Morgunblaðið - 06.09.1990, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990
Leifur Ásgeirsson
prófessor — Minning
Fæddur 25. maí 1903
Dáinn 19. ágfúst 1990
Leifur Ásgeirsson fæddist á
Reykjum í Lundarreykjadal, sonur
hjónanna Ingunnar Daníelsdóttur
og Ásgeirs Sigurðssonar bónda á
Reykjum. Ásgeir faðir Leifs var
sonur Sigurðar Vigfússonar bónda
á Efstabæ í Skorradal, en Ingunn
móðir hans var ættuð norðan úr
Víðidal í Austur-Húnavatnssýslu.
Ingunn og Ásgeir áttu fímm syni.
Elstur var ijóðaþýðandinn snjalli,
Magnús Ásgeirsson, hálfu öðru ári
eldri en Leifur. Yngri bræðumir
voru Ingimundur bóndi á Hæli í
Flókadal, næsta dal norðan við
Laundarreykjadal, Björn og Sigurð-
ur sem enn býr á Reykjum og er
hinn eini bræðanna sem nú er á lífi.
Leifur dvaldist í heimahúsum
fram yfir tvítugt, brá sér þó til
Reykjavíkur til að þreyta gagn-
fræðapróf við menntaskólann, og
þremur árum síðar gerði hann sér
aftur ferð til Reykjavíkur til að ljúka
stúdentsprófí úr stærðfræðideild.
Öll fræði sín hafði hann numið
heima og meira að segja stundað
bamakennslu jafnframt um skeið.
Ekki veit ég hvemig hann aflaði
sér þekkingar í erlendum tungumál-
um og framburði þeirra, en allt
námið tókst með þeim ágætum að
stúdentsprófínu lauk hann með
hærri einkunn en áður hafði þekkst
í stærðfræðideild, langt fýrir ofan
innanskólamennina og voru þó góð-
ir námsmenn í þeim hópi. Þetta var
árið 1927 og Leifur 24 ára að aldri.
Frá íslandi lá leiðin til Þýska-
lands. Leifur var ákveðinn í að
leggja stund á stærðfræði og valdi
sér háskólann í Göttingen, en sú
stofnun hafði þá um langt skeið
verið ókrýnd- höfuðborg stærð-
fræðivísinda. í Göttingen lauk Leif-
ur námi og doktorsprófi á óvenju
skömmum tíma, níu missemm alls.
Aukagreinar hans vom eðlisfræði
og efnafræði. Þessi árangur vakti
mikla athygli og þá ekki síður dokt-
orsritið sjáift sem bar vitni mikilli
skarpskygni og stórbrotnum gáf-
um.
Naumast leikur efí á að eftir
þetta námsafrek hafí Leifi staðið
opnar leiðir til frekari frama erlend-
is, en hann kaus engu að síður að
hverfa heim til íslands, þótt at-
vinnuhorfur væm ekki glæsilegar,
hvað þá aðstæður til framhalds á
rannsóknum hans. Hér vom þá
engar rannsóknarstofnanir þar sem
fjallað væri um stærðfræði og eng-
in atvinna fáanleg er samrýmdist
menntun hans. En Leifur lét þetta
ekki á sig fá, hann réð sig norður
í Þingeyjarsýslu og gerðist skóla-
stjóri Héraðsskólans á Laugum.
Þessum skóla stjórnaði hann í ára-
tug og kenndi þar ungu fólki reikn-
ing og eðlisfræði, íslenska málfræði
og setningarfræði. Um bókmenntir
fjallaði hann líka, og líklegt þykir
mér að hann hafí gripið í að kenna
sögu, svp vel sem hann var að sér
í henni. Ég hef hitt ýmsa nemendur
Leifs og samkennara frá þessum
áram og þar fer ekkert á milli
mála, allir minnast hans með miklli
virðingu og væntumþykju. Ég hygg
að Þingeyingar hafi kunnað vei að
meta það að fá annan eins öndvegis-
mann til sín í héraðið, og sögur
spunnust um þennan ljúfa og hæg-
láta mann sem stjómaði og kenndi
af röggsemi og kunnáttu, en var
óðar sestur við sín kynlegu fræði
þegar færi gafst. Leifur var skóla-
stjóri Laugaskóla árin 1933 til
1943.
í heimsstyijöldinni síðari lokuð-
ust leiðir námsmanna til framhalds-
náms í raunvísindum, en þau voru
þá ekki kennd við Háskóla íslands.
