Morgunblaðið - 19.10.1990, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBBR 1990
19
ur í stjórn Iðnþróunarfélags Eyja-
fjarðar um nokkurra ára bil.
Enda þótt Valur Arnþórsson hafi
aðeins verið 55 ára þegar hann lést,
átti hann mikið starf að baki. Mest
voru störf hans innan Samvinnu-
hreyfingarinnar þar sem hann
starfaði um 36 ára skeið. Segja
má að henni hafi hann helgað
krafta sína. Þar var hann lengi í
fylkingarbijósti, bæði með því að
stýra stærsta kaupfélagi landsins
og síðar með þátttöku í stjórn Sam-
bandsins og stjórnarformennsku
þar í 11 ár.
Það er ljóst í mínum huga, að
Samvinnuhreyfmgin á stóran hlut
í uppbyggingu velferðarþjóðfélags
á íslandi. Mikil alhliða uppbygging
hefur orðið á undanförnum áratug-
um, ekki síst í sjávarplássunum
víðsvegar um landið, þar sem stór
hluti útflutningsframleiðslunnar fer
fram. Þéttbýlið í Reykjavík hefur
notið góðs af þessari uppbyggingu,
þar sem æði stór hluti íbúanna þar
starfar við ýmsa þjónustu og við-
skipti sem snerta landsbyggðina
alla. Á Akureyri hefur KEA verið
leiðandi afl í verslun og viðskiptum
og einnig úrvinnslu landbúnaðaraf-
urða. Félagið hefur og verið virkur
þátttakandi í sjávarútvegi og
vinnslu sjávarafurða á ýmsum stöð-
um við Eyjafjörð, og átt eignaraðild
að Útgerðarfélagi Akureyringa hf.
Margar aðrar greinar þjónustu
hafði kaupfélagið með höndum.
Á meðan Valur Arnþórsson starf-
aði í KEA, átti sér þar stað mikil
uppbygging á vegum kaupfélagsins
og vegna þess, hve verðbólgan og
skilgetin afkvæmi hennar ollu
óstöðugum rekstrarskilyrðum frá
ári til árs, þá reyndi meira á þá sem
stóðu fyrir atvinnurekstrinum. KEA
var ijárhagslega traust og betur í
stakk búið til að mæta hinum erfiðu
rekstrarskilyrðum síðustu ára en
mörg önnur fyrirtæki.
Vegna hins margþætta starfs
Vals, þurfti hann oft áð sitja fundi
utan Ákureyrar. Starfíð í Samband-
inu sem stjórnarformaður gerði
kröfur til setu á mörgum fundum
syðra. Sama gilti um fundi í öðrum
félögum þar.
Ég undraðist oft þrek Vals í að
mæta á alla þessa fundi og vera
þar virkur aðili. Sjálfur hafði hann
mikið starfsþrek. Hann var skarp-
greindur og reyndi jafnan að setja
sig vel inn í mál. Hann var mælsk-
ur og átti gott með að skynja kjarna
hvers verkefnis. Fyrir utan með-
fædda eiginleika þá komu félags-
málastörfin innan Samvinnuhreyf-
ingarinnar að góðu liði við málflutn-
ing og ræðumennsku.
Við Valur áttum langt samstarf,
fýrst í Samvinnutryggingum og
síðan þegar hann kom í stjórn Sam-
bandsins og þó mest eftir að hann
varð þar stjórnarformaður. Enda
þótt okkur greindi stundum á um
leiðir, þá vorum við alltaf sammála
um það markmið, að samvinnu-
starfið í landinu ætti að skila sem
bestum árangri fyrir samvinnu-
menn og þjóðina alla.
Á vettvangi stjórnmálanna fylgdi
Valur Framsóknarflokknum að
málum. Sjálfur sagðist hann á unga
aldri hafa hrifist af Eysteini Jóns-
syni, er hann kom á framboðsfundi
á Eskifirði og flutti þar sitt mál af
rökvísi og mikilli mælsku. Átti Val-
ur meðal annars lengi sæti í mið-
stjórn Framsóknarflokksins og allt
til dauðadags. Síðastliðin sex ár
átti hann sæti í framkvæmdastjóm
flokksins. Ýmsum öðrum trúnaðar-
störfum hefur hann gegnt fyrir
flokkinn í gegnum árin.
