Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990 31 Minning: Páll Þorsteinsson fyrrv. alþingismaður Fæddur 22. október 1909 Dáinn 31. júlí 1990 Þegar ég heyrði um lát vinar míns, Páls Þorsteinssonar, fyrrver- andi alþingismanns, frá Hnappa- völlum í Öræfum, kom ýmislegt upp í huganum. Ég kynntist Páli fyrst sem unglingur. Þegar hann var á ferðalagi sá ég til hans og oft kom hann á heimili foreldra minna. Eng- um sem kynntist Páli gat dulist að þar var á ferð óvenjulegur maður. Hann var glaðlegur, hjartahlýr og maður fann fljótt þá góðvild sem lagði frá honum í allra garð. Hvert orð virtist yfirvegað og allt sem hann sagði var meitlað af hógværð og djúpri hugsun. Hann var sívinnandi en fór hljóðlega við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Virð- ing fyrir gömlum dyggðum, þjóð- rækni og ættjarðarást voru grónar í eðli hans. Það er því auðskilið hvers vegna hann ávann sér mikið traust sam- tíðarmanna sinna, enda kom fljótt að því að þessi skarpgreindi og hæfileikamikli maður valdist til for- ystu og trúnaðarstarfa. Hann gerði sér fljótt grein fyrir möguleikum þjóðarinnar til að sækja fram á veg. Hann var þess fullviss að að- eins samtakamáttur og eljusemi fólksins gæti skilað betra landi og bættum lífskjörum. Með þrotlausu starfi og þrautseigju tókst honum að fá marga til samvinnu við sig um margvísleg framfaramál. Þar kemur fyrst í hugann samgöngu- mál. Páll ólst upp við slæmar sam- göngur og þurfti að eyða miklum tíma í að fara yfir óbrúuð vatns- föll. Það gerði hann með sömu þol- inmæði og einkenndi öll önnur störf hans og hann vann að úrbótum á þessu sviði með sama hætti. Hann lifði það að sjá mesta breytinga- skeið í íslensku samfélagi og fyrir það var hann þakklátur og stoltur. Hann var alþingismaður Fram- sóknarflokksins í 32 ár. Hann var fyrst í framboði í Austur-Skafta- fellssýslu í alþingiskosningunum 1939 og síðar aftur 1942. Þá náði hann kjöri og átti óslitið sæti á Alþingi til 1974. Ég er þess fullviss að fáir hafa haft jafnmikil áhrif á störf og stefnu flokksins, þótt mik- ið af því hafi legið í þagnargildi. Mikið var til hans leitað til að móta ályktanir, vinna að undirbúningi mála og hann hvatti félaga sína til að fylgja eftir hinum ýmsu málum. Hann vildi oft á tíðum að aðrir kæmu fram með þau mál sem hann taldi mikilvæg og sýnir það best óvenjulega hógværð og lítillæti. Páli fannst það skipta mestu máli að hinum ýmsu áhugamálum hans væri hrundið í framkvæmd. Honum var lítt um það gefið að láta á sér bera. Hann var maður sem hafði mikil áhrif á félaga sína og allir virtu hann og það sem hann sagði. Hann fullyrti ekki en ef Páll sagði að hann gæti trúað að hlutirnir væru með einhverjum ákveðnum hætti, þá mátti í reynd treysta því að það væri rétt. Ef Páll gaf mönn- um svör, þá efaðist enginn um rétt- mæti þeirra. Ef hann sagði að hann myndi reyna að koma hlutum í framkvæmd, þá treystu því allir að hann stæði við það. Ég átti mörg samtöl við Pál í gegnum tíðina. Þó er mér minnis- stæðast samtal sem ég átti við hann þegar hann ákvað að hætta þing- •mennsku vorið 1974. Hann hvatti mig til að fara í framboð í Austur- Iandskjördæmi en ég taldi ýmislegt vera því til fyrirstöðu. Hann tók mótbárum mínum fálega og sagði við mig: „Það þýðir ekkert annað en að skella sér í þetta. Það gerði ég sem ungur maður og sé ekki eftir því.