Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990 ARSTIÐIRNAR Tónlist Jón Asgeirsson Trúlega eru Árstíðirnar eftir Antonio Vivaldi meðal þeirra vin- sælustu verka, sem samin voru á fyrri hluta átjándu aldar og af um það bil 500 konsertum meistarans,, allra vinsælastir. Framlag Vivaldis til konsertformsins var fólgið í kaflaskipaninni, að í stað þess að styðjast við kaflaskipan dans- svítunnar, tók Vivaldi upp þriggja kafla skipan þá sem notast hefur verið við fram á okkar daga. Þá tók hann upp í konserta sína svo nefnt Ritornello en auk þessa var tónmál verka hans sérlega Ijóst og leikandi, hljómskipan einföld og skýr svo að formið og stefræn framvinda verkanna varð ein ljós- lifandi heild. Árstíðirnar eru eins konar hermitónverk, þar sem tónskáldið reynir að túlka eitt og annað í náttúrunni og lífsháttum manna í w! © 62 55 30 Seljendur! VANTAR EIGNIR ÁLMHOLT Snotur 3ja herb. íb. á jarðhæð í tvíb. Sérinng. Fallegur garður. Verð 5,5 millj. BJARGARTANGI Björt og falleg nýl. 4-5 herb. ib. á jarð- hæð í tvíbhýsi 152 fm. Steinsteypt hús, fallegur garður. URÐARHOLT Til sölu nýl. 3ja herb. íb. 91 fm á 2. hæð i litlu fjölbhúsi. Frág. lóð og bílastæði. Áhv. 1,9 millj veðdeild. LUNDARBREKKA KÓP. 3ja herb. íb. 90 fm, á 4. hæð i litlu fjöibýlish. Áhv. 2,5 millj. Verð 5,8 millj. JÖRFABAKKI Góð 4ra herb. ib. 110 fm á 1. hæð. Ný eldhúsinnr. Parket. BREKKULAND - MOS. Falleg neðri sérh. í tvíb. 153 fm, 7 herb. Nýstands. íb. Sérþvottah., bilskréttur. Áhv. nýtt veðdeildarlán. Verð 6,9 millj. REYKJARBYGGÐ Nýtt einbhús 200 fm með bilsk. Steinst. Afh. tilb. u. trév. frág. að ut- an. 4 svefnherb., stofa. Góð staösetn. KLAPPARBERG Glæsil. og vandað steinsteypt einbhús 245 fm ásamt bílsk. 4 svefnherb., stofa og borðst. Upphituð innk. Fallegur garður. LEIRUTANGI Nýlegt einbhús 185 fm með 42 fm bílsk. steinsteypt. 4 svefnherb., stofa, hol. Eign á góðum stað. AKURHOLT Einbhús. 147 fm með 36 fm bílsk. Steinsteypt, 4 svefnherb., stofa, borð- stofa. Falleg eign á góðum stað. BLIKABRAUT KEFLAV. íbúð á 2. hæð í fjölbhúsi. 4 svefn- herb., stofa, þvottah., geymsla, góð eign. Verð 7,5 millj. VÍÐITEIGUR ..L'HSKK. 1 i byggingu nýtt einbhús 157 fm með bílsk. 4 herb. Með sökklum fyrir 17 fm blómaskála. Innbrennt stál á þaki. Afh. tilb. að utan með tvöf. gleri, fokh. innan eða tilb. u. trév. eftir óskum kaupanda. Hagstætt verð. Sæberg Þórðarson, löggiltur fasteigna- Æm og skipasali, Skúlatúni 6, hs. 666157 tengslum við árstíðirnar fjórar. „Ritornello" kaflarnir mynda ramma utan um tónlýsingarnar, sem í flestum tilfellum eru eins konar „kadensur“. Um flutning Árstíðanna í Skálholti um síðustu helgi, má segja margt og meðal annars hvort hugsanlegt sé að flytja verkin á upprunalegan máta og hvort breytingar á tónmáli verksins, eins og gerðar voru í öðrum þætti „Vorsins“, séu réttar. Það er vitað að slíkar skreytingar áttu sér stað en þær voru ávallt framlag flytjandans, sem í mörg- um tilfellum