Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990 Fjölskyldan við rómverskar rústir í borginni Jerash. Frá vinstri: Hjalti Gíslason, Gísli H. Sigurðs- son, Halldór Gíslason, Birna G. Hjaltadóttir og Þorbjörg Gísladóttir. Myndin er tekin árið 1988. íslensk flölskylda: Komu til Kúvæt einni viku fyrir innrásina GÍSLI H. Sigurðsson læknir flutti ásamt Qölskyldu sinni til Kú- væt árið 1985. Upphaflega ætlaði Qölskyldan að vera tvö til þijú ár í burtu en að þeim liðnum ákvað hún að framlengja dvölina. Þetta kom meðal annars fram í viðtali við Sigurð Helgason, föð- ur Gisla H. Sigurðssonar yfírlæknis á Mubarak-háskólaspítalanum í Kúyætborg. Sigurður sagði að Gísli og eiginkona hans Birna G. Hjaltadóttir hefðu snúið til Kúvæt eftir mánaðar sumarfrí á íslandi viku fyrir innrás íraka í Kúvæt aðfaranótt fímmtudagsins. Að sögn Sigurðar hafði fjöl- skyldan búið átta ár í Svíþjóð þegar hún flutti til Kúvæt árið 1985. Hann sagði að algengt væri að evrópskir læknar störfuðu í landinu um nokkurra ára skeið og ætti góð rannsóknaraðstaða fyrir lækna eflaust sinn þátt í því. Auk þess að sinna kennslu- skyldu við læknadeild háskólans og verkefnum á spítalanum hefur Gísli unnið að læknisfræðilegum rannsóknum og skrifað greinar um svæfingar og gjörgæslustörf í virt læknarit. Sigurður segir að íjölskyldan hafi látið vel að dvöl- inni í Kúvæt og Gísli hafi ekki kosið að taka við stöðum sem honum hafa verið boðnar í Svíþjóð. í fyrrasumar var hann gerður að prófessor við lækna- deild háskólans í Kúvæt-borg. í samtalinu við Sigurð kom meðal annars fram að hann hefði, ásamt eiginkonu sinni Þorbjörgu Gísladóttur, heimsótt fjölskylduna í vor. Hann sagðist meðal annars hafa ferðast um írak sem enn bæri menjar stríðsins við írani en því lauk árið 1988. Sigurður tal- aði sérstaklega um leiðina frá Bagdad til Basra og benti á að meðfram veginum hefði mátt sjá mikið af yfirgefnum þéttbýlis- kjörnum. í Basra hefðu hertæki enn staðið á götunum. Kúvæt- borg sagði hann að trónaði eins og eyja í hafi uppúr eyðimörk- inni. Hann segir borgina nýtísku- lega enda hafi hún að mestu ver- ið hyggð síðast aldarfjórðung. Að sögn Sigurðar býr mikið af verka- fólki af afrískum og asískum upp- runa í Iandinu. Áberandi sé fólk frá Sri Lanka, Súdan og Indlandi en stór hluti þess sendi vinnulaun sín til fjölskyldna í heimalandinu. Sigurður sagði að menntakerfið í Kúvæt væri ágætt og benti á að meirihluti læknanema við háskól- ann væru konur. Sigurður sagði að Gísli og fjöl- skylda væru yfirleitt einn til tvo mánuði á Islandi á hveiju sumri og að hjónin hefðu verið nýkomin til Kúvæt þegar innrásin skall á. Börn þeirra þrjú, 17, 15 og 12 ára, eru á íslandi. Ekkert amar að Is- lendingum í Kúvæt „Utanríkisráðuneytið til- kynnti okkur í morgun að ekk- ert amaði að Islendingunum í Kúvæt,“ sagði Valborg Lárus- dóttir í samtali við Morgunblað- ið í gær. Valborg er móðir Kristínar Kjartansdóttur sem búsett er í Kúvætborg ásamt eiginmanni sínum og íjórum börnum þeirra. Upplýsingarn- ar fékk utanríkisráðuneytið í gegnum sendiráðið í Stokk- hólmi. Símasambandslaust hef- ur verið til Kúvæt siðan á fímmtudaginn. Valborg sagði að Kristín hefði kynnst eiginmanni sínum, sem er Palestínumaður, í Þýskalandi árið 1968 en þangað fór hún á sum- arnámskeið eftir að hafa tekið kennarapróf. í Aachen í Þýska- landi bjuggu þau í sex ár eða þangað til eiginmanni Kristínar, Sameh Stefáni Salah Issa, var boðin prófessorsstaða í bygging- arverkfræði við háskólann í Kú- vætborg. Ráðningarsamningurinn gilti til fjögurra ára en hann hef- ur fjórum sinnum verið endurnýj- aður. Issa var nýbúinn að undir- rita ráðningarsamning ‘ til næstu fjögurra ára þegar írakar réðust inn í Kúvæt. Kristín hefur kennt við þýska sendiráðsskólann und- anfarin ár. í skólanum eru börn starfsmanna í sendiráðinu. í samtalinu