“ Ég hef alltaf munað þessi orð ekki síst vegna þess að Páll hefur í samtölum við mig yfirleitt ekki kveðið jafn fast að orði. Það var alltaf gott að leita til hans um ráðleggingar og hann var hafsjór af fróðleik um sögu lands og þjóð- ar. Ekkert var honum kærara en farsæld þjóðarinnar og hann gaf sig af heilum hug að öllum þeim málum sem hann tók sér fyrir hend- ur. Það var þroskandi og mannbæt- andi að starfa með Páli og kynnast honum. Persónuleiki hans og mann- gerð var áhrifarík og hann skyldi eftir djúp spor í huga þeirra sem störfuðu með honum. Ékki vegna þess að hann ætlaði sér það, heldur vegna þess hversu hógvær og traustur hann var. Það var ekki hægt annað en bera virðingu fyrir slíkum manni. Ég hef oft hugleitt það með sjálf- um mér, hvað Páll hefði getað gert ef hann hefði beitt greind sinni og dugnaði með öðrum hætti. Ef hann hefði gengið fram á áberandi hátt með hjálp nútímafjölmiðla. Enginn vafi er á því að hann hefði getað gert ýmislegt með öðrum hætti, en hann hefði áreiðanlega ekki getað unnið þjóð sinni betur á þann hátt. Störf hans eru að mínu mati lýs- andi dæmi um það hve mörgu er hægt að koma í framkvæmd á áhrifamikinn og hljóðlátan hátt. Síðustu árin gaf hann sig að fræði- störfum sem hann sinnti af alúð og nákvæmni. Það sem liggur eftir hann í rituðu máli er ómetanlegur fróðleikur um sögu liðinnar tíðar þar sem glöggt kemur fram djúp virðing hans og tryggð við ættjörð- ina og fólkið sem hana byggir. Framsóknarflokkurinn naut .starfa hans alia hans ævi. Hann beitti sér á Alþingi fyrir marg víslegri löggjöf á sviði samgöngu-, æskulýðs-, atvinnu- og. félagsmála svo eitthvað sé talið. Hann gaf góð ráð við úrlausn allra mála á Alþingi og var ávallt tilbúinn til starfa. Málum fylgdi hann eftir af mikilli rökvísi og þekkingu sem enginn bar brigður á. Ég vil fyrir hönd Fram- sóknarflokksins þakka honum að leiðarlokum langt og óeigingjarnt starf. Ég og fjölskylda mín erum þakklát fyrir að hafa kynnst honum og vottum aðstandendum hans okk- ar dýpstu samúð. Halldór Asgrímsson Það var á vordögum 1963 sem fundum okkar Páls á Hnappavöllum bar fyrst saman. Ég var þá 13 ára og hafði verið ráðinn sumarvinnu- maður í Austurhjáleigunni hjá Páli og mágkonu hans, Guðrúnu Karls- dóttur. Afi minn Snorri Sigfússon, sem var dyggur framsóknarmaður hafði stefnt okkur Páli alþingis- manni heim til sín á Stýrimann- astíginn til að kynna okkur. Páll tók þéttingsfast í hönd mína og sagði mér og afa svolítið frá Öræfunum, sem á þeim tíma voru mjög einangr- uð, atvinnuháttum og lífinu þar í sveit. Páll var eins og allaf, bæði hógvær, hægur og miklaði ekki hlutina en talaði markvisst og skilj- anlegt mál svo að vel mátti heyra að þar var ábyrgðarfullur maður á ferð, þó hann virtist fremur þurr á manninn. Síðar er við Páll kynntumst betur er við fórum að vinna saman í sveit- inni við girðingar, grjóthleðslu