Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990 29 FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA Norðurlandamótið í hestaíþróttum í Danmörku: — Islenskur sigur í þrem greinum ÞAÐ voru Svíar og íslendingar sem sigruðu í öllum greinum á Norð- urlandamótinu, að hlýðnikeppninni undanskilinni. Einar Öder Magn- ússon sigraði í fimmgangi á Hlyn frá Sötöfte en hann varð einnig stigahæstur keppenda. Jón Steinbjörnsson sigraði í gæðingaskeiði á Steingrími frá Glæsibæ og Styrmir Snorrason sigraði í 250 metra skeiði á Baldri frá Sandhólum á 22,5 sek. Sænska stúlkan Ia Lindholm sigraði í fjórgangi á Sókratesi og landi hennar, Peter Haggberg, sigr- aði í tölti á Sikli. Það er greinilegt að mikill uppgangur hefur átt sér stað í Svíþjóð því allir keppendur í töltúrslitum og fjórir af fimm í ijór- gangsúrslitum voru frá Svíþjóð. ís- lendingum gekk vel í fimmgangs- greinum. Styrmir Snorrason varð annar í gæðingaskeiði og fimmti í fimmgangi og Einar Öder varð ann- ar í 250 metra skeiði og fimmti í gæðingaskeiði. Jón Steinbjörnsson varð aftur annar í fimmgangi og íjórði í 250 metra skeiði. Góðir tímar náðust í skeiðinu og mun tími Styrmis og Baldurs sá besti sem náðst hefur á Norðurlöndunum að frátöldu íslandi. Mótið var haldið í Vilhelmsborg, sama stað og Evrópumótið var hald- ið á síðasta ári sællar minningar en þá þótti aðstaðan fyrir neðan allar hellur. Nú hefur orðið mikil breyting á. Búið er að rækta upp moldarflögin og vellirnir hafa stór- batnað sem best sést á tímunum í skeiðinu. Er svæðið nú orðið grænt og fallegt á að líta að undanskilinni miðjunni á hringvellinum sem enn er ógróin. Erfiðlega virðist ganga að vekja áhuga fyrir Norðurlandamótunum en hver þjóð mátti senda tuttugu keppendur. Danir sem kepptu á heimavelli voru ekki einu sinni með fullt lið, vantaði tvo upp á. Reyndar vakti nokkra athygli slæmt gengi Dana á mótinu en þeir virðast hafa dalað síðustu árin. Komust danskir keppendur hvergi ofar en í þriðja sæti nema í hlýðninni og er af sem áður var. Hestakostur mótsins þótti í lak- ara lagi og þá sérstaklega í fjór- gangi og tölti. Þá vakti athygli hversu fáir áhorfendur mættu en að sögn Péturs Jökuls Hákonarson- ar sem dæmdi á mótinu voru móts- gestir eitthvað yfir tvöhundruð að keppendum meðtöldum. Taldi Pétur líklegustu skýringuna á fámenninu þá að kuldalegt viðmót mótshaldara og hátt verðlag í fyrra hafi fælt frá. Aðspurður kvað Pétur viðmótið hafa verið það sama nú og í fyrra og greinilegt að Danir ættu ýmis- legt ólært í mannlegum samskipt- um. Úrslit á mótinu: Tölt 1. Peter Haggberg, Svíþjóð, á Sikli. 2. Maria Cambrandt, Svíþjóð, á Glað. 3. Pia Poulsen, Svíþjóð, á Lýsingi. 4. Hreggviður Eyvindsson, Svíþjóð, á Bikari frá Vatnsleysu. 5. Helene Nilsson, Svíþjóð, á Stjarna. Fjórgangur 1. Ia Lindholm, Svíþjóð, á Sókratesi. 2. Hege Mikkaelsen, Noregi, á Glaumi. 3. Helene Nilsson, Svíþjóð, á Stjarna. 4. Hreggviður Eyvindsson, Svíþjóð, á Bikari frá Vatnsleysu. 5. Lotta Bergquist, Svíþjóð, á Senior Ara. Fimmgangur 1. Einar Óder Magnússon, íslandi, á Hlyn frá Sötöfte. 2. Jón Steinbjörnsson, íslandi, á Steingrími frá Glæsibæ. 3. Dorte Stougaard, Danmörku, á Léttfeta. 4. Jenny Mandal, Svíþjóð, á Tinna. 5. Styrmir Snorrason, íslandi, á Baldri frá Sandhólum. Gæðingaskeið 1. Jón Steinbjörnsson, íslandi, á Steingrími frá Glæsibæ. 2. Styrmir Snorrason, íslandi, á Kertafleyting á Reykjavíkurtjöm TÍU íslenskar friðarhreyfíngar standa að kertafleytingu á Rcykjavíkurtjörn á morgun, fimmtudaginn 9. ágúst. Athöfnin er í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasaki 6. og 9. ágúst um leið og lögð er áhersla á kröfuna um kjarnorkulausan heim. Safnast verður saman við suð- borgarlæknir. vesturbakka Tjarnarinnar (við Skothúsveg) klukkan 22.30 á fimmtudagskvöldið og verður þar stutt dagskrá þar sem Ragnheiður Tryggvadóttir leikari les ljóð. Fundarstjóri verður Skúli Johnsen, Þetta er sjötta árið sem kertum er fleytt á Tjörninni af þessu til- efni. Að venju verða flotkerti seld á staðnum. í samstarfshópi friðarhreyfing- arinnar eru eftirtalin samtök: Frið- arhópur fóstra, Friðarhópur lista- manna, Friðarhreyfing íslenskra kvenna, Friðarmömmur, Friðar- og mannréttindahópur BSRB, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, Samtök her- stöðvaandstæðinga, Samtök lækna gegn kjarnorkuvá, Samtök íslenskra eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá, Samtök um kjam- orkuvopnalaust ísland. (Fréttatilkynning) Baldri frá Sandhólum. 