Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík FlaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. J' Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið. Ríkisstjórn bjargað úr eigin rústum Tilgangur bráðabirgðalag- anna sem ríkisstjórnin setti er skýr og ótvíræður: að koma í veg fyrir að flóðgáttir verðhækkana opnist að nýju. Morgunblaðið hefur lýst ótví- ræðum stuðningi við þennan tilgang. Ríkisstjórnin fer hins vegar eins og köttur í kringum heit- an graut, þegar hún skýrir ástæðurnar fyrir lögunum, sem hún lætur bera almenna yfirskrift og kennir við launa- mál. Öllum almenningi er ljóst, hvað knúði stjórnina til þess- arar lagasetningar. Ástæðan fyrir henni er einfaldlega sú, að ríkisstjórnin var á síðbúinn hátt að stemma stigu við af- leiðingum eigin samnings við háskólamenntaða starfsmenn sína í BHMR, sem gerður var í maí 1989. í febrúar 1990 gerðu vinnu- veitendur og launþegar á hin- um almenna vinnumarkaði með sér kjarasamning, sem síðan hefur verið kenndur við þjóðarsátt. Þessi samningur stangaðist á við samning ríkis- stiórnarinnar við BHMR. Var öíiHm pá, að aðilar hin§ al= fngnpa virfflomarhaðat fáte ekki §amið m óiilðinp á §amnmgi fíki§in§ við §teif§= mnnn §ína: Hau§lið kenndi Einar Oddur Kristjáns- son, formaður Vinnuveitenda- sambands íslands, samning ríkisins og BHMR við tíma- sprengju. Honum var því manna best ljóst, hve hættu- legur hann var fyrir þjóðar- sáttina. Lagði hann að ríkis- stjórninni á liðnum vetri að gera þá þegar ráðstafanir til að taka tímasprengjuna úr sambandi. Eftir þeim ráðum var ekki farið. Það var ekki fyrr en 12. júní síðastliðinn rúmum hálf- um mánuði áður en 4,5% hækkun til BHMR-manna átti að koma til sögunnar sem ríkisstjórnin lýsti því einhliða yfir, að hún ætlaði ekki að standa við samninginn. Þess- ari ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar var skotið til Félagsdóms og tapaði stjórnin málinu þar og hefur Félagsdómur síðasta orðið um þetta efni. Eftir að dómurinn var fallin voru góð ráð dýr hjá ríkisstjórninni, sem hafði verið dæmd til að fara eftir samningi sem hún hafði sjálf gert. Efasemdir komu fram um að ríkisstjórninni væri fært, eftir að dómurinn féll, að gera það sem hún hafði verið hvött til að gera áður en málið var dómtekið, að semja sig undan skyldum samningsins við BHMR eða losa sig undan þeim einhliða með lagasetn- ingu. Ríkisstjórnin vissi ekki hvernig hún ætti að taka á málum. Hana skorti forsendur til lagasetningar gegn eigin ákvörðunum. Innan stjórnar- innar voru einnig skiptar skoð- anir. Þá komu vinnuveitendur ríkisstjórninni enn til hjálpar. Hinn 31. júlí lýstu þeir yfir því, að þeir myndu greiða launþegum 4,5% launahækk- un, ef BHMR-menn fengju umsamda hækkun sína. Ríkis- stjórnin hafði fengið fótfestu til að setja bráðabirgðalögin. Efist einhverjir um að vinstri stjórn Steingríms Her- mannssonar eigi vinnuveit- endum að þakka að henni tókst að brjótast út úr sjálf- skaparvítinu, þarf sá hinn sami ekki annað en lesa rök- §tuðmngiim fyriF feFáðabirgða= löpnum um llunamáL Par §§fiF „að eftiF ákvörlun Vinnuveil§nöa§amóanö§ í§= ianö§ §g Vinnumáia§amóanö§ samvinnufélaganna frá 31. júlí sl. að veita viðsemjendum sínum sömu hækkun launa Qg félagar í Bandalagi háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna hljóta og þar sem tilraunir til samninga við BHMR hafa ekki borið árangur, beri brýna nauðsyn til að grípa þegar