Þegar Valur hóf störf í Lands-
bankanum sem bankastjóri 1. febr-
úar 1989, var hann vel undir það
búinn að taka að sér þetta ábyrgð-
armikla starf, og þá sérstaklega
vegna þeirrar reynslu sem hann
hafði af rekstri fyrirtækja bæði
smáum og stórum. Slík reynsla er
ómetanleg.
Við Valur snæddum hádegisverð
saman fyrir stuttu. Var hann þá
m.a. að skýra mér frá störfum
sínum í bankanum. Lét hann mjög
vel af sér og horfði björtum augum
fram á veginn. Hann fór þó ekki
dult með það, að hann bæri sterkar
taugar til Samvinnuhreyfingarinnar
og áréttaði hve mikið væri í húfi,
að samvinnustarfið í landinu gæti
sigrast á þeim vandamálum sem
samvinnufélögin hafa búið við und-
anfarið.
Þegar Valur var við nám í Sam-
vinnuskólanum kynntist hann
skólasystur sinni, Sigríði Ólafsdótt-
ur. Þessi kynni urðu til þess að þau
Sigríður og Valur gengu í hjóna-
band árið 1955. Þau eignuðust 5
börn og þau eru: Brynja Dís sagn-
fræðingur, sonur hennar og Kristins
Dagssonar er Valur. Ólafur dýra-
læknir, kvæntur Jóhönnu Baldvins-
dóttur lyfjafræðingi. Eru þau bú-
sett í Danmörku. Sonur þeirra er
Baldvin. Arna Guðný myndlistar-
maður búsett í Belgíu. Unnusti
hennar er André Miku, nemi í við-
skiptafræði. Ólöf Sigríður stúdent,
nú við söngnám, og Arnbjörg Hlíf
nemi í grunnskóla.
Það kom í hlut Sigríðar að stjórna
heimili, gæta bús og barna. Reynd-
ist hún sérlega umhyggjusöm móð-
ir og mikil húsmóðir. Heimilisfaðir-
inn var lengst af störfum hlaðinn
og þess vegna reyndi mjög á hús-
móðurina. Ekki er ofsagt, að hún
hafi verið hinn styrki bakhjallur
heimilisins. Hún fylgdist vel með
börnunum í skóla, þar á meðal að
koma þeim í tónlistarnám. Fjöl-
skyldan dáði tónlist og Valur var
góður söngmaður. Var hann um
skeið virkur félagi í Karlakórnum
Fóstbræðrum. Það mun hafa verið
fyrir tilstilli Vals, að Kaupfélag
Eyfirðinga styrkti Kristján Jó-
hannsson til söngnáms á Ítalíu,
þegar hann hleypti heimdraganum
á hina erfíðu braut sönglistarinnar.
En þrátt fyrir hinn langa og oft
stranga vinnudag, var Valur mikill
heimilismaður, enda dáður af fjöl-
skyldu sinni. Þau hjónin voru bæði
félagslynd og þótt þau væru í
annríki daganna ávallt reiðubúin
að gleðjast með öðrum, þá voru þau
ekki síður tilbúin til að veita þeim
hjálp sem um sárt áttu að binda.
Það eru grimm örlög fyrir Sigríði
og fjölskyldu hennar að missa Val
svo snögglega. Stutt er síðan fjöl-
skyldan tók sig upp frá Akureyri
og flutti suður. I rúmt ár höfðu þau
búið f húsi sínu við Mávanes í
Garðabæ. Þau hafa því rétt verið
búin að koma sér vel fyrir, þegar
ósköpin dundu yfir. Heimilisfaðirinn
hrifinn burt á augabragði, aðeins
55 ára að aldri.
