Morgunblaðið - 06.09.1990, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990
Taflfélag Reykjavíkur 90 ára:
Hyggjast halda stærsta
skákmót sem farið
hefur fram hérlendis
Reiknað með um tvö þúsund þátttakendum
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Whitesnake ílaxveiði oglandskoðun
Bresk/bandaríska þungarokksveitin Whitesnake er
nú stödd hér á landi og heldur hljómsveitin tvenna
tónleika í Reiðhöllinni nk. föstudag og laugardag.
Hljómsveitarmenn sögðu eftir komuna til !and_sins í
gær, að tónleikarnir legðust afar vel í þá. í dag
halda sveitarmeðlimir í laxveiði uppí Kjós og hyggj-
ast reyna að kynna sér ísland að svo miklu leyti
sem þeir hafa til þess tíma. Þegar er uppselt á tón-
leikana á föstudagskvöld og telja aðstandendur tón-
leikanna að miðar á seinni tónleikana á laugardag
seljist upp í dag eða á morgun.
TAFLFÉLAG Reykjavíkur
hyggst í tengslum við 90 ára af-
mælishátíð sína dagana 6. og 7.
október halda stærsta skákmót
sem haldið hefur verið hérlendis,
og er reiknað með um tvö þúsund
þátttakendum. Mótið verður að
mestu skipað grunnskólanem-
endum, og á að fara fram á
u.þ.b. fjórum klukkustundum.
Mótið verður aðalatburður af-
mælishátíðarinnar, en auk þess
hyggst Taflfélagið gangast fyrir
ráðstefnu um skákmálefni. Þá verð-
ur þann 23. september haldið svo-
kallað „frægðarmót," þar sem
þekkt fólk úr þjóðlífmu mun takast
á á taflborðinu.
Til að standa straum af kostnaði
við afmælismótið, sem og efla fjár-
hag Taflfélagsins, verður fyrirtækj-
um gefínn kostur á að greiða þátt-
tökugjald, 5 þúsund krónur, fyrir
keppendur á mótinu. Að sögn for-
svarsmanna félagsins hefur þessu
verið mjög vel tekið, og munu þess
dæmi að fyrirtæki ætli að styðja
heilu skólana til þátttöku.
Vegleg verðlaun verða veitt fyrir
efstu sætin á mótinu, og einnig
verður smærri vinningum dreift á
meðal þátttakenda. Ætlunin er að
tefla sjöfalda umferð eftir einföld-
uðu Monrad-kerfi.
Talsverð bóksala
í kjölfar aftiáms
virðisaukaskatts
Iðnaðarráðherra:
Ákveðnar tillögnr liggja
um orkuverð til álvers
fyru*
RÍKISSTJÓRNIN hélt í gær sérstakan fund um samninga um nýtt
álver. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir að ákveðnar hugmyndir
liggp fyrir um orkuverð og skattamál. Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra lýsti yfír efasemdum um fyrirliggjandi orkuverðshug-
myndir í fjölmiðlum í gærkvöldi og sagðist myndu láta kanna þær
nánar.
Jón Sigurðsson sagði við Morgun-
blaðið, að hann hefði á fuiidinum
lagt fram viðbótarefni og skýrt mál-
ið frá ýmsum hliðum og svarað fyrir-
spurnum. Þegar hann var spurður
um orkuverð og skattamál, sagði
hann að engum einstökum þætti
væri lokið fyrr en öllu málinu væri
lokið, en hann sagðist telja að sam-
komulagsgrundvöllurinn væri óðum
að taka á sig mynd, og málið að
komast á það þroskastig að hægt
væri að taka um það ákvarðanir.
Því hefur víða verið haldið fram,
að fyrirtækin þijú sem mynda Atl-
antsálshópinn, vilji að álver verði
byggt á Keilisnesi, og hafi tilkynnt
ríkisstjóminni þetta. Iðnaðarráð-
herra sagði að fyrirtækin ákvæðu
ekki staðsetninguna, en ráðgjafar
þeirra hefðu lagt fram mat sitt á
þessum þremur stöðum, og margt
væri komið fram sem sýndi hvemig
mál horfðu.
