Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990 37 _ > Ragnar Olason Akureyri — Kveðja Fæddur 1. júní 1912 Dáinn 27. júlí 1990 Ég varð hrygg, þegar ég frétti lát Ragnars Olasonar fyrrverandi verksmiðjustjóra á Akureyri. Á samri stundu hvolfdist yfir mig slíkur aragrúi yndislegi-a minninga frá uppvaxtarárum á Akureyri tengdar honum. „Giv mig en blomst mens jeg lever“ sungu Danir oft í gamla daga, og ég fór að hugleiða hvers- vegna sendi ég honum ekki oftar kveðju heldur en þessar árlegu jólakveðjur sem fóru á milli okkar í 50 ár? Ekkert svar við því, nema þetta venjulega skammsýna viðhorf, að alltaf sé nægur tími. En það er ekki nægur tími og allra síst þegar árum fjölgar. Ragnar var mikill vinur bræðra minna, sérstaklega elsta bróður míns Arnar og voru þeir samstúd- entar frá MA og einlægir vinir meðan báðir lifðu. Reyndist Ragn- ar honum sannur velgerðarmaður á erfiðum tímum. Hann var tíður gestur og kærkominn á heimili foreldra minna í Hrafnagilsstræti á Akureyri frá því er hann kom heinr frá námi. Hann hjálpaði okk- ur systrum við þýskunámið, þegar við lásum 5. bekk MA utanskóla og var afbragðskennari, allt varð ljóslifandi. og skýrt hjá hinum greinda og rökfasta unga kennara. Oft sat hann með heimafólki í stof- unni heima á kvöldin, þegar heims- málin voru í brennidepli og styijöld skollin á. Var þá fróðlegt og gam- an að heyra Ragnar segja frá. Hann hafði þá nýlokið námi í Þýskalandi eftir margra ára dvöl, en hann var efnaverkfræðingur að mennt. Margt sagði Ragnar okkur frá dvöl sinni og hafði hann af næmleik sínum og náttúrugreind veitt ýmsu athygli sem okkur heima var ókunnugt. Ragnar var skemmtilegur maður, ákaflega við- ræðugóður og yndislegur vinur Minning: * Asta Sigurðardóttir frá Oddgeirsstöðum Fædd 3. nóvember 1906 Dáin 23. júlí 1990 - Látin er i Vestmannaeyjum Ásta Sigurðardóttir. Hún var fædd á Stokkseyri og löngum kennd við Nýja Kastala þar. Ólst hún upp með móður sinni og stjúpföður og tveimur bræðrum sínum, Valdimar og Haraldi, sem báðir eru látnir. Ásta kynntist mjög ung Frið- finni Finnssyni frá Brekkuhúsi i Vestmannaeyjum. Þau gengu í hjónaband 16. október árið 1926. Stóð hjónaband þeirra nærri 64 ár, eða þar til Finnur andaðist 6. september sl. Búnaðist þeim vel og eignuðust þau tvo drengi, Finn- boga og Jóhann, sem báðir setja svip sinn á sína heimabyggð og eiga marga afkomendur. Eru þeir kunnir atorku- og dugnaðarmenn, sem rækja sína kirkju og láta gott af sér leiða. Friðfinnur og Ásta voru bæði mikil að vallarsýn. Áttu það sameiginlegt, að alast upp án Fædd 24. maí 1908 Dáin 29. júlí 1990 Lára var borin til hinstu hvíldar á Eyrarbakka nú 7. ágúst. Hún fæddist í Arnarbæli í Grímsnesi, dóttir hjónanna Halldórs Þorvalds- sonar og Guðrúnar Á. Guðmunds- dóttur. Hún var næstyngst 4 systk- ina, en tvö lifa hana nú. Barnung flutti hún ásanrt íjölskyldu sinni til Eyrarbakka. Árið 1928 giftist hún Hirti Ólafssyni, sem lengi starfaði við kennslu, en síðar hjá Reykjavíkurborg. Þau eignuðust tvo syni, Halldór, sem nú býr í Keflavík og er giftur Báru Þórðar- dóttur, og Hörð, sem býr í Hafnar- firði og er giftur Erlu Pálsdóttur. Uppvaxtarár sín áttu þeir á Eyrar- bakka, uns fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur árið 1946. Þá hóf Lára störf á Landakotsspítala og vann þar það sem eftir var starf- sævi sinnar. Á Landakoti kynntist hún kaþólskri trú og snerist til hennar. Hún var trúrækin, en aðstoðar feðra sinna og sáu þá aldrei. Þau nutu bæði góðra að og minntust þeirra með hlýhug. Ásta og Finnur voru ólíkrar skapgerðar, en stóðu mjög órofa saman. Tvennt fannst mér sameina þau framar öðru. Það var trúin á Jesúm Krist og bindindi. Þar létu þau í ljós sitt ekki undir mæliker. Ásta hafði fallega söngrödd. Meira en 20 ár söng hún í kirkjukór Landakirkju. Dáði hún Brynjólf Sigfússon söng- stjóra og organista. Friðfinnur var sóknarnefndarmaður og formaður um margra ára skeið. Þau voru aldrei hlutlaus, en lögðu sig fram í