Morgunblaðið - 06.09.1990, Síða 47
Er ekki tími
til kominn að
farir að hreyfa þig?
Ath.: Tíinar kl. 13.30 -
17.10-18.10-19.10-20.10
Yió bjóómn upp á tíma 2\ i
viku eða STUDÍÓKORT
til áramóta. Innifalið í því
er frjáls mæting, 2 tímar í
veggtennis + 20% afsláttur.
Innritun hafin i sínnim 687801
og687701 eftirkl. 17.00.
javík • Símar 687801 & 687701
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990
Þessir hringdu . .
Illa farið með þorskhaus
Lára hringdi:
„Hvers konar lýður er hér á ferð?
Er það þetta háskólamenntaða
fólk sem þjóðin styrkir til náms
með fé sem tekið er af skattborg-
urum. Skólarnir settir og hátíð í
skólum og heimahúsum. Svor er
sest fyrir framan skjáinn og blas-
ir þá við þessi ósmekklega sýn.
Hver er mesti þorskhausinn?"
Ekki viðlátinn
Eldri kona hringdi:
„BHM-menn verða að skilja það
að núverandi forsætisráðherra má
ekki vera að tala við þá meðan á
laxveiðunum stendur. Vonandi
verður næsti forsætisráðherra
ekki eins ákafur laxveiðimaður."
Köttur
Grábröndóttur köttur með
hvítan kvið og hvítar hosur fór
að heiman frá Barmahlíð 15 að-
faranót laugardags. Hann er
merktur Ammon Ra, H. Henders-
son. Vinsamlegast hringið í heim-
asíma 624718 eða vinnusíma
31335 OG 31975.
Köttur
Kötturinn Molli, sem er þriggja
mánaða, leitar að nýju heimili
vegna flutninga. Upplýsingar í
síma 681274.
Þakkir
Ómar Friðberts hringdi:
„Eg vil koma á framfæri sérstöku'
þakklæti til læknavaktarinnar í
Reykjavík, sérstaklega þó til Guð-
mundar Olafssonar læknis sem
hefur reynst okkur einstaklega
vel. Hann hefur allt það til að
bera sem góður læknir þarf að
hafa.“
Ó1
Ó1 af svartri leðurtösku tapað-
ist í leigubíl, rauðum Benz, fyrir
utan veitingastaðinn 22. Er
bílstjórinn vinsamlegast beðinn að
hafa samband við Vilborgu í síma
28783 ef ólin hefur komið í leitim-
ar.
Hringur
Giftingarhringur tapaðist 9.
ágúst. Finnandi er yinsamlegast
beðinn að hringja í síma 685925
e. h. Fundarlaunum heitið.
Hjartans þakkirfœri égöllum þeim, sem
glöddu mig með gjöfum ogskeytum á
sjötugsafmæli mínuþann25. ágústsl.
Lifið heil.
Guðfinnur G. Ottósson,
Brekkholti,
Stokkseyri.
Svíar ekki til?
Til Velvakanda.
Um daginn heyrði ég í morgunút-
varpi Rásar 2 viðtal við vininn Hann-
es Hólmstein Gissurarson, lektor. Þar
sagði Hannes frá því, að hann væri
á förum í sumarleyfi sínu í austurveg
og hyggðist fiytja fyrirlestur yfir
Sovétmönnum. Hannes var að vanda
bæði snjall og sprenghlægilegur svo
ég vaknaði fljótt til fulls. Sérstaka
athygli mína vöktu fyrirætlanir hans
um efni þess fyrirlesturs er flytja
skyldi austur þar í Garðaríki, en það
kvað Hannes vera um millileiðina í
skipan þjóðmála, þ.e. þá leið sem er
mitt á milli kapítalisma og sósíalisma
og ýmist er nefnd sænska leiðin, vel-
ferðarríkið eða blandaða hagkerfið.
Sagðist Hannes ætla að segja Sov-
étmönum að sænska leiðin sé ekki til.
Mig rak í rogastans við þessi
tíðindi. Ég þykist þó vita að ekki
verið vandalaust fyrir Hannes að
komast að þessari niðurstöðu, þvi
þegar talað er um sænsku leiðina er
yfirleitt átt við það, hvernig Svíar
haga skipan mála sinna. Sænska leið-
in er það sem Svíar eru sagðir gera.
Mér sýnist Hannes verði að sýna fram
á að Svíar séu ekki til, ef honum á
að takast að sanna að sænska leiðin
sé ekki til.
Það er auðvitað ekki útilokað að
honum takist þetta. Ef svo fer mun
það örugglega hafa miklar afleiðing-
ar á íslandi sem og í öðrum löndum.
Flestir hafa hingað til gengið út frá
því, að Svíar séu til og framleiði m.a.
Volvo-bíla úr mölinni í Kiruna á
Skandínavíuskaganum. Ég hef orðið
var við að margir íslendingar telja
sig eiga slíkar bifreiðar og sumir
þykjast meira að segja hafa komið
til Svíþjóðar. Aðrir hafa ítrekað verið
að agnúast út í' Svía á liðnum árum,
eins og t.d. drengurinn Svarthöfði
sem um árabil var blaðamaður á DV.
Skyldi þett allt vera á misskilningi
byggt?
Það eru því án efa margir sem
bíða spenntir eftir fréttuhi af fyrir-
lestri Hannesar Hólmsteins í austur-
vegi. Ef honum tekst að sýna Rússum
fram á að Svíar séu ekki til, þá mun
mönnum opnast ný sýn á veruleikann
sem við lifum í. Kannski allar leiðin-
legu kvikmyndirnar hans Ingmars
Bergmanns og rónarnir í sænska
velferðarríkinu hafi aldrei verið til í
raun og veru, heldur aðeins birst
okkur sem dimmar sýnir í draumum
veturnáttanna hér á hjara veraldar?
Vonandi láta fjölmiðlar ekki sitt
eftir liggja og flytja okkur frekari
fréttir af uppgötvun Hannesar.
Stefán Ólafsson
Byrstir á brún
Hákon Aðalsteinsson sendi þessa
vísu í tilefni af fréttum um níðstöng
BHMR-manna:
Þeir eru í kjörunum kræfir,
og kærleikann örbirgðin slævir.
Byrstir á brún
þeir bera við hún,
andlit sem hópnum hæfir.
Bestu þakkir til þeirra, sem glöddu mig með
gjöfum og kveðjum á sjötugs afmœlinu
25. ágúst sl.
Lifið heil.
Rósa Sigurðardóttir,
Jaðarshraut 29,
Akranesi.
VEITINGASALA
Við auglýsum eftir rekstraraðilum til að annast
veitingasölu í Kolaportinu á laugardögum.
Samningstímabil: Eitt ár frá 1. okt. að telja.
Með núverandi fyrirkomulagi er annars vegar
um kaffisölu og hins vegar pylsusölu að ræða
en annað kæmi vel til greina.
Áhugasömum aðilum er bent á að hafa samband við
skrifstofu Kolaportsins í síma 687063 (kl. 16-18).
KOIAPORTIÐ
NUmKaÐStOZL
fltofgttnfclftfcifc
■
JAZZBALLET
NÚTÍMABALLET
KLASSÍSKURBALLET
STREET DANCING
:rum nu emnig i
Hafnarfirði og Kópavogi
Kennsla hefst 10. sept.
Innritun hafin í símum
687801 og 687701
Engjateigi 1 • Reykjavík • Símar 687801 & 687701
\