Morgunblaðið - 06.09.1990, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990
„Ég ueitaf hi/equ þú Skrifar ata/rei. þú
ert otuþþtelánn af þu!þessi
rirans gá'ngJ "
t i " 1 Vildi óska þess ég væri á
Hefurðu eld? eyðiey.
Trúir þú rétt?
Til Velvakanda.
Bronko Haralds skrifaði hér í
þætti Velvakanda og gagnrýndi
grein mína um bæn Jesú, Faðirvor-
ið, og notaði tækifærið til að hafna
enn á ný guðdómi Jesú og viðra
að nýju allt það, sem Bronko þessi
hefur á móti kaþólsku kirkjunni.
Ég hlýt því.að leiðrétta mistúlkanir
hans og veija hina kristnu trú okk-
ar.
Bronko heldur því fram, að Jesús
Kristur sé ekki Guð, aðeins maður,
og beinir spjótum sínum að kristn-
um mönnum fyrir að tilbiðja Jesúm
sem Guð; en aðeins megi tilbiðja
Guð. Af þessu er ljóst, að Bronko
lítur svo á, að allir kristnir menn —
Tneira en einn milljarður — séu hjá-
guðadýrkendur. Reyndar játa lút-
herskir íslendingar líka guðdóm
Jesú. Hvers vegna fer þá Bronko
ekki burt af landi hjáguðadýrkenda
til Mekka, þar sem hægt væri að
vera hjá arabískum íslamsjátend-
um? — En ég vil nú svara ýmsum
ásökunum Bronkos.
1) Jesús kennir okkur með há-
leitri bæn sinni að biðja, — en hann
amast þar ekki við því, að við biðj-
um um fyrirbæn vina okkar á himn-
um.
2) Langan texta (Róm. 1, 18-23)
um menn, sem „kefja sannleikann
með rangsleitni“, er ekki hægt að
heimfæra upp á okkur, einn millj-
arð kristinna manna, heldur lenda
þau orð miklu fremur á Bronko
sjálfum, sem afneitar guðdómi Jesú.
3) Þegar Jesú segir: „Enginn
hefur stigið upp til himins nema sá,
Frábær
ferð
Til Velvakanda.
Ég fór fyrir skömmu með Pétri
Ólafssyni í fjögurra daga hópferð
eldri borgara. Farið var um Syðri
og Nyrðri-Fjallabaksleið, til Kirkju-
bæjarklausturs, Skaftafells að
Breiðamerkurlóni, Lakagígum,
Eldgjá og Landmannalaugum. Fyrir
þessa frábæru ferð vil ég þakka
Pétri, lipurð hans, skipulagningu
alla, fróðleik og hjálpsemi. Óska
vildi ég að fleiri eldri borgar mættu
njóta ferða hans og fjölga þannig
björtum minningum á haustdögum
lífsins. Hjartans þakkir Pétur. •
Einn af þeim gömlu
er niður sté af himnum,“ þá endur-
tekur hann það, sem segir í Orðs-
kviðunum 30,4: „Hver hefur stigið
upp til himna og komið niður? Hver
hefur safnað vindinum í greipar
sér?“ Textinn þýðir auðvitað: Eng-
inn maður getur það. Hér er því
verið að ræða um vanmátt manns-
ins. En svo er hér líka um að ræða
fullyrðingu Jesú um að hann sé
ekki vanmáttugur eins og aðrir
menn. Hann vekur hér einmitt at-
hygli á guðdómi sínum. Hins vegar
segir textinn ekkert um það, hvort
heilagir séu á himnum, eins og
Bronko virðist halda.
4) Bronko segir, að enginn sé á
himnum, því að „hin fyrsta upprisa
hefur ekki ennþá átt sér stað“. En
Jesús talar hér (Mt. 24, 39-41) um
komu sína við endalok'heimsins. —
Að maðurinn, þ.e. sál hans, geti
farið strax í dauðanum til himna,
það sýna þessi orð Jesú: „í dag
(ekki eftir tíu þúsund ár) skaltu
vera með mér í Paradís." Þetta
sýnir okkur einnig, að móðir Jesú
og allir réttlátir menn séu nú þegar
hjá honum.