til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir yfirvofandi sjálfvirk- ar víxlhækkanir launa og verðlags og treysta þau efna- hagslegu markmið, sem ríkis- stjórnin og aðilar vinnumark- aðarins hafa komið sér saman um og lögð voru til grundvall- ar almennum kjarasamning- um í byijun þessa árs. Þá er nauðsynlegt að jafnræði ríki í þróun launataxta og kaup- máttar á milli hinna ýmsu stétta í landinu." Tímasprengjan sprakk í fanginu á ríkisstjórninni, sem setti sprengjuna í samband. Það kom síðan í hlut þeirra sem höfðu varað við sprengj- unni, vinnuveitenda, að bjarga stjórninni út úr rústunum. íslendingar voru á faraldsfæti um verzlunarmannahelgin færri Umferðin um helgina: Fleiri óhöpp en alvarleg slys en 80 teknir fyrir ölvun við akstur UMFERÐ um verslunarmannahelgina gekk almennt mjög vel fyrir sig og segir Margrét Sæmundsdóttir, fulltrúi hjá Umferðarráði, að þessi verslunarmannahelgi hafi verið ein sú besta og rólegasta í mannaminn- um. Þó eitthvað hafi verið um óhöpp hafi engin alvarleg slys orðið á mönnum. Helsta blettinn á helginni sagði Margrét vera ölvunarakstur en alls voru 80 ökumenn teknir af lögreglunni grunaðir um ölvun við akstur. Það eru samt nokkru færri en í fyrra en þá stöðvaði lögreglan 98 ökumenn vegna ölvunaraksturs. Um síðustu verslunarmannahelgi slösuðust 26 manns í umferðinni þar af 9 alvarlega. í ár slösuðust hins vegar 13 en enginn alyarlega þó nokkrir hlutu beinbrot. Óhöpp urðu samt sem áður fleiri í ár en í fyrra eða 58 en voru 42 um síðustu versl- unarmannahelgi. Flest voru óhöppin minniháttar en skráðar voru tólf bílveltur og sex útafkeyrslur. Sagði Margrét að það hversu fáir hefðu hlotið meiðsl mætti rekja til almenn- ar notkunar bílbelta. Þá hafi það líka vakið ánægjulega athygli að mjög mikið var um að börn í aftursæti væru í bílbeltum eða bílstólum. Hefði líka ekkert bam meiðst í umferðinni um helgina. í fyrra Margrét sagði það líka hafa verið áberandi hversu agaður umferðar- hraðinn hefði verið og væru allir sammála um að menn hefðu ekið vel. Eitthvað hefði verið um bílalest- ir en straumurinn hefði verið jafn og ekki mikið um rykkjakeyrslur eða hraðaakstur.- Lögregla var með mjög mikið eft- irlit á vegunum og voru alls 80 öku- menn teknir grunaðir um ölvun við akstur. Flestir þeirra voru teknir á Suðurlandi, 25 í Ámessýslu og 4 í Rangárvallasýslu. Þá voru 13 öku- menn teknir fyrir ölvun í Reykjavík og 4 í Hafnarfirði. „Við emm mjög sátt við framvindu mála um helgina," sagði Margrét. „Eini bletturinn er ölvunaraksturinn en eftirlit lögreglu með honum var líka meira en áður.“ Morgunblaðið/Einar Falur Nokkrar af frægustu hljómsveitum landsins komu fram á Rokkhátiðinni i Húnaveri og var þeim ákaft fagnað af áheyrendum. Húnaver: Slæmt veður talið or- sök dræmrar aðsóknar Á FíÓIifiA þHSHnd manns sóRh RokkhátífHna í Ifóimvpfi Hm vpr§!mmr- mannahelgina: Það or nokknð minni aðsókn on í fvrra an þá vmrn um fimm hósHnð manns í ffónavnri- Á Rokkhálíðinni í Húnaveri komu fram margar af þekktustu hljóm- sveitum landsins m.a. Stuðmenn, Sykurmolarnir og Risaeðlan en það vqru Stuðmenn sem sáu um skipu- lagningu hátíðarinnar. Lögreglan á Blönduósi sagði há- tíðina hafi gengið þokkalega fyrir sig 9g m stíÞni óhaspa: úllefti manns hefðn aamt verið íeHnir grmu aðir um ölvim við akatnr; íað sam helst hefði hamlað hátíðinni hefði verið leiðindaveður á föstudag og laugardag. Snæfellsnes: Mikil umferð um Laugabrekka. FÉLAG sem nefnir sig Snæfellsás hafði mót án vímugjafa dagana 3.