Til að bæta úr þessu var stofnað
til kennslu í verkfræði við háskól-
ann árið 1943. Tveir kennaranna
voru sóttir norður yfír heiðar og
voru þó reyndar báðir Sunnlending-
ar; Trausti Einarsson kom frá
Menntaskólanum á Akureyri, Leifur
Ásgeirsson frá Hérðasskólanum á
Laugum. Ásamt Finnboga Rúti
Þorvaldssyni áttu þeir drýgstan
þátt í vexti og velgengi þessarar
nýju deildar og störfuðu þar allir
til sjötugsaldurs. Verkfræðideildin
fór hægt af stað, inngönguskiiyrði
voru ströng og nemendur fáir, en
mjög var vandað til kennslunnar.
Fyrstu árin kenndi Leifur alla
stærðfræðigreininguna, en það var
miklu meiri kennsla en svo að unnt
væri að leggja hana á einn mann
til lengdar. Haustið 1947 var því
sá er þetta skrifar ráðinn til að
kenna, tvo þriðju hluta af námsefni
fyrsta árs. Þetta varð upphafið að
tveggja áratuga samstarfi okkar
Leifs. Við kenndum hvor fyrir sig,
en höfðum sameiginleg próf og
voum prófdómarar hvor hjá öðmm.
Það var mér mikils virði að kynn-
ast Leifi á þennan hátt og af því
lærði ég margt sem ég er þakklátur
fyrir. Eg kynntist vel skarpskyggni
Leifs, námkvæmi hans og góðvild-
inni sem var svo ríkur þaítur í fari
hans.
Árið 1958 tók Vísindasjóður til
starfa. Leifur var kjörinn í stjórn
Raunvísindadeildar hans af háskól-
ans hálfu og síðan endurkjörin svo
oft sem hann gaf kost á sér, hann
starfaði þar í sextán ár. Ég var
ráðinn ritari deildarinnar og kynnt-
ist Leifi frá annarri hlið í því starfi.
Hlutverk deildarstjórna var að vega
og meta umsóknir um styrki og
úthluta því fé sem til ráðstöfunar
var hveiju sinni. Þetta var gert einu
sinni á ári og tók starfíð um þijá
mánuði, Stjórnarmenn þurftu að
kynna sér umsóknirnar rækilega,
en síðan voru þær ræddar á fund-
um. Fundirnir voruð oft nokkuð
margir og sjaldan stúttir. Starfið
var ólaunað en áhuginn ekki minni
af þeim sökum. Hins vegar voru
allir stjórnarmenn í fullu starfi,
vom fundir því síðdegis að loknum
venjulegum vinnudegi, en stundum
á sunnudagsmorgun og þóttu morg-
unverkin drjúg. Ekki vom mikil
mannaskipti í stjórninni á þessum
ámm. Það vom að mestu góðir
kunningjar og samstarfsmenn sem
hittust við úthlutunarstarfið á
hveiju vori. Margur neistinn kvikn-
aði á þessum fundum út frá um-
sækjendum og umsóknum þeirra,
og stundum tóku umræðurnar
óvænta stefnu. Þarna voru saman-
komnir úrvalsmenn með mikla fag-
þekkingu á ólíkum en þó skyldum
sviðum og víðtæka almenna þekk-
ingu að auki, þannig að hópurinn
minnti á litla akademíu, og jafnan
fór maður fróðari af fundi. Margt
er mér minnisstætt frá þessum
umræðum, ekki síst ýmislegt sem
Leifur Ásgeirsson lagði til mála.
Þarna kom skarpskyggni hans og
nákvæmi einnig glöggt í Ijós. Fyrir
kom að hópurinn taldi sig búinn að
fullnægja öllu réttlæti og ekki ann-
að eftir en að hittast einu sinni enn
til að fága niðurstöður, en þegar
að þeim fundi kom hafði Leifur
farið ofan í saumana einu sinni enn
og fundið nýjár hliðar á málum.
Hér verður aðeins lítiiega drepið
á þau störf Leifs er væntanlega
hafa staðið hjarta hans næst, en
það era rannsóknir hans í hreinni
stærðfræði. Áður er nefnt að dokt-
orsrit hans vakti talsverða athygli
umfram það sem títt er um slík
rit. Þar setti hann meðal annars
fram setningu sem orðið hefur fræg
og við henn er kennd.
