Morgunblaðið - 06.09.1990, Side 16

Morgunblaðið - 06.09.1990, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990 É) t> ® % É> NEYTENDAMAL Morgunverður skóla fólks er ínikilvæg’iir HRINGDU OG FAÐU SENT EINTAK. BÆJARHRAUNI 14, 220 HAFNARFJÖRÐUR PÖNTUNARLÍNA 91-653900 NÚ Á haustdögum undirbýr ungt fólk sig undir skólastarfið og það ' hefur miklar væntingar í sam- bandi við árangur í námi. Þegar rætt er um námsárangur hér er sjaldan nefnt mikilvægi mata- ræðis. Á undanförnum árum hafa áhrif kjarngóðs morgun- verðar á námshæfni víða verið rannsökuð og eru niðurstöður mjög athyglisverðar. Áhrif morgunverðar Rannsóknir á áhrifum morgun- verðar á börn sem haldin eru of- virkni (hyperactive) voru gerðar í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Rannsóknirnar leiddu í ljós, að kolvetnaríkur morgunverður með sykurefnum getur haft mjög slæm áhrif á ofvirka einstaklinga. Könnunin var gerð við Georg Wash- ington læknaskólann í Washington DC, á 39 einstaklingum á aldrinum 8—13 ára sem greindir höfðu verið ofvirkir og á viðmiðunarhópi sem í voru 44 börn á sama aldri, en ekki áttu við nein hegðunarvandamál að stríða. Sykurmagn í blóði var mælt rétt fyrir málsverð og allt að 4 tímum eftir máltíð og fólst könnun- in m.a. í því að viðkomandi börn áttu að greina tvo hluti, pör, og var það gert 30 mínútum, 2 klukku- stundum og 4 klst. eftir málsverð. Prótein og einbeiting Börnunum voru gefnar tvær teg- undir morgunverðar til skiptis: kol- vetnaríkur, með tveim sneiðum af ristuðu brauði og smjöri, prótein- auðugur, með tveim hrærðum eggj- um léttsteiktum í smjöri eða að morgunverði var sleppt. Annan hvern dag fengu þau börn, sem borðað höfðu kolvetnaauðuga morgunverðinn, sætan appelsínu- drykk með aspartami eða sykri og kom í ijós að ofvirk börn sem fengu þennan morgunverð áttu í mun meiri erfiðleikum með að bera kennsl á hluti sem voru paraðir saman en samanburðarhópurinn. Aftur á móti stóðu ofvirkir sig mun betur þegar þeir fengu próteinauð- ugan morgunverð, en viðmiðunar- EKKI PRÍLA! NOTAÐU BELDRAY Álstigarnir og tröppumar frá Beldray eru viðurkennd bresk gæðavara - öryggisprófuð og samþykkt af þarlendum yfir- völdum. Beldray er rétta svarið við vinnuna, í sumarbústaðnum og á beimilinu. Verðið er ótrúlega hagstætt - gerðu hiklaust samanburð. ;.-J, - f • | ii r rr o (i V ! i \ l i ■ \ lT'H i I i h£ "1 vr> l ím j. j...i t k {A 1 \ \ \ í A * J * i* ‘ Beldray fæst i byggingavöruverslunum og kaupfélögum um land allt. EINKAUMBOÐ I.GUÐMUNDSSON & CO HF. SI'MI 24020 64,5cm 87,Ocm 109.5cm 132,Ocm 154,5cm 177,Ocm óskum eftir fleiri söluaöílum. K.E.W HOBBY Þessar litlu en kraftmiklu háþrýstidælur fást nú hjá söluaöilum okkar um land allt á ótrúlega hagstæðu verði. Þekking - Úrval - Þjónusta REKSTRARVÖRUR Réttarháls;2 - 110R.vik - Simar31956-685554 Reykjavík: RV-Markaöur Réttarhálsi 2, sími: 685554. Gripiö og Greitt Skútuvogi 4. Feröamarkaðurinn Skeifunni 8. Bæjarnesti v/Vesturlandsveg. Kópavogur: BYKÓ Breiddinni Akranes: Trésmiöjan Akur sími: 12666. Borgarnes: B.T.B. sími: 71000. (safjöröur: Hafsteinn Vilhjálmsson sími: 3207. Sauöárkrókur: Röst sími: 36700. Akureyri: Þ. Björgúlfsson hf. Hafnarstræti 19 sími: 25411. Húsavlk: Á. G. Guömundsson sf. slmi: 41580. Egilsstaöir: M. Snædal sími: 11415. Neskaupstabur: Varahlutaverslunin Vík sími: 71776. Höfn: Tindur Dalbraut 6 sími: 81517. Hella Hjólbaröaverkstæöi Björns Jóhannssonar sírni: 75960. Selfoss: Vörubásinn Gagnheiöi 31 sími: 22590. Vestmannaeyjar: Skipaafgreiðsla Vestmannaeyja sími: 12004. hópurinn sem fékk kolvetnaríkan morgunverð eða hafði sleppt morg- unverði. Hjá ofvirkum reyndist syk- urmagn í blóði hafa hækkað mun meira þegar þeir fengu kolvetnarík- an og sætan morgunverð, en hjá hinum. Áhrif kolvetna og sykurs á boðefni