gátu skaðað verkið, frekar en að lyfta því upp. Laglín- an í öðrum þætti „Vorsins", á að túlka sofandi hjarðsvein svo að skrautleg útfærslan gerði svefn- farir hans heldur svona órólegar, auk þess sem milliraddirnar, túlk- andi „ljúfan þyt í laufi og grasi“ týndust í óþörfum og of miklum skeytingum ogjafnvel „hundagelt- ið“, sem samkvæmt Vivaldi á að hljóma „sterkt og rifið“, var óþarf- lega hlutlaust. Það má ekki missa sjónar á skáldlegu inntaki verkanna fyrir þá ætlan að flytja þau á sem upp- runalegastan máta. Ýmislegt ann- að mætti tilfæra en í heild var flutningurinn góður og margt FASTEIGNAMIÐLUN. Síðumúla 33,108 Reykjavík. Væntanlegir seljendur athugið! Bráðvantar allar stærðir og gerðir fasteigna. Mikil eftir- spurn. Góð sala. < V7 < z UJ 1/7 .< H= UJ 2ja—5 herb. Baldursgata Nýl. einstaklíb. Verð 3,3 m. Laugavegur — 2ja Ca 55 fm 2ja herb. íb. í fjórb. Verð 3,5 millj. Álfheimar — 3ja Góð rúml. 80 fro 3ja herb. íb. í kj. Áhv. langtlán ca 1,8 millj. Verð 5,5 m. Stóragerði — 3ja Vorum að fá í sölu ca. 93 fm íb. á 3. hæð ásamt herb. í kj. Laus. Verð 6 millj. Bakkahverfi — 4ra Vönduð 4ra herb. íb. á 3. hæð. Park- et. Þvherb. innaf eldh. Verð 6,5 millj. Sérbýl Byggðarholt — Mos. Mjög gott 130 fm endaraðhús á tveimur hæðum. Áhv. langt- lán ca 1,0 millj. Verð 8,1 millj. Aflagrandi - raðh. Erum með í sölu fallegt endaraðhús sem er 188,6 fm ásamt innb. bílsk. 3 svefnherb., sólstofa, 2 stofur. Hús- ið skilast rúml. fokh. Verð 7,8 millj. Leiðhamrar — parh. Gott 198 fm parhús á tveimur hæðum á fallegum stað. 4 svefnh. Sólstofa. Húsið afh. fullb. að utan, fokh. að innan. Teikn. á skrifst. Verð 7,5 millj. Stakkhamrar - einb. Vorum að fá í sölu 183 fm einbhús ásamt bílsk. á einni hæð. 4 svefn- herb. Húsið skilast fullb. að utan, fokh. að innan. Húsið er að verða fokh. Hvannarimi Nýkomin í sölu vel hönnuð ca 175 fm raðhús á einni hæð. Mögul. á 3 herb. í risi. Hag- stætt verð. Byggingaraðili Mótás hf. Hafnarfjörður Erum með í sölu ca 480 fm hús á þremur hæðum sem skiptist í 160 fm íb., 200 fm versl.- og skrifsthúsn. og 120 fm iðnhúsn. Ath. Óvenju góð staðsetn. Húsið getur selst i einu lagi eða einingum. Höfðatún 550 fm iðnaðarhúsn. á 3. hæð (ásamt byggrétti 3x300 fm). Mjög hagst. verð. Snæfellsnes Til sölu á 3 milljónir, nýtt einbhús. Áhv. ca. 1,7 veðdeild. Liðlega 3ja tíma akstur frá Rvik. S: 679490 og 679499. Ármann H. Benediktsson, sölustjóri, Geir Sigurðsson, lögg. fasteigna- og skipasali. Ann Wallström fallega gert hjá konsertmeistaran- um Ann Wallström og einstaka kadensur frábærlega vel leiknar. Hins vegar var strengjasveitin ekki ávallt hrein og t.d. djúpradd- irnar oft sérlega grófar. Áð flytja verk í upprunalegri gerð (og á upprunaleg hljóðfæri) krefst sér- þekkingar, ekki aðeins af stjórn- anda, heldur hvers og eins flytj- anda. Þar búum við ekki sem best og þar er á brattan að sækja. SEMBAL- LEIKUR ______Tónlist______ Jón Ásgeirsson Helga