Morgunblaðið - 06.09.1990, Side 35
J-
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990
35
Leifur Ásgeirsson var lifandi
dæmi þess hve stærðfræðin er fög-
ur, og víðfeðmur sá andi er hún
vekur. Leifur hugsaði stærðfræði-
lega um flest efni, greindi hvert
mál sem að höndum bar, beitti
skarpri og frjálsri gagnrýni og leit-
aði eftir lausnum og samtengingu
allra efnisþátta innan sviðs röklegr-
ar hugsunar. Gagnrýni hans á þjóð-.
félagsháttum og háskólamálefnum
var oft hvöss og leiddi fram veilurn-
ar í háttum og siðum, en hann leit-
aði ávallt að fögrum lausnum, rétt
einsog í stærðfræðinni. Hvert mál
krufði Leifur til mergjar með stærð-
fræðilegu hugarflugi og nákvæmni,
og má segja að hann hafi verið
sífellt ósáttur við þá yfriborðslegu
skammsýni og meðalmennsku sem
oft ráða um gerðir manna í þjóðmál-
um. Óþol um ríkjandi aðstæður og
fránn vilji til úrbóta er undirstaða
allra framfara, en þá hæfileika átti
Leifur í ríkum mæli. Má segja að
ekkert svið þjóðlegrar menningar
hafi komist undan leysigeisla rýni
hans. En vinsemdin og hlýjan voru
hans aðalsmerki. Kannski hafði
Leifur jafnmikil persónuleg áhrif
og raun varð á vegna þess hve
hann var fallegur maður og fögur
öll hans framganga og vinfesti.
Rætur Leifs Asgeirssonar stóðu
víðar en í rannsóknastofunum í
Göttingen og í akademísku starfi í
Reykjavík. Hann var skilgetinn son-
ur borgfirskrar bændamenningar ‘
og bar með sér andblæ baðstofules-
endanna, sem rýndu ljóðin og sög-
urnar, ræddu þær í fjósinu næsta
dag og mynduðu sér sjálfstæðar
skoðanir um atvik, sögupersónur,
dyggðir og lesti. Þjóðlegar rætur
hans hafa dýpkað enn er hann var
skólastjóri að Laugum, S-Þing.
Á fyrri árum var kennarastofa
Háskólans (sem nú heitir „Gamla
aðalbyggingin") samkomustaður
kennara úr öllum deildum, að
læknadeildinni einni undanskilinni.
Þar urðu oft fjörugar umræður.
Minnisstæð eru samtöl Leifs, sem
ég hlýddi á sem ungur maður, við
Þorkel Jóhannesson rektor, Jóhann
Hannesson, Guðna Jónsson og
fleiri. Hafði Leifur uppi frumleg
sjónarmið byggð á eigin athugunum
á flestum sviðum íslenskrar menn-
ingar, bókmennta og sögu.
Leifur Ásgeirsson er einn þeirra
manna_ sem ber hæst í sögu Há-
skóla íslands. í máli hans mátti
ávallt fínna einarðlega ábendingu
um hinn eina sannleika í aka-
demísku starfí: Keppnina eftir full-
komnun í vísindum og lífí. Hin
æðstu markmið akademískrar
stofnunar skyldu ávallt höfð fyrir
augum í öllu sem sagt var og gert
um framtíðarmótun Háskólans, án
minnsta afsláttar eða sáttargjörðar
við meðalmennskuna. Eitt sinn á
kennarastofunni vitnaði hann í 127.
Davíðssálm, „Ef Drottinn byggir
ekki húsið erfiða smiðirnir til ónýt-
is“. Hann lagði snarlega út af text-
anum: Ef réttur skilningur og rétt-
ur andi ríkir ekki við undirbúning
verks og framkvæmd þess, er það
dæmt til að mistakast. Það sem
Leifur Ásgeirsson byggði um sína
daga var unnið í réttum anda.
Hrefna Kolbeinsdóttir, er Leifur
gekk að eiga fyrir hálfum sjötta
áratug, er mikil öndvegiskona, og
eru þau sem einn maður í minning-
unni. Blessi Guð henni og börnun-
um, Kristínu og Ásgeiri og fjöl-
skyldunni allri, minningarnar um
gengið skeið, og ávaxti bamabörn-
unum arfinn frá afa sínum. Requi-
escat in pace.
