Morgunblaðið - 14.08.1990, Page 16

Morgunblaðið - 14.08.1990, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990 If# 7 k ■én Þórarinn Björnsson að Vallargerði 4. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kópavogur: Viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfí Hulda K. Brynjólfdóttir og Þröstur Helgason að Hófgerði 12. Afhending viðurkenninga fyrir snyrtilegt umhverfi íbúð- arhúsa og atvinnufyrirtækja í Kópavogi, árið 1990, fór fram í Félagsheimili Kópavogs föstu- daginn 10. ágúst. Veittar voru sex viðurkenningar, tvær á veg- um umhverfisráðs Kópavogs, en fjórar að vegum félagasam- taka í bænum. Athöfnin hófst með því að Haukur Ingibergsson, formaður Umhverfisráðs Kópavogs, bauð gesti velkomna. Á eftir var boðið upp á veitingar og fulltrúar af- hentu viðurkenningamar. Fyrir hönd Kiwanisklúbbsins Eldeyjar afhenti Guðmundur Eýjólfsson Þórami Bjömssyni viðurkenningu fyrir garðinn að Vallargerði 4. Magnús Ingmundarsson afhenti Ólöfu Jóhannesdóttur og Guð- mundi Sigurðssyni viðurkenningu fyrir garðinn að Hlíðarvegi 3 fyrir hönd Rotaryklúbbsins í Kópavogi. Haukur Ingibergsson afhenti Unni Magnúsdóttur og Hauki Hlíðberg viðurkenningu fyrir garðinn að Álfhólsvegi 31 fyrir hönd Lions- sanna að Sæbólsbraut 26, 28 og 30 viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi fyölbýlishúsa og Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, afhenti Jóni Helga Guðmundsyni, forstjóra BYKO, viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi atvinnu- húsnæðis. Eftir afhendingu viður- kenninganna var ekið með gesti á milli lóðanna. Þórarinn Bjömsson sagðist, í samtali við Morgunblaðið, eyða töluverðum tíma í garðinum. Helstu einkenni hans sagði Þórar- inn vera margs konar tijátegund- ur. „Ég er með flest annað en greni,“ sagði Þórarinn en auk þess er töluvert af blómum í garðinum. Má þar nefna begóníur. Af garðin- um sagðist Þórarinn hafa mikla ánægju. Ólöf Jóhannsdóttir og Guð- mundur Sigurðsson sögðust næst- um eiga of stóran garð. „Frítíminn fer meira og minna í þetta,“ sagði Guðmundur en hann vinnur ekki á sumrin og getur því eytt meiri tíma í garðinu en ðlöf. „Annars reynum við að skipta þessu á milli Að Sæbólsbraut. klúbbs Kópavogs og Ingimar Sig- urðsson afhenti Huldu K. Biynj- ólfsdóttur og Þresti Helgasyni við- urkenningu fyrir garðinn að Hófa- gerði 12 fyrir hönd Lionsklúbbsins Munins. Umhverfisráð Kópavogs veitt tvær viðurkenningar. Guðni Stef- ánsson afhenti íbúum fjölbýlishú- okkar,“ sagði Ólöf. „Hann slær en ég klippi og snyrti.“ í garðinum eru meðal annars sólbeijatréj rifs- beijatré og fjölærar plöntur. I einu hominu er matjurtargarður þar sem hjónin rækta grænkál, raba- bara, gulrætur og kartöflur með ágætum árangri. Unnur Magnúsdóttir sagðist BYKO í breiddinni. eiga garð „til að vera“. „Við vinn- um ekki mikið í garðinum enda er hann mjög þægilegur, mikið af fjölærum plöntum og trárn," sagði hún og bætti við að uppáhaldstréð hennar væri gulltoppur. í garðin- um er hraunkantur og fjörustein- ar. Þegar Hulda K. Brynjólfsdóttir og Þröstur Helgason fluttu að Hófgerði fyrir 12 árum var fjárhús og tún fyrir aftan húsið en nú er þar fallegur skrúðgarður. Framan við húsið er gamall tijágarður og í miðjum garðinum er lítil tjöm. Lóðin er stór en hjónin sögðu að í bígerð væri að stækka húsið út í garðinn. Jón Helgi Guðmundsson sagðist fyrir hönd BYKO í breiddinni vera afar montinn með viðurkenning- una sem fyrirtækið fékk fyrir góða umgengni á lóðinni í kringum fyr- irtækið. „Eg sé að tekið hefur verið tillit til þeirrar starfsemi sem fram fer á lóðinni, en við þurfum að losa okkur við á annað þúsund tonn af hefilspónum og alls kyns rusli á ári,“ sagði Jón Helgi og bætti við að viðurkenningin væri auðvitað hvatning til fyrirtækisins að gera enn betur. Eydís Daníelsdóttir og Sigfríð Hallgrímsdóttir, sem búa að Sæ- bólsbraut 26, sögðu að íbúar í blokkunum þremur að Sæbóls- braut 26, 28 og 30 væm langflest- ir viljugir að taka til hendinni á lóðinni. Á lóðinni er sandkassi fyr- ir bömin í húsunum og stór flöt þar sem þau geta leikið sér. Ekki er þó talið æskilegt að þau fari í fótbolta á lóðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.