-6. ágúst. Á sunnudag var guðsþjónusta við lífslind Hellnamanna. Á laugar- dag ritningarlestur og söngur í Hcllniskirkju. Gífurleg umferð var hér um verslunarmannahelgina. Heyskapur hefur gengið scint vegna óþurrka. Afli hefur verið tregur iijá bæjarbátum. Félagið Snæfellsás hafði mót án vímugjafa dagana 3.-6. ágúst. Þar var margt upp á að bjóða, dagskrá frá morgni til kvölds. Lögð var áhersla á jákvætt viðhorf, sjálfsrækt og tengingu við móður jörð, svo nokkuð sé nefnt. Á mótið komu nokk- uð á þriðja hundrað manns. Mótið fór vel fram í alla staði. Veðurblíða var þangað til á mánudag, þá fór að súlda, Á sunnudag, 1. ágúst, var guðs- þjónusta undir berum himni við lífslind Hellnamanna sem Guðmund- ur biskup góði vígði árið 1230 og við lindina er stytta af Maríu Mey sem sr. Rögnvaldur Finnbogason vígði á sl. sumri. Guðsþjónustan var vel sótt, á þriðja hundrað manns voru viðstaddir. Sr. Rögnvaldur Finnbogason, prestur á Staðarstað, prédikaði. Eftir prédikun fór fram hjónavígsla. Elías Davíðsson organ- isti og tónlistarkennari í Olafsvík spilaði á helluspil. Söngurinn fór fram án undirleiks. Eftir hjónavígsl- una gróðursetti Finnbogi Lárusson Laugabrekku tré við lindina og er það fyrsta tréð á þessum stað. Veð- urblíða var. helgina Á laugardag, 4. ágúst, fór fram kristileg athöfn í Hellnakirkju. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson prestur kom í kirkjuna með hóp manna þ. á m. útlendinga. í kirkjunni fór fram ritningarlestur og söngur. Gífurleg umferð hefur verið hér um verslunarmannahelgina og man ég ekki eftir svo mikilli umferð áð- ur, enda veðurblíða. Um klukkan 20 á sunnudagskvöld sást héðan einkennileg ljóssúla yfir Snæfellsjökli, þar sem hann er hæst- ur. Heiðríkja var yfir jöklinum og sól var ekki gengin undir jökulinn. Súlan færðist aðeins til austurst á meðan hún sást, sem var um 10-15 mínút- ur. Hún náði frá jöklinum dálítið upp á loftið og að síðustu var hún kúlu- löguð. - Finnbogi MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990 27 Morgunblaðið/Sigurgeir Dagskrá var fyrir alla aldurshópa og hér fylgist yngsta kynslóðin spennt með. V estmannaeyjar: Vel heppnuð Þjóðhátíð Vestmannae um. ÞJÓÐHÁTIÐ Vestmannaeyja, sem haldin var um helgina, tókst með ágætum. Fimm til sex þúsund gestir sóttu hátíðina og skemmtu sér vel í góðviðrinu sem ríkti í Eyjum. Þjóðhátíðin hófst á föstudag og var stanslaus dagskrá í Herjólfsdal fram á mánudagsmorgun. Veður var gott alla helgina og fóru há- tíðarhöldin vel fram. Hápunktar Þjóðhátíðarinnar voru brennan á Fjósakletti, sem var ein sú stærsta og tilkomumesta sem sést hefur á Þjóðhátíð og flugelda- sýningar á laugardags- og sunnu- dagskvöld sem voru stórkostlegar. Góð stemmning var í brekkunni þar sem kvölddagskráin fór fram og brekkusöngurinn ómaði um Dal- inn en síðan var dansað við dúndr- andi tónlist á tveimur danspöllum fram á morgun. Að sögn lögreglunnar í Eyjum er Þjóðhátíðin ein sú allra rólegasta sem þeir muna eftir. Engin stór- vægileg óhöpp eða meiðsli urðu og lítið um óspektir. Þór Vilhjálmsson, formaður íþröttafélagsins Þórs, sem sá um hátíðina, sagði að Þórsarar væru ánægðir með hvernig til hefði tek- ist. „Þetta var svona meðal Þjóð- hátíð hvað fjölda snertir en öll fram- koma gesta var yfirleitt til fyrir- myndar og lítið um vandræði þó alltaf sé einn.og einn sem þarf að hafa afskipti af“ sagði Þór. Þegar hátíðargestir