Þegar Valur er nú kvaddur hinstu
kveðju eru mér efstar í huga góðar
minningar um starf undanfarinna
áratuga og ég þakka það af heilum
hug, jafnframt því sem ég met
mjög hið mikla starf sem hann innti
af höndum fyrir Samvinnuhreyfing-
una. Guð blessi minningu hans.
Við Margrét vottum Sigríði,
börnunum og öðrum aðstandendum
innilega samúð. Við vitum hve ást-
vinamissirinn er sár. Megi guð gefa
ykkur styrk til að bera sorg og
söknuð.
Erlendur Einarsson
Laugardaginn 13. október barst
okkur sú harmafregn að vinur okk-
ar, Valur Amþórsson, væri látinn. -
Okkur setti hljóð. Það er erfitt að
skilja á þessari stundu að þessi at-
orkumikli maður, svo fullur af
lífsorku, skyldi hafa verið kallaður
í burtu langt fyrir aldur fram.
Valur var kaupfélagsstjóri hjá
Kaupfélagi Eyfirðinga á árunum
1971-1989 og það var á þeim vett-
vangi sem kynni okkar hófust. Val-
ur var ráðinn kaupfélagsstjóri KEA
aðeins þijátíu og sex ára að aldri.
Það kom fljótt í Ijós eftir að Valur
tók við starfi kaupfélagsstjóra að
hann stýrði félaginu af ákveðni og
festu og leiddi Kaupfélag Eyfírð-
inga farsællega í gegnum ólgusjó
erfiðs efnahagsumhverfís. Undir
forystu hans réðst félagið í hvert
stórvirkið á fætur öðru og hélt vel
sinni stöðu sem eitt af stærstu fyrir-
tækjum landsins.
Valur líkti stjórnun KEA eitt sinn
við „sinfóníuhljómsveit sem þarf á
hveijum degi að spila mikið og
vandasamt verk án þess að falskur
tónn heyrist. Hlutverk kaupfélags-
stjórans hlýtur að vera að halda
hljómsveitinni hreinni og tærri og
stilla hana þannig saman að allt
gangi eins og vera ber“. Þessi skýr-
ing Vals á stjórnunarhlutverki
kaupfélagsstjóra KEA kemur vel
heim við reynslu þeirra manna sem
með honum unnu. Hann var næmur
á falska tóna og brá skjótt við þeg-
ar þurfti að stilla strengi.
Starf hans, jafnt innan KEA,
bæjarstjórnar Akureyrar og Sam-
bandsins, mótaðist mjög af þeim
vilja að efla grundvallaratvinnuveg-
ina og halda eðlilegu jafnvægi á
milli þéttbýlis og stijálbýlis. Stund-
um var við ramman reip að draga
en Valur var ekki einn þeirra manna
sem gefast upp við hálfnað verk
og með þrautseigju tókst honum
margt sem hefði orðið öðrum ofviða.
Valur var mjög sterkur persónu-
leiki og kom það glögglega fram
þegar ráðast þurfti í erfið verkefni
eða taka erfiðar ákvarðanir. Þetta
kom ekki síður fram á fundum því
hann var áberandi fljótur að átta
sig á hlutunum og óhræddur við
að halda fram sínum skoðunum og
fylgja þeim eftir. Þessir eiginleikar
ásamt miklum dugnaði og ósérhlífni
urðu til þess að hann var kjörinn
til fjölmargra trúnaðarstarfa á hin-
um ýmsu sviðum þjóðlífsins. Með
honum er horfínn dugmikill og
óþreytandi talsmaður samvinnu-
hreyfingarinnar, þeirrar hreyfingar
sem átt hefur hvað mestan þátt í
að byggja upp atvinnu- og menn-
ingarlíf í byggðum landsins.
En þessi sterki persónuleiki hans
og mikla lífsorka kom einnig vel
fram á mannamótum því þar var
hann hrókur alls fagnaðar og ekki
sakaði þegar hann dró fram harm-
onikkuna til að skemmta gestum
sínum.