Þrátt fyrir erfiðar aðstæður til
rannsókna hér heima hélt hann
þeim áfram eftir því sem hann gat
og setti fram hugmyndir sem enn
hefur ekki verið unnið úr að fullu.
Fimm sinnum sótti hann þing
stærðfræðinga erlendis og það sem
hann lagði þar til mála vakti ávallt
athygli. Hann var því kunnur mað-
ur í heimi stærðfræðinga. Ég veit
með vissu að prófessor Harald
Bohr, kennari minn og kunnasti
stærðfræðingur Dana á þeim árum,
mat Leif mjög mikils. Frægasti
kennari' Leifs á námsámm í Gött-
ingen, Richard Courant, hraktist frá
Þýskalandi vestur um haf eftir
valdatöku Hitlers. í New York var
komið á lagginar rahnsóknarstofn-
un í stærðfræði er ber nafn Cour-
ant. Þangað var Leifi boðið árið
1954 og dvaldist hann tvö ár við
rannsóknir vestra, fyrra árið við
háskólann í New York, síðara árið
við_ Kalífomíuháskóla.
íslenskir stærðfræðingar eru fá-
mennur hópur. Þeir hafa þó með
sér félag, Islenska stærðfræðafé-
lagið, er stofnað var 31. október
1947, en þann dag varð sjötugur
dr. Ólafur Dan Daníelsson, fremsti
stærðfræðingur okkar á öndverðri
öldinni. Leifur var einn helsti fmm-
kvöðull að- stofnum félagsins og
lagði þar mest til mála lengi framan
af. Hann sótti þar hvem fund með-
an honum entist heilsa. Það var
Leifur sem réð nafni félagsins;
stærðfræðafélag en ekki stærð-
fræðifélag, til að leggja áherslu á
að þar ættu allar greinar stærð-
fræði heima; ekki aðeins hin hreina
heldur einnig hagnýt og hagnýtt
stærðfræði. Leifur var kjörinn heið-
ursfélagi stærðfræðafélagsins er
hann varð sjötugur árið 1973.
Frábært minni Leifs gerði honum
kleift að afla sér óvenju fjölþættrar
þekkingar sem var honum lifandi
og tiltæk hvenær sem á þurfti að
haida. í viðræðum átti hann það til
að draga upp svipmyndir úr sögu
lands og þjóðar sem vörpuðu nýju
ljósi á það sem verið var að ræða.
Skilningur Leifs var skarpur og
hitti oftast beint í mark. Þessum
hvassa skilningi fylgdi hann óhikað
án tillits til tísku eða skoðana ann-
arra. Stundum gat hann því virst
býsna róttækur, en í önnur skipti
rammur íhaldsmaður.
Nákvæmin var ríkur þáttur í
skapgerð Leifs, um það geta allir
borið sem með honum unnu. Það
var aldrei hlaupið frá neinu hálf-
köruðu. Þetta kom mjög greinilega
fram í yfirferð úrlausna á prófum,
þar var ekki skirrst við að fara í
leit og eftirleit að einhveiju viti í
úrlausn sem sýndist öll í molum.
Þarna kom góðvildin einnig við
sögu, engin fyrirhöfn var talin eftir
ef hún gæti orðið til þess að minnka
líkur á að nokkmm væri gert rangt
til. Og það er þessi góðvild ekki
síður en skarpur skilningur og gáf-
ur, sem gera Leif Ásgeirsson minn-
isstæðan öllum sem honum kynnt-
ust.
Eiginkona Leifs, Hrefna, dóttir
Kolbeins skipstjóra Þorsteinssonar,
hefur staðið við hlið hans í meira
en hálfa öld og búið honum gott
og kyrrlátt heimili, ekki síður við
ys og þys Hverfisgötunnar en í
sveitakyrrðinni að Laugum. Hún
hefur verið stoð hans og stytta,
hæglát, ljúf og hlýleg.
Leifur og Hrefna eignuðust tvö
börn, Kristínu kennara sem er
blaðamaður á Tímanum og Ásgeir
verkfræðing sem er iðnráðgjafi á
Húsavík.
Öldungur sem lokið hefur miklu
og góðu dagsverki er fallinn í val-
inn. Eftir lifír minningin um óvenju-
legan mann, fágætlega vel búinn
að gáfum og mannkostum er hann
nýtti sér og öðmm til heilla.
