Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990
SR kaupir hluta af
vélum Krossaness
SAMIÐ hefur verið við Síldarverksmiðjur ríkisins um kaup á hluta
þeirra véla sem búið var að panta vegna enduruppbyggingar Krossa-
nesverksmiðjunnar.
Hólmsteinn Hólmsteinsson, for-
maður stjórnar Krossanes hf., sagði
að fulltrúar norska fyrirtækisins,
þaðan sem vélarnar voru keyptar,
væru væntanlegir til fundar á
morgun, föstudag. Endanlega yrði
þó gengið frá málinu úti í Bergen
um miðjan þennan mánuð.
Eftir að fallið var frá ákvörðun
um að byggja Krossanesverksmiðj-
una upp með 700 tonna afkasta-
getu og ákveðið að reisa minni verk-
smiðju, þarf stjórn Krossanes að
losa sig við vélar sem búið var að
panta í stærri verksmiðjuna. Þar
er um að ræða Vélar fyrir um 85
milljónir króna. Síldarverksmiðjur
ríkisins munu kaupa hluta úr þess-
um vélapakka, en um miðjan mánuð
ætti að liggja fyrir á hvern hátt
öðrum vélum verður ráðstafað.
Uppbygging verksmiðjunar
gengur samkvæmt áætlun og sagði
Hólmsteinn að enn væri stefnt að
því að hefja rekstur hennar í nóvem-
ber.
Hótel KEA:
Besta nýtíngin í sumar
frá endurbyggingu
FRÁ því Hótel KEA var endur-
byggt fyrir nokkrum árum hef-
ur nýting þar aldrei verið eins
góð og í sumar. Mikill ferða-
mannastraumur, stórar ráð-
stefnur og beint flug til Akur-
eyrar frá Sviss eru helstu
ástæður þess að sumarið kom
sérlega vel út.
vetrarmánuðina væri nýtingin
mikið í tengslum við atvinnu- og
viðskiptalífíð, en því miður væri
ekki mikið um að vera á þeim
vettvangi um þessar mundir.
Hlutoíjárútboð ÚA
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Á haustgöngu.
Akureyrarbær:
Sala skulda-
bréfa hefur
verið lífleg
SALA á skuldabréfum í
skuldabréfaútboði Akur-
eyrarbæjar hefur verið
Ufleg, en um helmingur bréf-
anna seldist á tveimur fyrstu
dögunum.
Halldór Jónsson bæjarstjóri
greindi frá því á fundi bæjar-
stjórnar í fyrradag, að frá því
sala bréfanna hófst á mánudag
og fram á þriðjudag væri búið að
selja bréf fyrir meira en 100 milij-
ónir. Skuldabréfaútboðið er að
upphæð 200 milljónir króna.
Landsbréf hf. sjá um sölu bréf-
anna og sagði Halldór að sam-
kvæmt samning við Akureyrarbæ
ætti sölu bréfanna að vera lpkið
15 desember næstkomandi. Útlit
væri hins vegar fyrir að salan
gengi fljótt fyrir sig.
Bréfin eru verðtryggð og bera
7,5% vexti, þau eru boðin með
fjórum gjalddögum, hinum fyrsta
árið 1995 og síðasta 1997 og
verða þau seld með 7,5% ávöxtun-
arkröfu.
Slippstöðin nýtir ekki forkaupsrétt
en aðrir stórir hluthafar að hluta
Mikíl eftirspurn eftir bréfunum á almennum markaði
SLIPPSTÖÐIN hf. ætlar ekki að nýta sér forkaupsrétt sinn
að hlutabréfum í Utgerðarfélagi Akureyringa. Aðrir stórir
hluthafar í ÚA ætla að nýta sér forkaupsrétt sinn að hluta,
en samtals ætla þeir sem forkaupsrétt hafa að bréfunum að
kaupa bréf fyrir tæplega 25 milljónir í 50 milljón króna hluta-
fjárútboði. Akureyrarbær ætlar að nýta sér forkaupsrétt sinn
að hluta og kaupa um helming þeirra bréfa sem hann á rétt
á. Mikil eftirspurn er eftir hlutabréfunum, en þau fara í al-
menna sölu í næstu viku.
Gunnar Karlsson hótelstjóri
sagði að ef frá væru taldar síðasta
vika í júní og sú fyrsta í júlí, en
nýting þann tíma var ekki góð,
þá væri um að ræða bestu nýtingu
á hótelinu frá því að var endur-
byggt. Nýting var góð allt til
ágústloka og sagðist Gunnar ekki
muna eftir svo góðum ágústmán-
uði alllengi.
Skýringar á sérlega góðu sumri,
sagði hann vera mikinn ferða-
mannastraum, stórar ráðstefnur
sem haldnar hefðu verið á hótelinu
í ágúst og þá hefðu þeir hópar sem
hingað koma í beinu flugi frá Sviss
haft sitt að segja. „Ferðir Saga
-'Reisen breytti miklu, því hópar á
þeirra vegum nýttu þau herbergi
sem pöntuð voru nánast 100% alla
daga vikunnar,“ sagði Gunnar.
Framundan eru nokkrir fundir
og ráðstefnur á hótelinu og sagði
Gunnar útlitið þokkalegt fram yfír
miðjan október, en eftir þann tíma
væri ekki mikið um að vera. Yfir
Pétur Bjarnason formaður
stjómar Útgerðarfélags Akur-
eyringa sagði að hluthafar sem
forkaupsrétt hefðu að bréfunum
hefðu skráð sig fyrir kaupum á
tæplega 25 milljónum króna.
