Morgunblaðið - 14.08.1990, Page 31

Morgunblaðið - 14.08.1990, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990 31 Geirftiður Jóelsdóttir, Siglufirði - Minning Fædd 1. september 1905 Dáin 7. ágúst 1990 í gær, mánudaginn 13. ágúst, var til moldar borin frá Húsavíkurkirkju Geirfríður Jóelsdóttir, sem lengi bjó á Siglufirði, en hin síðri ár hjá dótt- ur sinni og tengdasyni í Breiðumýri í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu. Geirfríður, eða Gilla eins og hún var jafnan kölluð, var fædd og uppal- in í Betri-Bæ á Húsavík. Móðir henn- ar var Friðrikka Þorgrímsdóttir, ætt- uð frá Nesi í Aðaldal, en faðir henn- ar var Jóel Magnússon, útvegsbóndi frá Hvalsnesfirði í Fjörðum. Börn þeirra hjóna urðu fjögur og komust öll til fullorðinsára, eftir lifa ástkær- ar systur, Fjóla og Magnea, en Þorgrímur er látinn. Eins og títt var með unglinga þessa tíma þurfti Gilla ung að fara að_ vinna fyrir sér, fyrst heima á Husavík en síðar á Akureyri, í Vest- mannaeyjum og á Siglufirði. Rúm- lega tvítug fer hún sem ráðskona við útgerð Einars Malmquist á Siglufirði og starfaði þar nokkur sumur og haust. Þá hófu skapanorn- irnar að vefa hennar örlagavef því samtímis henni starfaði hjá Malmqu- ist útgerðinni ungur og glæsilegur skipstjóri, Arnþór Jóhannsson frá Selá á Árskógsströnd í Eyjafirði, sem varð einn af aflasælustu skipstjórum landsins. Samband þeirra Gillu og Arnþórs þróaðist og dafnaði — þau urðu ást- fangin og sú ást náði út yfir gröf og dauða. Þegar vertíð lauk haustið 1929 og þau héldu hvort til síns heima höfðu þau bundist tryggðar- böndum og 2. mars 1930 gengu þau í hjónaband á Húsavík. Þau fluttu til Siglufjarðar og reistu sér þar heimili, fyrst á Suðurgötu 22 en síðar á Norðurgötu 11. Yfir þessu heimili var menningar- og myndarblær og þar var alveg sérstakur ilmur sem aðeins finnst þar sem hver krókur og kimi er tandurhreinn. Arnþór og Gilla eignuðust þrjú ' börn, Björgu, fædd 1932 gift Sig- tryggi Jósepssyni, Hörður, fæddur 1939, kvæntur Grétu Guðmundsdótt- ur og Öm, fæddur 1945, kvæntur Svanborgu Dahlmann. Árið 1933 veiktist Gilla af hinum mikla ógnvaldi, berklum, og þurfti að yfirgefa eiginmann og 9 mánaða gamla dóttur sína til að leggjast inn á Kristneshæli sér til heilsubótar. Moðir hennar og systur, Fjóla og Magna, fóstruðu Björgu og eftir 18 mánuði gat hún snúið heim nokkurn veginn heil heilsu. En þessi lífsreynsla markaði djúp spor á sál hennar og eitt sinn tjáði hún mér að hún hefði ekki átt von á því að eiga afturkvæmt af „hæiinu" frekar en margur sem þessi vágestur hetj- aðiá. Árið 1931 byrjaði Arnþór skip- stjórn á síldveiðiskipi með herpinót og reyndist hann með afbrigðum fengsæll og farsæll skipstjóri, og í hugum þeirra sem muna síldarárin á Siglufirði og unna sjómennsku er nafn Arnþórs og ms. Dagný SI 7 samofin. Þegar athafnamaðurinn Helgi Benediktsson í Vestmannaeyj- um hafði látið smíða hið glæsilega skip Helga Helgason tók Arnþór þar við skipstjóm. Eftir áramótin 1950 tók hann sér far til síns skips frá Reykjavík til Vestamannaeyja með