Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990 51 4- Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hrafnseyri; 10 ár frá opnun safns Jóns Sigurðssonar Þingeyri. TÍU ár eru liðin frá því að safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri var opnað almenningi, af Vigdísi Finnbogadóttur forseta. Það var hennar fyrsta verk í embætti. Sama dag vígði Sigurbjöm Einarsson biskup kapelluna á Hrafnseyri er reist var til minningar um Dóru Þórhalls- dóttur forsetafrú. Sumarbúðastarfíð í Ölveri 50 ára Kaffisala verður um næstu helg’i Sumarbúðirnar í Ölveri undir Hafnaríjalli. Morgunbtaðið/PÞ Það er líklegt að mörg „fyrrverandi börn“ sem dvalið hafa í sumarbúðun- um komi á kaffisöl- una og þá verður nóg af rjómanum og randabrauðinu á borðum. Að undirlagí Hrafnseyrarnefndar var safninu komið á fót, en sú nefnd hefur starfað síðan lýðveldið var stofnað 1944 og mikil hátíð var hald- in á Hrafnseyri í úrhellisrigningu. Veðrið skartaði sínu fegursta er forsetinn var heiðursgestur á staðn- um árið 1980 og fjöldi manns sótti Hrafnseyri heim þann dag víðast hvar af Vestfjörðum, auk hóps brott- fluttra Dýrfírðinga. Hrafnseyrarnefnd hefur haft allan veg og vanda af uppbyggingu staðar- ins, meðtalið safnið, sem aðallega byggist upp á myndum úr lífi Jóns Sigurðssonar forseta og sjálfstæðis- baráttu hans við Dani, auk nokkurra persónulegra muna úr eigu hans. Um 20.000 manns hafa skoðað safnið sl. 10 ár og metaðsókn hefur verið í sumar. Hrafni Sveinbjarnar- syni, fyrsta menntaða lækni lands- ins, var reistur veglegur minnisvarði er Læknafélag íslands gaf steindan glugga í kapelluna, verk listamanns- ins Steinþórs Sigurðssonar. Núverandi formaður Hrafnseyrar- nefndar er Þórhallur Ásgeirsson, er tók við af föður sínum Asgeiri Ás- geirssyni, fyrrvérandi forseta 1973. Aðrir í nefndinni eru, Jón Páll Halldórsson,. ísafirði, Ágúst Böðv- arsson frá Hrafnseyri, Halldór Kristj- ánsson frá Kirkjubóli í Bjarnadal og Matthías Bjamason alþingismaður. Núverandi safnvörður er Rósa Gunnarsdóttir. Á hveiju sumri er efnt til Hrafnseyrarhátíðar að undir- lagi nefndarinnar og staðarhaldara, Hallgríms Sveinssonar og konu hans, Guðrúnar Steinþórsdóttur. Sóknarpresturinn messar þann dag, listamenn sækja staðinn heim og skemmta og fræða gesti og þeim fjölgar ár frá ári er njóta gestrisni hjónanna þar í mat og drykk auk annars sem er á boðstólum þann 17. júní. - Hulda. Á ÞESSU ári er sumarbúða- starfíð í Ölveri undir Hafnar- fjalli í Borgarfirði 50 ára. Verð- ur þeirra tímamóta minnst með kaffísölu um næstu helgi, þ.e. 11. til 12. ágúst. Verður stand- andi hlaðborð frá því á liádegi á laugardegi og fram á sunnu- dagskvöld, þannig að menn ættu að geta fundið tíma til þess að líta í sumarbúðirnar, jafnt fyrr- verandi starfsfólk og börn, sem sum hver eru orðin stór eftir 50 ár, og aðrir velunnarar. Upphaf sumarstarfsins í Ölveri má rekja til þess, að Kristrún Ól- afsdóttir, ekkja Jóns Hallgrímsson- ar í Fróni á Ákranesi, byrjaði með stúlknastarf árið 1940 í skátaskála undir Akrafjalli. Var Kristrún með starfið þar til ársins 1952, en þá flutti hún það í Ölver þar sem það hefur verið hvert sumar síðan. Keypti Kristrún húsakost í Öl- veri af sjálfstæðismönnum, sem ráku þar skemmti- og veitingastað. Að sögn Sveinbjargar Arnmunds- dóttur, núverandi forstöðukonu, hefur Kristrún gert þetta starf í Ölveri að ævistarfi sínu og lagt alla sína fjármuni í uppbyggingu á staðnum. Síðast seldi hún íbúðar- húsið sitt á Akranesi til þess að stækka við húsnæðið í búðunum, tók lán og borgaði af því með elli- lífeyrinum. Á mörgum fyrstu árunum var um sjálfboðaliðavinnu að ræða og allt fram á þennan dag er mikil vinna gefin. Hefur það að sjálf- sögðu flýtt mikið fyrir uppbygg- ingu staðarins og yrði of langt mál að telja upp alla þá, sem gefið hafa vinnu við starfið og uppbygg- ingu. Sumarbúðirnar í Ölveri hafa ekki notið neinna opinberra styrkja nema smá styrks frá Akranessbæ undanfarin ár. Á síðustu árum hafa farið fram gagngerar endur- bætur á húsnæðinu og það stækk- að að mun. Fleiri svefnherbergi og nýjar snyrtingar ásamt tvöföldun á setustofu á efri hæð. Sagði Sveinbjörg, að hún vonaðist til þess að sjá fram úr skuldunum, en þessar framkvæmdir hafa verið fjárfrekar. Hæfist þetta í gegn með hjálp Guðs og góðra manna. Má nú telja, að staðurinn uppfylli þær kröfur, sem gerðar eru til sumarbúða í dag, en þær kröfur hafa verið hertar mjög undanfarin ár. Sveinbjörg sagði, að Kristrúnu yrði aldrei fullþakkað þetta braut- ryðjendastarf fyrir æsku Akraness og ætti þessi kona skilið viðurkenn- ingu fyrir sitt starf, sem aldrei verður metið tii fjár. Kristrún er núna 83 ára, aldin og dvelst á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Vænta allir, að hún geti fengið að sjá árangur erfiðis síns eftir 50 ára starf um næstu helgi, þegar kaffisalan verður, með því að geta verið hér í Ölveri þá. Vildi Sveinbjörg að síðustu þakka öllum þeim, sem lagt hefðu þessu starfi lið í gegnum árin — ekki síst landeigenduin —. sem reynst hafa sumarbúðunum frá- bærlega vel og sýnt starfínu mik- inn skilning. Sagðist Sveinbjörg hlakka til þess að sjá sem flesta á kaffisölunni um næstu helgi. - PÞ. IIM ÚRVAL AF DÝNUM? vali og með frágangi eftir þínu höfði. Hér eru nokkur dæm[um verð á óklæddum svampdýnum: „Eggjabakkadýna Heilsuyfirdýna, loftræstirog einangrar. Einstökfjöðrun // VERÐ 5.998,- 7.997,- 10.282,- 7.686,- 10.248,- 13.176,- 4.200,- 5.040,- 6.160,- 13.709,- 17.568,- 160 8.960,- 18.278,- 23.424,- útbúum að sjálfsögðu dýnuver og klæðum með áklæði af lager ©ða tillögðu efni. Bjóðum einnig uppá hundruð mismunandi áklæða með pöntunarþjónustu okkar. LÍTTU INN OG KYNNTU ÞÉR ÚRVALIÐ SNÆIANÐ SKEIFAN 8-108 REYKJAVIK SIMI 685588

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.