3.-4. Bo K. Sörensen, Danmörku, á Brelli. 3.-4. Sören Witt, Danmörku, á Gáska. 5. Einar Öder Magnússon, íslandi, á Hlyn frá Sötöfte. 250 metra skeið 1. Styrmir Snorrason, íslandi, á Baldri frá Sandhólum, 22,5 sek. 2. Einar Öder Magnússon, íslandi, á Hlyn frá Sötöfte, 23,55 sek. 3. Stefan Langvad, Danmörku, á Klæng, 23,79 sek. 4. Jón Steinbjörnsson, íslandi, á Steingrími, 24.83 sek. Hlýðnikeppni B 1. Bodyl Fryd, Danmörku, á Djákna. Italskt herskip í Reykjavíkurhöfti Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Einar Öder Magnússon á Hlyn frá Sötöfte, Norðurlandameistari í fímmgangi og samanlögðum stigum. 2. Hege Mikkelsen, Noregi, á 3. Lone Nielsen, Danmörku, á Glaumi. Torfa. San Giorgio liggur við Ægisgarð. Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÍTALSKA herskipið, San Gi- orgio, kom til hafnar í Reykjavík á mánudaginn. Á föstudaginn heldur skipið til Kanada en þaðan til Banda- rikjanna, Bermúdaeyja, Kana- ríeyja og heimahafnar sinnar á Livorno á Italíu. Almenningi gefst kostur á að skoða skipið í dag og á morgun milli klukkan 16.00 og 18.00. Á blaðamannafundi, sem skip- herrann á San Giorgio boðaði til í gær, kom fram að skipinu er ætlað að aðstoða varðsveitir ítala og Sameinuðu þjóðanna í Líbanon. Þá á það að vera til taks ef bjarga þarf fólki af hættusvæðum við strendur, ef jarðskjálfta ber að höndum, flóð eða aðrar náttúru- hamfarir. í skipinu er auk þess aðstaða til þjálfunar sjóliðsfor- ingja. Skipveijar eru 457, þar af 220 sjóliðsforingjaefni í sinni fyrstu ferð um Atlandshafið. San Giorgio, sem er 133.3 metr- ar á lengd og 24 metrar á breidd, getur flutt sex þyrlur. Á því eru þrír prammar, sem hver ber 14 tonn af mönnum og búnaði, auk þriggja 67 tonna brynvagna. í því Ragnar Borg, aðalræðismaður ítala á íslandi, Piero Giannon, stýri- maður, Santisi Domenico, sjóliðsforingi, Mario Saverio Salvatorelli, skipherra, og S. Fanelli, höfuðsmaður. er skurðstofa, tannlæknastofa, og sjúkrastofur auk aðstöðu fyrir áhöfnina. Fjórir læknar og fjórir hjúkrunarfræðingar eru í áhöfn skipsins. 1 gær lögðu sjóliðar af skipinu blómsveig á leiði óþekkta sjó mannsins í Fossvogskirkjugarði og síðdegis keppti knattspyrnulið úr áhöfn skipsins við KR-inga á KR vellinum. Á fimmtudaginn leikur hljómsveit skipsins á Lækj- artorgi milli klukkan 14.30 til 17.30. Herskipið var skráð í ítalska flotann árið 1987. 7. ágúst. FISKMARKAÐUR hf. Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 87,00 82,00 84,48 2,624 221.683 Þorskur(st.) 90,00 86,00 87,00 0,617, 53.682 Smáþorskur 56,00 56,00 56,00 0,521 29.176 Karfi 26,00 26,00 26,00 ' 0,032 832 Ufsi 37,00 37,00 37,00 0,492 18.204 Steinbítur 34,00 34,00 34,00 0,017 578 Lúða 320,00 215,00 270,55 0,118 31.925 Lýsa 29,00 29,00 29,00 0,088 2.552 Samtals 79,54 4.509 358.632 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur(sL) 88,00 76,00 83,09 2,961 246.020 Ýsa (sl.) 153,00 15,00 61,34 1,256 77.041 Karfi 40,00 29,00 39,43 53,633 2.114.594 Ufsi 51,00 38,00 50,29 12,559 631.546 Steinbítur 74,00 65,00 65,31 0,973 63.551 Langa 20,00 20,00 20,00 0,447 8.940 Lúða 405,00 245,00 273,69 0,141 38,590 Skarkoli 20,00 20,00 20,00 0,373 7.460 Skötuselur 305,00 170,00 233,43 0,083 19.375 Blandað 15,00 15,00 15,00 0,026 390 Undirmál 30,00 30,00 30,00 0,403 12.090 Samtals 44,18 72,876 3.219.808 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 100,00 77,00 93,54 53,293 4.985.030 Ýsa 118,00 55,00 102,76 4,505 462.948 Karfi 40,00 34,00 37,98 15,827 601.160 Ufsi 47,00 35,00 45,87 20,504 940.570 Steinbítur 74,00 49,00 51,04 0,098 5.002 Langa 24,00 24,00 24,00 0,110 2.640 Lúða 315,00 202,00 282,91 0,343 97.039 Skarkoli 29,00 20,00 24,56 1,014 24.906 Skötuselur 375,00 185,00 274,82 0,085 23.360 Blandað 57,00 57,00 57,00 0,999 56.943 Samtals 74,39 96,778 7.199.598 í dag var selt úr bátum frá Vestmannaeyjum — 124 kör. Á morgun verður selt úr dagróörabátum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.