og járningar svo eitthvað sé nefnt, þá breyttist það viðhorf fljótt, því Páll var oft léttur í lund og gat slegið á létta strengi við störfin, því það voru engin þau störf í sveitinni sem hann ekki tók þátt í með okkur, og minnist ég ekki síst heyskapar- ins út í í Fífhólmum þar sem allt var slegið í bleytu og dregið svo uppá þurrt til að hægt væri að þurrka og bera á heyvagn og flytja heim. Unglingar eru oft baldnir og vilja fara hratt yfir, og svo var um mig þegar ég byrjaði að aka dráttarvél- inni á heimilinu. Páll var afar smeykur um að ég gæti farið mér að voða á vélinni og get ég nú, þegar ég hugsa til baka, vel skilið áhyggjur hans af aksturslagi mínu, og ímynda mér nú að hann hafi oft verið með lífið í lúkunum þegar hann horfði á eftir dráttarvélinni á fleygiferð í áttina að skurðbakka þegar verið var að snúa eða raka saman á heimatúnunum. Oft sá ég hrífuna hans Páls þá hátt á lofti þegar honum fannst of hratt farið. En aldrei skammaði hann mig þótt oft hafi verið ástæða til heldur sagi að „það mætti nú fara rólegar í þetta,“ eða „þetta fór nú allt saman vel,“ sem það gerði sem betur fer en það var auðvitað oft bara heppni. Já, Páli fannst ég þurfa að fara ansi hratt og ég minn- ist þess nú að sumarið 1967 þegar ég heimsótti Austurhjáleigufólkið eftir að hafa verið í Danmörku í mánaðartíma að Páll skellihló er ég sagði honum að ég hefði flogið í þotu heim, hann sagði þá að mér hefði ekkert dugað minna en hrað- skreiðasta farartæki þjóðarinnar. Páll var mjög barngóður maður og var ávallt á verði um að börnin yrðu ekki fyrir meiðslum. Eins og allir vita sem þekktu Pál Þorsteinsson var hann afar vel að sér um sögu héraðsins, enda hefur hann skrifað bækur um þau efni. Hann naut þess að segja frá at- vinnuháttum og, öðru er tengdist lífi og starfi í sveitinni og jafnvel úr þjóðmálaumræðunni ef hann fann að maður hafði áhuga, en aldr- ei tróð hann upp á nokkurn mann sínum skoðunum eða áhugamálum. Ég vil í lokin þakka Páli Þor- steinssyni samfylgdina og margar ógleymanlegar stundir á Hnappa- völlum við bústörfin, þar sem verk: lag, festa og vandað málfar hins góða manns lifír í minningunni og gerir hana verðmætari. Jón Karl Snorrason í gær var Páll Þorsteinsson á Hnappavöllum í Hofshreppi og fyrr- um alþingismaður jarðsettur. Sýslunefnd Austur-Skaftafells- sýslu minnist Páls vegna viðamikils framlags hans til málefna Austur- Skaftfellinga. Um störf Páls má rita langt mðkL en hér verður aðeins minnt á örfá atriði. Hann sat í hreppsnefnd Hofs- hrepps 1934-1982, vr hreppstjóri þar 1945-1984 og sat í stjórn Kaup- félags Austur-Skaftfeliinga til 1980, frá 1965 þegar Öræfingar gengu til liðs við félagið. Páll sat á Alþingi frá 1942 til 1974. Auk þessara starfa og annarra stundaði Páll ritstörf og má sem dæmi nefna bækurnar „Samgöngur í Skafta- fellssýslum (1985)“ og „Atvinnu- hættir Austur-Skaftfellinga (1981)“. Sem alþingismaður beitti Páll sér af alefli fyrir framgangi ýmissa hagsmunamála Austfirðinga og þá ekki síst Austur-Skaftfellinga: *■ Áhugaefni Páls innan þings og utan var víötækt, en hér skal giftudijúgt