Ingólfsdóttir, semballeik- ari, flutti á seinni tónleikum síðustu helgar í Skálholti verk eftir Leif Þórarinsson og J.S. Bach. Fyrsta verkið á tónleikunum var Sónata eftir Leif, sem samin er um mynd eftir Gunnar Örn Gunnarsson. Verkið var frumflutt í Bandaríkjun- um en hér á landi er um frumflutn- ing að ræða. Verkið er þungbúið, nokkuð langdregið, með einstaka góðum sprettum á milli og alls ekki auðtek- ið við fyrstu heyrn. Annað verkið á tónleikunum var „Da Fantasía" (1979)' einnig eftir Leif og sam- kvæmt tilvitnun í efnisskrá, er þar unnið úr sömu stefjum og í sónöt- unni, rétt eins og „Da Fantasían“ sé samin á eftir, sem líklega á að vera að sónatan sé unnin úr sömu stefjum og „Da Fantasían". Það var hreint stórkostlegt hversu sex radda fúgan (Ricercar) úr Tónfóminni eftir Johann Sebast- ian Bach hljómaði fersk og falleg í snilldarflutningi Helgu Ingólfs- dóttur semballeikara en þetta stór- kostlega verk og Adagio í G-dúr Helga Ingólfsdóttir voru síðustu viðfangsefni tónleik- anna. Adagio í G-dúr er umritun eftir Wilhelm Friedemann Bach á 1. kaflanum í 5. einleikssónötunni (BWV 1005) eftir föður hans. Það er nú svo, að í umritunum er sjald- gæft að hugmyndir höfundar skili sér en ríkjandi verður hins vegar skilningur og útfærsla umritarans og á þetta sérlega við um nefndan Adagio-kafla, sem er alls ekki sama verk eftir hlustandann, sem það er í gerð fyrir einleiksfiðlu hjá Johanni Sebastian. GARÐl JR S.62-1200 62-1201 Skipholti 5 Ástún. 2ja herb. tæpl 50 fm á 2. hæð. Nýl. falleg íb. á vinsælum stað. Verð 4,5 millj. Einkasala. Eyjabakki. 2ja-3ja herb. íb. ca 60 fm á 1. hæð í blokk. íb. er stofa, svefnherb. eldhús og bað og eitt svefnherb. sér. Verð 4,8-4,9 millj. Einkasala. Engihlíð - nýtt lán! Vorum að fá 3ja herb. 73,3 fm góða kjíb. í fjórbhúsi. Ath. nýtt ca 3 millj. kr. lán frá Húsnæðisstofnun. Laus fljótl. Verð 5 millj. Einkasala. Sörlaskjól. 3ja herb. 76,5 fm kjíb. í tvíbhúsi. Góð íb., góður garður. Sérhiti og inng. Verð 5,7 millj. Einkasala. Nökkvavogur. 5 herb. risib. 74,6 fm í þrfbýli. Björt íb. í fallegu húsi á frábærum stað. Verð 5,5 millj. Einkasala. Sérhæð - laus. Vorum að fá í einkasölu stórgl. 131 fm efri sérhæð i þríbhúsi á góðum stað í Smáíbhverfi. íb. er tvær stofur, 4 svefn- herb., baðherb., eldhús inn af því þvherb, hol og fl. íb. er sem ný m.a. nýtt eldhús, bað, gler og fl. Bílskréttur. Verð 10 millj. Álfhólsvegur. Endarað- hús tvær hæðir og lítill kj. Húsið er tvær stofur, eld- hús, 3 svefnherb., bað og gestasnyrting. Mjög rúmg. bílsk. Fallegur garður. Verð 9 millj. Vantar - vantar einbýlishús - raðhús í Grafarvogi. Vantar - vantar einbhús í Gerðum og Breiðholti, Kári Fanndal Guðbrandsson, Axel Kristjánsson hrl. Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali. Fjórir veðurfræðingar hættir: Nýju veðurkynn- ingnnni vel tekið — segir Bogi Ágústsson UPPSAGNIR fjögurra af sjö veð- urfræðingum sem annast hafa spákynningu í fréttatíma sjón- varps hafa tekið gildi. Bogi Ágústsson fréttastjóri sjónvarps- ins sagði í samtali við Morgun- blaðið að ekki hefði reynst mögu- legt að koma til móts við launa- kröfur veðurfræðinganna, og því verði spám veðurstofunnar kom- ið til skila á annan hátt í fram- tiðinni en hingað til. „Við höfum komið okkur saman um bráðabirgðaleið til að skila spánum til áhorfenda, en nú er unnið að mótun framtíðarstefnu í þessum efnum,“ sagði Bogi. Hann sagði að fyrstu spákynningunni án veðurfræðinga hafi verið vel tekið. „Okkur bárust skilaboð fjölda án- ægðra áhorfenda, en aðeins ein kvörtun. Staðan nú er þannig að tveir þeirra þriggja veðurfræðinga sem ekki hafa sagt upp eru í fríi, og við getum ekki mikið aðhafst með einn mann.“ Þeir veðurfræðingar sem sögðu upp störfum voru þau Eyjólfur Þor- björnsson, Trausti Jónsson, Hreinn Iljartarson og Þóranna Pálsdóttir. Eftir sitja Magnús Jónsson, Unnur Ólafsdóttir og Borgþór H. Jónsson. Magnús sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann teldi að spákynning veðurfræðinga myndi Iognast út af ef aðeins þau þijú myndu halda áfram störfum hjá sjónvarpinu. Samningur veðurfræðinganna við sjónvarpið rann út í júní, og komu þeir þá fram með kröfur sem sjónvarpið vildi ekki sætta sig við. „Viðræðurnar hafa farið fram í hinu mesta bróðerni, þrátt fyrir að ekki hafi náðst niðurstaða,“ sagði Bogi. „Ég get ekki upplýst hveijar kröfur þeirra voru, en við vorum tilbúin til að samþykkja að greiða aukalega fyrir spárnar á sunnudögum og fimmtudögum, sem eru umfangs- meiri en spár hina vikudagana." Bogi sagði, að sjónvarpið myndi ekki hafa frumkvæði að frekari við- ræðum við þá veðurfræðinga sem hætt hafa störfum. „Eins og ég sagði er verið að móta framtíðar- stefnu í þessum efnum.“ Danskur kór í heimsókn Kammerkórinn „Corda voc- ale“ frá Árósuin heldur tónleika í Seyðisfjarðarkirkju föstudag-, inn 10. ágúst. Efnisskrá kórsins veitir góða inn- sýn í kirkjulega tónlistarhefð. Þar er að finna módettur Brahms og Shutz, Pater Noster eftir Verdi, ásamt norrænni kirkjutónlist frá þessari öld eftir höfunda á borð við Knud Jeppesen frá Danmörku, Heikki Klemetti og Sulu Salonen frá Finnlandi, en á tónleikunum verður fluttur konsert eftir Sulo, sem hefur að geyma sellóverkið „Flakk“ eftir íslenska tónskáldið Hróðmar Sigurbjörnsson. Á efnis- skránni er einnig lítil kaþólsk messa eftir Norðmanninn Knut Nystedt, samin árið 1985. I „Corda Vocale" eru 23 meðlim- ir. Stofnandi kórsins og jafnframt stjórnandi hans er Claus Toren- feldt. Einleikari á selló er Niels Henrik Nielsen. Kórinn hóf göngu sína árið 1985 og hefur víða komið fram. Til að takast þessu löngu ferð á hendur hlaut kórinn styrk frá „Statens musikrad“. Frá Seyðisfirði leggur kórinn leið sína til Reykjavíkur. Tónleikarnir í Seyðisfjarðar- kirkju heljast klukkan 20.30. (Fréttatilkynning frá kirkjukór Seyðisfj) p 3»1 Metsölublaó á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.