Þegar Jón var spurður hvort ríkis-
stjórnin myndi koma fram með
ákveðna ósk um stað fyrir álver inn
í viðræðurnar, sagði hann að þær
væru á á forræði iðnaðarráðherra
og hann leitaði samráðs sinna með-
ráðherra í því. Síðan mæti hann
hvernig hann héldi á málinu í sam-
tölum við forsvarsmenn Atlantsáls-
hópsins. „En í þessum mánuði era
ijöldamörg samtöl og athuganir i
gangi, og ég reikna með að hitta
forsvarsmennina í lok mánaðarins,"
sagði ráðherra.
Á ríkisstjómarfundinum var lagt
fram minnisblað frá Byggðastofnun
áhrif stóriðju á vinnumarkað,
með greinargerð raforkuverafram-
varpsins á Alþingi í vor, og síðar ítar-
legri í ríkisstjóminni fyrr í sumar.
HÆTT VAR að innheimta virðis-
aukaskatt af íslenskum bókum
1. september og lækkaði útsölu-
verð þeirra um tæp 20% í kjölfar
þess. í tilefni af þessari verð-
lækkun buðu bókaforlög upp á
ýmis sértilboð á laugardaginn og
standa þau víða enn. Starfsfólk
forlaga og bókaverslana segir
að talsverð bóksala hafí verið á
laugardaginn og að margir hafí
greinilega geymt bókakaup fram
yfír mánaðamótin.
Hjá bókaverslunum og forlögum
fengust þær upplýsingar, að bók-
sala hefði verið talsverð á laugar-
daginn. Víða var boðið upp á bækur
á tilboðskjörum og var nokkuð um
að fólk nýtti sér þau. Víðast hvar
munu sértilboðin standa næstu
daga. Afgreiðslufólk taldi þó erfið-
ara að meta áhrif afnáms virðis-
aukaskattsins á bóksöluna vegna
þess að þessa breytingu bæri upp
á um mánaðamót ágúst og septem-
ber, en þá væri alltaf mikil sala á
námsbókum.
Guðmundur Sigurðsson, yfírvið-
skiptafræðingur Verðlagsstofnun-
ar, segir að fyrir mánaðamótin hafí
stofnunin kannað verðlista bókafor-
laga og útsöluverð í verslunum og
nú verði fylgst með því hvort verð-
breytingar verði í samræmi við af-
nám virðisaukaskattsins.
Reykjavíkurborg:
Gert ráð fyrir 93,9 milljóna
kr. hagnaði af bílastæðum
um
Heimsmeistaramótið í brids:
••
Önnur íslenska sveit-
in enn í keppninni
og kom þar fram að verði álver reist
á Keilisnesi muni allt að 90% starfs-
manna koma af höfuðborgarsvæð-
inu. Jón Sigurðsson sagði um þetta,
að þessi skýrsla hefði í aðalatriðum
verið lögð fram fyrr í málinu, bæði
Fjárhagsáætlun Reykjavíkur-
borgar gerir ráð fyrir að gjöld
fyrir bílastæði skili 93,9 milljóna
króna tekjum umfram gjöld á
þessu ári.
Gert er ráð fyrir að tekjur borgar-
innar af bflastæðum verði 172,7
milljónir króna en gjöld 78,8 millj-
ónir króna. Að sögn Inga Ú. Magn-
ússonar gatnamálastjóra var í for-
Genf. Frá Jóni Baldurssyni, fréttaritara Morgunblaðsins á heimsmeistaramótinu í brids.
SVEIT Sigurðar Vilhjálmssonar
komst áfram í 64 liða úrslit í
útsláttarkeppni sveita í gær.
Sveit Tryggingamiðstöðvarinnar
féll hins vegar úr keppni. Báðar
sveitirnar voru í erfiðum riðlum.