framlag hans til samgöngumála sérstaklega nefnt. Páll gerði sér -grein fyrir þýðingu góðra sam- gangna og beitti sér þess vegna sérstaklega í þeim málaflokki. Hann var yfirleitt formaður samgöngu- nefndar sem skipaðar voru á bændafundum. Þar mótaði hann og samræmdi óskir A-Skaftfeliinga um úrbætur í samgöngumálum, sem hann barðist síðan fyrir af festu - á þingi. Á síðasta ári Páls sem þing- manns, þjóðhátíðarárinu, var brúin yfir Skeiðará vígð. Brúin markaði ákveðin tímamót í samgöngusögu Islendinga og sérstaklega Austur- Skaftfellinga, sem þar með losnuðu úr þeirri einangrun sem jökulfljótin marka. Á engan skal hallað þó full- yrt sé að hlutur Páls hafi verið meiri en annarra í samgöngubótum Austur-Skaftfeliinga síðustu ára- tugina. Austur-Skaftfellingar minnast þessa héraðshöfðingja með djúpri virðingu og þakklæti. f.h. sýslunefndar Austur-Skaftafellssýslu v Sturlaugur Þorsteinsson Minning: Sigurður Guðmunds- son, Tjarnarkoti í dag, miðvikudag 8. ágúst, verð- ur Sigurður Páll Guðmundsson úr Tjarnarkoti í Innri-Njarðvík jarðsett- ur frá Innri-Njarðvíkurkirkju. Sigurður var sonur hjónanna Guð- mundar Jonssonar bónda að Nýjabæ í Krýsuvík og konu hans Kristínar Bjarnadóttur. Guðmundur fæddist á Hlíðarenda í Ölfusi en alinn upp hjá foreldrum á Hlíð í Selvogi, en Kristín var frá Herdísarvík. Sigurður var sextándi í röðinni af átján systkinum, en af þeim átján komust sautján til fullorðinsára. Sigurður fæddist að Stóra- Nýjabæ þann 13. mars 1918 frosta- veturinn mikla. Systkini Sigurðar voru, Jónína fædd 1898, Bjarni 1897, Sólveig 1899, Guðmundur Kristinn 1900, Ingibjörg 1902, Lov- ísa 1903, Elín 1904, Eiríkur 1907, Vilhjálmur 1908, Þuríður 1910, Þor- geir 1911, Sólbjörg 1913, Einar Jú- líus 1914, Hrafnhildur 1916, Guðrún Elísabet 1919 ogÞórlaug 1922. Eitt barn missti Kristín nýfætt. Sigurður elst upp á Stóra-Nýjabæ í stórum hópi systkina og undi sér vel, systkinin voru söngelsk og glað- lynd og var kátt hjá hópnum á Nýjabæ. Sigurður gekk í Barnaskóla Hafnarfjarðar og bjó þá á meðan hjá Bjarna bróður sínum. Þegar Sigurður er fimmtán ára, þá flyst öll fjölskyldan búferlum til Hafnarfjarðar að Jófríðarstaðavegi 8b. Sigurður stundaði þau störf sem til féllu, kreppa var í landinu og erfitt með atvinnu. Hann réðst sem kaupamaður að Þurá í Ölfusi og síðar að Efri-Hömrum í Holtum og hélt kunningsskap við það fólk síðan. Sigurður átti hemili að Jófríðar- staðavegi þótt hann legði land undir fót vegna atvinnu, en 1941 ræðst hann sem landmaður á mb Frosta hjá Sæmundi Sigurðssyni skipstjóra og útgerðarmanni frá Hvassahrauni, en Frosti var gerður út frá Vogum. Árið 1942 er Frosti svo gerður út frá Innri-Njarðvík og er Sigurður enn landmaður. Þegar farið var að gera Frosta út frá Innri-Njarðvík, réðst Ester Finnbogadóttir sem ráðs- kona til útgerðarinnar, en í þá daga verkuðu landmenn aflann af bátun- um. Þar kynntust þau Sigurður og felldu hugi saman og bjuggu saman upp frá því. Ester er dóttir Finnboga Guð- mundssonar og Þorkelínu Jónsdóttur í Tjarnarkoti í Innri-Njarðvík. Ester átti fyrir Gylfa Arnar Pálsson, Frið- bertssonar úr