Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.08.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990 Rósa Þórðar- dóttir — Minning Fædd 19. janúar 1920 Dáin 29. júlí 1990 Að kvöldi eins hlýjasta og falleg- asta dags á þessum áratug kvaddi Rósa frænka mín okkur í síðasta sinn. Það sem var iíkt með Rósu og þessum fallega degi var að hún átti hlýtt og gott hjarta. Var ég einn af þeim sem var svo lánsamur .■^gð fá að njóta þess. Ég var ekki gamall þegar Rósa passaði mig fyrst fyrir tæpum 27 árum og upp frá því fannst mér hvergi betra að vera og vildi ég helst hvergi annars staðar vera í pössun. Það var margt skemmtilegt sem við Rósa gerðum saman og væri það efni í góða sögu ef ætti að telja það allt upp. Efst er mér SUMARBÚSTAÐA EIGENDUR ÚRVAL GARÐLJÓSA Rafkaup ÁRMÚLA 24-SÍMAR 681518-681574 í huga þegar Rósa bauð mér með sér til Ákureyrar, aðeins átta ára gömlum. Á Akureyri gistum við á Hótel KEA, skoðuðum Nonnahús, Davíðshús, Sigurhæðir, kirkjuna og töldum saman tröppurnar upp að henni. Þremur árum síðar bauð hún mér og Magnúsi frænda tii Vestmannaeyja og ekki var það síður ógleymanleg ferð; siglingin með Herjólfi, bærinn hálfur undir ösku og ekki síst sigiingin umhverf- is eyjuna, ígulkerin sem við veidd- um og týndum svo á hótelinu. Kvöldin heima hjá Rósu í Skeija- firðingum eru líka ofarlega í huga mínum. Þá sátum við oft og spiluð- um rússa, eða hún kenndi mér að sauma út. Ekki ætla ég að láta ógetið óteljandi ferða minna í Nýja Bíó þar sem Rósa vann mörg ár í miðasölunni. Voru þær margar bíó- myndimar sem ég sá þar á hennar kostnað. Ljúfustu minningarnar um Rósu tengjast jólunum austur á Efsta- landi þar sem hún var fastagestur um hver jól. Það var eins og jólin kæmu með Rósu þegar hún kom á Þorláksmessu. Þegar ég varð eldri og þurfti að fá að gista í Reykjavík, stóðu dyrn- ar hjá Rósu alltaf opnar. Rósa var ekki aðeins reiðubúin að veita manni húsaskjól heldur gerði hún hvaðeina sem maður bað hana um ef hún hafði nokkra möguleika á. Ekki brást Rósa frekar en fyrri daginn þegar við Kristín fórum að búa og Andri Már fæddist. Þá hjálpaði hún okkur að fá leigða íbúðina sem hún var að flytja úr. Fyrir tæpu ári áttum við yndis- lega og ógleymanlega stund saman þegar við létum skíra Svövu Björk í kapellunni í Landspítalanum. Góðar og skemmtilegar stundir með Rósu eru óteljandi. Því er erfitt að sætta sig við að hún, sem hefur verið mér sem amma, skuli vera farin. En minningarnar um hana munu lifa með okkur og með- an svo er, verður hún hjá okkur. Við þökkum Rósu okkar fyrir allt sem hún var okkur og allar yndislegu samverustundirnar. Við vottum aðstandendum og vinum okkar dýpstu samúð. Gunnar, Kristín, Andri Már og Svava Björk. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Spámaðurinn.) Svo sannarlega hefur Rósa verið gleði okkar, fjölskyldunnar á Efsta- landi. Á kveðju- og saknaðarstund þakka ég Guði fyrir að hafa fengið að njóta samvista við þessa konu, sem var mikill og sannur vinur. Eitt af því dýrmætasta sem lífið veitir okkur er vinátta, sem á ein- hvern hátt myndast milli tveggja einstaklinga og dýpkar og styrkist eftir því sem árin líða. Þannig var því farið um vináttu okkar Rósu. Ég man svo glöggt, já, eins og það hefði gerst í gær þegar ég sá Rósu fyrst. Það var þegar Bjössi fór með mig til frænku sinnar og sagði henni að þetta væri stelpan sem ætlaði að elda hafragraut fyrir sig í framtíðinni. Þá mætti mér elsku- legt bros og handtakið var hlýtt. Frá þessari stundu varð brosið fal- legra og fallegra og handtakið þétt- ara og þéttara. Rósa fæddist í Eskjuholti í Borg- arfirði 19. janúar 1920, næstyngst sex barna þeirra hjóna Loftveigar Kristínar Guðmundsdóttur og Opnum aftur eftir sumarfrí! J.S.B. stúlkur, nú er nóg komió af svo góðu!!! Tilkynningaskylda____ (83730) 17 ★ Góðir þjálfunartímar jafnt fyrir byrj- endur sem framhald. gtra^ ★ Allir finna flokk við sitt hæfi hjá J.S.B. P.s. Ekkibíða eftirað ástandið batni.... Láttu okkur sjá um það, það er okkar fag. Innritun hafin Suðurver Þórðar Oddssonar bónda í Eskju- holti. Rósa var á öðru ári er faðir hennar lést. Loftveig flytur með dætur sínar, Kristínu, Guðfinnu Þóru, Halldóru, Rósu og Þórunni Oddnýju árið 1923 fyrst til Hafn- arfjaðar en síðar til Reykjavíkur. Eini sonurinn fórst af slysförum í barnæsku. Loftveig giftist aftur árið 1925, Gesti Gunnlaugssyni. Bjuggu þau lengst á Þóroddsstöðum í Reykjavík og í Meltungu í Kópavogi. Rósa mat stjúpa sinn mikils og talaði alltaf um hann með virðingu og þökk fyrir uppeldið. Kjörsonur Loftveigar og Gests er Jóhann, rakari, sem hefur verið búsettur í New York í mörg ár. Milli Jóhanns og Rósu ríkti mikil vinátta. Var Jóhann ætíð þakklátur henni fyrir að hún tók honum sem sönnum bróður. Rósa giftist 10. júní 1930, Jón- asi Hafsteini Bjarnasyni. Eignuðust þau einn dreng, Þórð, loftskeyta- mann. En lífið er oft harðneskjulegt. Á haustmánuðum 1943 ferst Jónas í hafi með togaranum Jóni Ólafssyni. Rósa vann lengst af við verslun- arstörf, hjá Sandholti, í Melabúð- inni en síðast,' í um tuttugu ár, í miðasölunni í Nýja bíói, eða þar til það var selt fyrir fáum árum. Eng- inn var svikinn af verkum hennar, þar var samviskusemin í fyrirrúmi. Það hefði ekki verið vilji Rósu að líf hennar og störf væru tíund- uð. Líf hennar stefndi oft mót vindi og straumum en hún lét aldrei bugast. Ef henni sárnaði ellegar fannst sér misboðið gekk hún ein- faldlega af vettvangi, það var fyrir neðan hennar virðingu að mæla reiði- eða styggðaryrði. Þegar Rósa veiktist fyrir tveimur og hálfu ári, vitandi að hún ætti ekki eftir að fá varanlega heilsu aftur, tók hún því með sömu rósem- inni og öllu öðru sem lífið lagði henni á herðar. Hún taldi sér skylt að bera veikindi sín með reisn og jafnaðargeði. Það hefur verið lærdómsríkt að umgangast og annast Rósu í veik- indum hennar. Hún hafði allt að gefa öðrum. Þegar ég sat við dán- arbeð hennar, ósátt við þessi örlög var mér hugsað til orða hennar: „Kalli himinsins verðum við að hlýða.