5) Um bæn rósakranzins er það
að segja, að þegar við biðjum hann,
hugleiðum við líf Jesú, þ.e. æsku
hans, þjáningar og dauða, upprisu,
uppstigninguna og komu Heilags
Anda og þann heiður, sem Jesú
veitir móður sinni.
6) „Þér skuluð eigi kalla neinn
föður yðar á jörðinni.“ Þetta telur
Bronko mæla á móti kaþólskunni.
En Páll postuli, sem sagði: „Bók-
stafurinn deyðir, en andinn lífgar,“
hann kallar sjálfan sig föður Kor-
intumanna, af því að hann hefur
fætt þá í Kristi.
7) „Enginn maður getur fyrir-
gefið öðrum manni syndir hans,“
segir Bronko. Er Jesús þá lygari?
Hann segir þó við lærisveina sína:
„Meðtakið Heilagan Anda. Ef þér
fyrirgefið einhveijum syndimar,
eru þær fyrirgefnar.“
8) Jesús segir: „Um þann dag
eða stund veit enginn, ekki einu
sinni englarnir á himnum, né sonur-
' inn, heldur aðeins faðirinn." „Þá
getur Jesús ekki verið Guð,“ segir
Bronko. Reyndar er svarið auðvelt:
Jesús er maður og Guð. Sem maður
„þroskaðist hann að vizku og vexti
og náð hjá Guði og mönnum,“ (Lk.
2, 52). Páll postuli segir: „Hann
svipti sig öllu (líka þekkingu Guðs,
innsk. JH) og varð mönnum líkur.
Hann kom fram sem maður, lægðí
sjálfan sig og varð hlýðinn allt til
dauða,“ (Fil. 2, 7-8). Jesús notaði
guðdóm sinn ekkert umfram það,
sem nauðsynlegt var fyrir fagnað-
arerindið.
9) Jesús sagði við postulana:
„Allt vald er mér gefíð á himni og
jörðu. Farið því og gjörið allar þjóð-
ir að lærisveinum, skírið þá í nafni
föður, sonar og Heilags Anda, og
kennið þeim að halda allt það, sem
ég hefi boðið yður. Sjá! ég er með
yður alla daga allt til enda verald-
ar,“ (Mt. 28, 19-20). — Samkvæmt
túlkun Bronkos er Jesús falsspá-
maður úr því að hann er ekki leng-
ur með kirkju sinni, eða eins og
Bronko segir: „Eftir komu páfans
hætti kirkjan að vera frumkirkjan."
Veit þá Bronko ekki, að röð páf-
anna hefst með Pétri? Pétur, Linus,
Kletus, Klemens, Evaristus (ár
100). Er kennivald páfans nauðsyn-
legt? Bronko sannar það og sýnir
með mistúlkunum sínum á Bibl-
íunni, t.d. að því er varðar guðdóm
Jesú.
10) En Bronko nægir ekki trúin
eins og Páli postula eða okkur hin-
um. Nei, hann fer á svig við trúna,
hann er „hættur að trúa, hann
veit“. Og hvernig veit svo Bronko
að hann veit? Hann les það úr Jóh.
8, 32: „Ef þér eruð stöðugir í orði
mínu, eruð þér sannir lærisveinar
mínir og munuð þekkja sannleik-
ann.“ En þá mætti spyija Bronko:
Ert þú í orði Jesú? Trúir þú rétt?
Jóhannes segir (I. Jóh. 2, 22-23):
„Hver er lygari, ef ekki sá, sem
neitar, að Jesús sé Kristur? Sá er
andkristurinn, sem afneitar synin-
um og föðumum. Hver sem afneitar
syninum hefur heldur ekki fundið
föðurinn." Jesús segir líka: „Ég og
faðirinn erum eitt,“ (Jóh. 10, 30).
Bronko neitar þessu. En þegar Jes-
ús hélt þessu fram, tóku Gyðingarn-
ir upp steina til þess að grýta hann,
„því að þú, sem ert maður, gjörir
sjálfan þig að Guði,“ (Jóh. 10,
31-33). Fyrst þú nú afneitar guð-
dómi Jesú, skipar þú þér í sveit
þeirra, sem vildu grýta Jesúm. Einn
milljarður kristinna manna svarar
þér: Þú ert ekki „í orði Jesú“.
