Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990
Innrás íraka í Kúvæt
Oflugum flota-
deildum stefnt
gegn Irökum
Flotadeildir á Persaflóa
Flugvélamóöurskipiö
Saratoga, orrustu-
skipiö Wisconsin
og fylgdarskip
á leiö inn á
Miðjarðarhaf
Tundurspillir-
inn Dupleix
Flugvélamóöur-
skipið Eisen-
hower og 12
fylgdarskip
Tundurspillir-
inn York
og tank-
skip
Freigáturnar
Protet
og
Commandant
Ducuing
Tundurspill-
ir af Udalov-
gerö og tvö
birgðaskip
Bandaríski flotinn
34.500 her-
menn.
150 orrustu-
og árásarþotur
Dubai, Kaíró, Washington. Reuter.
UM 50 herskip frá Bandaríkjun-
um, Bretlandi, Frakklandi og Sov-
étríkjunum voru í gær á Persaflóa
og á leið til annarra hafsvæða í
nágrenni Iraks. Sögðu hermálas-
érfræðingar er fréttamenn Reut-
ers-fréttastofunnar ræddu við að
vera kynni að komið yrði á alls-
heijar hafnbanni í samræmi við
samþykkt Öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna til að lama allan
olíuútflutning íraka og lepp-
stjórnar Saddams Husseins, for-
seta landsins, í Kúvæt. Sérfræð-
ingar segja ástæðu til að óttast
að Saddam Hussein bregðist við
olíubanninu með því að ráðast á
Hussein
lét taka
120 liðsfor-
ingja af lífí
SADDAM Hussein, forseti Iraks,
lét taka 120 yfirmenn í hernum
af lífí vegna þess að þeir vildu
ekki taka þátt í innrásinni í Kú-
væt. Kemur þetta fram í vestur-
þýska dagblaðinu Bild sem hefur
þetta eftir egypska dagblaðinu
Al-Ahram.
Liðsforingjamir neituðu að taka
þátt í innrásinni af þeirri ástæðu
að það væri óréttlætanlegt og til-
gangslaust að ráðast gegn vinveittu
arabaríki. Þeir voru leiddir fyrir
herrétt og síðan teknir af lífi. Að
sögn Bild am Sonntag fór aftakan
fram eftir innrásina í Kúvæt en hún
var gerð aðfaranótt fimmtudags.
Saudi-Arabíu en benda jafnframt
á að liðsafli hans eigi enga mögu-
leika í allsherjar átökum við
Bandaríkjamenn.
Ónefndur sérfræðingur sagði í
samtali við Reuters-fréttastofuna í
gær að vera kynni að komið yrði á
hafnbanni á írak undir fána Sam-
einuðu þjóðanna. Annar heimildar-
maður hafði á orði að eðlilegt væri
að mynduð yrði flotadeild er lyti
yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna,
reyndist nauðsynlegt að tryggja
með hervaldi framkvæmd sam-
þykktar Öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna frá því á mánudag _um
bann við olíuinnflutningi frá írak
og Kúvæt. Bandaríska dagblaðið
The Washington Post kvaðst í gær
hafa heimildir fyrir því að embætt-
ismenn í varnarmálaráðuneyti
Bandaríkjanna hefðu m.a. kynnt
George Bush forseta tillögu þessa
efnis. Væri þá gert ráð fyrir því
að mynduð yrði alþjóðleg flotadeild
m.a. með þátttöku Sovétmanna.
Styrkur Vesturveldanna
Átta bandarísk herskip eru að
jafnaði á Persaflóa. Flugvélamóður-
skipið Independence var í gær
ásamt fylgdarskipum sínum nærri
Hormuz-sundi en siglingaleiðin inn
á Persaflóa liggur þar um. Annað
bandarískt flugvélamóðurskip,
Dwight D. Eisenhower, var á leið
um Súez-skurð inn á Rauðahaf.
