Morgunblaðið - 06.09.1990, Síða 21

Morgunblaðið - 06.09.1990, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990 21 kennsla í raunvísindagreinum og að verkfræðideild var breytt í verk- fræði- og raunvísindadeild og síðar stofnuð sérstök raunvísindadeild. Leifur var forstöðumaður rann- sóknastofu í stærðfræði frá stofnun 1966 og þar til að hann lét af emb- ætti 1973. Þátttaka Leifs í stjórn Raunvísindastofnunarinnar ein- kenndist af sömu mannkostum og vizku og fram komu á deildarfund- um. Af framansögðu má sjá, að Leif- ur Ásgeirsson hefur átt mikinn þátt í að byggja upp kennslu og rann- sóknir við Háskóla íslands, allt frá fyrstu árum verkfræðikennslu til Raunvísindastofnunar Háskólans og raunvísindadeildar. Með Leifi Ásgeirssyni er fallinn frá í hárri elli einn merkasti starfs- maður Háskóla íslands, en minn- ingin um öðling og mikinn gáfu- mann mun lifa. Magnús Magnússon Ég er einn þeirra sem er svo lán- samur að hafa þekkt dr. Leif Ás- geirsson prófessor. Ég kynntist Leifi fyrst er ég var í menntaskóla, en við Ásgeir, sonur Leifs, vorum skólafélagar, og urðu kynnin meiri eftir því sem árin liðu. Það var einstaklega gaman að eiga við Leif samræður. Hann hafði vak- andi áhgua á öllu sem máli skiptir og var reiðubúinn að hlusta á skoð- anir hvers og eins. Sjálfur lagði hann ávallt eitthvað merkilegt og umhugsunarvert til málanna. í háskóla lagði ég stund á stærð- fræði, sem var fræðigrein Leifs. Leifur hafði stundað nám sitt í Göttingen, á þeim tíma er sú borg var ein helsta miðstöð stærðfræði- rannsókna í heiminum, og getið sér þar frægðarorð. (Eftir valdatöku nasista voru margir af helsu stær- fræðingum Göttingenháskóla hraktir á brott.) Ég man enn hve gaman mér þótti þegar ég sá fyrst í kennslubók vitnað í, eins og þar stóð, „hina frægu Ásgeirsson form- úlu“. Er ég kom heim að loknu námi og störfum erlendis var ég ráðinn að Raunvísindastofnun Háskólans og var mitt fyrsta ár þar síðasta starfsár Leifs. Oft var þá gott að geta leitað til hans og fá hjá honum holl ráð. Leifur og Hrefna kona hans kunnu þá góðu list að halda skemmtileg kaffiboð. Á hinu vist- lega heimili þeirra hjóna hittumst við kollegar Leifs ásamt mökum og ræddum heimsmálin, landsmálin, menninguna og að sjálfsögðu einnig fræðigreinina. Leifur hélt sinni miklu andlegu atorku til hins síðasta. Hann sagði eitt sinn að í Göttingen hefði hann þóst heyra nið aldanna, í þeirri merkingu að þar hefði hann skynjað návist liðinna stórmenna stærð- fræðinnar. Þegar Leifur er allur finnst mér að ég muni aldrei geta heyrt þennan nið. Ég og Kirsten kona mín vottum ættingjum Leifs samúð okkar. Eggert Briem Leifur Ásgeirsson prófessor eme- ritus er látinn. Leifur varð fyrstur íslendinga til að hljóta víðtæka al- þjóðlega viðurkenningu fyrir stærð- fræðilegar rannsóknir. Hann var fyrsti stærðfræðikennarinn í fullu starfi við Háskóla íslands og lengi eini prófessorinn í stærðfræði, fyrst við verkfræðideildina og síðan við arftaka hennar verkfræði- og raun- vísindadeild eða nánar tiltekið stærðfræðiskor þeirrar deildar. Áð- ur hafði Leifur mótað stærðfræði- stofu Raunvísindastofnunar, en rannsóknaraðstaðan sem þar skap- aðist var mikilvæg forsenda fyrir útvíkkun verkfræðikennslunar yfir á kennslu undirstöðugreina raun- vísindanna við háskólann. Við sem nú störfum að ræktun stærðfræð- innar í þessum stofnunum háskól- ans eigum Leifi mikið að þakka. Hann setti markið hátt og gerði hiklaust þær kröfur að starfsemin stæðist fyllilega samanburð við þekktar háskólastofnanir erlendar. Ekki er vafi á að margur íslenskur stúdentinn sem haldið hefur út til framhaldsnáms getur rakið góðan og því