vélbátnum Helga VE. Sú sjóferð varð hans helför því skipið fórst við Faxasker 7. janúar og með því öll áhöfn og farþegar. Gilla var á fertugasta og fimmta aldursári þegar hún varð ein með börnin sín, Björgu 17 ára, Hörð 10 ára og örn 4ra ára, en með ráðdeild og dugnaði kom hún þeim til mann- dóms. Hún hélt út í atvinnulífið, sait- aði síld á surnrum, leigði út herbergi og seldi fæði, tók að sér alls kyns saumaskap og var í áraraðir eftirlits- riiaðui' í frystihúsi SR á Siglufirði. Á hjúskaparárum okkar Harðar á Si- glufirði var hún alltaf nærtæk, fóstr- aði dætur okkar og uppfræddi; var jafnan gefandi og við öll þakklátir þiggjendur. Er við fluttumst burt árið 1970 lögðum við hart að henni að fylgja okkur en svo varð ekki. Árið 1981 þegar hún var búin að vera ein svo lengi bauðst henni að flytjast til Bjargar og Sigtryggs í Breiðumýri og átti hún þar góð og friðsæl ár þar til hún veiktist snemma á þessu ári og varð að leggjast á sjúkrahús á Húsavík og á Landspítal- ann þar .sem hún gekkst undir að- gerð sem ekki bar árangur. Henni auðnaðist að eiga nokkra daga heima á Breiðumýri áður en yfir lauk, en hún andaðist á sjúkrahúsi Húsavíkur að morgni 7. ágúst sl. Þegar ég nú lít yfir lífshlaup tengdamóður minnar hrannast upp minningarnar. Gilla var ákveðin og ákaflega föst fyrir í skoðunum sínum en var jafnan reiðubúin til að leggja mat á menn og málefni líðandi stundar, ekki til að rífa niður heldur til að rökræða sjónarhorn annarra og byggja upp. Gilla var myndvirk; dugnaðarfork- ur sem geymdi aldrei neitt til morg- uns sem hún gat gert í dag. I tóm- stundum sínum hafði hún mesta ánægju af handavinnu og einstök handverk hennar prýða heimili henn- ar nánustu sem annarra. Gilla var trúhneigð og ljóðelsk og nutu dætur okkar Harðar óspart af þeim brunni. Öll hennar mannlegu samskipti voru eins og hýbýli henn- ar, hrein og flekklaus. Hún óttaðist ekki dauðann og uppgjör við skapara sinn, viss um að fyrir handan biðu engir ógreiddir reikningar sem hún gæti ekki staðið skil á, sannfærð um að lok þessa jarðlífs væru ekki enda- lokin. Ég kveð og þakka tengdamóður sem ég hef verið samstíga í meira en aldarfjórðung og aldrei orðið sundurorða við. Hún kenndi mér svo margt. Af henni lærði ég að leggja mat á ýmsar hliðar tilverunnar sem annars væru mér lokuð bók. Ég kveð og þakka einstakri konu sem alla tíð lét hag bai-na sinna og sinna nánustu ganga fyrir eigin hag. Ég kveð Gillu í þetta sinn með broti úr. kvæði eftir Kristján Jónsson Fjallaskáld: Þar er hún sæl, er sælu jók syrgjendum, þeim er eftir þreyja. Guði sé lof, sem gaf og tók! Gott er að lifa vel og deyja. Gréta Guðmundsdóttir t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR G. JÓHANNSSON pipulagningarmeistari, Hátúni 13, Reykjavik, lést 11. ágúst i Borgarspítalanum. Sigrún Benediktsdóttir, Erla Sigurðardóttir, Jóhann E. Sigurðsson, Benedikt E. Sigurðsson, Kolbrún Sigurðardóttir, Hrefna Sigurðardóttir, Laufey Bjarnadóttir, Auður Lella Eirfksdóttir, Höskuldur Elfasson, . Ólafur Björn Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, LÁRUS Á. ÁRSÆLSSON, Kirkjuvegi 43, Vestmannaeyjum, lést á Landspítalanum 13. