Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990 f«MIW Já, þetta er mikil hugul- seini, mamma, samt sem áður... Bönnum umferð fallegra stúlkna Kæri Velvakandi. Mér er sagt af fróðum mönnum að allt sé að fara andskotans til í alþýðulýðveldinu íslandi. Það kem- ur alveg heim og saman við þróun annars staðar í Þnðja heiminum. Samt sem áður eru íslendingar með ólíkindum iðnir við að finna sér önnur viðfangsefni en þau að koma núverandi ríkisstjórn frá völdum og leita lausna á krónlskum efnahags- vanda þjóðarinnar. (Hvað efna- hagsvandann varðar gætu menn gert margt verra en að lesa Auð- legð þjóðanna eftir Adam gamla Smith. Sérstaklega hefðu stjórn- málamenn og hagfræðingar gott af því.) Nýjasta áhyggjuefni fólks, sem ekki hefur annað betra við tímann að gera, er að hreyfiáuglýsinga- skilti valdi slysahættu í umferðinni og vilja þessar áhyggjufullu mann- vitsbrekkur því banna téð skilti. Hvað er þetta lið að hugsa? Fyr- ir nú utan það, að engar vísbending- ar eru til um það að skiltin valdi umferðarhættu, þá virðist fólk þetta alveg hafa gleymt því að það er fleira en skilti þessi, sem hreyfast undir sólinni, og gæti þannig valdið slysahættu. Með sömu rökum ætti því að leggja blátt við gangandi umferð fallegra stúlkna, þar sem hætta er á að bílstjórar geti gotið til þeirra augunum. Sérstaklega er þó hættu- legt ef þær klæðast eggjandi fötum, þannig að innflutning og fram- leiðslu á tískufatnaði þarf að stöðva. Og það er fleira. Til dæmis þyrfti að byrgja verslunarglugga, rífa niður fallegar og áhugaverðar byggingar (einnig mætti hugsa sér að þær yrðu klæddar með striga að utan, en þá er hætta á að hin strigaklædda bygging drægi jafnvel enn meiri athygli að sér en áður), setja reglur um lágmarksvegghæð utan um fallega garða, reisa vegg meðfram Skúlagötu, Sætúni og Kleppsvegi svo Esjan, Viðey og sundin blá dragi ekki athygli bíl- stjóra að sér. Innflutning glæsibif- reiða, sem horft er eftir á götum þarf að banna og reyndar gæfist líklega best að leyfa aðeins innflutn- ing einnar sérlega óeftirtektar- verðrar bifreiðartegundar (t.d. Tra- bants). Þá þyrfti ennfremur að banna falleg sólsetur, en sem kunn- ugt er leggja bílstjórar jafnvel leið sína vestur á Seltjarnarnes til þess að horfa á sólarlagið. Eitt helsta vandamálið blasir þó við á Hring- braut og Miklubraut, en það er Öskjuhlíðin. Fyrir utan náttúrufeg- urð hlíðarinnar skartar hún nú Perl- unni, sem næsta öruggt er að hver einasti bílstjóri gjói augunum að. Vafasamt má telja að unnt sé að byrgja sjón til hlíðarinnar alveg vegna fjölda gatnamóta. Því má ljóst vera að Oskjuhlíð og P-erlan verða að fjúka. í framhaldi af þess- um vangaveltum er það náttúrulega öldungis út í hött að borgaryfirvöld veiti fegurðarviðurkenningar til ein- stakra húsa, fyrirtækja og meira að segja heilu gatnanna! Vera má að mörgum kunni að finnast I of mikið ráðist með ráð- stöfunum þessum, jafnvel þó um- ferðaröryggi aukist til muna. Verði sú skoðun ofan á má stinga upp á annarri ráðstöfun til vara, en sú er ættuð frá Matthildingum. Sumsé, að komið verði fyrir glugga- hlerum á bifreiðum, þannig að út um gluggana sjáist ekki. Þá er ör- uggt að bílstjórar munu ekki láta truflast af ytra áreiti. Andrés Magnússon Þjóðviljinn með ónot út í lögregluna Til Velvakanda. í þjóðviljanum 1. ágúst sl. hófst frétt á forsíðu með eftirfarandi feit- letruðum línum: „Notkun lögregl- unnar á myndbandsupptökuvélum til að fylgjast með mannaferðum um miðbæ Reykjavíkur hefur vakið spurningar um hvort ferðir al- mennra borgara séu nú geymdar á myndbandi hjá lögreglunni. Ymsir hafa gengið svo langt að telja þetta persónunjósnir." Það er rétt eins og blaðamanninum Einari Loga sé ókunnugt um tækninotkun mynd- bandsupptökuvélarinnar. Bankar