varð ekki breytt. Átti Leifur undirbúning sinn til áhrifa manna varla orð yfir kæruleysi okkar. eins og Leifs Ásgeirssonar. Leifur virtist jafnvígur á allar Við samstarfsmenn hans heyrð- greinar, nema hann tók það sér- um hann oft spyija sig hvort hér staklega fram, að það þýddi ekkert tækist nokkurn tímann að fá þann að biðja hann um hjálp í latínu, „anda til að svífa yfir vötnunum" enda kynni hann ekkert i henni. sem hann hefur vafalítið sjálfur Ekki er ég viss um það, en ljóst fundið fyrir þegar hann nam stærð- var að latína var ekki á hans áhuga- fræði í Göttingen, háborg stærð- sviði. Sem dæmi um stálminni Leifs fræðinnar á þeim tíma. Að því vann dettur mér í hug þegar við Ásgeir Leifur að skapa stærðfræðirann- vorum að lesa Njálu og báðum Leif sóknum slíkt umhverfi hér á landi. að hlýða okkur yfir. Tók Leifur þá ' Af rannsóknarniðurstöðum Leifs fram, að það væru um þijátíu ár hefur svokölluð „meðalgildissetn- síðan hann hefði lesið Njálu og ing“, sem við hann er kennd, feng- væri hann farinn að ryðga í henni. ið mest lof stærðfræðinga og er enn Við umræður um efnið kom í ljós til hennar vitnað. Þessi niðurstaða að hann var miklu betur að sér í kemur fram í doktorsritgerð Leifs því en við sem vorum nýlesnir. frá Göttingen og var seinna tekin Leifur var lítið fyrir að láta bera í stórt ritverk, sem lærimeistari á sér og var hann tregur til að taka hans, Courant, stóð að ásamt öðrum þátt í veisluhöldum og samkvæm- stærðfræðiprófessor í Göttingen, Um. Kaus hann helst að vera í friði einum þekktasta stærðfræðingi við sínar stærðfræðiathuganir, sem allra tíma, Hilbert. Leifur hélt voru hans líf og yndi. áfram að þróa þær aðferðir sem Þegar við Hanna komum heim hann hafði beitt í doktorsritgerðinni frá útlöndum úr fríi um miðjan júlí til þess að ná til almennari gerða var Leifur kominn á sjúkrahús, verkefna á sviði hlutaafleiðujafna. þaðan sem hann átti ekki aftur- Á þessu sviði stærðfræðinnar eru kvæmt. Með þessum fátæklegu orð- allar viðameiri rannsóknir Leifs. um vildi ég heiðra minningu látins Einn þekktasti stærðfræðingur á öðlings og þakka honum og Hrefnu þessu sviði á fyrri hluta aldarinnar, fyrir mig. Við Hanna sendum Hadamard, setti fram tilgátu um Hrefnu, Asgeiri, Kristínu og fjöl- það-hvers konar hlutaafleiðujöfnur skyldum þeirra okkar innilegustu hlýddu reglu Huygens, eins og öldu- samúðarkveðjur. jafnan, sem skýrir hreyfingar ljós- Jón H. Magnússon vaka hverskonar í heimi okkar. Leifur heillaðist af þessari tilgátu og varði miklum tíma til að reyna að sanna hana eða skýra. Það var svo fyrir nokkrum árum að mót- dæmi fannst, sem að sýndi að til- gáta Hadamards var röng. Samt er ljóst að þær aðferðir sem Leifur þróaði, m.a. í þessari viðleitni, eru mjög athyglisverðar í sjálfu sér. Þetta kemur vel fram í tveim rit- gerðum eftir Halldór í. Elíasson og Sigurð Helgason sem Islenska stærðfræðifélagið gaf út 1985 í til- efni af áttræðisafmæli Leifs. Þar er einnig vísað í ritgerðir Leifs. Sigurður ijallar einkum um meðal- gildissetningar og Halldór- um að- ferðir Leifs. Aðferðir Leifs geta enn orðið uppspretta nýsköpunar í stærðfræði. Hin stærðfræðilega hugsun Leifs á eftir að lifa þótt hann sé allur. Við stærðfræðingar vottum eftir- lifandi eiginkonu Leifs og börnum þeirra samúð okkar og þakklæti. Halldór I. Elíasson Við andlát Leifs Ásgeirssonar koma í hugann minningar frá bernsku- og unglingsárum. Á þeim árum var heimili Hrefnu og Leifs mitt annað heimili. Við Ásgeir kynntumst í barnaskóla og höfum verið vinir síðan. Það eru því rösk 40 ár frá því ég kom fyrst á Hverf- isgötuna. Sem stráklingi fannst mér undarlegt, að Leifur skyldi