Morgunblaðið - 27.09.1990, Page 22

Morgunblaðið - 27.09.1990, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 Ósennilegt að nýtt bensínverð verði ákveðið í vikunni ÓSENNILEGT er talið að nýtt verð á blýlausu bensíni verði ákveðið á fundi verðlagsráðs í lok vikunnar, þar sem ekki eru taldar líkur á því að þá liggi fyrir svar ríkisstjórnarinnar við þeim tilmælum ASÍ og VSÍ, að dregið verði úr skattheimtu á bensíni til að mæta hækkun- um á innkaupsverði. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hafa olíufélögin lagt fram beiðni til verðlagsráðs um að gasolía ækki um 40%, svartolía um 17% og 92 oktana bensín um 13%, en frjáls verðlagning er á 98 oktana bensíni. Fundur í verðlagsráði verð- ur væntanlega haldinn á föstudag, og miðað við þróun bensínverðs er ekki ólíklegt að olíufélögin óski eft- ir enn frekari hækkun á bensíni. Aðilar vinnumarkaðarins hafa beint þeim tilmælum til ríkisstjórn- arinnar, að dregið verði úr skatt- heimtu á bensíni til að mæta hækk- unum á bensínverði, en þar sem forsætisráðherra, Ijármálaráðherra og viðskiptaráðherra eru allir stadd- ir erlendis, þá er talið ólíklegt að svar hafi borist frá ríkisstjórninni fyrir fund verðlagsráðs. Hafi svar ekki borist fyrir fundinn er talið lík- legt að þar verði farið fram á frest- un ákvörðunar um nýtt bensínverð, og er því ósennilegt að það verði ákveðið í þessari viku. Snæfellsnes: Útnesvegrir öruggari vetrarleið eftir úrbætur Laugarbrekku, Breiðuvík. ÚTNESVEGUR hefur verið stór- bættur. Nýi vegarkaflinn við Djúpudali var yfírkeyrður og er nú fullfrágenginn og er vegurinn miklu öruggari vetrarleið en áð- ur. Sjávarútvegsráðuneytið: Rætt við Dögun um kaup á Haf- þóri RE Sjávarútvegsráðuneytið ætlar að ræða við rækjuvinnsluna Dög- un hf. á Sauðárkróki um kaup á Hafþóri RE, skipi Hafrannsókna- stofnunar, þar sem Ljósavík hf. í Þorlákshöfn gat ekki lagt fram viðunandi tryggingar, að sögn Jóns B. Jónassonar skrifstofu- sfjóra í sjávarútvegsráðuneytinu. Ljósavík hf. var með næsthæsta tilboð í Hafþór, 233 milljónir. Dögun hf. var með þriðja hæsta tilboðið, 212 milljónir og býður 48 milljóna króna útborgun. Miðað við raunvirði tilboðanna voru Ingimundur hf. á Siglufirði og Gjögur hf. í Grindavík með fjórða hæsta tilboðið í skipið, eða 200 milljónir og buðu 50 milljóna króna útborgun. Hafþór RE er með 660 tonna rækjukvóta og 165 tonna þorskkvóta og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður rækjan unnin á Siglufirði og þorskurinn í Grinda- vík ef þessi fyrirtæki kaupa skipið. Þá var svokallaður Saxhólsvegur, sem er vegarkaflinn frá Djúpudölum suður í Bervík, yfírkeyrður og hækk- aður, svo að hann er nú mjög góður. Eftir þessar ágætu vegarbæt- ur verður Útnesvegur miklu örugg- ari vetrarleið en áður. Menn tala nú mikið um að leggja þurfi áherslu á að halda áfram að byggja upp Út- nesveg með vetrarumferð fyrir aug- . um. Sæmilega vel smalaðist í fyrri leit- um, sem voru dagana 20-22. sept- ember. Veður var sæmilegt, nema á föstudag, 21. september, þá var norðanrok og mjög slæmt smalaveð- ur. Á laugardagskvöld var réttarball í félagsheimilinu á Arnarstapa. Það var vel sótt og fór vel fram. F.G.L. Staðarkirkja í Steingrímsfirði að endurbyggingu lokinni. Á litlu myndinni má sjá í hvernig ástandi kirkjan var um það leyti, sem stofnaður var sjóður henni til endurreisnar. Steingríms íj örður: Staðarkirkja aftur í notkun að lokinni endurbyggingu HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTA verður í Staðarkirkju sunnu- daginn 30. september nk. i tilefni af því að lokið er endurbyggingu kirlqunnaar. Biskup Islands, herra Ólafur Skúlason, mun predika við guðsþjónustuna og Guðni Þór Ólafsson prófastur þjón- ar fyrir altari ásamt séra Ágústi Sigurðssyni prófasti á Prestsbakka. Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, sem átti frumkvæði að end- urreisn kirkjunnar í heimsókn sinni á Strandir árið 1981, verður við- stödd athöfnina. Staðarkirkja er þriðja elsta hús á Ströndum, en hún var vígð árið 1855. Samtökin Minjavemd hafa annast viðgerðirnar og hefur kirkj- an nú verið endurbyggð í upphaf- legum stíl, nema hvað turninn, sem er seinni tíma viðbót, hefur verið látinn halda sér. Þá hefur kirkju- garðurinn verið stækkaður og girt- ur vandaðri girðingu. Við guðsþjónustuna á sunnudag syngur kór Hólmavíkurkirkju. Org- anisti er Ólafía Jónsdóttir. Að guðsþjónustu lokinni er gest- um boðið til kaffisamsætis í Grunn- skólanum í Hólmavík, þar verða flutt ávörp og ræður. Steingrímur J. Sigfússon hefur miklar efasemdir um nýtt álver: Telur