Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990 23 Skólanefnd Heimdallar hefur valið Friðrik Sophusson, alþingismann, þingmann ársins. Hér afhendir Pétur J. Lockton, fulltrúi Skólanefnd- arinnar, Friðik farandbikar af þessu tilefni, við athöfn í anddyri Alþingishússins. Heimdallur: Fríðrik Sophusson val- inn þingmaður ársins SKOLANEFND Heimdallar, fé- lags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur valið Friðrik Sophusson, alþingismann Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, þingmann ársins 1990. í fréttatilkynningu frá Skóla- nefnd Heimdallar segir að Friðrik Sophusson hafi með tillöguflutningi og málflutningi sínum á Alþingi verið einn helsti talsmaður þeirra fi-jálslyndu sjónarmiða, sem ungir sjálfstæðismenn leggi áherslu á. Megi þar til dæmis nefna að hann hafi haft frumkvæði að flutningi frumvai-pa til laga, sem hafi í för með sér skattafrádrátt vegna fjár- festingar í atvinnurekstri og skatt- frelsi að ákveðnu marki í hluta- bréfaviðskiptum, en breytingar af því tagi hljóti að örva slík viðskipti og efla eiginfjármyndun í atvinn- ulífinu. Friðrik hafi einnig flutt frumvarp um að breyta Sementsverksmiðj- unni í hlutafélag, frumvarp um að flýta niðurfellingu virðisaukaskatts af námsbókum og frumvarp um að fella niður jöfnunargjald, en þessi mál séu í anda hugsjóna ungra sjálf- stæðismanna. Ólína og Bjarni P. full- trúar Nýs vettvangs, ekki Alþýðuflokks segir formaður fulltrúaráðs Alþýðuflokksins BIRGIR Dýríjörð, formaður full- trúaráðs Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík, segir að hvorki Bjarni P. Magnússon, sem nú er að flytja úr borginni, né Ólína Þorvarðardóttir, sem er nýgeng- in í Alþýðuflokkinn, séu fulltrúar Alþýðuflokksins í borgarstjórn. Þau séu fulltrúar Nýs vettvangs. Birgir sagðist sjá eftir Bjarna vini sínum úr borginni, en hann hefur nú verið ráðinn sveitarstjóri í Reykhólahreppi á Ströndum. Bjarni hefði hins vegar ekki verið neinn sérlegur fulltrúi Alþýðu- flokksins sem varamaður í borgar- stjórn. „Nýr vettvangur var sjálf- stætt framboð, þar sem gerð var verklýsing, sem ýfirleitt er kölluð stefnuskrá. Fólkið, sem skipar list- ann, tekur að sér að vinna verkið eftir þessari verklýsingu og það skiptir ekki meginmáli hvaða fortíð það hefur í pólitíkinni. Bjarni er ekki þarna inni sem alþýðuflokks- maður,“ sagði Birgir. Birgir sagði að Olína Þorvarðar- dóttir, efsti maður á lista Nýs vett- vangs, væri heldur ekki fulltrúi Alþýðuflokksins í borgarstjórn, þótt hún væri nýlega gengin í flokkinn. Sama ætti við um hana og Bjarna. „Aðalmálið er að viðfangsefninu sé fylgt eftir, en það byggir svo aftur á hugmyndum krata að verulegustu leyti,“ sagði Birgir. Náttúrufræðingar vilja að ríkissljórnin segi af sér FUNDUR sljórnar kjararáðs og trúnaðarmanna Félags íslenskra náttúrufræðinga, haldinn 3. *~ágúst sl. samþykkti eftirfarandi ályktun: Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar hefur með setningu bráðabirgðalaga um lækkun launa náttúrufræðinga og annarra BHMR-félag opinberað algjört virð- ingarleysi við gerða samninga, hundsað íslenska dómstóla, vanvirt samingsrétt háskólamanna og troð- ið í svaðið grundvallar lýðréttindi. Þessi ríkisstjórn sem kennt hefur sig við félágshyggju, er í raun boð- beri félagslegs sundurlyndis og fjandskapar og hefur löngu fyrir- gert öllum stuðningi af hálfu félags- legra afla. Náttúrufræðingar krefjast þess að ríkisstjórn þessi segi af sér nú þegar. Aðild Alþýðusambands íslands að setningu bráðabirgðalaga ríkis- stjórnarinnar markar tímamót nið- urlægingar í sögu íslenskrar verka- lýðshreyfingar. Forysta Alþýðu- sambands Islands hefur með and- stöðu sinni við kjarasamning BHMR brotið gróflega á þessum samtökum launamanna og svívirt íslenska verkalýðshreyfingu í heild.“ HUGVITIÐ VERDIIR í ASKANA LÁTIÐ Hér á landi sem annars staðar er ein mikilvægasta yppspretta nýskUpunor það hugvit sem fyrir er í landinu, bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Velgengni okknr í framtídinni ræðst af því hversu vel okkur tekst að nýta þennan auð, því öll nýsköpun í atvinnulífi þjóðarinnar byggist á hugviti. íslenskt efnahagslíf þarf á því að halda að fyrirtækin í landinu þróist og dafni. íslenskir hugvitsmenn opna þessa leið fyrir nýskepon í atvinnulífi þjóðarinnar. Efium ísienskt hugvit; Félag íslenskra hugvitsmanna hefur bundist samningum við Atvinnumiðlun námsmanna um gagnkvæmt fjáröflunarátak, þar sem háskóla- stúdentar afla sér og Félagi íslenskra hugvitsmanna tekna með söfnun auglýsinga og sölustarfi í fjáröflunarátakinu „Hresstaskan 1990". Tilgangur með fjáröfluninni er meðal annars sá að tæknivæða Félag íslenskra hugvitsmanna einkum með tölvubúnaði (CAD/CAM SYSTEM) til úrvinnslu hugmynda og gerð frumeintaka. Hugvit (Félag íslenskra hugvitsmanna) vinnur meðal annars að því að efla nýsköpun í íslensku atvinnulífi, greiða götu hugvitsmanna og gera góðar hugmyndir að veruleika. Fetum nýja braut til framtíðar - eflum íslenskt hugvit og tækniþekkingu. ÍSLENSK FRAMTÍÐ Á HUGVITI BYGGD 'FELAG/SLENSKRA 'HUGV/TSMANNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.