Bentu hernaðarsérfræðingar á að
þaðan gætu sprengjuflugvélar og
orrustuþotur komið Saudi-Aröbum
til hjálpar réðust írakar á landið
auk þess sem flugvélar frá skipinu
gætu einnig gert árásir á írak ef
nauðsyn krefði. Þriðja flotadeildin
með flugvélamóðurskipið Saratoga
í broddi fylkingar var í gær á leið
frá Bandaríkjunum inn á Miðjarðar-
haf. Orrustuskipið Wisconsin, sem
m.a. er vopnað langdrægum stýri-
flaugum, átti í gærkvöldi að halda
frá Norfolk í Bandaríkjunum að
líkindum til að styrkja enn frekar
flotadeildina á Miðjarðarhafi.
Tvö frönsk herskip eru á Persa-
flóa og þriðja skipinu, freigátu,
verður bætt við. Bretar hafa að
jafnaði þrjú herskip til taks á Persa-
flóa og ákveðið hefur verið að senda
tvö önnur skip á vettvang. Talsmað-
ur sovéska utanríkisráðuneytisins
sagði í gær að tvö herskip væru
jafnan á þessum slóðum og bætti
við að engin áform væru uppi um
að auka flotastyrkinn. Sovésku
skipin, sem bæði eru vopnuð eld-
flaugum, voru í gær skammt undan
Hormuz-sundi.
Gegn þessum gríðarlega flota-
styrk gætu írakar aðeins teflt fram
fimm freigátum, sem búnar eru eld-
flaugum og 38 varðbátum.
Talsmaður bandaríska varnar-
málaráðuneytisins skýrði frá því í
gær að 14 bandarískar sprengjuþot-
ur af gerðinni F-lll væru við
„venjubundnar æfingar" í Tyrk-
landi. Hann vildi hins vegar ekki
staðfesta fréttir þess efnis að þús-
undum hermanna í nokkrum her-
stöðvum í Bandaríkjunum hefði
verið skipað í viðbragðsstöðu en
fyrir því kvaðst sjónvarpsstöðin
CNN hafa heimildir.
EFNAHAGSLEGAR REFSIAÐGERÐIR SP GEGN IRAK
Innflutningur
Stööva allan
olíuinnflutning
frá Kúvæt og
írak
REUTER
Útflutningur
Stööva öll viöskipti
er tengjast út-
flutningi á ír-
öskum og kúv-
ætskum varn-
ingi
Sala
Stöðva sölu
á hvers konar
varningi til íraks*
'Nema matvœlum (vlO
sérstakar aOstæöur),
lyfjum og hjúkrunar-
búnaði
Fjármagn
Hætta aö veita
fjármagni til
íraks
Vernda eignir
Frysta eignir Kúv-
æta erlendis
Viöurkennir enga
stjórn sem írakar
setja í Kúvæt
Pakistan:
Bhutto svarar brott-
rekstri með gagn-
árás á forsetann
Islamabad. Reuter.
BENAZIR Bhutto, fráfarandi forsætisráðherra Pakistans, sakaði
forseta landsins í gær um að brjóta lýðræði á bak aftur í landinu
og reyna að eyðileggja flokk hennar, Þjóðarflokkinn. Shulam Is-
haq Khan, forseti landsins, tilkynnti í sjónvarpsávarpi á mánudag,
að hann hefði vikið Bhutto úr embætti forsætisráðherra og lýst
yfír neyðarástandi vegna ógnar sem steðjaði að þjóðinni frá inn-
lendum og erlendum aðilum.
Suður-Afríka:
Þjóðarráðið fell-
ur frá valdbeitingu
Pretoriu. Reuter.
AFRÍSKA þjóðarráðið (ANC),
Benazir Bhutto ráðgaðist í gær
við flokksbræður sína og gaf síðan
út harðorða yfirlýsingu, þar sem
forsetinn var sakaður um að hafa
farið út fyrir valdmörk sín. Þá eru
hinir nýju valdhafar varaðir við
og sagt að gangi þeir of langt í
ofríki sínu geti það leyst úr læð-
ingi öfl, er ógni framtíð landsins.
í gær blakti fáni flokks hennar
fyrir utan opinberan bústað
Bhutto, þar sem hún ræddi við
ráðgjafa sína. Talsmaður nýju
stjórnarinnar, sem forsetinn skip-
aði strax á mánudag, sagði að
Bhutto hefði ekki verið tekin hönd-
um.