Valur var fjölhæfur maður. Hann
var ræðumaður hinn besti, góður
málamaður, söngmaður góður og
hafði unun af tónlist. Áhugamál
hans voru íjölmörg og hann var vel
að sér á ótal sviðum. Valur var
mjög góður heim að sækja og hlýja
hans og umhyggja fyrir öðrum voru
sterkur þáttur í persónuleika hans.
Er við hjónin komum heim frá
námi erlendis hófum við bæði störf
hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Konan
á skrifstofu sláturhúss KEA um
skamma hríð en ég átti því láni að
fagna að fá að starfa við hlið Vals
Arnþórssonar í fímmtán ár. Allan
þann tíma kom ekkert upp sem
skyggði á það samstarf. En Valur
var ekki einungis yfírmaður heldur
líka leiðbeinandi og vinur sem var
ætíð boðinn og búinn að miðla mér
af þekkingu sinni og reynslu. Það
veganesti sem ég hlaut hjá Val
Amþórssyni var og er ómetanlegt.
Með fjölskyldum okkar tókst góð-
ur vinskapur og þessi vináttubönd
hafa orðið traustari með hveiju
árinu og reyndust ekki síður traust
þegar Valur lét af störfum sem
kaupfélagsstjóri KEA og flutti
ásamt fjölskyldu sinni suður til að
taka við stöðu bankastjóra hjá
Landsbanka íslands.
Það er vandfundinn maður sem
var meiri vinur vina sinna en Valur
var. Við fundum það glöggt þegar
við þurftum á að halda hversu gott
var að leita til Vals og hversu mikla
umhyggju hann bar fyrir vinum
sínum. Hlýjan og elskulegheitin ein-
kenndu viðmót hans allt.
Missir fjölskyldunnar er mikill.
Fjölskyldan var Val ákaflega mikils
virði og í faðmi hennar endurnærð-
ist hann eftir erfiðan vinnudag. Ef
til vill urðu stundirnar að heiman
oft langar en þeim mun dýrmætari
var tíminn sem hann átti með konu
sinni og börnum. Valur fylgdist vel
með námi og störfum barnanna
sinna fimm og lét sér annt um þau
á allan hátt. Þá var eiginkona hans,
Sigríður Ólafsdóttir, honum stoð og
stytta í erfíðu og margþættu starfi
og raunar sagði Valur að án henn-
ar hefði hann ekki getað sinnt öllu
því sem hann tók sér fyrir hendur.
í dag kveðjum við í hinsta sinn
góðan vin með miklum söknuði og
trega. Sú vissa að við munum hitta
hann á ný handan móðunnar miklu
gerir sorgina léttbærari.
Guð blessi fjölskyldu hans og
veiti þeim styrk í sinni miklu sorg.
Magnús Gauti og Hrefna.
Valur Arnþórsson er mér minnis-
stæður maður þótt fundum okkar
bæri ekki oft saman. Við kynnt-
umst við sérkennilegar aðstæður
þegar við horfðum saman á kvik-
mynd mína, Óðal feðranna.
Ástæða þessarar bíóferðar var
sú, að sá söguburður var á kreiki,
að Valur væri fyrirmyndin að kaup-
félagsstjóranum í myndinni. Ég
vildi eyða þeim söguburði og bauð
Val á myndina. Valur þáði boðið.
Eftir sýninguna sátum við lengi
nætur og ræddum heima og geima.
Á þeirri kvöldstund kynntist ég
manni með ríka tilfínningu fyrir
flestum greinum lista. Við hlustuð-
um bæði á Mahler og Megas og
ræddum íslendingasögurnar og
yngstu rithöfundana. Valur var alls
staðar jafn vel heima, hvort sem
leiklist, tónlist eða bókmenntir bar
á góma.
Valur var höfðingi í orðsins
fýllstu merkingu. Yfírbragð aðals-
mannsins var honum meðfætt þótt
hann væri jafnframt gæddur bestu
kostum ramíslensks alþýðumanns.
Þessum eiginleikum hans kynntist
ég strax kvöldið góða. Löngu seinna
endurgalt Valur mér þetta bíóboð
rausnarlega. Þannig veit ég að hann
reyndist einnig fleiri listamönnum.
Hann var drengur góður.
