Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 47 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS 0" Sjúkleiki eða heilbrigði? Köttur í óskilum Kannast einhver við þennan hálfstálpaða kött, sem hefur verið í óskilum í húsi við Háteigsveg síð- an á miðvikudag. Upplýsingar í síma 12125 og síma 16610. Ritvillur Til Velvakanda. Eg er mjög óánægður með (stafjsetninguna á Morgunblaðinu. Mér finnst henni hafa farið snar versnandi. Algengt er, til dæmis í minningargreinum, að sjá tvær til þrjár ritvillur (stafavíxl, brottfali, . . . ) í 20 til 40 dálksentimetrum. Velvakandi og innsíðurnar aftantil eru engu skárri. Þetta eru kannski þeir hlutar blaðsins sem fæstir hafa áhuga á að lesa vandlega yfír fyrir 'prentun, að minnst kosti mætti búast við að blaðamenn, sem semja sínar greinar sjálfir inn í tölvu og leggja nafn sitt við, lesi sínar grein- ar vandlegar yfir. Á dögum tölvusetningar er þetta alger óþarfi því hægt er að fá ódýr forrit sem gætu á sjálfvirkan hátt fundið langflestar þessar ritvillur. Eins er hægt að fá forrit sem gætu lagað skiptingu milli lína, sem er einnig í ólestri hjá Morgunblaðinu. Er meira lagt upp úr magni texta en merkingu? Tryggvi Edwald Til Velvakanda. Ég hef verið að velta fyrir mér ýmsu varðandi íþróttamál og stefnu þeirra og hef spurt sjálfan mig, eru íþróttir nútímans komnar út í öfg- ar? íþróttir sem gera eingöngu út á árangur örfárra útvaldra í örfáum útvöldum greinum. Þessar sömu íþróttir hafa svo með tímanum skapað sjúklegt andrúmsloft múg- æsingar og seijunar þar sem menn eins og Maradonna og Carl Lewis ganga guði næstir eins og íþrótta- fréttamenn gefa oft í skyn. Niður- staðan úr þessum vangaveltum verður oftast sú að mér sýnist að tilgangur íþrótta þjóni ekki lengur markmiði þeirra. Tökum sem dæmi handbolta- landsliðið og umfang þess. Ef að almenningsíþróttir fengju þó ekki væri nema hluta af því fjármagni sem rennur til landsliðs útgerðar- innar þá væri hægt að gera hér stóra hluti í heilbrigðisátaki lands- manna og í leiðinni vil ég varpa fram þeirri spurningu, til hvers eru íþróttir? Eru þær til þess að styrkja sál og líkama allra landsmanna eða eru þær tæki til úrkynjaðrar sófa- mötunar. Hér eru haldin almenn- ingshlaup eins og Reykjalundar- hlaupið, fólk hjólar í og úr vinnu og svo ein fjölmennasta heilsurækt og íþrótt Islendinga; sundiðkun. Allt eru þetta hlutir sem spara okk- ur skatta, auka vellíðan okkar og virkni í okkar litla samfélagi. En hvemig er svo stutt við þetta. Af fenginni reynslu þá veit ég að al- menningsíþróttir og keppnisgreinar skyldar þeim hirða einungis brauð- molana sem hrökkva af borðum íþróttahreyfíngarinnar og heil- brigðisyfirvalda. í stað þess að láta Næla Þú sem tókst næluna á lokahófí Fyrstu deildarinnar á Hótel íslandi sl. laugardagskvöld. Þetta er sér- smíðuð næla, gefín mér af sam- starfsfólki og er mér óskaplega kær. Ég trú ekki að hún veiti þér gleði og því bið ég þess að þú send- ir mér hana. Soffía Guðmundsdóttir, Hagalandi 11. 270. Varmá, Mosfellsbæ. BADMINTON! Lausir tímar í vetur: Mánud Þriðjud. Hús 1 (5 Miðvikud. valla hús): Fimmtud. Föstud. Laugard. 