Morgunblaðið - 06.09.1990, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990
37
Varðan á Bláfellshálsi.
Ljósm. K.M.B.
Afmælisgangan: Reykjavík — Hvítárnes, 11. ferð:
Sandá — Bláfellsháls
í tíma og ótíma
Jökulá allvæn kemur úr Haga-
vatni. Er nafn hennar einkennilegt:
Farið, rennur í Sandvatn, en úr
vatninu falla tvær ár. Önnur er
Asbrandsá, sem fyrr var nefnd. Hin
er Sandá, rennur í suðaustur til
Hvítár.
Vatnsmagn í Sandá er mjög
breytilegt. Um sumar er hún oftast
svo lítil að hún er enginn farar-
tálmi, en hún getur orðið flugmikil,
jafnvel ófær hveiju farartæki. En
nú skiptir það ferðamann litlu, áin
var brúuð fyrir nokkrum árum, og
má vera að sumir vegfarendur taki
nú naumast eftir henni.
Skammt fyrir innan Sandá eru
vegamót. Liggur þar vegur þvert
til vinstri. Er það leiðin upp að
Hagavatni, talin um 13 km, all-
greið, en nokkuð grýtt á köflum.
Leiðin frá Sandá liggur um mela.
Þetta er heldur auðnarlegt land.
Öðruvísi var hér umhorfs fyn-um.
Þess er getið í Fornbréfasafni að
kirkjur í Tungum áttu skógarhögg
allt inn í Bláfellsháls, og kolagrafir
má sjá þar sem enn er óblásið. Nú
er þar lítill gróður. Helzta prýðin
eru Brunnalækir, renna þar austan
undir hári melbrún, silfurtært berg-
vatn, og sums staðar gróður. Mér
hefur ætíð fundizt að í Brunnalækj-
um sé vatn tærara en annars stað-
ar, ef til vill vegna þess hvað nafn-
ið er fagurt.
Brátt er komið að Grjótá. Venju-
lega er hún tær og lítill farartálmi,
getur þó orðið mikil, jafnvel erfið
yfirferðar. Er þá stundum jökull í
henni, enda eru efstu drög hennar
í litlum dal upp við jökul milli innstu
Jarlhettu og vestasta hluta Skálpa-
ness.
Skammt innan við Grjótá er kom-
ið að rótum Bláfells. Gróið land er
framan við fellið austan vegar. Þar
heitir Fremstaver, áningarstaður
hestum og sauðfé. Er þá venjulega
farið austan undir fellinu. Þar er
minna gijót, en heldur lengri leið
en yfir hálsinn.
Allmikla brekku er upp að fara
á þessari leið. Er meira en 300 m
hæðarmunur á Sandá og Bláfells-
hálsi. Lítt er gróið land þar sem
vegurinn liggur upp hálsinn. Blá-
fellsháls virðist lítt bjóða fram feg-
urð, tilbreytingu né neitt annað sem
vert er skoðunar. Göngumaður
gæti þó lagt lykkju nokkra á leið
sína til að fá að sjá annað og meira
en það sem við augum blasir. Ganga
mætti upp með Gijótá. Verður þá
gil eftir nokkra göngu. Liggur það
úr hálsinum ofanverðum og niður
undir Gijótá. Heitir það Valagil.
Það getur verið vatnslítið, og í
þurrkatíð á sumrin er það með öllu
þurrt. Það er ekki mjög djúpt ofan
til, en er neðar kemur í hallann,
víkkar það talsvert og dýpkar mjög,
og eru þar háir hamrar. Niðri er
fagurt graslendi á einum stað. Er
þar kvos út úr aðalgilinu en háir
hamraveggir mynda hálfhring eða
Tlutuncv
Heílsuvörur
nútímafólks
Á slóóum
Ferdafélags
íslands
skeifu um grasblettinn. Þessi staður
nefnist Kórinn. Hamraveggirnir og
gi-asflötin minna nokkuð á Al-
mannagjá. Sjá nánar Árb. FÍ 1961,
111. bls.
Auðsætt er að þarna hefur fyrr-
um runnið stjórfljót, sennilega af-
rennsli jökuls, spm hefur legið fram
á Bláfellsháls. Á einum stað má sjá
brún, þar sem stór foss hefur fallið.
Er bergið þar mjög vatnssnúið með
miklum skessukötlum. Er merkilegt
að sjá þennan mikla farveg þar
hátt upp í Bláfellshálsi.
Einnig má ganga að Kórnum af
veginum ofarlega í hálsi. Er sú leið
eigi löng.
Skammt er upp á háhálsinn frá
botni Valagils. Þaðan þykir hentug-
ast að ganga á Bláfell. Er þar gott
uppgöngu, þótt hæðarmunur sé um
600 m. Er frábært útsýni af fjali-
inu. Einnig er ágætt útsýni af Blá-
fellshálsi til Langjökuls, fjallaklas-
ans utan byggðar svo og fram yfir
byggðina sjálfa.