Guðmundur Arnlaugsson
Með Leifi Ásgeirssyni, prófessor,
er fallinn frá síðasti máttarstólpinn,
sem bar uppi verkfræðideild Há-
skóla íslands fyrstu tvo áratugina
frá stofnun hennar. Leifur kenndi
stærðfræði við deildina frá 1943 til
ársins 1973, að tveimur ámm und-
anskildum, er . hanh- dvaldist í
Bandaríkjunum við rannsóknir í
stærðfræði í boði kennara síns í
Göttingen, Richard Courant, sem
flutzt hafði til Bandaríkjanna fýrir
heimsstyijöldina síðari. Þetta var
eina rannsóknarleyfíð, sem Leifur
fékk á sínum langa starfsferli.
Kennslan í verkfræðideild miðað-
ist við fyrri hluta verkfræðináms
við Tækniháskóla Danmerkur í
Kaupmannahöfn. í þeim hluta var
stærðfræði ein veigamesta greinin.
Leifur kenndi meginhluta hennar,
en með honum kenndu öndvegis-
menn, Sigurkarl Stefánsson, Guð-
mundur Amlaugsson og Björn
Bjarnason. Allt samstarf þeirra var
með sérstökum ágætum, en þeir
hafa allir Iitið á Leif sem sinn leið-
toga. Allir samstarfsmenn Leifs-
báru' fyrir honum mikla virðingu
sem stærðfræðingi og miklum og
margfróðum gáfumanni.
Leifur kenndi alla tíð mikið, langt
fram yfir þau mörk, sem sett em
í dag. í fyrstu var þetta af nauð-
syn, en síðar af skyldurækni, hann
vildi skila sínu dagsverki í því starfi,
sem hann var ráðinn til. Samvizku-
semi Leifs var einstök, hann lagði
mikla rækt við kennsluna og mikla
vinnu við undirbúning hennar.
Stærðfræðiþekkingin var miklu
meir en nóg fyrir þessa kennslu,
en Leifur var ekki að sýna þekkingu
sína, heldur að miðla stúdentum
þekkingu, sem þeir gætu tekið við
og notfært sér. I kennslu hans fólst
mikilvæg þjálfun fyrir stúdenta í
rökrænni hugsun, sem þeir fengu
með því að fylgjast með hinni
skörpu hugsun mikils stærðfræð-
ings.
Próf Leifs vom mjög vönduð,
þótt sjálfsagt fyndist mörgum stúd-
entinum þau erfið, en hann var
ekki að leita eftir því, sem þeir
kunnu ekki, heldur því, sem þeir
kunnu. Þetta kom bæði fram við
yfirferð skriflegra úrlausna og í
munnlegum prófum. Góðvild Leifs
í garð stúdenta kom einnig fram í
því, að hann vildi fá tvo til þijá
samkennara með sér til að bera
saman einkunnir úr mismunandi
prófum, áður en þær vom færðar
í prófbók, og líta saman á heildar-
einkunnina. Þetta leiddi oft til lag-
færinga á upprunalegri einkunna-
gjöf, alltaf stúdentum í hag, sér-
staklega þeim, sem tæpt stóðu.
Þannig var ýmsum forðað frá óverð-
skulduðu falli, sem annars hefði
getað orðið af slysni við einkunna-
gjafir án samráðs.
Eitt er það verk Leifs við verk-
fræðideildina, sem ekki má gleym-
ast, en það er svokölluð Leifs form-
úla, sem notuð var við inntöku stúd-
enta í deildina, þegar einkunnir réðu
inngöngu. Ekki var notuð stúdents-
Macintosh fyrir byrjendur
Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi á
© 15 klst námskeiöi fyrir byrjendurl Fáið senda námsskrá.
&
4?
%
Tölvu- og verkfrœöiþjónustan
Grensásvegi 16 - fjögur ár í forystu
prófseinkunn, sem er einföld meðal-
einkunn allra greina, heldur var
reiknað út vegið meðaltal einkunna
í einstökum greinum skv. formúlu
Leifs. Mest vægi höfðu stærðfræði-
greinar og íslenzka. Þessi einkunn
var svo góður mælikvarði á hæfni
stúdenta til verkfræðináms, að það
var undantekning, ef einhver féll
út úr námi.
Áhugi Leifs á kennslu í verk-
fræðideildinni var ekki einskorðað-
ur við hreina stærðfræði, enda hafði
hann víðtæka þekkingu á öllum
vísindum, sem höfðu einhvern
stærðfræðilegan gmnn, svo sem
eðlisfræði. Þótti honum sumar
kennslubækur byggja á óþarflega
veikum stærðfræðifégum grunni.og
leiddi þessi skoðun Leifs í nokkrum
tilvikum til notkunar nýrra kennslu-
bóka.
