Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990 49 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS uuneu i I I ) I í Nógaf grænum svæðum hjá Háskólanum Til Velvakanda. Pyrir skömmu sá ég að austan- . megin við Odda þar sem allir I höfðu vonast til að kæmu bíla- stæði var verið að setja gras. Eins og flestir vita sem sækja tíma í I Odda yfir vetrartímann er alls ekki nóg af bílastæðum á háskóla- svæðinu. Yfirleitt er lagt upp á gangstéttir og alls staðar þar sem hægt er að koma bíl fyrir, þó sl. vetur hafi verið gert átak til að koma í veg fyrir slíkt. Því fínnst mér undarlegt að gras skuli vera sett á þennan blett sem betra væri að hafa sem bílastæði. Nóg er af grænum svæðum á háskóla- svæðinu þó þetta bætist ekki líka við. Það er enginn sem notar þenn- an grasblett en mikil þörf er fyrir fleiri bílastæði. Væri ekki hægt að breyta því áður en skólinn hefst? Háskólanemi , Bréf frá 0 « Alandi Velvakanda hefur borist bréf | frá Þórgunni Ulriku frá ’ Svíþjóð. Hún biður þá ’ inga sem voru í HOSTA i Sviss haustið 1988 og að skrifa sér. Hún þ öll jólakortin sem h segist ekki hafa gle I" lofar að skrifa til f Þessir hringdu . . / / tc Box er bannað hér á landi Svanfríður hringdi: „Eg var að horfa á í ríkissjón- varpinu á fimmtudagskvöld þar sem stúlka var að lýsa íþróttum og þar á meðal boxi. Hún sagði að þetta væri mjög vin- sælt um allan heim og stundað um allan heim, en ég vil nú meina að við tilheyrum um- heiminum og þetta er bannað hér. Ég ætla að vona að þetta verði aldrei leyft hérna. Mér finnst þetta ekki íþrótt, heldur ljótt og andstyggilegt. Það er nóg af ofbeldi í heiminum.“ Úr í óskilum Kvenmannsúr fannst í portinu við Menntaskólann í Reykjavík. Eigandi getur hringt í síma 23322. Fann úr Ur fannst í Kringlunni, einnig fannst barnaskór á Kringlu- mýrarbraut merktur Gunsi. Eigendur geta hringt í Guðrúnu í síma 35711. Tapaði hring Karlmaður tapaði trúlofunar- hring sínum. Finnandi hringi í síma 673364. Fullfrísku fólki á miðjum aldri sa,gt upp vinnu Til Velvakanda. Ég er sárhneykslaður Kópavogs- búi, ég hlustaði á Magnús L. Sveins- son, formann Félags verslunar- manna, lýsa því ástandi sem nú er að skapast, það er að fyrirtæki segi fullfrísku fólki upp vinnu á miðjum aldri. En sárust var ég þó þegar ég frétti að það fyrirtæki sem ég hef fylgst með vaxa úr litlum skúr í það stórfyrirtæki, sem það er í dag, skuli nú ríða á vaðið og segja upp mönnum sem hafa unnið hjá þeim í áraraðir af trúmennsku og dugnaði á þeim forsendum að þeir séu komnir á ellilaunaaldur, það er orðnir 67 ára þó svo að lífeyrir verslunarmanna sé miðaður við 70 ár. Magnús sagði að eitthvað yrði að gera til að sporna við því að fullfrískir menn væru reknir þannig úr vinnu, jafnvel yrði að taka þetta fyrir í næstu samningum en það er þeim sem búið er að reka engin bót. MB VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF - Löggiltverðbréfafyrirtækí - HAFNARSTRÆH 28566 • KRINGLUNNI689700 • AKUREYRI11100 Metsölubiað á hvetjum degi! Macintosh fyrir byrjendur Works - rltvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi á 15 klst námskeiði fyrir byrjendurl Fáið senda námskrá. Wordnámskeið • Macintosh Word er fjölhæfasta ritvinnsluforritið fyrir Macintosh! 15 klst námskeið fyrir byrjendur og lengra komnal Kennarabraut • Macintosh Ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi. © Sérsniðin ágústnámskeiö fyrir kennara! *>• ffp * Tölvu- og verkfræöiþjónustan U<9q Grensásvegi 16 - fjögurár í forystu ÚTSAIA Nú enn meiri verðlækkun á kvenfötum frá Cacharel o.fl. (kames) Laugavegi 5 ® 620042 SiiilÍS HVGEA, Austurstrætl 16, Reykjavík • REGNHLÍFABÚÐIN, Lauga- vegi 11, Reykjavík • HYGEA, Laugavegi 35, Reykjavik • SOFFIA, Hlemmtorgi, Reykjavík* SNYRTILÍNAN, Fjarðarkaupum, Hafnarfirði • LÍSETTA, Samkaup, Njarðvík • RANGÁRAPÓTEK, Hellu, Hvol- svelli • STJÖRNUAPÓTEK, Akureyri • DIANA, Ólafsfirði. Vinningstölur laugardaginn VINNINGÁR FJÖLDI | VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 5 990.037 Z. 4af5<R|M 257.873 3. 4af 5 234 3.801 4. 3af 5 6.589 315 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 8.430.900 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.