og verslanir í Reykjavík nota þessa tækni og það er alveg sjálfsagt að lögreglan noti þessa tækni til að hafa hendur I hári pörupilta og annarra sem ófriðiega láta og stundum misþyrma saklausum, t.d. I miðborg Reykjavíkur. Óþokkapilt- ar hafa gott af því að fylgst er með þeim af „földu myndavélinni". Hvað veldur því að Þjóðviljinn sker sig úr af íslenskum blöðum með að ónotast út í lögregluna? í þau rúm 40 ár sem ég hef lesið dagblöðin hér í borginni minni, Reykjavík, skal Þjóðviljinn alltaf annað slagið vera með ónot út í lögregluna. Ég hef ferðast um meira en 15 þjóðlönd og er ég sann- færður um það að lögreglan okkar í Reykjavík er sú besta- að því er varðar öll mannleg tengsl. Brot í starfi geta komið fyrir hjá lögreglu eins og hjá okkur öllum en þau eru þá miðað við oft erfið störf lögregl- unnar. Við eigum gott lögreglulið, vinnum með því við almennir borg- arar. Jón Magnússon HÖGNI HREKKVÍSI Víkveiji skrifar Hin mikla ferðahelgi sem kennd er við verslunarmenn er að baki. Víkveiji var í hópi þeirra Reykvíkinga sem brugðu sér út úr bænum í tilefni af helginni. Þegar hann var að skipuleggja brottförina úr bænum í rigningunni á föstudag átti hann símtöl við fólk á megin- landi Evrópu, þar sem hitinn var kominn í 30 stig á fótaferðatíma og stefndi enn upp á við. Var Vík- veiji ekki í nokkrum vafa um að betra væri að hefja ferð í súld og um 10 stiga hita en þegar hann færi að síga í 40 gráðurnar. Annars á sú skoðun töluverðan hljómgrunn hjá Reykvíkingum að best sé að halda sér innan borgar- markanna um helgar á sumrin. Þá gefist tækifæri til að njóta heima- slóðanna með öðrum hætti en endr- anær. Sú gleðilega breyting er einn- ig að verða, að Reykvíkingum gef- ast fleiri tækifæri en áður til að njóta útivista í borginni. Nægir þar til að mynda að nefna Árbæjarsafn, Viðey og húsdýragarðinn I Laugar- dal. Fyrir skömmu brá Víkveiji sér í Árbæjarsafn á sunnudegi, þegar gömul vinnubrögð voru kynnt þar. Var ánægjulegt að ganga á milli húsanna og skoða það, sem gestum var sýnt. Eini ókosturinn var, hve margir gestir lögðu leið sína í safnið þennan dag! Hin mark- vissa uppbygging í Árbæ er ætíð að skila meiri árangri. Nú kann sú stund hins vegar að vera að renna upp, að erfiðara en áður verði að fá hús í safnið vegna áhuga á hús- friðun og strangari reglna en áður um slíka friðun. Þeim sem fara í Árbæjarsafn skal sérstaklega bent á að leggja leið sína í Prófessorshúsið svo- nefnda og skoða sýningu þar I til- efni af því að 50 ár eru liðin síðan breski herinn lagði landið undir sig. Við uppsetningu á þeirri sýningu hefur tekist prýðilega að safna munum og minjum frá stríðsárun- um. Ættu hvorki ungir né aldnir að verða vonsviknir af að skoða það, sem þár er til sýnis. Arbæjarsafn, Viðey og húsdýra- garðurinn eru allt mannvirki eða aðstaða sem komið hefur verið á fót fyrir tilstilli Reykjavíkurborg- ar. Borgaryfirvöld hafa síður en svo látið staðar numið við smíði mann- virkja, sem eiga eftir að gleðja hinn almenna borgara. Ráðhúsið við Tjörnina verður til að mynda opið öllum og þar geta menn meðal ann- ars skoðað hið mikla íslandskort, sem verið hefur I smíðum á vegum borgarinnar í nokkur ár. Þá verður aðdráttarafl Perlunnar á Öskjuhlíð. mjög mikið. Næsta stórvirki Reykvíkinga í þessu efni verður endurreisn hins mikla húss er Thor Jensen reisti að Korpúlfsstöðum. Þar er meðal annars ætlunin að hýsa Erró-safn- ið. Ef vel tekst til við þær miklu framkvæmdir eignast borgarbúar og þjóðin öll þar nýjan stað, sem verður mörgum til ánægju og yndis- auka. Er fagnaðarefni að fjárhags- staða borgarinnar leyfi að þannig sé staðið að verki án þess að íbúum hennar sé íþyngt með nýjum álög- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.