Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 38
38 STJORNUSPA eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) fP* Hugsaðu þig vel um áður en þú tjáir skoðanir þínar. Reyndu ekki að feta þig upp mannvirð- ingastigann núna, kapp er best með forsjá. Naut (20. apríl - 20. maí) Ifffi Forðastu að gagnrýna ákveðið barn of harkalega. Nú er rétti tíminn til að huga að því bjóða vinum til veislu. Féiagslíf þitt stendur með blóma og þú átt víða hauk í horni. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú þarft e.t.v. að huga betur að smáatriðunum í dag en venjulega en almennt má segja að þetta sé góður dagur fyrir Þig- Krabbi (21. júní - 22. júlí) Vertu víðsýnn núna og láttu ekki ómerkileg mál tefja þig. Samskipti þín við, annað fólk ganga prýðilega. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Settu þér framtíðarmarkmið núna. Dagurinn ætti að verða ágætur en einhver krytur gæti komið upp vegna fjármála. Meyja (23. ágúst - 22. september) <$•.% Ef þér tekst að háfa hemil á of mikilli hneigð til gagnrýni ættu samskipti þín við aðra að verða góð í dag. Einhleypum getur orðið heitt um hjartaræt- ur og hjón gert áætlanir um ferðalag. Vog (23. sept. - 22. október) Þú gætir lent í dálítilli deilu við vinnufélaga en að öðru leyti gengur allt vel í vinnunni. Reyndu að auka tekjumar með einhveijum hætti. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) 9)jj0 Vinur gæti valdið þér svolitlum vandræðum en ástalífíð og samskipti við börn auka lífsánægjuna. Búðu þig undir afbragðs dag! Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) Þú gætir verið að velta fyrir þér að kaupa eitthvað sérkenni- legt núna. Með átaki tekst þér að vinna þig í álit. Gættu þess samt að segja ekki eitthvað óheppilegt á vinnustað. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu ekki lata blaðurskjóðu tefla þig í dag. Góður dagur fyrir andleg störf, skapandi verkefni og samskipti við ann- að fólk. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh. Tekjumar ættu að vera með skárra móti núna en láttu sem minnst á því bera. Vinur þinn, sem hættir við of mikilli mál- gleði, hagar sér illa núna. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú hefur mörg járn í eldinum núna. Þér gengur þó flest í haginn og hefur afar góð áhrif á annað fólk. AFMÆLISBARNIÐ gagnrýnir mjög samfélagið, stofnanir þess og gildi. Það á venjulega auðvelt með að afla fjár og getur náð langt í viðskiptalíf- inu. Það á betra með að vinna sjálfstætt en með öðmm. Það getur lent í erfiðleikum I ást- alífinu ef það tjáir ekki ástvini sínum innstu tilfinningar sínar. Afmælisbamið er skáldlega sinnað og hefur stundum áhuga á koma fram á sviði, einnig getur það verið list- hneigt. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐID MIÐVIKUDAGUR 8, ÁGÚST 1990 GRETTIR TOMMI OG JENNI LJÓSKA CCDHIM A BUn h tKLJIIMMIM U Sagði ég þér að ég hlaut styrk frá þjóðarlistasjóðnum? VESTRA-MÁLVERK TIL SOLU. SMÁFÓLK YOU CAN T PO MUCH,TH0U6H,U)ITM TMIRTY-FIVE CENT5 Það er ekki hægt að gera mikið fyrir 25 krónur. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson ítalski landsliðsspilarinn DeF- alco var sleginn bridsblindu þeg- ar hann sagði 7 spaða í spili dagsins, þrátt fyrir að mótherj- arnir hefðu beinlínis sagt honum að slemmunni yrði hnekkt í fyrsta slag! Norður gefur; AV á hættu. Norður 4 97 VD8742 ♦ G96532 4- Vestur Austur 4 ÁK5 ........... 4 D108642 4Á63 4 KG5 ♦ D8 ♦ ÁK7 4 Á10964 4 8 Suður 4G3 V 109 ♦ 104 4 KDG7532 Vestur Norður Auslur Suður DeFalco Soloway Franco Goldman — Pass 1 spaði 3 lauf Dobl pass 4 spaðar Pass 5 lauf Dobl Pass Pass Redobl pass 5 tíglar Pass 5 hjörtu Pass 6 spaðar Pass 7 spaðar?Pass Pass Pass Útspil: laufkóngur. Spilið kom upp í undankeppni HM 1979, milli sveita ítala og Bandaríkjanna. Þessar sveitir spiluðu síðar úrslitaleik um heimsmeistaratitilinn (eins og svo oft áður), sem Bandaríkja- menn unnu naumlega. ítalirnir voru greinilega ekki komnir almennilega í gang þeg- ar þama var komið sögu. Eftir hindmn Goldmans doblaði Soloway fyrirstöðusögn DeFalc- os í laufí til að biðja um útspil í litnum. Og hvað gat hann svo sem átt annað en eyðu miðað við spil vesturs. En það var viturlegt hjá Soloway að dobla ekki 7 spaða, því þá hefði DeFalco væntanlega rankað úr rotinu og breytt í 7 grönd sem standa með svíningu í hjarta. Á hinu borðinu fórnuðu ítalir í 7 lauf yfir 6 gröndum. Sem kostaði 1.700 samkvæmt gömlu reglunni ítalir töpuðu því 18 IMPum á spilinu. Umsjón Margeir Pétursson Á öflugu alþjóðamóti í Miinchen í vor kom þessi staða upp í viður- eign stórmeistaranna Arturs Jusupovs (2.615), Sovétríkjunum og Klaus Bischoffs (2.505), V- Þýskalandi. 26. Rxf7! (Svartur má ekki drepa þennan riddara, því þá kæmi í báðum tilvikum 27. Hf3) 26. Ke7, 27. Re5 - Kd6, 28. Dd2 - b4, 29. Rc4+ - Kc7, 30. cxb4 - Ra4, 31. Bc2 - Kd8, 32. Re5 — Rb6, 33. Dd4! og svartur gafst upp, því hvítur hótar bæði 34. Dxb6+ og að vinna svörtu drottninguna með 34. Rc6+. Svar- ið við 33. - Kc7 yrði 34. Dxb6+! Jusupov mun nú hafa náð sér býsna vel eftir að hafa orðið fyrir skoti innbrotsþjófs í Moskvu í vor. Hann hefur ekki getað teflt síðan, en það var lán í óláni að kúlan hæfði ekki nein mikilvæg líffæri, svo hann varð ekki fyrir neinu varanlegu heilsutjóni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.