Morgunblaðið - 06.09.1990, Side 7

Morgunblaðið - 06.09.1990, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPl’EMBER 1990 7 Lífríki Mývatns og Láxár: Örar breytingar á lifríkinu í sumar SUMARIÐ 1990 hefiir á margan hátt verið óvenjulegt að því er lífríki Mývatns og Laxár varðar. I fréttabréfi Rannsóknarsstöðvarinn- ar við Mývatn kemur fram að ýmsir átu- og fuglastofnar hafa tekið við sér svo um munar, aðrir standa í stað, en í enn öðrum stofnum hefur fækkað. Segir að þetta sumar hafi á heildina litið verið tímabil örra breytinga. Mikið af stóru-toppflugu, sem er rykmýstegund, kviknaði strax og ísa leysti en fjöldi þessarar tegundar hefur verið í lágmarki undanfarin tvö ár. Afkoma á lirfum þessarar tegundar mun hafa verið mjög góð í sumar og eru nú á milli 7 og 15 lirfur á hveijum fersentimetra botns í Syðriflóa og á Strandarbolum. Aðrar rykmýstegundir voru flestar í fremur iitlum mæli í sumar. Fjöldi anda jókst um 9% um vorið ef miðað er við sama tíma í fyrra en þá voru fuglastofnar í lágmarki eftir hrun átustofna árin 1983 og 1988. Einstakar andategundir hafa þó tekið misjafnlega vel við sér, seg- ir í fréttabréfi Rannsóknarstöðv- arinnar. Þannig fjölgaði hrafnsönd um 45%, húsönd um 25%, duggönd um 16% og skúfönd um 10%. Stofn rauðhöfða og straumandar stendur í stað en litlu gráönd, hávellu og toppönd fækkaði. Engin þörungablómi var í Syðri- flóa í sumar. Svipað ástand skapað- ist á árunum 1978-1982 og var bitmý með minnsta móti á því tíma- bili enda alast lirfur þess upp í Laxá Borgaraflokkurinn í Reykjavík: Formaður fé- lagsins segir sig úr flokknum AUÐUR Jacobsen, formaður Kjördæmisfélags Borgaraflokks- ins í Reykjavík, hefur sagt af sér embætti sínu og gengið úr Borg- araflokknum. Segist hún nú ætla að ganga til liðs við Sjálfstæðis- flokkinn. í gær sendi hún for- manni Borgaraflokksins og skrif- stofu bréf þar sem hún greinir frá þessari ákvörðun sinni. Auður var fyrst varaformaður Kjördæmisfélagsins í tvö ár og síðan formaður eftir að Þórir Lárusson, sem hafði gegnt embætti formanns, gekk úr Borgaraflokknum árið 1989. „Ég hef verið að hugsa þetta mál í langan tíma,“ sagði Auður þegar hún var spurð um ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun. „Mér finnst að ekki hafí verið starfað lýðræðis- lega í flokknum og einnig hafa ýms- ir forystumenn haft óeðlileg afskipti af starfi félagsins sem ég hef ekki verið ánægð með. Ég ætla nú að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn - fara aftur heim.“ ------------------ og nærast á þörungum sem þær sía úr árvatninu. í kjölfarið fylgdi fækk- un húsandar og léleg afkoma hú- sandar- og straumandarunga. Þá dróst urriðaveiðin ' aman.. Kemur fram í fréttabréfinu að nú sjáist sömu einkenni og á þessu tímabili. Talningu á kaföndum í sárum er nýlega lokið og hefur öndum fækkað miðað við sama tíma í fyrra. Fækk- unin er að meðaltali 29%. Þrátt fyr- ir þessa miklu fækkun fullorðinna anda í sárum var mikið af fugli í vatninu. Munaði mest um unga sum- arsins en afkoma flestra andarunga var góð. Frá Mývatni. í fangageymslur fyrir hraðakstur ÖKUMAÐUR bifhjóls var á tólfta tímanum í fyrrakvöld kærður fyr- ir að aka á 130 kílómetra hraða á klukkustund um Suðurlandsveg. Tveir félagar hans komust undan lögreglu. Talið er að þessir menn hafí skömmu áður sloppið undan lögreglunni á Selfossi með því að aka hjóluin sínum á meira en 150 kílómetra hraða. Ökumaðurinn gisti fangageymslur lögreglu vegna rannsóknar málsins. Lögreglan í Reykjavík mætti mönnnunum skammt ofan Lög- bergsbrekku og mældi þar hraðann 130 kílómetra. Einn stöðvaði en óku á brott. Sá sem lögregla ræddi við kvaðst aðeins hafa ekið á 100 kíló- metra hraða og engin deili vita á samferðamönnum sínum. Hann var 1 færður í fangageymslur og til yfir- heyrslu í gærmorgun. Áskriftareiningar - Lífeyriseiningar Þeir sem búa vel fylgja fastri reglu Smágerðir vinir okkar flétta sér og sínum trausta hreiðurkörfu með þolinmæði og elju og einu strái í nefi í hverri ferð. Með Áskriftareiningum Kaupþings getur þú einnig smám saman hyggl upp trausta umgjörð um framtíð þína og þinna nánustu. Aðferðin er einföld og fyrirhafnar- lítil. Þú gerir samning við Kaup- þing um að leggja fyrir mánaðar- lega tiltekna fjárhæð sem ræðst að öllu leyti af efnum þínum og aðstæðuin. Fé, sem þú sparar þannig, er varið til kaupa á Einingabréfum 1, 2 eða 3. Kaup- þing býður þér örugga hámarks- ávöxtun og þú eignast smám sam- an þinn eigin sjóð, aflar þér fjár til framkvæmda eða leggur grunn að fjárhagslegu öryggi á efri árum. Jafnhliða sparnaðinum gefst þér kostur á tryggingum sem greiða umsaminn reglubundinn sparnað þegar veikindi eða slys draga úr möguleikum lil tekjuöflunar um lengri eða skemmri tíma. Kynntu þér Áskriftar- og Lífeyris- einingar Kaupþings og búðu þér og þínum örugga framtíð. KAUPÞING HF Löggilt verdbréfafyrirta'ki Kringluntii 5, 103 Reykjavík Sttni 91-689080

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.