bindindismálum og voru virk svo um munaði. Ávöxt sáningar sinnar fengu þau að sjá í lífi sona sinna og sínu fólki, sem allt hefir skorið upp ríkulega blessun af heilbrigðu líferni. Ásta var mikil húsmóðir og bjó manni sínum fagurt heimili. Þau voru bæði höfðingjar heim að sækja og veittu af rausn. Byggðu flíkaði trú sinni ekki. Kaþólsku systurnar á Landakoti sýndu henni alla tíð mikla tryggð, sem hún kunni vel að meta. Lára sýndi ömmubörnum sínum mikla ræktarsemi og hafði í gjaf- mildi sinni gaman að stinga ein- hveiju að þeim. Hún var hlý og hressileg í viðmóti, enda hændust börnin að henni, og vildu gjarnan koma í heimsókn til ömmu, langömmu eða langalangömmu. Hennar er því sárt saknað. Mörg síðustu æviárin bjó Lára í húsnæði fyrir aldraða í Furugerði 1, fyrst ásamt Hirti, en síðan ein eftir fráfall hans 1984, sem var henni mikill missir. Þau urðu því mjög samrýnd og virtist sífellt verða kærara með þeim eftir því sem árin liðu. Henni líkaði mjög vel í Furugerðinu, enda naut hún þar stuðnings og góðs félagsskap- ar. Síðustu dagana á Landspítal- anum mætti Lára af æðruleysi því sem verða vildi og sýndi þá styrk þau saman ekki færri en fjögur hús, og ávallt gott til þeirra heim að koma. Eftir að örlög leiddu okkur sam- , an, sem nágranna í Laugarnesi í Reykjavík, þá fann Finnur sig fljótt heima, með góðum nágrönnum. Um árabil áttum við saman viku- legar bænastundir í heimili þeirra á Kleppsvegi 4. Óskráð regla var að gestir tóku þátt í þeim stundum. Leiddi þetta til djúpstæðrar kynn- sem aðeins trú og reynsla heillar ævi geta gefið. Hún var þó orðin lúin og hafði orð á því að Hjörtur væri farinn að bíða eftir sér. Þá sem elskast fær ekkert að- skilið og nú finnast þau á ný í faðmi eilífðarinnar. Blessuð sé minning hennar. Benedikt og Lára ingar, sem meira virði er en silfur og gull. Ekki fór hárstrá milli þeirra hjóna. Svo innilega samein- aði trúin og bænin þau. Fátt hefir betur auðgað anda minn. en samfé- lag mitt með Finni og Ástu, í ná- vist Drottins. Þau voru bæði meira en trúuð. Þau voru helguð. Rættist bænin í Faðir vorinu vel í lífi þeirra, „helg- ist þitt nafn“: Kom það fram í afar grandvöru líferni og góðu umtali um menn og málefni. Nú við brott- för þeirra hjóna erum við fátæk- ari, sem eftir stöndum. En himinn- inn ríkari, sem geymir þau. Ásta var kvödd frá sóknarkirkju sinni Landakirkju í Vestmannaeyj- um 31. júlí sl. að viðstöddu fjöl- menni. Fögur og björt minning lýsir sonum þeirra, tengdadætrum og barnabörnum. Blessa ég minn- ingu þeirra lífs og liðinn í þeirri trú, að við sjáumst aftur: Jesús segir: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Einar J. Gíslason SÖLUFÉLAG GARDYRKJUMANNA SMIOJUVEGI 5. 200KÓPAVOGUR, SÍMI 43211 Minning: Lára Halldórsdóttir bæði í gleði og sorg. Við brölluðum margt saman, Örn, Ragnar og undirrituð, meðan við vorum öll einhieyp. Stundum var Þórarinn Björnsson, síðar skólameistari, með eins og t.d. þegar við rerum út á Poll til að veiða kolkrabba. Þegar Ragnar eignaðist sinn lífsförunaut, Rögnu, bættist vinur í hópinn og margar minningar á ég frá gleðistundum og gestrisni þeirra, og þegar ég eignaðist mann, var honum fagnað sem vini. Ragnar og Ragna voru glæsileg hjón, klæddu hvort annað og bættu og fjölskyldan stækkaði smátt og smátt. Eftir brottflutning okkar frá Akureyri 1952, varð stijálla um vinafundi með þessum elskulegu hjónum. En minningar um þau í blóma lífsins eru mér kærar og fyrir góðan vin er aldrei hægt að þakka nógsamlega. Samt skal þakkað og minnst óvenju góðs drengs og merks manns með þess- um fáu línum. Guð styrki ástvini og blessi minningu Ragnars Óla- sonar. Anna S. Snorradóttir ■niSHsrnn Blomberq Þvottavélar, 7 gerðir. 4 gerðir. 27 gerðir. Gottverð-greiðslukjör. IM . | Einar Farcstvdt & Co.hf.f BORGARTÚHI28. SÍMI622901. | UM4stopparvMdymar 1 L nsnsHSh'f ÚTSALA - ÚTSALA mm ARÍKI Meiri háttar verðlækkun SNORRABRAUT56 SÍMI 13505 "14303

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.