alltaf sitja við að reikna þegar ég kom í heimsókn, hvort sem var að degi eða kvöldi, sumri eða vetri. Síðar skýrðist það þó, að í stærðfræðinni fóru saman áhugamál og atvinna. Á Hverfísgötu 53 var oft glatt á hjalla og eru mér minnisstæðar fjör- ugar umræður við matarborðið, þegar þeir voru saman komnir, Leifur, Ásgeir og Indriði heitinn tengdasonur Leifs. Þar var rætt um allt milli himins ogjarðar, hvort sem voru dægurmál eða stjórnmál og ekki voru þeir alltaf sammála. Leifur var alltaf boðinn og búinn til að aðstoða okkur Ásgeir við námsefni okkar og taldi hann ekki eftir sér að standa fyrirvaralaust upp frá flóknum stærðfræðiþraut- um, þegar við óskuðum eftir hjálp. Á menntaskólaárum fannst honum oft, að við Ásgeir værum full kæru- lausir varðandi námið og er mér sérstaklega minnisstætt eitt atvik, þegar nær gekk fram af gamla manninum. Við Ásgeir áttum að taka skyndipróf í stærðfræði daginn eftir og báðum um aðstoð við að leysa dæmi. Fannst Leifi við ekki nægilega vel undirbúnir og taldi okkur hafa átt að biðja um aðstoð fyrr, til þess að komast yfir allt efnið. Gekk þó alveg fram af honum þegar við stóðum á fætur um klukk- an átta um kvöldið, þar sem við höfðum verið búnir að ákveða fyrr um daginn að fara í bíó um kvöldið Leifur Ásgeirsson prófessor og fyrrverandi skólastjóri Héraðsskól- ans á Laugum lést 19. ágúst sl. 87 ára að aldri. Með honum er fallinn frá einn af mætustu sonum þjóðar- innar en hann var mikill vísinda- og starfsmaður og góður leiðbein- andi. Kynni okkar Leifs hófust 11. október 1937. Ég kom að Laugum þann dag í fögru veðri. Leifur tók á móti okkur væntanlegum nem- endum við bílinn. Hann vakti þegar traust mitt. Hann var hlýr og alúð- legur og það var eins og hann þekkti okkur nýnemana, þótt við værum að sjást í fyrsta ákipti. Móttakan var líkust því að við vær- um að koma heim eftir langa fjar- veru. Dagurinn fór í að koma sér fyrir og skólasetningin var næsta dag. Skólinn var ekki aðeins að læra lexíurnar og vera hlýtt yfir. Hann var miklu meira. Hann var eitt stórt, samhent. og gott heimili nem- enda, skólastjóra, kennara, starfs- fólks og fjölskyldna þeirra, sem all- ar bjuggu í skólahúsinu. Skólanum var stjórnað styrkri en mildri hendi af skólastjóra og kennararnir voru góðir og hjálpsamir. Þeir eru flestir horfnir yfir móðuna miklu og nú nýlega Páll H. Jónsson kennari og Erlingur Davíðsson ritstjóri. Skóla- reglur voru skýrar og sanngjarnar. Reglusemi og góð umgengni var í hávegum höfð. Skólinn var mjög góður og starfið mikið og mark- visst. Leifur var mjög ábyrgur, traust- ur og réttsýnn í starfi. Hann fylgd- ist nákvæmlega með hveijum nem- anda og var alltaf tilbúinn að bæta úr því sem aflaga fór. Nemendur virtu hann og þótti vænt um hann. Ég minnist þess er skuggar sorgar féllu á skólalífið. Það reyndi mikið á fólk og ekki síst skólastjóra en hann brást ekki og gerði allt til þess að veita öðrum styrk. Veran á Laugum hafði á margan hátt mjög mótandi og góð áhrif á líf okkar nemendanna. Sjóndeildar- hringurinn víkkaði. Námið og leið- beinendurnir áttu þar stærstan hlut og nýtt umhverfi hafði sitt að segja. Allt starfið var lifandi. Tengsl nem- enda við skólastjóra, kennara og ljölskyldur þeirra var ósjálfráð hvatning til að gera sitt besta. Og þegar eitthvað bjátaði á var úr greitt hljóðlega og af föðurlegri umhyggju en þó nauðsynlegri festu. Ég var reglulegur nemandi yngri deildar fyrsta veturinn en óreglu- legur nemandi næsta vetur þar sem það varð að ráði að ég reyndi að taka gagnfræðapróf utanskóla við Menntaskólann á Akureyri vorið Sjá nánar ásidu 34.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.