“ Ég var viss um að þokunni myndi brátt létta og dagurinn og sólin taka völdin. Rósa var mjög greind, víðlesin og ættfróð og með eindæmum minnug á allt sem hún las og heyrði og átti gott með að segja og miðla öðrum af þekkingu sinni. Hún var afar ljóðelsk og kunni ógrynni af ljóðum. Eitt sinn h^fði ég á orði hvort ekki væri erfitt að vera svona mikið ein. „Ég er aldrei ein þar sem ég hef ljóðabækurnar mínar, það er eins og að fá góðan vin í heimsókn þegar ég tek mér þær í hönd,“ sagði hún. Rósa var glæsileg kona og mér fannst alltaf að svona ættu drottn- ingar að vera. Til hennar var ætíð gott að koma, það var tekið á móti manni með elsku og gleði. Oft gisti maður og ævinlega gekk Rósa úr rúmi og lét okkur eftir dúnsængina sína og allt var gert svo vel færi um okkur. Manni leið alltaf vel hjá henni og oft sótti ég frið og ráðleggingar til hennar. Það var dýrmætt að eiga hana fyrir trúnaðarvin. Ætíð þegar Rósa kom fylltist bærinn af sólskini og glaðværð. Flesta hátíðisdaga dvaldi Rósa hjá okkur í nærfellt tuttugu ár gaf hún okkur þá jólagjöf að dvelja yfir hátíðina. Það ríkti alltaf mikil gleði þegar Rósa hringdi og sagðist ætla að koma með rútunni um kvöldið, því hún ætti frí daginn eftir. Half- sofandi flutti börnin dýnu og sæng- urföt sín inn til hennar, það kom ekki til mála annað en sofa hjá Rósu. Það kom sér vel hve langt var á milli barnanna, því annars hefði verið slegist um hver ætti að sofa hjá henni. Þau tóku við hvert af öðru og nú síðast ný kynslóð, barnabörnin okkar. Ekki fékk Rósa að sofa út þessa morgna. Hún var farin að lesa fyrir börnin, spila við þau eða ræða um lífið og tilveruna, stundum fyrir allar aldir. Það er ómetanlegt fyrir þau að hafa feng- ið að njóta hennar, hún var þeim hinn besti vinur og leiðbeinandi, því hún var einstaklega barngóð. Hún hafði mjög gaman af að rifja upp ýmis gullkorn sem hrukku af vörum barna við ýmis tækifæri. Oft voru kvöldin og næturnar ekki nógu langar því það þurfti margt að spjalla um liðna tíð og ókomna. Þau rifjuðu margt upp frændsystk- inin, Bjössi og Rósa. Hún hafði gaman af léttri lund og tilsvörum frænda síns. Bjössi vill þakka henni sérstaklega fyrir bernskuárin sín. Þeir voru hvor á sínu árinu, Þórður sonur hennar og Bjössi. Alltaf lét hún jafnt yfir báða ganga; dvöl í Vatnaskógi, nýir strigaskór o.m.fl. Hún gerði ekki upp á milli barna, þannig var hún. Rósa átti tvær sonardætur, Ingu og Áslaugu. Voru þær og fjölskyld- ur þeirra henni mikil gleði, svo og hálfsystir þeirra, Sigríður Helga. Hún naut ástúðar Rósu, jafnt og væri hún hennar ömmubarn. Rósa talaði alltaf um ömmutelpurnar þijár og langömmubörnin sex. Þau hafa öll misst mikið og votta ég öllum ættingjum og vinum samúð mína. Að leiðarlokum hefði maður vilj- að segja svo margt að seint yrði lokið, en efst í huga er innileg þökk til hennar fyrir áratuga tryggð og umhyggju við okkur Bjössa og börnin okkar. Vissa mín er sú að hún muni eiga góða heimkomu í Guðsríki sem hún alla tíð var svo viss um að væri upphaf alls. Hásæti hennar verður autt um ókomin jól, en við kveðjum drottn- inguna okkar með söknuði og trega. Far vel heim heim í Drottins dýrðargeim. Náð og miskunn muntu finna meðal dýrstu vina þinna friðarkveðjur færðu þeim. Far vel heim. (Matth. Jochumsson.) Svava Gunnarsdóttir GARÐASTÁL Góð ending — margir litir = HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.