Stjórn ÚA hefur heimild aðalfund-
ar til að auka hlutafé um 100
milljónir króna, en ákveðið var að
bjóða helming þess til sölu nú.
Pétur sagðist reikna með að sjóm-
in myndi nýta sér heimildina að
fullu mjög fljótlega, þannig að
annað hlutaíjárútboð yrði væntan-
lega komið í gang innan tíðar.
Akureyrarbær á 70,78% hlut í
Útgerðarfélagi Akureyringa og
hafði forkaupsrétt að bréfum fyrir
um 35 milljónir að nafnvirði.
Bæjarstjóm Ákureyrar samþykkti
á fundi í fyrradag að nýta sér
helming þeirrar upphæðar og
kaupa hlutabréfí fyrir tæpar 17,7
milljónir. Gengi bréfanna er 2,5
og kaupir Akureyrarbær því bréf
fyrir rúmlega 44 milljónir. „Það
var ákveðið að hafa þetta svona
STARFSFÓLK vantar nú til
starfa hjá Útgerðarfélagi Akur-
eyringa, en skólafólk sem þar
hefur unnið í sumar er að láta
af störfum.
Gunnar Ragnars framkvæmda-
stjóri ÚA sagði að fyrirtækið hefði
þegar auglýst eftir starfsfólki og
einhver viðbrögð fengið. „Við vilj-
til að gefa öðrum kost á að eign-
ast hlut í félaginu,“ sagði Halldór
Jónsson bæjarstjóri á fundi bæjar-
stjórnar. Hann sagði einnig afar
mikilvægt að fá gengi bréfanna
skráð á almennum markaði, svo
menn gætu séð hvers virði þau
væru.
Slippstöðin hf. sem er næst
stærsti hluthafí í ÚA ætlar ekki
að nýta sér forkaupsrétt sinn í
hlutafjárútboðinu. Ottó Jakobsson
formaður stjórnar Slippstöðvar-
innar sagði að stjórnin hefði gefið
heimild til að taka þátt í útboðinu
ef hægt væri að fjármagna kaup-
in. Lausafjárstaða fyrirtækisins
væri því miður ekki betri en það
að menn hefðu ekki treyst sér til
að vera með og ekki hefði þótt
fýsilegt að taka lán.
Pétur sagði að þær 100 milljón-
ir sem fengust í hlutafjárútboði
félagins yrðu nýttar vegna kaupa
á togaranum Aðalvík KE og þær
myndu einnig bæta veltufjárhlut-
fall fyrirtækisins.
Jón Hallur Pétursson fram-
kvæmdastjóri Kaupþings Norður-
lands sagði að mjög mikið hefði
verið spurst fyrir um bréfín, en
fyrirtækið hefur tekið við beiðnum
um gjarnan bæta við okkur starfs-
fólki, skólafólkið er að tínast út
þessa dagana og fram eftir þessum
mánuði og því vantar fólk,“ sagði
Gunnar.
Næg atvinna hefur í frystihúsi
ÚA að undanförnu og sagði Gunn-
ar að útlit væri fyrir að svo yrði
áfram. „Það er liðið á árið og kvót-
ann, en við höfum ennþá nóg.“
vegna hlutafjáraukningarinnar.
Hlutabréfin verða seld á almenn-
um markaði eftir helgina. „Það
hefur mjög mikið verið spurst fyr-
ir um þessi bréf, bæði af almenn-
ingi hér í bænum og einnig stærri
kaupendum eins og lífeyrissjóðum
og verðbréfafyrirtækjum, þannig
að það er ekki ástæða til að ætla
annað en að salan verði lífleg,"
sagði Jón Hallur.
Fundurum
umhverfismál
OPINN fundur verður hald-
inn um umhverfismál á Hótel
KEA á morgun, fostudaginn
7. september og hefst hann
kl. 9.30.
Nefnd á vegum norrænu
ráðherranefndarinnar sem
fjallar um hreinni tækni, end-
urvinnslu og sorp heldur fundi
á Akureyri í dag og í tilefni
þess hefur verið ákveðið í sam-
ráði við Umhverfisráðuneytið
að boða til opins fundar um
nokkra þætti umhverfismála.
Júlíus Sólnes, umhverfisráð-
herra setur fundinn, en síðan
verða flutt erindi. Stig Hirsbak
flytur erindi um eiturefni á
heimilum og heimilissorp,
Björn Södermark um úrgang
frá iðnaði, m.a. frá álverk-
smiðjum og Carlotte Christens-
en um aðgerðir til umhverfis-
bóta í fiskiðnaði.
Þá flytur Hannu Laaksonen
erindi um efnahagshvata til
umhverfisbóta, umhverfís-
skatta, sjóntæki og einnota
umbúðir. Að loknum erindum
verða umræður og fyrirspurnir
og farið verður í skoðunarferð
í boði Akureyrarbæjar.
Tamningar í Svíþjóð
Tamningamann vantar nú þegar og út veturinn.
Kunnátta í járningum er kostur.
Mjöggóð aðstaða. Eingöngu íslenskir hestar.
Kaup samkomulag.
Upplýsingar í síma 96-27991 eÖa beint (Inger
Thunsted, 9046-290-62043).
Blaðberar óskast
Blaðbera vantar í eftirtalin hverfi:
Strandgötu - Rimasíðu - Steinahlíð -
Brekkusíðu - Spónsgerði - Jörfabyggð -
Oddagötu.
Hressandi morguntrimm, sem borgar sig.
fUtrjgíwbltebib
Hafnarstræti 85, sími 23905.
Starfsfólk vantar hjá ÚA