Ég færi fjölskyldu hans mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Hrafn Gunnlaugsson
í fámenninu eru það mikil tíðindi,
þegar athafnamaður á besta aldri
ákveður að söðla um, leggja niður
fyrri störf og hasla sér völl á nýjum
vettvangi. Þannig var það, þegar
Valur Arnþórsson tók fyrir fáeinum
misserunl við starfi bankastjóra í
Landsbankanum eftir langa og
merka starfssögu innan Samvinnu-
hreyfíngarinnar. í Landsbankanum
kom Valur með dýrmæta reynslu
úr atvinnulífinu, þar sem hann hafði
gegnt forystuhlutverki um árabil.
Þrátt fyrir samkeppni bankanna
um viðskiptavini, þá eiga þeir með
sér hið margvíslegásta samstarf.
Með því móti næst fram ýmiskonar
hagræðing, þjóðfélaginu til hags-
bóta. Einnig þurfa bankarnir að
fjalla sameiginlega um mörg mál
sem snúa að starfsskilyrðum og
samskiptum við opinbera aðila.
Frá því Valur hóf störf í Lands-
bankanum tók hann, fyrir hönd
bankans, mjög virkan þátt í sam-
starfi bankanna með setu í stjórn
Sambands íslenskra viðskipta-
banka. Hann var varaformaður
sambandsins og hafði um þessar
mundir forystu í tveimur veigamikl-
um samstarfsverkefnum banka og
sparisjóða.
Reynsla Vals og forystuhæfileik-
ar gerðu hann öðrum fremri til að
takast á við hin flóknustu viðfangs-
efni. í hans skaut féllu ekki auð-
veldu málin, enda sóttist hann ekki
eftir þeim. Glíman við hin erfíðari
mál var honum tamari.
Hið sviplega fráfall Vals Arn-
þórssonar skilur eftir stórt, vand-
fyllt skarð í forystu bankamála á
íslandi. Það munar um mann eins
og Val.
Sá sem þessar línur ritar átti því
láni að fagna að eiga hið ágætasta
samstarf við Val Arnþórsson og
fyrir það og störf hans fyrir við-
skiptabanka á íslandi eru þakkir
færðar.
En áhugamál Vals voru mörg og
á öðrum vettvangi áttum við einnig
hina ánægjulegustu samfylgd. Inn-
an Frímúrarareglunnar störfuðum
við saman og ég minnist með gleði
og þakklæti samverustunda á Akur-
eyri.
Eiginkonu Vals, Sigríði, og ijöl-
skyldu sendum við Guðrún hjartan-
legar samúðarkveðjur og biðjum
algóðan Guð að gefa þeirn styrk.
Valur Valsson,
formaður Sambands ísl.
viðskiptabanka.
Enn er okkur sýnt liversu bilið
er stutt milli lífs og dauða. ímynd
lífs, orku og bjartsýni er á svip-
stundu frá okkur horfin á annað
tilverustig. Það er mikill missir lítilli
þjóð að sjá á bak manni eins og
Val Arnþórssyni.
Fáum er í upphafi gefíð það vega-
nesti, sem hann hlaut, og enn færri
tekst að rækta þær gáfur með líkum
hætti og honum tókst. Góðar gáfur
nýtast ekki neiha margir fleiri eig-
inleikar fylgi og þeim var hann
sannarlega gæddur í ríkum mæli.
Lífsþróttur og athafnaþrá,
víðsýni, skilningur og velvild til
samferðamanna, ekki síst hinna
lítils megandi, einkenndi allt starf
Vals.
Hann lét sér ekki nægja hug-
myndafræðina eina. Hann var mað-
ur framkvæmda og sér þeirra víða
stað enda var honum sýnt um að
laða fólk til samstarfs um hugðar-
efni sín. Ungur helgaði Valur Sam-
vinnuhreyfingunni starfskrafta sína
og var þar í forystusveit um langt
árabil. Hann haslaði sér völl á nýj-
um vettvangi er hann var ráðinn
bankastjóri Landsbanka íslands í
upphafi síðasta árs. Enginn, sem
til hans þekkti, efaðist um að í því
ábyrgðarstarfí myndi hann enn
skila hlutverki sínu með sóma, þjóð
sinni til framfara og heilla.
