Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 176. tbl. 78. árg. MIÐVIKUDAGUR 8. AGUST 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandarískt herlið sent til varnar Saudi-Arabíu Saddam Hussein íraksfor- seti (t.h.) hitti í gær leið- toga leppstjórnarinnar í Kúvæt, Alaa Hussein Ali. Saddam Hussein hét því að styðja nýju stjórnina, sem hann kom til valda með innrás í síðustu viku, með öllum tiltækum ráð- íraskir hermenn gráir fyrir járn- um við landamæri Saudi-Arabíu — Fimmtíu herskip í viðbragðsstöðu áPersaflóa — Efnahagsþvingun- um SÞ framfylgt af miklum þunga Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að sent verði her- lið til Saudi-Arabíu til þess að mæta ógnun frá íröskum hersveitum sem standa gráar fyrir járnum við landamæri Kúvæts og Saudi- Arabíu. Um er að ræða 4.000 fallhlífahermenn og ótilgreindan íjölda herþotna sem fluttar verða frá austurströnd Bandaríkjanna. Ríkis- stjórn Bandaríkjanna og varnarmálaráðuneytið hafa ekki viljað stað- festa liðsflutninginn opinberlega en það var bandaríska sjónvarpsstöð- in CBS sem skýrði frá honum í gærkvöldi. Paul Beaver starfsmaður Jane’s Defence Weekly sagði í samtali við sjónvarpsstöðina Sky í gær að allt stefndi í mesta styrjaldarástand í Miðausturlöndum síðan styr stóð um stofnun Ísraelsríkis. Ónafngreindir starfsmenn banda- ríska varnarmálaráðuneytisins sögðu í samtali við Reuters-fréttastofuna að stjórnvöld í Saudi-Arabíu hefðu í fyrradag fallist á beiðni Dicks Chen- eys, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, um að bandarískt herlið kæmi til landsins. Heimildarmennirn- ir segja að umræddum herafla sé ætlað að verja flugvelli í Saudi- Arabíu þar sem bandarísku orrustu- þoturnar, líklega af gerðinni F-15 og F-16, verða staðsettar. Búist er við að fallhlífahermennirnir verði fluttir beint frá bækistöðvum sínum í Fort Bragg í Norður-Karólínu til Saudi-Arabíu. Cheny átti í gær við- ræður við ráðamenn í Egyptalandi. Egyptar neita fréttum um að þeir ætli einnig að senda herlið til Saudi- Arabíu. Saddam Hussein, forseti íraks, varði í gær innrásina í Kúvæt og sagði að hún hefði verið mjög kröft- ug viðbrögð við hótunum erlendra ríkja í garð íraks. Um 100.000 írask- ir hermenn réðust inn í Kúvæt 2. ágúst síðastiiðinn og hefur sú aðgerð verið fordæmd víða um heim. Huss- ein flutti sjónvarpsávarp í gær og var engan bilbug á honum að finna. Stöðugt bárust fréttir um það í gær að verið væri að hrinda víðtæku viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna gagnvart írak í framkvæmd. Tyrkir ákváðu að stöðva lestun olíu við enda leiðslunnar sem liggur þvert yfir landið frá írak. Einnig_ er lítill straumur olíu um leiðslur Iraka yfir Saudi-Arabíu einfaldlega vegna þess að kaupendur finnast ekki. Mörg ríki undirbúa einnig hafnbann gagnvart írak. Almenn skipaumferð um Persa- flóa er nú lítil og eru þar um fimmtíu herskip frá Bandaríkjunum, Bret- landi, Frakklandi og Sovétríkjunum sem eru reiðubúin að koma í veg fyrir olíuflutninga frá Irak og Kúv- æt. Þar á meðal er eitt bandarískt flugvélamóðurskip, annað stefnir nú á Súez-skurð frá Miðjarðarhafi og hið þriðja hefur lagt úr höfn í Banda- ríkjunum. Bandarískir embættismenn skýrðu frá því á fundi Atlantshafsbanda- lagsins í Brussel í gær að liðsstyrkur íraka á landamærum Kúvæt og Saudi-Arabíu ykist stöðugt. Bresk yfirvöld ráðlögðu borgurum sínum í gær að yfirgefa austurhluta Saudi- Arabíu. Miklar sveiflur voru á olíuverði í gær. Fatið