í heila Ofvirkir höfðu einnig hærra syk- urmagn í blóði áður en þeir nejdtu morguriverðar. Talið er að ofvirk börn geti verið viðkvæmari fyrir aukningu á serotoníni, sem eru boð- efni í heila, við neyslu á sætri kol- vetnaríkri fæðu. Skyndihækkun á serotoníni er einnig talin geta trufl- að efni eins og dopamín og nor- epínehrín sem eru taugaboðberar. Prótínið geti á móti ijölgað aminó- sýrum sem dregið geti úr áhrifum sætuefna á serotonín í heila. Fjöl- skyldum ofvirkra barna hefur verið ráðlagt að sjá til þess að börnin borði morgunmat og þess sé gætt að í honum sé alltaf eitthvað af prótíni. Morgunverður og námsárangur Fyrir nokkrum árum var gerð könnun í Gavle í Svíþjóð á áhrif morgunverðar á námsárangur 10-11 ára barna. Kanna átti hvort morgunveður hefði mælanleg áhrif á vinnu og hegðun barna í skóla. Ef svo væri, hvort þau tengdust ákveðnum viðfangsefnum. 1 ljós kom að börn sem fengu lélegan morgunverð áttu mjög erfitt með að einbeita sér við námið. Rann- sóknin náði til 100 barna í fjórum bekkjardeildum. Þeim var skipt í tvo hópa innan hverrar bekkjardeildar og skiptust hóparnir á að fá kjarn- góðan morgunverð og annan veiga- minni, viku í senn, og var könnunin unnin í samvinnu við foreldra. Kjarngóður morgunverður saman- stóð af mjólk, morgunkorni og tveim brauðsneiðum með áleggi. I léttum morgunverði var aftur á móti ristað brauð með marmeðlaði og te. Kjarngóður morgunveður — betri námsárangur Einbeiting var könnuð og kom í ljós að þau börn sem fengu kjarn- góðan morgunverð, unnu hraðar og höfðu færri villur en hin og reynd- ist munurinn vera 40% í samlagn- ingu, 30% í margföldun og 10% þar sem krafist var rökrænnar hugsun- ar. Börnin reyndust vera hug- myndaríkari, hugsunin var fijórri og þau fylgdust betur með, voru líflegri og höfðu meira úthald t.d. í leikfimi á meðan þau sem fengu léttan morgunverð voru oft fölari og þreytulegri og létu höfuð hvíla oftar á höndum sér og sátu slyttis- legri í stólunum en hin. Líkamlega leið þeim ekki illa, en þau virtust ekki geta’einbeitt sér að náminu þegar svengdin sótti að. Frumkvæði var minna. Ekki sama hvað borðað er Niðurstöður voru þær, að undir- stöðugóður morgunverður heldur sykurmagni í blóði í jafnvægi. Frumur heila og annarra hluta lík- amans, sem starfa eðlilega, þurfa orku og næringu. Taugafrumur fá næringu eingöngu úr þrúgusykri (glúkósa). Þessvegna er mikilvægt að jafnvægi sé á blóðsykrinum. Ef morgunverður er eingöngu ristað brauð með marmelaði og te, þá stígur sykur hratt í blóði til að bytja með en fellur svo hratt niður aftur, eftir stuttan tíma. Hjá þeim sem borðuðu próteinauðugan morgun- verð reyndist blóðsykurinn hærri þrem tímum eftir neyslu en þegar borðaður var málsverður með sama hitaeiningamagn en minna prótín. Ljóst er því að það er ekki hitaein- ingamagnið sem skiptir máli, heldur hvað borðað er. Ókeypis morgunverðir Bandaríkjamenn hafa í auknum mæli farið út í að bjóða börnum úr fátækum þjóðfélagshópum kjarngóðan morgunverð í skólunum áður en kennslan hefst á morgn- ana. Árangurinn er sagður vera ótvíræður og raunar hafi hann í mörgum tilfellum ráðið úrslitum um færni og möguleika nemanda til að ná ár'angri í skóla. í skólann án morgunverðar Kennari við framhaldsskóla einn (menntaskóla) hér í borg sagði eitt sinn að það mætti eins vel afskrifa fyrstu kennslustundina á morgn- ana, nemendur fylgdust svo illa með. Lausleg könnun leiddi í ljós að sérstaklega unglingsstúlkur færu í skólann án þess að hafa borðað morgunverð. Hér á landi er minni áhersla lögð á neyslu stað- góðs morgunverðar en áður var. Þar að auki eru sælgætis- og gos- drykkjasölur í skólum sjálfum eða við skólana opnar í fyrstu frímínút- um, sem óvíða annarsstaðar væri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.