Bhutto var forsætisráðherra í
20 mánuði en flokkur hennar sigr-
aði í fyrstu fijálsu kosningunum,
sem efnt var til í Pakistah eftir
11 ára stjórn herforingja. Hún
sagði við vestræna blaðamenn eft-
ir að hafa heyrt tilkynningu forset-
ans, að hann hefði brotið gegn
stjórnarskrá landsins og gerst sek-
ur um „stjórn 1 agabyItingu “.
Forsetinn leysti upp þing lands-
ins og boðaði til kosninga 24. októ-
ber nk. og telur Bhutto að hún
getið unnið enn glæsiiegri sigur
en áður í þeim. Fréttaskýrendur
telja, að nýja ríkisstjórnin, sem er
undir forsæti Ghulams Mustafa
Jatnis, muni leggja höfuðáherslu
á fullyrðingar um spillt stjórnarfar
Bhutto, en í ávarpi sínu sakaði
forsetinn hana meðal annars um
að hygla ættmennum sínum. Taldi
hann, að með valdníðslu hefði
Reuter
Benazir Bhutto.
Bhutto brotið gegn stjórnar-
skránni og yrði þess vegna að
víkja.
Haft er eftir Mushahid Hussain,
virtum blaðamanni í Pakistan, að
reynt verði að gera Bhutto van-
hæfa til að sækja eftir endurkjöri
með því að saka hana um óhæfí-
lega stjórnarhætti í ráðherratíð
sinni. Einnig kunni forsetinn að
fresta kosningum með vísan til
spennu á landamærum Indlands
og Pakistans, ef hætta sé talin á
að Bhutto vinni sigur í boðuðum
kosningum.
samtök Nelsons Mandela í
Suður-Afríku, hafa ákveðið að
hætta að beijast með vopnum
gegn yfirráðum hvíta minnihlut-
ans í landinu. Fréttaskýrendur
segja, að þessi ákvörðun marki
þáttaskil í þróun mála í landinu
og sé mikilvæg fyrir F.W. de
Klerk forseta sem lét sleppa
Mandela úr haldi fyrir skömmu.
■ MOSKVU - Míkhaíl Gorb-
atsjov Sovétforseti hefur gert
óvæntan samning við Borís Jeltsín,
forseta Rússlands og leiðtoga rót-
tækra umbótasinna, um sameigin-
lega umbótaáætlun í efnahagsmál-
um. Dagblaðið Pravda sagði að
samningurinn jafngilti í raun því
að leiðtogarnir hefðu myndað
bandalag.
■ HEBRON - Palestínsk kona
var skotin til bana á Vesturbakka
Jórdanar í gær er spenna jókst á
hernumdu svæðunum eftir að tveir
ungir ísraelar höfðu verið drepnir
á mánudag. Að minnsta kosti 60
Palestínumenn urðu fyrir meiðslum
í Jerúsalem og Vesturbakkanum í
árásum ísraela sem beittu gijóti og
fiöskum.
Nú hefur hindrunum gegn form-
legum viðræðum um afnám að-
skilnaðarstefnu kynþáttanna,
apartheid, verið rutt úr vegi.
F.W. de Klerk svaraði ákvörðun
þjóðarráðsins um að falla frá 29
ára gamalli stefnu sinni um vald-
beitingu með því að samþykkja
áætlun um að pólitískir fangar verði
látnir lausir. Talið er að þeir séu
1.500 til 3.000 í S-Afríku og á þeim
öllum að hafa verið sleppt 30. apríl
1991. Þá eiga pólitískir útlagar
einnig að fá leyfi til að snúa aftur
til Jan'dsins.
í yfírlýsingu sem de Klerk og
Mandeia gáfu út á mánudag eftir
15 klukkustunda viðræður segir að
þeir séu sannfærðir um að sam-
komulag þeirra geti orðið áfangPS
leið til friðar og farsældar í
S-Afríku. Nú sé unnt að hefja við-
ræður um nýja stjórnarskrá.
Allt frá því Afríska þjóðarráðið
var stofnað 1961 hefur það haft á
stefnuskrá sinni að beita valdi til
að ná því markmiði sínu að bylta
stjórn hvíta minnihlutans. Skæru-
liðar þjóðarráðsins hafa aldrei ógn-
að s-afríska hernum en hundruð
manna hafa fallið í átökum vegna
árása þeirra. Aðskilnaðarstefnan
hefur verið við lýði í rúm 40 ár.