flesta þætti í samn- ingagerðinni orka tvímælis STEINGRIMUR J. Sigfússon samgönguráðherra og varafor- maður Alþýðubandalagsins, seg- ir að ekki sé hægt að ætlast til þess að ráðherrar og þingmenn geti tekið afstöðu til nýs álvers á nokkrum dögum eða vikum, og telur flesta þætti í samninga- gerðinni við Atlantsálshópinn orka tvímælis. Iðnaðarráðherra hefur lýst því markmiði sínu, að ganga frá bráðabirgðasamkomu- lagi við Atlantsálshópinn í lok þessa mánaðar. Umferðarráð: Okumenn sýni sérstaka aðgát þar sem búast má við bömum á ferð UMFERÐARRÁÐ hefur í framhaldi af fréttum um slys á börnum í umferðinni, en i september hefur eitt barn látist og fimm slasast, beint þeim tilmælum til ökumanna, að þeir sýni sérstaka aðgát þar sem búast má við börnum á ferð. I frétt frá Umferðarráði segir, að fyrstu sjö mánuði ársins hafí slysum á bömum í umferðinni í Reykjavík fækkað miðað við sama tímabil í fyrra. I septembermánuði hafí hins vegar sigið á ógæfuhliðina og það sem af sé mánuðinum hafí 6 böm slasast í umferðarslysum í borginni, þar af tvö alvarlega. í september árið 1989 hafi hins vegar tvö böm slasast lítilsháttar í umferðinni í Reykjavík. Umferðarráð bendir á, að hluti þessara slysa tengist ferðum barna með strætisvögnum og minnir á að í umferðarlögum standi, að sérstök skylda hvíli. á ökumönnum að aka nægilega hægt miðað við aðstæður, meðal annars þegar ökutæki nálgist hópbifreið eða merkta skólabifreið, sem numið hafí staðar til þess að hleypa farþegum inn og út. Beinir Umferðarráð þeim eindregnu til- mælum til ökumanna, að þeir sýni sérstaka aðgát, þar sem búast megi við börnum á ferð; sérstaklega við biðstöðvar strætisvagna og skóla- bfla, við gangbrautir, á gatnamótum og í nágrenni við skóla. Umferðarráð hvetur foreldra jafn- framt til að leiðbeina börnum sínum hvernig þau eigi að hegða sér í umferðinni, til dæmis gildi nokkrar einfaldar reglur þegar farið sé yfir götu. Þá beri að stoppa, líta vel til þeggja hliða og hlusta eftir því hvort bíll nálgist. Ef allt virðist í Iagi að ganga ákveðið en með gát yfir akbrautina og þegar ferðast sé með strætisvagni sé öruggast að fara úr vagninum að aftan og bíða síðan eftir að hann aki af stað áður en haldið er yfir götuna. „Mér fínnst margt í þessu máli algerlega óþroskað. Ég nefni þar í fyrsta Iagi orkumálin, í öðru lagi umhverfísmálin, og í þriðja lagi staðsetningarmálin, sem hafa ekki á nokkurn hátt verið unnin þannig að boðlegt sé. Og síðast en ekki síst tel ég að mat á heildarþjóðhags- legu samhengi landsins sé á alger- um brauðfótum, því það er svo margt sem þarf að taka þar inn fleira en þröngt afmarkaða útkomu í efnahagslífinu út frá sjónarhóli Suð-vesturhornsins. Það þarf að taka heildarþjóðfélagsleg áhrif inn í myndina, hættuna á verðbólgu og þenslu á þessu svæði, byggðarösk- un og kostnað vegna hennar og svo framvegis. Ég vil sjá menn gera tilraun til að taka utan um málið í heild, en ekki slengja fram lítt rök- studdum fullyrðingum um áhrifin af einstökum þáttum,“ sagði Stein- grimur J. Sigfússon við Morg- unblaðið. Hann sagði að óbreyttir ráðherr- ar, eins og hann orðaði það, hefðu ekki fengið fyrstu upplýsingar, sem eitthvað hald var í um orkuverð og skatta og aðra slíka þætti, fyrr en um síðustu mánaðamót. „Það er því til nokkuð mikils mælst að menn stökkvi á eftir skipinu eftir að hafa aðeins skoðað málið í nokkra daga. Mér finnast menn þá vera svaka- lega kaldir gagnvart þeirri áhættu og óvissuþáttum sem þarna eru svo augljósir. Við erum að reikna þarna jöfnu með nánast öllum stærðum óþekktum og það vita allir sem eitt- hvað kunna í stærðfræði að þá flækjast málin,“ sagði Steingrímur. Steingrímur sat um helgina fundi með stuðningsmönnum sínum á Norðurlandi eystra, og sagði, að verulega þungt væri í mönnum vegna staðsetningarleikritsins. Þó hefði aldrei verið ætlast til þess að menn tækju afstöðu í þessu máli út frá staðsetningu fyrirtækisins einni saman og menn hefðu því undanfarið rætt raforkusamninginn og hve naumur hann væri, og einn- ig þá gríðarlegu áhættu, sem fælist í því að miða orkuverð alfarið við álverð. „Það hefur að vísu einn og einn maður smitast af því, sem ég kalla ölmusupólitíkina, en þeir eru ekki margir sem betur fer. Ég má illa til þess hugsa, að menn fari að reka hagsmunamál á næstu árum, á grundvelli samviskubits stjórnvalda gagnvart landsbyggðinni út af ein- hverju brottflognu álveri. Ég frábið mér að minnsta kosti að þurfa að vinna undir slíkum formerkjum," sagði Steingrímur J. Sigfússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.