Þórir Kr. Þórðarson
Minning:
Jón Sigurðsson,
Hrepphólum
Fæddur 5. apríl 1899
Dáinn 31. ágúst 1990
í dag fer fram frá Hrepphóla-
kirkju útför afa okkar, Jóns Sig-
urðssonar bónda. Hann var fæddur
hér í Hrepphólum 5. apríl 1899.
Hér höfðu foreldrar hans búið frá
því 1883 er þau fluttu frá Stóra-
Núpi. Árið 1932 kvæntist hann
ömmu okkar, Elísabetu Kristjáns-
dóttur, og bjuggu þau allan sinn
búskap hér í Hrepphólum. Eignuð-
ust þau átta börn sem öll eru á lífi.
Afkomendur þeirra eru nú orðnir
65.
Svo margar ljúfar minningar
hrannast upp í huga okkar þegar
við minnumst hans. Við systkinin
höfum alist upp á sama heimili alla
okkar tíð. Þegar við vorum lítil
fannst okkur hann besti læknir í
heimi þegar eitthvað bjátaði á —
afi gat alltaf læknað sárin. Oft sát-
um við hjá honum og hlustuðum á
skemmtilegar frásagnir frá því er
hann var ungur, en hann sagði afar
vel frá. Ljúfar minningar eigum við
með honum héðan úr Hrepphóla-
kirkju, þegar við fengum að sitja
hjá honum á fremst bekk, en hann
var meðhjálpari í kirkjunni í ára-
tugi. Hann bar hag kirkjunnar mjög
fyrir brjósti, lagði áherslu á að allt
væri sem snyrtilegast, bæði úti og
inni.
Afi sat öllum stundum við skrif-
borðið sitt eftir að hann hætti að
geta unnið bústörfín úti. Hann gat
alltaf stytt sér stundir við skriftir
og lestur, en hann hafði listagóða
rithönd allt fram til síðasta dags.
Synir okkar voru svo lánsamir
að fá að njóta samverustunda með
honum. Fljótt var vitað við hvaða
skúffu í skrifborðinu ætti að staldra
því alltaf átti afí eitthvað gott í
munninn og hlýlegt klapp á litla
kolla. Við þetta skrifborð kenndi
Löng hrísgjrón með ristuðu
heilvheitiklíði, núðlumog
bragðgóðu grænmeti. Ljúf-
fengur fjölskylduréttur.
Fyrir 4 - suóutími 8 min.
Heildsölubirgðin
KARL K. KARLSSONxCO.
Skúlatúni 4, Rcykjavík, sími 62 32 32
hann okkur að lesa og skrifa auk
þess sem hann miðlaði okkur af
margvíslegum fróðleik. Við teljum
það okkar gæfu að hafa fengið að
alast upp með honum.
Nú hefur hann afí okkar fengið
hvíldina. Við viljum með þessum
orðum þakka honum fyrir allt sem
hann gerði fyrir okkur. Við vottum
ömmu okkar innilegustu samúð.
Blessuð^ sé minning hans.
Óli, Guðbjörg,
Lalli og Hulda Hrönn.
Vióskiptahugbúnaóurinn vinsæli, sem mörg
hundruó fyrirtæki nota í öllum greinum
atvinnulífsins.
Samhæfð kerfi, sem notandinn á auðvelt
með að læra á.
STÓLPI
fæst fyrir minni fyrirtæki á ótrúlega
hagstæðu verði.
Kynntu þér málið.
gl KERFISÞRÓUN HF.
1 ' SKEIFUNNI 17, 108 REYKJAVÍK
Sölu- og þjónustuaðilar um land allt. Símar 91-688055 / 687466
SÖLU- OG ÞJÖNUSTUAÐILAR ÚTI A LANDI:
Borgames: Leó Kolbeinsson ...................................... 93-71720
Ólafsvík: Viöskiptaþjónustan st., Páll Ingólfsson............... 93-61490
isafjöröur: Reiknistofa Vestfjaröa, Ellas Oddsson................ 94-3854
Sauöárkrókur: Stuðull sf., Stefán Evertsson .................... 95-36676
Aukureyri: Tölvuvinnslan, Jóhann Jóhannsson..................... 96-22794
Húsavik: Radíóstota SBG, Steingrimur Gunnarsson ................ 96-41453
Egilsstaðir: Viöskiptaþjónustan Traust. Óskar Steingrimsson..... 97-11095
NYJASTA DANSKA ORÐABOKIN
887 blaðsíður - kr. 2.200