10.30 10.30 10.30 10.30 10.30 09.10 11.20 11.20 11.20 11.20 11.20 10.00 13.00 13.00 12.10 13.00 13.00 12.10 13.00 12.30 16.20 16.20 15.30 20.30 - i 22.10 22.10 22.10 22.10 21.20 22.10 Hús 2 (12 valla hús): Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. 12.00 12.00 13.30 13.30 14.20 12.00 14.20 13.30 14.20 12.00 13.30 21.50 22.40 21.50 22.40 21.50 22.40 22.40 16.50 18.30 19.20 21.00 21.50 09.20 10.10 11.00 11.50 12.40 13.30 14.20 15.10 16.00 17.40 09.20 10.10 11.00 11.50 12.40 13.30 14.20 15.10 16.00 16.50 17.40 Unglingatimar: Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. 13.30 13.30 13.30 13.30 14.20 14.20 14.20 14.20 14.20 15.10 15.10 15.10 16.00 16.00 16.00 Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur Gnoðarvogi 1 - s. 82266. uppákomur eins og fjöldahlaup og fjallgöngur ganga fyrir í íþrótta- fréttum þá mætir slíkt afgangi ef að nokkur er. Hér er þörf á rót- tækri breytingu. Ég segi, látum almenningsíþróttir ganga fyrir og svo komi keppnisíþróttirnar, því hvort skiptir meira máli nýtt Is- landsmet í spjótkasti eða fleiri hundruð virkir heilsubótarkokkar- ar. Og við þurfum að gera okkur grein fyrir því að aukið heilbrigði minnkar skattana og að aukið heil- brigði eykur vellíðan okkar sem ein- staklinga og sem samfélags. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að það er okkar persónulegi árangur sem skiptir máli en ekki hvað Carl Lewis hljóp hundrað metrana á í gær. Óskar Dýrmundur Ólafsson Islenskur iðnaður Kæri Velvakandi. Ég get ekki orða bundist, svo hissa varð ég í Hagkaup núna um daginn. Ég var að versla og ætlaði að kaupa gos. Ég tók af gömlum vana eins og hálfs lítra flösku af Coca Cola, sem kostaði 149 krón- ur, en þegar ég ætlaði að leggja hana í kerruna varð mér litið á gosdrykkjastæðu rétt hjá með sömu stærð af íscola — það kostaði 99 krónur. Aldrei þessu vant fór ég að hugsa, jú íscólað var 50 krónum ódýrara. Svo segja menn það rot- högg fyrir íslenskan iðnað ef ísland gengi í Efnahagsbandalagið. Aldeil- is ekki eftir þessu að dæma, því Iscólað er ekkert síðri drykkur en kókið. íscólað þyrfti sem sagt að hækka um 50% til þess að verða jafn dýrt og kókið. Éf þetta dæmi um verð á íslenskum iðnaðarvörum gagnvart erlendum er marktækt þá þurfum við engu að kvíða. S.Ó. ajungilak. 0 SÆNGUR OGKODDAR í miklu úrvali Umboðsmenn um land allt CL HEIMILISKAU P H F • HEIMILISTÆKJADEILD FALKANS SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670. iS) BÆNDUR GETA NU KVATT SKÝRSLUÞRÆLDÓMINN BÓNDINN er viðskiplahugbúnaður sem er bæði einföld og ódýr lausn við tölvuvæðingu i búrekstri og gerir skottframtolið að auki. BÓNDINN breytir ekki því nvernig þú sinnir fjórmólunum, en hann léttir þér vinnuna og gefur befra yfirlit yfir stöðu möla. Pú getur byrjad að nota BÓNDANN strax í dag ón nokkurra skuldbindinga. Með einu símtali geturðu fengið sent eintak af BÓNDANUM, ón endurgjalds til reynslu í 30 dngn. ATHUGIÐ! FJÖLBÆNDAKERFI EINNIG FÁANLEGT II er svo auðveldur í notkun að þú ert ö augabragði kominn ö fulla ferð með að nota búnaðinn. IÓNMNN hjólpar þér við að hafa stöðuna ö hreinu, því þú þarft aðeins að ýta ö einn hnapp til að kalla fram upplýsingar. BÓNDINN KOSTAR AÐEINS 34.860 KR HUGBUNAÐARGERÐIN PÓRUFELLI 6 111 REYKJAVÍK SiMI 91-79743

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.