Morgunblaðið - 19.10.1990, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ KÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990
Flugleiðir fá Amster-
dam - leiguflug aukið
SAMGÖNGURÁÐHERRA veitti í gær Flugleiðum heimild til að halda
uppi reglubundnu áætlunarflugi með farþega, vörur og póst til Amst-
erdám og Hamborgar frá og með 1. nóvember. Félagið hefur annast
þetta flug frá 30. ágúst síðastliðnum er Arnarflug skilaði áætlunarleyf-
um sínum inn til ráðuneytisins. Jafnframt ákvað samgönguráðherra
að heimila islenskum flugfélögum að stunda leiguflug á öllum flugleið-
um frá 1. maí til 30. september og að gefa leiguflug með vörur frjálst.
Steingrímur J. Sigfússon, sam-
gönguráðherra, sagði í gær þegar
hann tilkynnti ákvörðun sína að hún
væri tekin á grundvelli umsagnar
Loftferðaeftirlits Flugmálastjórnar
sem ekki gat mælt með umsókn ís-
flugs hf. um leyfi til reksturs áætlun-
arflugs og tillögu Flugráðs um að
Flugleiðir fengju leyfi til að annast
áætlunarflug til Amsterdam og
Hamborgar.
Ákvörðun um heimild til íslenskra
flugfélaga að stunda leiguflug með
farþega á öllum flugleiðum á sumrin
og frelsi í leiguflugi með vörur var
tekin í kjölfar þeirrar stefnumótunar
að eitt fslenskt flugfélag héldi uppi
áætlunarflugi til og frá landinu. Jafn-
framt hefur samgönguráðherra beðið
Flugeftirlitsnefnd um að fylgjast
„mjög nákvæmlega með þjónustu
Flugleiða hf., far- g farmgjöldum
félagsins og hafa í störfum sínum
náið samstarf við samtök aðila í
ferðaþjónustu". í tengslum við út-
hlutun Amsterdam-flugsins til Flug-
leiða lagði ráðherra á það ríka
áherslu við félagið að það veiti starfs-
fólki því sem missir vinnu sína hjá
Arnarflugi og fær væntanlega ekki
vinnu hjá ísflugi í kjölfar þessarar
ákvörðunar, forgang að vinnu.
Sömuleiðis telur samgönguráðherra
mikilvægt að viðhald á flugflotanum
fari sem mest fram hér á landi. Vitn-
ar hann í því sambandi í sambærileg
tilmæli til Amarflugs þegar það félag
fékk leyfi til áætlunarflugsins 1982
og bendir á erfitt atvinnuástand hjá
flugvirkjum.
„Við munum gera allt sem í okkar
valdi stendur til að tryggja það að
hagur farþega og annarra viðskipta-
vina flugfélaganna versni ekki,“
sagði Steingrímur í gær. Sagðist
hann vona að það tækist með þeim
hliðarráðstöfunum sem ákveðnar
hefðu verið. „Auðvitað get ég tekið
undir það að hagur neytenda er bet-
ur tryggður eftir því sem samkeppni
er meiri. En það verða að vera for-
sendur fyrir þeirri samkeppni, rekstr-
argrundvöllur og ekki síst fjármagn
til að tryggja starfsemi fleiri en eins
millilandaflugfélags." Sagðist hann
ekki sjá að sá grundvöllur væri til.
Samgönguráðherra sagði að það
væri grundvallarbreyting að heimila
leiguflug í samkeppni við áætlunar-
flug. í því fælist beinni samkeppni
en að skipta fiugleiðum á milli flugfé-
laga. Sagði hann að minni kröfur
væru gerðar til þeirra sem stunda
leiguflug, hvort sem það er óreglu-
bundið eða reglubundið, en þeirra
VEÐURHORFUR í DAG, 19. OKTÓBER
YFIRLIT í GÆR: Milli (slands og Noregs er 1.025 mb hæð sem
þokast norðaustur, en 979 mb lægð um 1.000 km suðvestur í
hafi hreyfist noröur og verður é Grænlandshafi I nótt.
SPÁ: Suðaustanátt, allhvöss suðvestantil á landinu en kaldi eða
stinningskaldi víðast annars staðar. Um sunnan- og vestanvert
landið verður dálftil rigrting eða súld en þurrt að mestu norðaustan-
lands. Veður fer hlýnandi, einkum norðanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Suðaustlæg eða breyti-
leg átt, viðast fremur hæg. Skýjað um sunnan- og vestanvert landið
og dálítil rigning öðru hverju en þurrt og nokkuð bjart veður norð-
austaniands. Fremur hlýtt, þó ef til vill næturfrost á Norður- og
Austurlandi.
TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 0 Hrtastig: 10 gráður á Celsíus
Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. y Skúrir *
▼ V E'
' g Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka
T/zk, Hálfskýjað / / / * / * = Þokumóða ’ , ’ Súld
ZÆk Skýjað mmm r * r * Slydda r * / OO Mistur —Skafrenningur
Mtk Alskýjað * * * * Snjókoma * * * |~<^ Þrumuveður
* 1 IV
>
VEÐUR Vi kl. 12:00 f 'ÐA gær Mti UM HEIM að ($1. tíma veaur
Akureyrl e alskýjað
Reykjavík s rign.ogsúld
Bergen 11 skýjað
Helsinki 8 Þokumóða
Kaupmannahöfn 13 þokumóða
Narssarssuaq ♦6 léttskýjað
Nuuk 2 hálfskýjað
Ósló 10 skýjað
Stokkhólmur 11 skýjað
Þórshöfn iiÉ skýjað
Algarve 19 rigning
Amsterdam .'1.8 súW
Barcelona 21 léttskýjað
Beríín 18 mistur
Chicago 4 snjókoma
Feneyjar 17 skýjað
Frankfurt 17 skýjað
Qtasgow 12 reykur
Hamborg 16 þokumóða
LasPalmas 26 þokumóða
London 18 rígnlny á síð.klat.
LosAngeles 18 alskýjað
Lúxemborg 12 rígn, og súld
Madríd 16 alskýjað
Malaga 22 skýjað
Mallorca 22 skýjað
Montreal 13 þokumóða
NewYork 20 alskýjað
Orlando 22 þokumóða
París 14 rignlng
ftóm 23 skýjað
Vin 17 skýjað
Washington 20 alskýjað
Winnipeg *t alskýjað
Morgunblaðið/Júlíus
Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra og Halldór J. Kristjáns-
son skrifstofustjóri á blaðamannafundi þar sem ákvörðun um úthlut-
un áætlunarleyfis til Amsterdam og Hamborgar var kynnt.
sem stunda áætlunarfiug. Þess
vegna væru líkur á að íslenskir aðil-
ar sem ekki væru nægilega öflugir
til að taka að sér millilandaflug
gætu farið í leiguflugið.
Sigurður Helgason, forstjóri Flug-
leiða, sagðist í gær líta á þessa
ákvörðun sem stefnubreytingu í flug-
málum, þannig að hér eftir verði eitt
sterkt íslenskt millilandaflugfélag.
„Þetta er sú stefna sem við teljum
að sé hagkvæmust fyrir íslenska
þjóðarbúið og við erum ánægðir með
það traust sem samgönguráðherra
sýnir okkur.“ Sigurður sagði að þessi
ákvörðun kæmi í framhaldi af því
að Flugleiðir tóku tilmælum ráðherra
í lok ágúst um að taka við þessum
leyfum. „Síðan höfum við annast
þetta flug og vorum búnir að setja
upp áætlun fyrir veturinn og næsta
sumar. Við getum gert þetta í vetur
án þess að bæta við flugvél og mann-
skap og fáum með þessu góða nýt-
ingu á okkar tækjum yfir veturinn,"
sagði Sigurður.
Forstjóri Flugleiða sagðist ekki
óttast aukna samkeppni leiguflugfé-
laga enda hefði félagið alltaf starfað
í samkeppni. „Það hefur alltaf verið
töluvert leiguflug á sumrin eins og
eðlilegt er til að taka toppa sem þá
koma í eftirspum sem erfítt er fyrir
okkur að eltast við. Þessi samkeppni
heldur áfram. Okkur finnst hins veg-
ar óeðlilegt að heimilað sé leiguflug
til okkar helstu áætlunarstaða, staða
sem við sinnum allt árið,“ sagði Sig-
urður.
Víglundur Þorsteinsson:
Flugleiðum veitt ein-
okun á áætlunarflugi
Formaður Flugráðs vanhæfur
VÍGLUNDUR Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri BM Vallár, sem ver-
ið hefur í forsvari fyrir flugfélag-
ið Isflug, segir að Leifur Magnús-
son, formaður Flugráðs, sé van-
hæfur til að stjórna umfjöllun
ráðsins um umsókn ísflugs um flu-
gleyfi, þar sem hann sé jafnframt
framkvæmdastjóri flugrekstrar-
sviðs Flugleiða. Víglundur segir
að samgönguráðherra hafi tjáð
sér að Leifur hafi ekki greitt at-
kvæði um umsóknina, en stjórnað
fundum þar sem hún var tekin
fyrir. Víglundur segir hugsanlegt
að fara með þetta mál fyrir dóm-
stóla vegna þess að um grundvall-
aratriði sé að ræða, en niðurstaða
úr slíkum málarekstri fáist þó
ekki á næstunni.