ætluðu að halda heim á mánudagsmorgun skall þoka yfir í Eyjum og viðraði ekki til flugs allan daginn. Margir urðu því strandaglópar og fullt var með Herjólfi í allar þijár ferðir hans en skipið flutti um 750 farþega til lands á mánudag. Þjóðhátíðargestir höfðust við á ýmsum stöðum og í flugstöðinni var þröng á þingi þar sem fólk beið og vonaði að úr flug- veðri rættist. Um miðnætti varflúg- stöðinni lokað og komu forsvars- menn Þjóðhátíðar gestum, sem enn höfðu ekki komist til lands, fyrir í verbúð Vinnslustöðvarinnar til næt- urgistingar. í gærmorgun létti þokunni í Eyj- um og var þá strax mynduð loftbrú milli lands og Eyja til að flytja þá sem enn voru í Eyjum. Fiugleiðir fluttu um 200 manns fyrir hádegi í gær og önnur flugfélög höfðu einnig í nógu að snúast. Eyjamen og aðrir hátíðargestir voru ánægðir að aflokinni Þjóðhátíð sem heppnaðist vel í alla staði. Grímur 8000 manns í Galtalækjarskógi: Fjölmennasta bíndindismót- ið frá upphafi FJÖLMENNI var á bindindismótinu í Galtalæk. Um 8000 manns sóttu mótið að þessu sinni og var það því það fjölmcnnasta um þessa versl- unarmannahelgi. „Eg man ekki eftir því þessi fimmtán ár sem ég hef verið þarna að hafa séð svona fjölda. Þetta er fjölmennasta mót sem hér hefur verið haidið," sagði Ása Benediktsdóttir, sem sæti á í mótstjórn. „Við áttum alls ekki von á svona mörgu fólki en þetta var hægt og fór allt mjög vel fram.“ Sigurður Steingrímsson, land- vörður í Galtalækjarskógi, sagði veður hafa verið ágætt um helgina. Framan af hefði verið súld en veður farið batnandi á föstudeginum og verið orðið skínandi fínt á laugar- dag og sunnudag. Það væri helst að of mikið hefði verið af fólki. Þetta hefði verið á mörkum þess sem svæðið bæri. Þá kæmi líka allt- af sama vandamálið upp um hveija verslunarmannahelgi nefnilega sal- ernisskortur. „Salernin þyrftu að vera helmingi fleiri. Það er ekki fólki bjóðandi að standa svona í biðröðum," sagði Sigurður. Hann sagði að þetta væri hlutur sem væri erfitt að eiga við en hann bjóst við því að eitthvað yrði reynt að fjölga salernum fyrir næstu verslunarmannahelgi. Um- gengni sagði hann almennt hafa verið mjög góða en það væru helst unglingarnir sem trössuðu hana stundum. Lögreglan á Hvolsvelli sagði allt hafa farið mjög vel fram sem að þeim sneri og hefðu þeir lítil af- skipti þurft að hafa af fólki. Þó að þetta margir hefðu komið þarna saman hefði umferðin líka gengið bærilega fyrir sig. Morgunblaðið/Sigurður S. Ketilsson Bindindismótið í Galtalækjarskógi var fjölmennasLi útihátiðin uin þessa verslunarmannahelgi. Morgunblaðið/pinar Fa|ur Nokkur úrkoma var í Húsafelli á laugardeginum en börnin létu það ekki á sig fá og spiluðu ótrauð bingó. Húsafell: Hátíð aftur að ári þrátt fyrir tap nú í Húsafelli var haldin Qölskyldu- og barnaskemmtun á vegum BG-útgáfunnar í samvinnu við AA-samtökin. „Hátíðin gekk alveg Ijóm- andi vel fyrir sig og má segja að ekki hafí sést vín á nokkrum manni,“ sagði Pétur Hjálmarsson, Pétur sagði að öll auglýst dag- skráratriði hefðu verið haldin þrátt fyrir nokkra úrkomu á laugardegin- um og mæting á þau verið góð. Taldi hann að um 2000 manns hefðu verið á svæðinu þegar mest var, þar með talið þeir sem hefðu greitt sig inn, börn undir sextán ára sem fengu frítt inn, gestir í orlofshúsum á svæðinu og um einn aðstandenda hátíðarinnar. 