Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990 Lífríki Surtseyjar æ ijölbrcyttara: Fjórar nýjar plöntutegund- ir fundust á eynni í sumar LÍFRÍKI Surtseyjar verður íjölbreyttara ár frá ári og í sumar hafa fjórar nýjar plöntutegundir fundist. Þetta eru maríustakkur, mýra- dúnurt, hjartarfi og vallhæra. Sex tegundir fugla verpa að staðaldri í eynni en talið er víst að þeir beri þangað nýjar plöntutegundir. Hópur líffræðinga fór nýlega til Surtseyjar að kanna þar gróður og dýralíf og skýrði dr. Sturla Friðriksson blaðinu frá ástandi lífvera á eynni. Dr. Sturla segir að Surtsey muni lengi enn standa af sér áhrif vatns og vinda. „Eyjan hefur breyst mik- ið þessi 27 ár sem liðin eru frá myndun hennar, gjóskan í gígkeil- unum harðnar og verður að mó- bergi sem veðrast og eyðist. Háir móbergshamrar hafa myndast vest- an á eynni og úthafsaldan brýtur brött björg framan í hraunbreið- unni. Fuglarnir sem nú verpa í eynni eru teista, fíll, rita, silfurmáfur, síla- máfur og svartbakur. I þessari ferð okkar fundust 25 tegundir æðri plantna á eynni, en alls hafa greinst þar 28 tegundir þótt sumar nái ekki að vaxa að staðaldri.“ Dr. Sturla segir að máfar verpi nú í þéttri byggð sunnantil á hraun- fláka eyjarinnar og þar sé mikil gróska í sumum plöntum. Baldurs- brá og skarfakál hafi til dæmis verið í miklum vexti nú. „Á þetta svæði ber fuglinn áburð og æti, öðru hvoru slæðist með fræ frá nálægum skerjum, jafnvel Heimaey og lengra ofan frá landi. Það er athyglisvert hvernig tegundirnar sem vaxa þarna á flötu helluhraun- inu mynda smám saman samfélag, einkum breiðist langkrækill út og myndar þéttan svörð fyrir aðra landnema. Og á þessum blómlega gróðri sáum við iðandi flugur og kóngulær." En fyrst tóku plöntusamfélög að myndast austast á eynni fyrir nokkrum árum. Dr. Sturla segir að þar myndi nú melgresi og fjöruarfi gróskumikinn brúsk uppi á hól. „Svartbakur gerir sér þarna hreiður og hafa bæði fugl og planta hag af sambýlinu, þar sem fuglinn ber áburð á hólinn en hlýtur skjól í stað- inn. Annars er fjöruarfinn dugmesti plöntulandnemi Surtseyjar. Teg- undin virðist una sér vel í sendnu hrauninu þar sem hver planta myndar flekk sem getur orðið metri í þvermál, en sennilega aflar rótin sér næringar af enn stærra svæði. Fræmyndun fjöruarfans er mikil ár hvert og eykst útbreiðsla hans jafnt Langkrækilsbreiða þekur hluta af sléttu helluhrauni sunnanvert í Surtsey. og þétt. Á nokkrum stöðum eru tíu hundraðshlutar hraunsins þaktir ij'öruarfa, en gróður hylur vart meira en tvo hundraðshluta af yfir- borði eyjarinnar þegar á allt er lit- ið.“ í leiðangrinum til Surtseyjar voru sex líffræðingar; frá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins og Nátt- úrufræðistofnun íslands. Þá var í hópnum dýrafræðingur frá Ástralíu sem staðið hefur fyrir mörgum ferð- um til eyjarinnar Krakatá við strönd Java í Indónesíu. Þótti honum, að sögn dr. Sturlu, margt svipað með þessum tveimur frægu en fjarlægu eldijallaeyjum. Tveir líffræðinganna í Surtseyjarferðinni. Dr. Sturla Friðriksson t.v. og ástralski dýrafræðingurinn Thornton t.h. Ný ljóðabók: Sýklar mimiingaima ÞRIÐJA Ijóðabók Þorra Jó- hannssonar er komin út og nefn- ist hún Sýklar minninganna. Fyrsta bók Þorra, Sálin verður ekki þvegin, kom út árið 1980. í fréttatilkynningu um útgáfu bókarinnar segir að í henni fjalli höfundur um minnið, forgengileik- ann og hugsun í endalausum hring. Þá segir að Þorri sé einn af stofn- endum gemingaþjónustunnar In- ferno 5, sem á undanförnum árum hafi vakið athygli fyrir gerninga og sé höfundur margra verka sem þessi félagsskapur listamanna hafi sett á svið. í starfsemi Inferno 5 fari saman tónlist, myndlist, skáld- skapur, leikræna og fleira. Þá seg- ir að listmiðlun Infemo 5 hafi nú hafið bókaútgáfu éftir að hafa gefið út snældur og myndasögur félagsmanna í áraraðir. Fleiri bæk- ur era væntanlegar á haustmánuð- um. í Syklum minninganna eru 31 ljóð, en bókin _er 48 blaðsíður, myndskreytt af Óskari Thorarens- en. Útgefandi er Infernó. Félags- prentsmiðjan prentaði. Kápa ljóðabókarinnar Sýklar minninganna eftir Þorra i « i i i i i i VAR EINHVER AÐ TALA Hjá okkur færðu dýnur eftir máli í öllum verðflokkum —aðeins örlítið ódýrari— með áklæði eftir þínu 70 x 200 x 9 2.898,- 3.906,- 4.838,- 70 x 200 x 1 2 3.864,- 5.208,- 6.451,- 90 x 200 x 1 2 4.968,- 6.696, 8.294,- 1 20 x 200 x 1 2 6.624,- 8.928,- 1 1.059,- 1 60 x 200 x 1 2 8.832,- 1 1.904,- 14.746,- 35 kg/m3 Eðlileg ending, tveir stífleika Stærdir í cm: VERÐ VERÐ LANDSÞEKKT DÝNUÞJÓNUSTA: Vió gerum meira en aó framleiða fullunnar dýnur. Vió lagfærum og endurbætum gaml- ar svampdýnur, skiptum um áklæði og veitum ráðleggingar um val og frágang á dýnum sem henta vió mismunandi aðstæð- ur. Síma- og póstkröfuþjónusta. Uppgefið verð er fyrir óklæddar svampdýnur og getur breyst með stuttum fyrirvara. Við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.