Súgandafirði, og kom Sigurður honum í föðurstað og voru þeir vinir alltaf og félagar. Sigurður hóf nú störf í skipa- smíðastöðinni sem þá var í Innri- Njarðvík hjá Bjarna Einarssyni, en þegar hún lagðjst af, þá var hann í frystihúsinu og hafði umsjón með viðhaldi og smíðum úr tré. Sigurður vai' smiður góður, verklaginn og vinnusamur. Þau Ester eignuðust einn son, Guðmund Kristin slökkvi- liðsmann á Keflavíkurflugvelli og er kona hans Gróa Hreinsdóttir úr Ytri-Njarðvík. Þau eiga þrjá syni, Sigurð Halldór sem er fæddur 1978, Guðmundur Óskar, fæddur 1987 og Hreinn Gunnar, fæddur 1988. Þau Sigurður og Ester hófu bú- skap í Tjarnarkoti 1943, þá var átundaður' landbúnaður í Innri- Njarðvík með sjómennsku og öðrum störfum, kýr voru á hverjum bæ og sauðfé og eitthvað af hrossum. Sig- urður var stoð og stytta tengdafor- eldra sinna, þeirra Finnboga og Þor- kelínu, en heimilið- í Tjarnarkoti var alþekkt fyrir gestrisni og hjálpsemi við náungann. Sigurður stundaði sauðflárrækt með öðrum störfum, það var í sauðfj- árræktinni sem honum brá til upp- runans, hann er alinn upp í Krýsuvík þar sem töluverð einangrun var og langt til byggða, það sem þótti stutt að ganga í Krýsuvík hefði flestum þótt langt, en Sigurður var léttur á fæti og fór hart yfir, hafði frána sjón og var í sínu rétta umhverfi úti í náttúrunni, stór, beinvaxinn en þó léttur og hraðgengur og ákveðinn í sinni fjármennsku. Sigurður hafði næmt skyn á dýr og þegar við krakkarnir vorum að alast upp í Innri-Njarðvík, þá voru dýrin hans persónur frekar en dýr, það var fyrir daga götunúmera og kennitalna, fjái'hundarnir Spori og Hektor, heimalningurinri Kolla og klárinn Rauður, þetta voru dýr sem Sigurður átti en þetta voru líka per- sónur í lífi okkar barnanna. Hafði Sigurður einstakt lag á dýrum og gat vart án þeirra verið. Sigurður var mikill söngmaður og hafði fallega tenórrödd og söng hann í kirkjukórnum eins lengi og hann gat. Þegar Sigurður hætti hjá Hrað- frystihúsi Njarðvíkur fór hann að vinna í Skipasmíðastöð Njarðvíkur hjá þeim félögum sem höfðu verið í slippnum í Innri-Njarðvík áður og var þar vinskapur á. 1982 fékk Sigurður heilablóðfall og varð aldrei heill af því síðan. Hann hafðist þó við og gat verið úti við, studdist við staf og gætti til náttúrunnar. Gleði hans hin síðustu ár vovrT afadrengirnir, hann gaf þeim elsta hest og hafði mikla unun af því er drengurinn var að fást við hestinn, þótt hann gæti vart hrært sig tii hjálpar sjálfur, þá lét hann orðin duga. Afadrengirnir voru honum elskir og kærir og ljósgeislinn hans í sjúk- dómnum. Ester studdi mann sinn í erfiðum sjúkdómi og Gylfi reyndi eftir föng- um að létta honum lífið og ók með Sigurð í styttri ferðalög. Heimili þeirra Sigurðar og Esterar var heim-. ili hlýju og elsku, sérstaks velvilja * og gestrisni. Vil ég þakka fyrir vináttuna við heimili foreldra minna og mitt. Ég vil votta Ester og sonum samúð mína með fráfall Sigurðar, en hann lést þann 30. júlí, varð bráðkvaddur rétt við heimili sitt. Bið ég Guð að blessa Sigurð Guð- mundsson. Þorsteinn Hákonarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.