Valur stóð ekki einn í margþætt-
um störfum sínum. Hann var mik-
ill gæfumaður í einkalífi. Ungur að
árum gekk hann að eiga skólasyst-
ur sína úr Samvinnuskólanum,
Sigríði Olafsdóttur. Þau eignuðust
fimm mannvænleg börn, sem öll eru
upp komin og standa nú við hlið
móður sinnar.
Sigga og Valur höfðu nýlega
búið sér fagurt heimili á yndislegum
stað í Mávanesi 17 í Garðabæ. Við
glöddumst innilega yfír því að fá
þau í nágrennið. Heimsóknunum
fjölgaði og mannmargt var til dæm-
is á fermingardegi Arnbjargar litlu,
yngsta barnsins, á liðnu vori. Það
var fagur og hamingjuríkur dagur.
Samfundirnir í áranna rás höfðu
jafnan verið sem hátíð, hvort sem
var á Akureyri, á Hólum eða hér
syðra. Sama frábæra gestrisnin og
einlæg hlýja einkenndi samfundina
og þeirra er gott að minnast.
Elsku Sigga. Við vottum þér,
börnunum og fjölskyldunni allri
dýpstu samúð og biðjum þess að
guð styrki ykkur í sorg ykkar. En
lífið heldur áfram og minningin um
góðan dreng verður þeim sem hon-
um kynntust hvatning til starfa í
anda hans.
Hólmfríður Friðbjörnsdóttir,
Hörður Vilhjálmsson.
Þær stundir geta komið í lífí
manns að hann eigi erfitt og það
taki langan tíma að kyngja stað-
reyndum. Svo ómögulega geta þær
sýnst. Eina þessara stunda er ég
að upplifa núna, þegar ég sé á eft-
ir góðum vini, í fullu starfi á mikils-
verðum tímamótum, þegar þjóðin
þarf svo mikið á slíkum að halda.
Fregnina um andlát vinar míns,
Vals Arnþórssonar, sem kom öllum
að óvörum, þarf langan tíma til að
átta sig á. Þessa góða drengs sem
ekki brást og á erfiðum stundum
gat staðið með bros á vör og leyst
úr málum þjóðfélaginu til blessun-
ar. Hann var ekki gamall þegar
hendur okkar mættust og fyrsta
handtakið leiddi fleiri og fleiri af
sér. En það var kannski ekki það.
Heldur hitt hvað var ætíð bak við
hans orð og handtök. Það var 21
árs munur á aldri okkar. En hvað
hafði það að segja? Það er ekki ald-
urinn sem skiptir máli, heldur sam-
skiptin á akri hins mannlega lifs.
Ég man hann best 4 ára þegar
samskipti okkar hófust og hann
kom í heimsókn. Þá strax var
ánægjan svo mikil. Spurningar sem
liðu af vörum þessa prúða og fal-
lega drengs, geymast. Auðvitað oft
þannig að úr var ekki leyst, en það
var ekki nóg. Gátur lífsins, tilvera
heimsins voru strax undrunarefni
og efni í margar spurningar. Hver
getur ráðið þær rúnir sem mæta í
daglegri önn?
Og nú er ég í sömu sporum og
hann var þá, að mér er ómögulegt
að ráða þá gátu hvers vegna hann
flytur frá okkur í miðjum klíðum,
þegar mest liggur við. Og þó. Ég
trúi því að þetta sé ráðstöfun Drott-
ins sem ætli honum meira að starfa
guðs um geim. Ég leita til Biblíunn-
ar minnar. Dreg, fletti upp og þessi
orð koma: Nú er hagkvæm tíð. Nú
er hjálpræðis dagur. Þökk sé
Drottni að við megum trúa þessu
og að hann hjálpar alltaf þegar
okkur finnst ótrúlegir hlutir ske.
Um leið og minn þakkláti hugur
SJÁ BLS. 34