11) Bronko segir við mig: „Hrind
þú ekki með mati þínu í glötun
þeim manni, sem Kristur er dáinn
fyrir.“ Má ég þá spyija enn á ný:
Trúum við því ekki, að Jesús hafi
endurleyst okkur, einmitt vegna
þess að hann er Guð og maður?
En þú vilt ekki trúa þessu. Hrindi
ég þér í glötun? Nei, Bronko minn.
Það er starf prestsins og sérhvers
kristins manns að biðja fyrir þér,
og það geri ég. Því endurtek ég nú:
Ætli það hafi tekizt að sannfæra
Bronko? Við skulum bara vona.
Sr. Jón Habets
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkverji skrifar
að vakti töluverðan pirring með
Víkveija á blaðamannafund
inum sem FranQois Mitterrand,
Frakklandsforseti, hélt í síðustu
viku að fundurinn fór fram á tveim-
ur tungumálum, frönsku og ensku.
Að franska skuli hafa verið annað
málið er vel skiljanlegt, enda á
fundinum staddir auk forsetans og
franska aðstoðarutanríkisráðherr-
ans á fjórða tug franskra blaða-
manna. En þó að íslenski forsætis-
ráðherrann, utanríkisráðherrann og
fulltrúar allra helstu íslensku fjöl-
miðlanna hafi verið á fundinum og
hann þar að auki haldinn á íslandi
var íslenskan bannfærð á fundinum.
Eitt sinn reyndi ein blaðakonan að
spyija íslenska forsætisráðherrann
spurningar á íslensku en hann bað
hana vinsamlegast um að spyija á
ensku!
xxx
Skýringin á þessu er í sjálfu sér
einföld. Fundurinn allur var
túlkaður jafnóðum og var það
franskur túlkur sem sá um þá hlið
mála. Kunni hann væntanlega lítið
fyrir sér í íslensku. Það vekur hins
vegar upp spurningar um það af
hveiju í ósköpunum við getum ekki
haft metnað í að koma hlutunum
þannig fyrir að á svæðinu sé túlkur
sem geti túlkað frá íslensku yfir á
frönsku og öfugt. Ráðamenn stagl-
ast á mikilvægi íslenskrar tungu
en banna svo íslenskum frétta-
mönnum að spyrja sig spuminga á
íslensku. Víkveiji telur víst að
Frakkar, sem einnig leggja mikla
áherslu á tungu sína, myndu seint
láta bjóða sér upp á slíkt.
XXX
Oft er talað um að fólkið, sem
tekur á móti gestum í af
greiðslunni, sé andlit fyrirtækisins.
Eins á við að segja að starfsmenn-
irnir, sem svara í símann, séu rödd
fyrirtækisins. Góð símaþjónusta
skiptir miklu fyrir ímynd fyrirtækja
og stofnana. Því miður er þar ákaf-
lega víða misbrestur á. Víkveiji
þarf starfs síns vegna að nota
símann mikið og hringir oft tugi
símtala á dag. Það kætir hann allt-
af að mæta kurteislegu viðmóti og
fá lipra símaþjónustu, en það getur
farið jafnmikið í taugarnar á honum
þegar hann hefur á tilfinningunni
að starfsfólkið nenni varla að sitja
við símann. Um þverbak keyrir þó
þegar alls ekki er svarað í símann
hjá stórum fyrirtækjum eða stofn-
unum. Símaþjónustan hjá Háskóla
íslands er í lakari kantinum og fyr-
ir nokkrum dögum hringdi fjórum
sinnum út áður en starfsfólkið svar-
aði símanum í þeirri merku stofnun.
x x x
Víkveiji sá í nýju sérblaði Morg-
unblaðsins um sjávarútvegs
mál að til greina kæmi að framleiða
„hafmeyjarboli" úr hlýraroði í út-
landinu. Víkveiji veltir því fyrir sér,
hvort þetta séu þá ekki hlýrabolir?