í gær kepptu 128 sveitir í 8
sveita riðlum og komust fjórar efstu
sveitir í hveijum riðli áfram. Sveit
Sigurðar varð í 4. sæti í sínum
riðli, á eftir sveitum Pertti Ukkonen
frá Finnlandi, Söndru Landy frá
Bretlandi og Kathy Wey frá Banda-
ríkjunum. Með Sigurði spila Valur
Sigurðsson, Aðalsteinn Jörgensen
og Jón Baldursson.
Sveit Tryggingamiðstöðvarinnar
varð í 6-7. sæti í sínum riðli, sem
var sennilega sá sterkasti í gær.
Þar komust áfram sveitir Anders
Wirgrens frá Svíþjóð, Gabriels
Chagas frá Brasilíu, Klukowskis frá
Póllandi og Tammens frá Hollandi,
sem allar eru skipaðar spilurum í
fremstu röð; Chagas og félagar
hans eru núverandi heimsmeistarar
í sveitakeppni.
Ýmsar sterkar sveitir féllu úr
keppninni í gær, og má þar nefna
sveitir Stig Werdelins frá Dan-
mörku og Anders Briinzells frá
Svíþjóð.
Sveitakeppnin heldur áfram í
dag. Þá er sveitunum 64 raðað í 8
riðla og komast fjórar efstu sveitir
í hverjum riðli áfram. Þær 32 sveit-
ir sem þá verða eftir munu spila
hreina útsláttarleiki þar til ein
stendur uppi sem sigurvegari. Spil-
arar sem falla úr sveitakeppninni
eiga þess kost að taka þátt í
tvímenningsmóti sem haldið er
samhliða.
Fjölgun erlendra ferðamanna
7,1% fyrstu 8 mánuði ársins
V-Þjóðveijar flestir utan Norðurlandabúa
FYRSTU átta mánuði þessa árs komu 112.886 erlendir ferðamenn
hingað til lands, sem er meiri fjöldi en nokkru sinni fyrr. Á sama
tíma í fyrra komu rúmlega 105 þúsund erlendir ferðamenn hing-
að til Iands, og svarar fjölgunin til 7,1 af hundraði. Sé litið á
ágústmánuð einan var aukningin 20%. Sú breyting hefur orðið á
að í ár hafa v-þýskir ferðamenn verið flestir erlendra ferða-
manna hérlendis að Norðurlandabúum undanskildum, og slá þar
með við bandarískum ferðamönnum sem undanfarin ár hafa kom-
ið næstir ibúum Norðurlanda.
í frétt frá Ferðamálaráði segir,
að veruleg breyting hafí orðið á
því hvaðan erlendir ferðamenn
sem heimsækja Island koma. Mik-
il aukning er á ferðalöngum frá
Bretlandi og meginlandi Evrópu,
á sama tíma og þeim bandarísku
fækkar lítillega, eða um 2,2%.
Hlutfallslega fjölgar svissneskum
ferðamönnum mest, um 18,8%,
og frönskum, um 17,4%. Hins
vegar vegur 11,5% fjölgun V-
Þjóðveija mest, þar sem þeim
fjölgar um tæp tvö þúsund. Norð-
urlandabúum fjölgaði einnig lítil-
lega, um 2,4%. Alls komu 36.318
Norðurlandabúar hingað á fyrstu
8 mánuðunum, 18.011 V-Þjóð-
vetjar, og 16.688 Bandaríkja-
menn.
Svo virðist sem fjölgun ferða-
manna frá meginlandi Evrópu og
Bretlandi komi fyrst og fremst
fram yfir sumarmánuðina. Þetta
sést best á því, að fjölgun er-
lendra ferðamanna í ágúst var
mjög mikil, eða 20% miðað við
ágúst í fyrra, og voru V-Þjóðveij-
ar flestir ferðamanna er hingað
komu í ágúst, 4.153, og er það
rúmlega 37% aukning frá því í
fyrra.
sendum þessarar áætlunar ekki
gert ráð fyrir þeirri hækkun á verði
þessarar þjónustu sem nýlega hefur
tekið gildi.
Á liðnu ári námu tekjur borgar-
innar af þessari starfsemi 129,9
milljónum króna en útgjöldin voru
73,6 milljónir króna. Tekjuafgangur
síðasta árs var því 56,3 milljónir
króna.