„í mínum huga er þetta skólabók-
ardæmi um vanhæfan formann Flug-
ráðs. Þetta er meðal annars ástæðan
fyrir því að ég tjáði samgönguráð-
herra á sínum tíma að ég myndi
ekki leggja flugráði til lista yfír hlut-
afjárloforð ísflugs, en ég væri reiðu-
búinn að leggja honum til listann sem
trúnaðarskjal. í rauninni er þetta
ástand með þeim hætti að það er
ekki hægt að vinna trúnaðarmál um
flugmál íslendinga með flugráði,"
sagði Víglundur á blaðamannafundi
í gær. „Þetta er álfka og ég væri
formaður nefndar, sem gæti ákveðið
hvort menn fengju að setja upp
steypustöð."
Víglundur sagði að niðurstaða
flugráðs, sem jafnframt væri niður-
staða samgönguráðherra, þýddi í
sínum huga að það væri búið að
leggja áætlunarflug á íslandi í einok-
un. „Því verður ekki hnikað á næstu
árum. Svona leyfi eru ekki afturköll-
uð, þegar einu sinni er búið að veita
þau, svo lengi sem leyfishafi fullyrð-
ir öll skilyrði 'fyrir leyfínu. Að
óbreyttum lögum er því alveg ljóst
að Flugleiðir ráða yfír öllu áætlunar-
flugi íslenzkra félaga til og frá
landinu."
Víglundur segir að frumathugun
ísflugsmanna á möguleikum til að
nýta sér rýmkaðar heimildir til leigu-
flugs 1. maí til 30. september sýni
að slíkt leiguflug sé ekki rekstrar-
grundvöllur fyrir flugfélag, sem
starfa eigi allt árið. Eigi félagið til
dæmis að geta rekið Boeing 737-
200-þotu, verði hún að fljúga um
2.400 tíma á ári tij að standa undir
sér, og það náist ekki með leiguflugi
yfír sumarmánuðina, jafnvel ekki
þótt einnig komi til sólarlandaflug á
vetuma. „Eini möguleikinn sam-
kvæmt þessari ákvörðun til að stunda
leiguflug á sumrin er að stofna flug-
félag, sem gerist einhvers konar
leppur fyrir erlenda flugrekstrarað-
ila,“ sagði Víglundur.
Hann sagði að ísflug ætlaði að
láta á það reyna hvort ekki yrði
unnt að fá víðtækari heimild til leigu-
flugs, þ.e. að leyft yrði að fljúga í
leiguflugi 9-10 mánuði á ári. „Við
teljum okkur geta sýnt fram á það
með rökum að slíkt væri skynsamleg-
ast fyrir flugmálastefnu landsins
yfirleitt," sagði 'hann.
Víglundur sagði að þegar hann
hefði lagt inn umsókn ísflugs um
leyfí til áætlunarflugs til Amsterdam
og Hamborgar hefðu staðfest hlutaf-
járloforð numið 106 milljónum króna,
og loforð fyrir 113 milljónum í félag-
ið hefðu nú verið staðfest. Að auki
hefði *félagið staðfestar yfírlýsingar
um viðskiptakjör með greiðslufresti,
sem jafngiltu 12 milljónum í rekstr-
arfé. „Samkvæmt rekstraráætlun
ísflugs fyrir áætlunarflug til Amst-
erdam og Hamborgar er meðal-
rekstrarkostnaður, fastur og breyti-
legur kostnaður í vetraráætlun, um
900.000 Bandaríkjadalir á mánuði.
Það innifelur kostnað við leigu flug-
vélar, þjálfun flugmanna og fleira,"
sagði Víglundur. Hann sagðist meta
stöðuna svo að ísflug hefði verið
með um 45% eiginfjárhlutfall, sem
væri mjög gott. Hann sagði að sér
virtist að ef Flugleiðum yrði gert að
gangast undir sömu reglur og ísflugi
væri ætlað, yrðu Flugleiðir að fjár-
magna rekstur sinn með á annan tug
milljarða í eigin fé, sem væri alger-
lega óraunsætt.
Víglundur sagði að í rekstrardæmi
Flugráðs og fjárþarfarmati loftferða-
eftirlitsins væri taja um 50 milljóna
stofnkostnað óskilgreind og óút-
skýrð, og kostnaðardæmið um leigu-
kostnað Boeing 737-200 flugvél
gerði ráð fyrir talsvert hærri leigu
en það tilboð, sem ísflug hefði í hönd-
um. „Mér sýnist að þetta fjárþarfar-
dæmi sé metið á einhvetjum gei’vi-
tölum, sem eru bara tilbúnar þarna
inni í ráðinu," sagði Víglundur.