Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990
39
Minning:
Ólöf J. Devaney
Fædd 13. desember 1926
Dáin 1. ágúst 1990
Þegar ég sest hér niður og tek
mér penna í hönd þá læt ég hug-
ann reika og hugsa um hvað við
höfum misst mikla gæfukonu og
hvað það sé ótrúlegt að hún skuli
vera farin yfir móðuna miklu.
Óa, eins og hún var alltaf kölluð
var yndisleg kona. Hún var mér
eins og amma alla tíð og þegar litlu
stúlkurnar mínar komu í heiminn
var hún að sjálfsögðu amma
þeirra.
Hún var einstaklega gefandi
persónuleiki og kunni ráð við öllu
og alltaf reiðubúin að hjálpa þeim
sem þurftu á hjálp að halda. Hún
hafði líka sínar ákveðnu skoðanir
og ef henni mislíkaði eitthvað þá
fór hún ekki leynt með það.
Hún hafði átt í baráttu við
erfiðan sjúkdóm sem á endanum
vann, þótt innst inni ætlaði hún
sér að sigrast á honum. En hennar
tími hefur verið kominn og Guð
hefur viljað fylgja henni á nýjar
brautir. Eiginmaður hennar, John
og börn þeirra eiga um sárt að
binda og mikið skarð komið í
hjörtu þeirra, enda horfa þau á bak
ástkærri eiginkonu og móður.
Þegar ég og fjölskylda mín kveðj-
um Óu þá viljum við þakka henni
fyrir hvað hún var okkur ætíð góð
og biðja Guð að blessa minningu
hennar og styrkja ijölskyldu henn-
ar.
Asdís Elva Sigurðardóttir
Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við
vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst
um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjar-
veru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjall-
ið bezt af sléttunni.
(Kahlil Gibran)
Það var eins og allur máttur
færi úr mér þegar John hringdi_ og
sagði að Ólöf væri dáin. Jú Ólöf
var búin að vera veik í nokkurn
tíma, en engin bjóst við þessu, ekki
svopa fjótt.
Ég kynntist Ólöfu 1983 þegar
ég fór að vinna með John eigin-
manni hennar. Það tókst strax með
okkur sérstakur vinskapur. Þó ald-
ursmunur væri mikill þá kom okkur
sérstaklega vel saman og vorum
líkar á margan hátt, enda var Ólöf
vön að segja „Ja það veit ég að við
höfum verið systur í fyrra lífi.“ Við
gátum setið og talað saman tímun-
um saman og hert hvor aðra upp
þegar annarri hvorri leið illa, við
töluðum oft um trúmál og um hvað
það hjálpaði manni í gegnum erfið-
leika að hafa trúna og bænina. Ólöf
og John reyndust mér og börnum
mínum eins og bestu foreldrar þeg-
ar við urðum fyrir stóru áfalli fyrir
tæpum fimm árum og þá fann ég
hvað þau voru samtaka í að hjálpa
okkur. Ef ég fór í burtu þá vissu
börn mín að þau gátu leitað til Ólaf-
ar og gerði Kim elsta dóttir mín
það óspart, til að fá ráðleggingar,
því Ólöf var glögg og ráðagóð kona
og hafiM alltaf tíma til að hlusta á
aðra. Tokst með þeim góður vin-
skapur, ég veit að Kim á eftir að
sakna þessara samverustunda.
Börnin hennar Kim voru eins og
barnabörn Ólafar og má segja að
hún hafi átt lífið í dótturinni Ólöfu
sem hún kallaði alltaf nöfnu.
Ég á eftir að sakna leikhúsferða
okkar sem orðnar voru margar og
við höfðum svo gaman af, þetta var
orðin athöfn hjá okkur, fórum í
okkar besta stássi, alltaf fyrst út
að borða á mismunandi matsölu-
staði og ræddum síðan um verkið
á leiðinni heim, veturinn verður
langur án góðra stunda með góðum
vini.
Elsku John, börn og aðrir ætt-
Samtök kvenna á vinnumarkaði:
Bráðabirgðalögin fordæmd
Morgunblaðinu hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Samtökum kvenna á vinnumark-
aði:
„Samtök kvenna á vinnumarkaði
fordæma harðlega lagasetningu
sem ógiidir gerða kjarasamninga.
Það er óþolandi að ríkisvaldið skuli
æ ofan í æ lítilsvirða samningsrétt-
inn með valdboði.
Samtök kvenna á vinnumarkaði
fordæma tilraunir ríkisstjórnarinn-
ar til að beita verkalýðshreyfing-
unni fyrir sig við setningu bráða-
birgðalaganna og etja þannig sam-
tökum launafólks í innbyrðis átök.
Samtök kvenna á vinnumarkaði
skora á öll samtök launafólks að
fordæma aðför ríkisvaldsins að
samningsréttinum. Þótt aðförin
■beinist gegn litlum hluta launa-
manna í landinu breytir það engu
um fordæmisgildið. Það kostaði
launafólk áratuga baráttu að öðlast
rétt til að semja um kaup og kjör.