Leifur naut mikils álits erlendis
meðal stærðfræðinga og munu aðr-
ir gera grein fyrir því. Hér skal
aðeins getið eins atviks, sem varð-
aði kennsluna. Eins og áður er sagt,
var kennslan í verkfræðideildinni
byggð á námsefni við Tækniháskóla
Danmerkur. Var því vandalaust að
koma stúdentum héðan til síðari
hluta náms við þann skóla. Um
miðjan sjöunda áratuginn var tekið
upp við danska skólann allviðamikið
námskeið í hlutaafleiðujöfnum, en
þær voru sérgrein Leifs. Var þá
óvissa um, hvort fyrri hluta próf
héðan yrði tekið fullgilt í Dan-
mörku. Það kom í minn hlut að
ræða við forsvarsmenn og kennara
Tækniháskólans um þetta mál.
Ljóst var, að námsefnið á þessu
sviði stærðfræðinnar var talsvert
viðameira í Danmörku en hér. Ég
skýrði frá námsefni okkar, en það
var það sama og þeir við Tæknihá-
skólann höfðu haft fram til þessa.
Jafnfrarnt tók ég fram, að prófessor
Leifur Ásgeirsson kenndi þetta
námsefni. Þá kom svarið strax:
„Fyrst prófessor Ásgeirsson kennir
þetta gerum við enga athugasemd."
Fyrri hluta prófið héðan var tekið
fullgilt.
Deildarfundir í verkfræðideild á
þessum árum voru mjög frábrugnir
því, sem nú er. Þar sat ég fyrstu
ár mín við Háskóla íslands með
þeim heiðursmönnum prófessorun-
um Finnboga Rúti Þorvaldssyni,
Leifi Ásgeirssyni, Trausta Einars-
syni og Þorbirni Sigurgeirssyni
ásamt dósentunum Sigurkarli Stef-
ánssyni, Guðmundi Arnlaugssyni
og Birni Bjarnasyni. Við sátum við
langt borð í gömlu kennarastofunni
í aðalbyggingu Háskólans og rædd-
um málin, þar til að við komumst
að sameiginlegri niðurstöðu. Aldrei
kom til atkvæðagreiðslu. Skarp-
skyggni Leifs átti mikinn þátt í að
móta niðurstöður deildarfunda, þótt
hæfileiki hans til að sjá nýjar hliðar
á málum gæti stundum ruglað okk-
ur í ríminu. Það kom fyrir, að ein
af þessum nýju hliðum reyndist sú
rétta, þó að niðurstaðan hafi verið
byggð á annarri. Þá varð manni
hugsað til Leifs.
I mars 1961 fól Ármann Snæv-
arr, þáverandi háskólarektor, pró-
fessorunum Leifi Ásgeirssyni,
Trausta Einarssyni, Þorbirni Sigur-
geirssyni, Steingrími Baldurssyni
og undirrituðum ásamt Gunnari
Böðvarssyni, yfírverkfræðingi jarð-
hitadeildar raforkumálaskrifstof-
unnar og síðar prófessor í Banda-
ríkjunum, að gera tillögur um efl-
ingu rannsókna í raunvísindum við
Háskóla íslands. Var þetta einn
þáttur í undirbúningi háskólarekt-
ors fyrir 50 ára afmælishátíð Há-
skólans í október 1961. Hópur þessi
gerði tillögur um rannsóknastofnun
í raunvísindum, þar sem stundaðar
skyldu grunnrannsóknir í stærð-
fræði, eðlisfræði, efnafræði og jarð-
eðlisfræði. Fyrir var við Háskclann
Eðlisfræðistofnun Háskólans undir
stjórn Þorbjörns Sigurgeirssonar,
en enginn önnur rannsóknarstofnun
í raunvísindum. Ekki var heldur
kennsla til prófs í þessum greinum.
Starfsliði stofnunarinnar var auk
rannsóknarstarfa ætlað að taka
þátt í kennslu í raunvísindagreinum
við Háskólann. Á þennan hátt var
ætlunin að skapa m.a. grundvöll
fyrir kennslu í raunvísindagreinum
til háskólaprófs. Stofnunin varð
Raunvísindastofnun Háskólans og
leiddi til þess, að tekin var upp