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Bergþóra Þórðardóttir. Okkar ástkæra, + SIGRÚN Á. EIRÍKSDÓTTIR, Laufásvegi 34, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 15. ágúst kl. 13.30. Hjördís Dúrr, Ólafur F. Bjarnason, Erla Durr, Þórhallur Halldórsson, Hildegard Dúrr, Böðvar Guðmundsson, Anna S. Pálsdóttir, Þuríður Pálsdóttir, Einar Pálsson, Birgitta Laxdal, Jón N. Pálsson Jóhanna Ólafsdóttir, börn og barnabörn. t SERA OSKAR J. ÞORLÁKSSON fyrrum dómprófastur, Aragötu 15, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 16. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á líknarsjóð Dómkirkjunnar. Elísabet Árnadóttir, Árni Óskarsson, Heiðdfs Gunnarsdóttir, Helga Pálmadóttir, Helgi G. Samúelsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Móðir mín, tengdamóðir og amma okkar, ÞRÚÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 15. ágúst kl. 15.00. Helga Einarsdóttir, Ólafur Davíðsson, Davíð Ólafsson, Kjartan Ólafsson. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LÁRU HALLDÓRSDÓTTUR, Furugerði 1, Reykjavík. Halldór Hjartarsson, Bára Þórðardóttir Hörður Hjartarsson, Erla Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. *. t Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna andláts KRISTÍNAR Þ. ÁSGEIRSDÓTTUR frá Fróðá. Útför hennar fór fram 8. ágúst í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Einar Stefánsson, Halla Jónatansdóttir, Soffía Stefánsdóttir Carlanddöplke Carlander, Ólafur Stefánsson, Vilhelmína Baldvinsdóttir, börn og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRUNNAR ELÍASDÓTTUR, Arnartanga 4, Mosfellsbæ. Kristín Baldvinsdóttir, Elías Baldvinsson, Baldur Þór Baldvinsson, Kristinn S. Baldvinsson, Ragnar Þór Baldvinsson, Birgir Þór Baidvinsson, Hrefna Baidvinsdóttir, Baldvin Skæringsson Hörður Runólfsson, Halla Guðmundsdóttir, Arndís Steinþórsdóttir, Sigríður Mfnerva Jensdóttir, Anna Jóhannsdóttir, Halidóra Björnsdóttir, Snorri Þ. Rútsson, Baldvin Gústaf Baldvinsson, Anna Gunnlaugsdóttir, Hörður Baldvinsson, Bjarney Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR P. GUÐMUNDSSONAR frá Stóra-Nýjabæ, Krísuvík. Guð blessi ykkur öll, Esther Finnbogadóttir, Gylfi A. Pálsson, Guðmundur Kr. Sigurðsson, Gróa Hreinsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför HARALDAR HANNESSONAR, Bakkagerði 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir til borgarstjórnar Reykjavíkur, Starfsmannafélags Reykjavikurborgar og BSRB. Fyrir hönd aðstandenda, Sveinbjörg Georgsdóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS ÞORKELSSONAR, Grenimel 8. Kristín Jónsdóttir, Einar Jónsson, Þorkell Jónsson, Óskar Jónsson, Þór Jónsson, Örn Jónsson, Svanborg Jónsdóttir, Guðmundur Ingi Jónsson, Ásgeir Jónsson, Þorgerður Egilsdóttir, Lilja Ólafsdóttir, Kerstin Jónsson, Elísabet Pétursdóttir, Kristfn Jónsdóttir, Júlíus Skúlason, Guðrún Sigþórsdóttir, Birna Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.