Morgunblaðið - 06.09.1990, Síða 32

Morgunblaðið - 06.09.1990, Síða 32
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990 ATVINNUA UGL YSINGAR Reykjavík Hjúkrunarfræðingar - hjúkrunarnemar - sjúkraliðar- starfsstúlkur Okkur vantar hjúkrunarfræðinga/hjúkrunar- nema aðallega á kvöld- og helgarvaktir á hjúk- runardeildir og heilsugæslu. Tilvalið er fyrir 4. árs hjúkrunarnema að taka stakar vaktir á deild þar sem breytingar gerast ekki hratt. Sjúkraliðar óskast til framtíðarstarfa nú þeg- ar. Vinnuhlutfall 100% eða minna. Starfsstúlkur vanar aðhlynningu vantar nú þegar í fullt starf. Upplýsingar veitir ída Atladóttir, hjúkrunar- forstjóri í síma 35262 og Jónína Níelsen, hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 689500. Reykjavík Læknafulltrúi - deildarritari Læknafulltrúi óskast til starfa í 100% vinnu nú þegar. Nauðsynlegt er að læknafulltrúi hafi réttindi til starfa sem læknaritari. Starfið felur í sér ritun, skýrslugerð og umsjón með gögnum er varða vistmenn á Hrafnistu auk annarrar ritaravinnu. Æskilegt er að lækna- fulltrúi sé vanur vinnu á Machintoshtölvu. Deildarritari óskast til starfa í 50% vinnu nú þegar. Starfið felur í sér almenn ritara- störf, vélritun og vinnu á Machintoshtölvu. Um framtíðarstörf er að ræða. Upplýsingar veitir ída Atladóttir, hjúkrunar- forstjóri og Jónína Níelsen, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri í símum 35262 og 689500. Lausar stöður Lausar eru til umsóknar stöður lögreglu- manna við embætti lögreglustjórans í Kelfavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringu- sýslu. Laun samkvæmt launataxta BSRB. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu yfirlögregluþjóns, Hringbraut 130, Keflavík, sími 92-15516. Umsóknum skal skila fyrir 15. september nk. . Lögreglustjórinn íKelfavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýslu. Starfsfólk Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða sem fyrst starfsfólk í kjötvinnslu félagsins á Skúlagötu 20. í mörgum deildum er boðið upp á ábatakerfi. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri á Frakkastíg 1, Reykjavík. Fellahellir Starfsmaður óskast í heilsdagsstarf strax. Unnið er á dag- og kvöldvöktum. Óskað er eftir konu, helst ekki yngri en 25 ára, vegna samsetningar starfshóps. Upplýsingar í Fellahelli, símar 73550 og 73580. jjH RÍKISSPÍTALAR Kópavogshæli Starfsmenn óskast til starfa við umönnun vistmanna. Starfið felur í sér þátttöku í þjálf- un, útiveru og almennum heimilisstörfum þ.m.t. þrif og ræsting. Æskilegt er að um- sækjendur hafi starfsreynslu með þroska- heftum. Sjúkraliðar óskast til starfa á deild 8 sem er hjúkrunar- og ellideild. Starfshlutfall sam- komulagsatriði, dag- og kvöldvaktir. Æskilegt að umsækjendur hafi lokið framhaldsnámi fyrir sjúkraliða í elli- eða geðhjúkrun. Upplýsingar um ofangreindar stöður gefur Sigríður Harðardóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 602700. Reykjavík, 6. september 1990. Grunnskólinn á ísafirði Kennarar — hjálp! Vill ekki einhver góðhjartaður dönskukennari forða ísfirskum grunnskólanemum frá þeim hræðilegu örlögum að læra enga dönsku í vetur? Okkur vantar líka sérkennara, íþróttakennara og heimilisfræðikennara. Einnig mynd- mennta- og smíðakennara í hlutastarf. Við höfum upp á ýmislegt að bjóða. Kannið málið! Hafið samband við skólastjóra í síma 94-3044 (vinnusími) eða 94-4649 (heimasími). Skólastjóri. Skrifstofu- og sölustarf Ungt og vaxandi innflutningsfyrirtæki, sem sérhæfir sig í vörum fyrir byggingariðnaðinn, óskar eftir að ráða skrifstofu- og sölumann til framtíðarstarfa. Sölumaðurinn: Starfið felst í samskiptum við arkitekta, verkfræðinga, verktaka og bygg- ingaraðila um allt land. Skrifstofumaðurinn: Á að sjá um bókhald, verðútreikninga, innflutningsskjöl, innheimt- ur o.fl. Leitað er eftir ungum karli eða konu helst með þekkingu á byggingariðnaði. Viðkom- andi þarf að geta starfað sjálfstætt og að hafa bíl til umráða. Umsóknum sé skilað til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 20. sept. merktum: „N - 8509“. Kennarar í Borgarfirði eystra er lítill og vinarlegur skóli, vel tækjum búinn. í þennan skóla vant- ar tvo fríska kennara. Yfirvinna, gott mannlíf o.fl. til hagsbóta. Áhugasamir hringi í síma 97-29932 og 97-29972. Smjörlíki-Sól hf., Þverholti 19 Starfskraftur óskast til starfa við pökkun. Umsóknareyðublöð liggja frammi á staðnum. Rafverktakar Nemi í rafvirkjun þarf að komast á starfsþjálf- unársamning sem allra fyrst. Upplýsingar í síma 71323 á kvöldin. Bókhald — hlutastarf Heildverslun vill ráða starfskraft vanan bókhaldi og tölvum. Vinnutími fyrir eða eftir hádegi. Svör sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir há- degi föstudag, merkt: „B - 8728“. HÖLBRAUTASKÚUNN BREIÐHOLTI Líffræðikennari Óskum eftir að ráða kennara í líffræði í 32 kennslustundir á viku. Upplýsingar gefur skólameistari í síma 75600. Trésmiðir óskast til starfa strax. Verða að vera vanir verkstæðis- og innivinnu. Framtíðarráðning fyrir góða menn. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir kl. 17 á morgun, föstudag, merktar: „H - 8510". Kennarar! Vegna forfalla vantar kennara við Grunn- skóla Djúpavogs til kennslu yngri barna (8-9 ára). Flutningsstyrkur og ódýrt húsnæði. Frítt útsýni yfir eitt fegursta bæjarstæði á Austurlandi. Upplýsingar veita Anna í síma 97-88836 eða 97-88140 og Guðmunda í síma 97-88816 á kvöldin. Starfskraftur óskast Óskum eftir að ráða starfskraft til starfa við afgreiðslu og á kassa. Vaktavinna. Góð laun í boði. Upplýsingar í síma 33272 milli kl. 13.00 og 16.00. Byggingamenn Óskum eftir að ráða nú þegarvana bygginga- verkamenn og trésmiði. VERNDIr Smiðjuvegi 4b, Kópavogi, sími 641150.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.