy veslast upp Hin 19 ára Mandy Smith, eig- inkona rokkarans hálfsex- tuga, Bills Wymans í Rolling Stones, fer nú hallloka fyrir al- varlegum nýrnasjúkdómi, Addi- sons-veiki. Hún vegur aðeins 40 kíló og léttist með degi hveijum. Wyman hefur að sögn lítið viljað af frú sinni vita og aðeins einu sinni heimsótt hana síðustu vik- urnar. Brá honum mjög í brún er hann sá hana og staldraði aðeins við i tvo tíma, hvarf þá á brott og taldi hugmyndir vina sinna um að fresta öllu til að vera við hlið konu sinnar fráleit- ar. Læknar hinnar ungu Mandy telja eigi víst að hún nái að snúa taflinu við. Sjálf segist hún þess viss að sér batni. Hún telur að sveppasýking í þörmum valdi því að hún fái ofnæmi fyrir nær öll- um mat. „Það sem ég kem niður nærir mig ekkert,“ hefur verið haft eftir henni. COSPER IÍ387 O" ©PIB Er hér ekkert baðherbergi. Hversvegna var mér ekki sagt það þegar ég flutti hingað fyrir þremur vikuni? Irwing Wallace. METSOLUHOFUNDUR Irwing Wallace allur Rithöfundurinn Irwing Wallace lést fyrir skömmu, 74 ára gamall. Banamein hans var krabba- mein. Wallace var metsöluhöfund- ur, en umdeildur. Hann ritaði alls 15 bækur á þijátíu ára tímabili, eða frá 1960 er hann sneri sér að bókar- skriftum. Fyrsta bókin hans er ef til vill sú frægasta, The Chapman Report, sem fjailar um hóp kvenna sem taka þátt í kynlífskönnun. Einnig mætti nefna bækur hans The Prize og The Fan Club. Alls hafa bækur hans selst í 120 milljón- um eintaka. Wallace fæddist í Chicago og var af rússnesku bergi brotinn. Eftir skóla gerðist hann blaðamaður á tímaritum, en söðlaði síðan um og fór að rita kvikmyndahandrit og stóð í slíku á sjötta áratugnum. Hann undi þó hag sínum illa sem handritahöfundur fyrir kvikmyndir og sagði stétt sína hafða að háði og spotti. Því var það að hann afréð að freista gæfunnar sem rithöfund- ur og varð það ævistarf hans. Bók- menntagagnrýnendur tættu verk hans iðulega í sig, en stéttarbróðir hans, Sidney Sheldon, segir um hann að lesendur séu þeir sem vitið hafa og þeir hafi sannað ágæti Wallace sem rithöfundar með því að kaupa verk hans í milljónatali. SKOIITSALA ecco Laugavegi 41, sími 1 3570. Skóverslun Þórðar, Kirkjustræti 8, sími 14181. ÐAGVI8T BARIVA m DAGVIST BARNA TILKYNNIR: Leyfisveitingar til daggæslu á einkaheimilum hófust að nýju 1. ágúst og standa til 30. september 1990. Einkum er skortur á dagmæðrum í Vest- urbæ, Laugarnes, Háaleitis- og Bakkahverfi í Breiðholti. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu Dagvistar barna í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Vakin er athygli á því, að samkvæmt lögum um vernd barna og ungmenna, nr. 53/1966 er óheimilt að taka börn í daggæslu á einka- heimilum án leyfis barnaverndarnefnda við- komandi sveitarfélags. Allar nánari upplýsingar veita umsjónarfóstr- ur í síma 27277 daglega frá kl. 8.30 til 9.30 og^kl. 13 til 14 eða á skrifstofu Dagvistar í Hafnarhúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.