af hráolíu seldist á 28,31 dali við lokun í Wall Street í gær. Sjá ennfremur fréttii- á bls. 23, 24 og 25. ■■ nt ' " ■■ ■ ■ - i Reuter Kohl vill flýta alþýskum kosningum: Lafontaine hótar að stöðva stj órnar skrárbreytingar Bonn. Reuter. EKKI náðist samkomulag milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu- flokka í Vestur-Þýskalandi í gær á sérstökum fundi um hvenær eigi að sameina þýsku ríkin og halda alþýskar kosningar. Ríkisstjórnir beggja þýsku ríkjanna vilja halda sameiginlegar þýskar kosningar 14. október en til þess þarf stjórnarskrárbreytingu í Vestur-Þýska- landi. Oskar Lafontaine, leiðtogi vestur-þýskra jafnaðarmanna, seg- ir að flokkur sinn fallist ekki á slíkt. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, sagði að fundi loknum að samkomulag hefði verið um að yrði sameiningunni flýtt myndi það sporna gegn algjöru efnahagshruni í Austur-Þýskalandi. Þá sagði hann Líbería: V-Afríkuríki senda friðargæslusveitir Monróvíu. Reuter. LEIÐTOGAR ríkja í Vestur- Afríku ákváðu í gær að senda friðargæslusveitir til Líberíu. Leiðtogi uppreisnarmanna í Líberíu, Prince Johnson, hafði hótað að ráðast á bandarísk herskip við strönd landsins ef Bandaríkin eða ríki Vestur- Afríku sendu ekki hersveitir til ac’T' binda enda á stríðið í landinu. Uppreisnarmenn undir stjórn Johnsons tóku 16 útlendinga í gíslingu í höfuðborg _ landsins, Monróvíu, á mánudag. Áður hafði hann hótað að handtaka alla út- lendinga í borginni. Bandarískar þyrlur fluttu 74 útlendinga; 62 Bandaríkjamenn, átta Líberíu- menn, tvo ítali, Kanadamann og franskan prest, í bandarískt her- skip við strönd landsins á sunnu- dag. Stríðið i landinu hefur kostað þúsundir manna lífið og 200.000 manns, þar af margir dauðvona sjúklingar, eru nú í flóttamanna- búðum skammt fyrir utan höfuð- borgina. Um 3.000-4.000 manns flýja þangað daglega vegna bar- daganna, matvælaskorts og ætt- bálkadrápa í höfuðborginni. Reuter Ljósmyndari í Monróvíu varð vitni að því 27. júlí síðastliðinn er uppreisnarmaður úr liði Prince Johnsons skaut hermann, hollan Samuel Doe forseta Líberíu, til bana. að flokkur sinn, kristilegir demó- kratar, vildi að sameining færi fram 14. október og alþýskar kosningar þá um leið. Jafnaðarmenn, sem eru í stjórnarandstöðu undir forystu Oskars Lafontaines, vilja hins vegar sameiningu um miðjan september en alþýskar kosningar 2. desember, eins og hafði verið ákveðið. Kohl sagðist búast við því að a-þýska þingið myndi samþykkja ályktun um að biðja vestur-þýska þingið að breyta stjórnarskránni svo hægt verði að halda kosningar 14. október. Tveir þriðju hlutar vestur- þýskra þingmanna þurfa að sam- þykkja slíkar breytingar og geta jafnaðarmenn stöðvað þær. Kohl vill kosningar sem fyrst, áður en efnahagur Austur-Þjóð- veija verður of bágborinn en Laf- ontaine telur að slíkt muni koma kristilegum demókrötum til góða. Hann segir að ef ekki verði kosið fyrr en í desember þá hafi v-þýskir kjósendu,r áttað sig á kostnaðinum við sameiningu og snúi baki við Kohl og flokki hans. Atvinnuleysi hefur nær tvöfaldast í Austur- Þýskalandi síðan 1. júlí þegar mynt- bandalag þýsku ríkjanna gekk í gildi. Austur-þýskir smáflokkar á vinstri vængnum gengu til liðs við græningja í Vestur-Þýskalandi á sunnudag. Með þvi að bjóða fram sameiginlega við alþýskar kosning- ar eiga þessir flokkar möguleika á að ná 5%-lágmarkinu til að fá full- trúa kjörna á þing.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.