11. ferð afmælisgöngunnar verð-
ur farin sunnudaginn 9. september
kl. 9.00.
Haraldur Matthíasson
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Tímaflakk (,,Millenium“). Sýnd
í Regnboganum. Leikstjóri:
Michael Anderson. Aðalhlut-
verk: Kris Kristofferson,
Cheryl Ladd, Daniel J. Tra-
vanti.
Tímaflakk er vísindaskáldskap-
armynd gerð eftir smásögu John
Varley „Air Raid“ sem setur upp
nokkuð athyglisverða og sláandi
framtíðarsýn þúsund ára iðnaðar-
samfélagsins og leikur sér for-
vitnilega að hugtakinu tímaferða-
lag. En því miður tekst ekki að
vinna nægilega vel úr efniv.iðnum,
myndin koðnar niður í andlausa
rómantík aðalpersónanna á stór-
um köflum og furðulegri endur-
tekningu, sem vel má vera að líti
vel út á pappír en er óvíst að þjóni
nokkrum tilgangi.
Myndin er, eins og íslenska
þýðingin bendir til, um tímaflakk,
hvernig það er orðið eina lífsvon
framtíðarríkisins í kringum árið
3000 og hættuna sem það hefur
í för með sér og kölluð er þver-
stæða í myndinni. Hugmyndin er
sú að ef tímaferðalangur sem
ferðast þúsund ár til samtímans
úr framtíðinni breytir gangi sög-
unnar að einhveiju ráði gengur
breytingin yfir öll þúsund árin-og
stigmagnast þar til hún leggur
samfélagið í rúst í ógurlegum
„þverstæðuskj álfta“.
Inní þessa grunnhugmynd, sem
ætti að kitla vísindaskáldskapar-
fikla og hasarblaðaætur, er fléttað
hliðarsögu um ástarsamband
tímaferðalangsins Cheryl Ladd og
rannsóknarmanns flugslysa í líki
afar þreytulegs Kris Kristoffer-
sonar en til að viðhalda fram-
tíðarríkinu, sem er að deyja út,
flytja tímaflakkararnir dauða-
dæmda flugfarþega með sér inní
framtíðina rétt áður en vélarnar
skella til jarðar og setja í staðinn
nákvæmar eftirlíkingar allra um
borð.
Það má sjá á Tímaflakki að hún
hefur ekki þúsundmilljóna fjár-
hagsáætlun sumarsmellanna sér
til halds og trausts en leikmyndir
og gervi hins næstum því útdauða
mannkyns árið 3000, sem hefur
hrörnað svo mjög að sálin er
næstum ein eftir, er engu að síður
ágætlega unnið. Það sem vantar
er kraftur í frásögnina og spenna.
Myndin dettur niður á löngum
köflum og þegar heilu atriðin eru
leikin aftur af ástæðum sem of
langt mál er að útskýra finnst
manni myndin aldrei ætla að
koma sér að efninu. Cheryl Ladd
er hin hressilegasta í hlutverki
aðaltímaflakkarans, sem því mið-
ur dregur enn meiri athygli að
því hve Kristofferson er dauðyflis-
legur.
Leikstjórinn, Michael Ander-
son, er nú orðinn sjötugur og
hefur fengist við margt um ævina
og gert ólíklegustu myndir. Hann
leikstýrði Umhverfis jörðina á
áttatíu dögum árið 1956 ogfékkst
einnig við vísindskáldskap í „Log-
an’s Run“ árið 1975 en gerði líka
t.d. hallærið „Orca - Killer
Whale“ með Richard Harris. Hann
á enn sínar stundir.
LAUGARDAGSRIS
í Reiðhöllinm 8. september
Tryggið ykkur miða á laugardagstón
í tíma á meðan miðar eru til
Pantanasími fyrir iandsbyggðina er
MIÐAVERÐ kr. 3500,-
lo
Reykjavik: Skífan, Kringlunni og Laugavegi 33; Hljóðfærahús Reykjavíkur, Laugavegi 96; Steinar, Austurstræti, Álfabakka 14,
Glæsibæ, Laugavegi 24, Rauðarárstíg 16 og Eiðistorgi; Myndbandaleigur Steina; Plötubúðin Laugavegi 20. Hafnarf|örður: Steinar,
Strandgötu 37. Akranes: Bókaskemman. Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga. isafjörður: Hljómborg. Sauðárkrókur: Kaupfélag Skag-
firðinga. Akureyri: KEA. Neskaupstaður: Tónspil. Höfn: KASK. Vestmannaeyjar: Adam og Eva. Selfoss: Ösp. Keflavík: Hljómval.
Munlð: Flugleiðir veita 35% afslátt af verðí flugferða
gegn framvísun aðgöngumiða að risarokktónleíkunum.