Samningsrétturinn er grundvallar-
mannréttindi íslensks launafólks,
réttur sem ekki á að versla með.“
Þú svalar lestrarþörf dagsins
Treystiröuannarri filmu
fyrir dýrmœtu
minningunum þínum?
ingjar ég bið góðan Guð að hjálpa
ykkur og styðja í þessari miklu sorg.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Björn Jónsson frá Gröf)
Særún
Hún Gagga frænka er horfin.
Hversu ótrúlegt sem það nú er.
Bláköld staðreynd sem ekki verður
horfið fram hjá. Hversu sárt sem
það nú er.- Sjálf spurði hún okkur
oft: „Hvers vegna ég?“ Því getur
enginn svarað nema Guð, faðir okk-
ar allra.
Ólöf Jörgensen Devaney var
fædd og uppalin í Reykjavík, elst
af 4 systkinum, dóttir hjónanna
Sigurfljóðar Jakobsdóttur og Carst-
ens Jörgensens. Gagga, eins og við
systur kölluðum hana alltaf, var
mjög trúuð, fróðleiksfús og ljúf
kona í lund. Alltaf var hún tilbúin
að gera öðrum gott og vel hugsaði
hún um þá sem voru hjálparþurfi.
Henni var margt til lista lagt og
einstakur snillingur var hún í mat-
argerð. Og marga góða stundina
áttum við í eldhúsinu hennar, heima
í Keflavík.
Árið 1947 dvaldi hún um nokk-
urt skeið í húsmæðraskóla í Dan-
mörku, ásamt öðrum íslenskum
stúlkum og héldu þær vinahópinn
ætíð síðan. Árið 1949 varð hún
þeirrar gæfu aðnjótandi að giftast
eftirlifandi manni sínum, John Dev-
aney. Voru þau fyrst búsett í
Reykjavík en bjuggu síðan lengst
af í Keflavík. Þau eignuðust 4 börn;
Kaj, fæddur 1950, Bettý, fædd
1953, David, fæddur 1955 og Dídí,
fædd 1968, öll nú búsett í Banda-
ríkjunum. Gagga var frábær hús-
móðir og móðir og lagði hún mikinn
metnað í að hafa heimili sitt til
fyrirmyndar.
Systur sinni, Guðrúnu, móður
okkar, tengdist Gagga sterkum
böndum. Alla tíð voru þær systur
mjög samrýndar, vinkonur jafnt
sem sálufélagar. Þær studdu hvor
aðra í blíðu og stríðu. Og þegar
faðir okkar dó fyrir þremur árum,
stóð Gagga við hlið okkar sem klett-
ur. Óhagganleg og sterk, en þó blíð
og ljúf í senn. Enginn var sem
Gagga. Hennar æðsta ósk var að
fá að vera viðstödd útskrift yngstu
dóttur sinnar, Dídíar, frá New York
University. Og síðastliðinn maí
rættist sú ósk, þegar Gagga, John
og við mæðgurnar þijár fórum til
Ameríku. Þær stundir voni Göggu
okkar ljúfsárar því að í febrúar
1988 hafði sjúkdómur sá uppgötv-
ast hjá Göggu er átti eftir að leggja
hana að velli. Tvö góð ár átti hún
áður en sjúkdómur sá tók sig upp.
Og hetjulega var barist, því Gagga
var ekki ein af þeim sem gefast
upp þótt móti blási. Hún var full
bjartsýni og áfram skyldi haldið til
sigurs. Og um tíma virtist svo ætla
að fara. En enginn veit sína ævi
fyrr en öll er, og Gagga hvarf okk-
ur fyrr en okkur óraði. En í hjörtum
okkar býr minning um stórbrotna
konu. Konu sem geislaði af hlýju
og gleði, innileik og bjartsýni. Ög
þar var heldur ekki kímnigáfan af
skornum skammti. Alltaf var stutt
í hlátur og grín þar sem Gagga
kom. Henni var lagið að létta fólki
lund og fá það til að líta björtum
augum á lífið og tilveruna.
Nú kveðjum við yndislega konu
er var ekki einungis besta frænka
heldur líka mikili vinur. Sárt mun-
um við sakna hennar, en við vitum
að hún er komin á vit nýrra ævin-
týra.
Elsku John, Dídí, Bettý, Davíð
og Kaj. Megi Guð styrkja ykkur í
ykkar miklu sorg.
Rúna og Steffý.
TILBODS-
VERÐÁ
f ÚTI-
MÁLNINGU
20 I ítra r á
kr. 8000.-
10 I ít ra r á
kr. 4000.-
Nýttu þéreinstakttilboð
og málaðu utanhúss.
Fagleg ráðgjöf.
Ingólfsstræti 3 ■ Sími 29660.
KRINGLUNNI 8-12, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 686062.