250-300 AA-menn sem stóðu að hátíð á Eyrunum fyrir neðan. „Það eru allir mjög ánægðir með þessa skemmtun,“ sagði Pétur. „Við stefndum að því að koma út á núllinu en það gekk ekki alveg eftir. Það er samt alveg öruggt að samskonar skemmtun verður haldin að ári og vonandi munu endar ná saman þá.“ Fjölmenni á Suðurlandi: „Ljómandi helgi“ = siiirlögreflanáiilfogsi ÞO AÐ mikið hafi verið um að (ipik saftfflðisl Sffflfflil á Snðnplíffldi um verslunarmannahelgina er lögreglan þar almennt ánægð með hvernig allt gekk fyrir sig. „Helgin var alveg ljómandi. Þetta var ein ftesffl yeFslHrfflpnfflifflfthplgin ftpr þpfpp vprið," sagði GHðmundHF Hartmannsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi. Lögreglan á Hvolsvelli og á Vík í Mýrdal var einnig í heiidina litið ánægð með helgina. Þúsund manns á Laugarvatni Um þúsund manns voru í tjöldum á Laugarvatni, aðallega unglingar af Suðurnesjum, og sagði Guð- mundur að eitthvað hefði verið um ölvunarlæti, smáátök og þjófnaði. Flestir unglinganna komu til Laug- arvatns á föstudag og var nokkuð um ölvun aðfaranótt laugardagsins. Þurfti hjúkrunarkona sem var á staðnum að sauma nokkrar smá- skráfur en að sögn lögreglunnar komu ekki upp nein alvarleg mál. Lögreglan hafði afskipti af nokkuð mörgum ökumönnum sem voru að keyra ölvaðir um svæðið og einnig var eitthvað um fyrirbyggjandi að- gerðir af hálfu lögreglunnar svo sem að bíllyklar voru teknir í vörslu áður en til ölvunaraksturs kom. Stolið úr tjöldum Guðmundur sagði að sex lög- reglumenn hefðu verið á svæðinu aðfaranótt laugardagsins en síðan þrír eftir það. Hann sagði að því miður hefði verið nokkuð um þjófn- aði. Hefðu þjófarnir farið inní tjöld fólks meðan það svaf og tekið það- an verðmæti. Einnig hurfu útvarps- tæki úr tjöldum meðan fólk bragð sér frá. Stöðvaði lögreglan einn bíl sem í var þýfi - aðallega úr einu tjaldi. Aðfaranótt mánudagsins var svo bifreið tekinn ófijálsri hendi og keyrð á Ijósastaur. Bifreiðin skemmdist mikið en sá sem ók henni slapp ómeiddur. Var þetta eina umferðaróhappið á svæðinu. Flestir gestanna á Laugai-vatni fóru að hugsa sér til hreyfings á sunnudag og voru allir farnir síðdegis á mánudag. Á Þingvöllum var einnig mikið um gesti, hátt í tvö þúsund manns. Þá voru um tvö þúsund manns á Flúðum og um þúsund í Þjórsárdal. Sagði Guðmundur að þetta hefði aðallega verið fjölskyldufólk og allt gengið mjög vel fyrir sig. Þri'h þnsHffll í Þfipsmöpií Riilmpiffli vffl: í og laldi iögmglan á Hvolsvoiii að þffllfflfflu vÖPið sfflHifflHfiffliiir hih 8000 fflafflis. Sagði húp ástnffliiö ftafa verið þokkalegt ep ölvun talsverða einkum aðfaranott laugardagsins. Sumarbústaður brann við Vík „Helgin var nokkuð góð hjá okk- ur að mestu leyti,“ sagði Reynir Ragnarsson, lögreglumaður á Vík í Mýrdal en þar voru um 2500 manns um helgina. Hann sagði að aðallega hefði þetta verið fjölskyl- dufólk en því miður væru alltaf inn- an um smá hópar sem væru með drykkju og læti. Það skemmdi fyrir og truflaði hina. í heildina litið hefði hins vegar ailt gengið þokkalega fyrir sig og umgengni verið ágæt. Tveir árekstrar voru um helgina í kringum Vík og sagði Reynir að " áfengi hefði komið við sögu í þeim báðum. Þá kviknaði í sumarbústað fimm kílómetrum fyrir austan Vík aðfaranótt laugardagsins og brann hann til grunna. Enginn hafði verið í bústaðnum um langan tíma og telur því lögi’eglan að um íkveikju hafi verið að ræða. Óskar lögreglan á Vík eftir upplýsingum um manna- ferðir á þessum slóðum um nóttina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.