Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990 15 Námsgagnastofnun: Refir eftir Karvel • • Ogmundsson komin út BOKIN Refir eftir Karvel Ögmundsson er komin út hjá Námsgagna- stofnun. Var bók þessi ein af þremur sem árið 1986 fékk viðurkenn- ingu í samkeppni sem Námsgagnastofnun hélt um ritun bóka um fræðandi efni fyrir börn á grunnskólaefni. Er Refír fyrsta bókin af þessum þremur sem gefin er út en einnig stendur til að gefa út hinar tvær, bókina Vesturfarar eftir Helga Skúla Kjartansson og Undir jökli eftir Tómas Einarsson. í Refum segir höfundur í sögu- formi frá ýmsu sem snertir lífsbar- áttu villta refsins á íslandi og ná- býli hans við manninn. Fjallar sagan um refafjölskyldu þar sem refirnir eru persónugerðir og einnig er greint frá baráttu mannsins við refinn í gegnum tíðina. Karvel Ogmundsson, útgerðar- maður frá Bjargi, Ytri-Njarðvíkum, var á yngri árum refaskytta á Snæ- felisnesi og hefur hann kynnst þessu villta spendýri á annan hátt en flestir hafa tök á. Bókin, sem er ríkulega mynd- skreytt af Grétu Guðmundsdóttur, er 63 blaðsíður að lengd og fæst Karvel Ögmundsson bæði í kiljuformi og í harðspjalda- kápu. ...hafðu í huga að þykktin, lengdin, húðunin og þjónustan skipta máli. MR bárujámið fæst í þeirri lengd sem þú óskar, breiddin er 82 sm, þykktin 0,63 mm og verðið 604 kr. metrinn. ie?^ Vi° MR búðin • Laugavegi 164 símar 11125 »24355 STANZ! í Eigum nýja og litið ekna Cherokee jeppa frá Ameríku. Verð frá 2.380.000,- Fiat Uno 1988, lítið eknir. Verð kr. 350.000,- Merzedes Bens 230E, 19C4, ekinn 175 þús. km. Dekurbíll í úrvalsflokki. Verð kr. 1.150.000,- Dodge Aries, 1988 station, ekinn 35 þús. km. Mjög góður bíll. Verð kr. 950.000,- Sapparo 1988, ekinn 90 þús. km. Bíll með öllum þægindum. Verðkr. 1.350.000,- Dodge Reliant, 1988, ekinn 32 þús. km., 2ja dyra. Góður bíll. Verð kr. 830.000,- Bflasalan Smiðjuvegi 4 Símar 77202 - 77444 Heimasími 45571

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.