við Valborgu kom meðal annars fram að útlendingar í Kúvæt mega ekki eiga neinar eignir en flölskyldan á hús á Kýp- ur þar sem hún dvelst einn til tvo mánuði á hveiju sumri. Á sumrin hefur Ijölskyldan einnig komið til íslands en Valborg sagði að börn- in töluðu litla íslensku. Á heimil- inu er töluð þýska en börnin eru líka altalandi á ensku. Elst þeirra eru Samieh Vala 21 ár en hún hefur nýlega lokið prófi úr banda- rískum háskóla í Kúvæt. Næst er Nadia 17 ára, nýorðin stúdent frá enskum menntaskóla í Kúvæt, þá Salah 11 ára strákur og yngst er Salma 5 ára. Tengdaforeldrar Kristínar búa einnig í Kúvæt en þau eru nú stödd á Gazasvæðinu. Yngri bróðir Issa býr í Kúvæt. Fjölskyldan Issa. Frá vinstri: Kristín Kjartansdóttir, Samieh Vala, Nadia, Salah og Sameh Stefán Salah Issa. Á myndina vantar yngsta barnið, Sölmu. Mikið Ijón afskemmd arverkum á Isafírði Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Frá slysstað á mótum Kleppsvegar og Dalbrautar. Eins og sést á myndinni eru bílarnir, einkum sá minni, stórskemmdir. Fjórir slasast í árekstri tveggja sendibíla NOKKRIR ísfirzkir unglingar, um sextán ára gamlir, gengu Húsavík; Útlit fyrir góða berja- sprettu Húsavík. BÖRN frá Húsavík eru farin að tína ber í skyrið sitt, þó ekki séu þau vel þroskuð. En útlit er fyrir góða berja- sprettu á þesu sumri ef kom- andi tíð reynist hagstæð. Heiðarbóndi tjáði mér að út- lit með krækibeijasprettu væri sérstaklega gott og svipað mætti segja um bláberin, en hann vissi minna um aðalblá- berin því lítið væri um blábeija- lyng í sinni landareign. - Silli berserksgang á tjaldstæðum bæjarins og í Golfskálanum um helgina og ollu miklu tjóni. Skemmdarvargarnir hafa verið handsamaðir og er málið upp- lýst. Aðfaranótt laugardags skeyttu unglingamir skapi sínu á salernis- aðstöðunni á tjaldstæðinu. Þar vom hreinlætistæki og speglar brotin, sparkað í hurðir og veggi og allt skemmt, sem hægt var að skemma, að sögn lögreglu. Þá um kvöldið gerði þessi sami hópur sér ferð í Golfskálann, kveikti meðal annars í stórri og dýrri sláttuvél, eyðilagði gosdiykkjasjálfsala og vann spjöll á innanstokksmunum. Aðfaranótt sunnudagsins voru sömu óknyttapiltamir enn á ferð við tjaldstæðin, en þá greip lög- regla þá og lét svara f'yrir gerðir sínar. Tveimur var stungið í stein- inn meðan á rannsókn málsins stóð. Málið er nú upplýst, og hafa nokkrir játað að vera valdir að skemmdunum. Talið er að ungl- ingarnir hafi valdið yfir 200.000 króna tjóni. FJÓRIR voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur sendibíls og lítillar rútu á mótum Klepps- vegar og Dalbrautar um hádegið í gær. Rútunni var ekið vestur Klepps- veg og beygt áleiðis suður Dal- braut, í veg fyrir sendibílinn sem var á leið austur Kleppsveg. Öku- maður sendibílsins á austurleið fót- brotnaði og sat fastur í flakinu svo að björgunarbifreið slökkviliðsins þurfti að kóma á vettvang til að losa um hann. Farþegi í framsæti bílsins slasaðist einnig, svo og tveir þeirra þriggja sem voru í hinum bílnum. Franskra ferðamanna leitað í Land- mannalaugum ÞYRLA Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir voru kallað- ar út á mánudagsmorgun vegna sex franskra ferðamanna, sem villst höfðu í Landmannalaug- um á sunnudaginn. Fann þyrlan hópinn skömmu eftir að leit úr lofti hófst. Frönsku ferðamennirnir, fimm konur og einn karlmaður, höfðu lagt af stað í göngu að morgni sunnudags og sást síðast til þeirra um klukkan ijögur síðdegis. Þegar hópurinn skilaði sér ekki um kvöld- ið var hafin leit og var henni hald- ið áfram morguninn eftir. Leituðu þá landverðir í Landmannalaugum aðstoðar björgunarsveita og Land- helgisgæslunnar, sem sendi þegar þyrlu á staðinn. Þyrlan fann Frakkana á skömmum tíma og amaði ekkert að þeim nema hvað þeir voru matarlausir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.