Morgunblaðið - 19.10.1990, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990
21
Kaffistofustemmning:
„Kaffistofan tvímælalaust
besti staðurinn í skólanum“
Kaffistofur skóla og fyrirtækja hafa í gegnum tíðina verið ákaf-
lega vinsælir samkomustaðir. Staðir þar sem fólk hefur hist til
skrafs og ráðagerða eða einfaldlega bara til að drekka kaffið sitt.
Staðir sem eiga örugglega ekki eftir að tapa vinsældum eftir nýj-
ustu niðurstöður rannsókna sem leitt hafa í ljós að kaffið geta
menn nú drukkið með góðri samvisku. Morgunblaðsmenn brugðu
sér á kaffistofurölt í gær til að kanna þessa stemningu nánar.
„Kaffistofan er tvímælaiaust
besti staðurinn í skólanum, sagði
hress háskólamær, þar sem hún
sat og sötraði kaffið sitt á kaffi-
stofu í Háskólanum.
Það voru greinilega fleiri henni
sammála, því kaffistofan í Odda,
hugvísindahúsi Háskólans, var full
af fólki sem ýmist sat og spjallaði
um bíómyndir og bamaafmæli, sál-
arfræðitilraunir eða stjómmála-
fræðikenningar.
Við borð, fullt af bókum, sátu
sálarfræðinemarnir Erlendur As-
geir Júlíusson og Guðbrandur Árni
Isberg og bjuggu sig undir að gera
tilraun í félagssálarfræði á því hve
vel fólk myndi upplýsingar sem það
fengi frá mismunandi aðilum.
Þeir félagar voru sammála um
mikilvægi kaffistofunnar til undir-
búnings slíkra verkefna þar sem
oft væri erfitt að spjalla á lestrar-
sölum skólans án þess að trufla
þá sem niðursokknir væm í bækur.
Sálarfræðina sögðu þeir
skemmtilega fræðigrein, en vom
sammála um að vinnuálagið í fag-
inu væri nokkuð mikið. Þeir sögðu
skort vera á sálfræðingum í þjóðfé-
laginu og nefndu sem dæmi að ein-
ungís hefðu 10 manns útskrifast
með B.A. próf í sálarfræði frá
1985, þrátt fyrir að margir tugir
hefji nám þar á hveiju hausti.
A kaffistofunni í Árnagarði, þar
sem heimspekideild Haáskólans
hefur aðsetur ásamt öðrum, var
Ragnheiður Hinriksdóttir að selja
stúdentum kaffi, en það hefur hún
gert í þrettán ár.
„Þetta er góður staður og hingað
kemur gott fólk,“ sagði Ragnheið-
úr, sem sér yfir hundrað háskóla-
nemum fyrir kaffi í hveijum
frímínútum. Hún sagðist hafa orðið
vör við töluverða fjölgun á kaffi-
stofunni undanfarin ár samfara
auknum fjölda fólks í Háskólanum.
í lítilli notalegri kaffistofu eða
klúbb öllu heldur, í flugturninum á
Reykjvíkurflugvelli sátu þeir Krist-
inn Eggertsson, Lárus Jónsson og
Finnur Þór Friðriksson, drukku
kaffi og spjölluðu saman.
Turninn, sem nokkuð er farinn
að láta á sjá, var byggður á
stríðsárunum og hefur að geyma
félagsaðstöðu Fiugklúbbs Reykj-
víkur og af umræðum þeirra félaga
mátti dæma að þarna hittast menn
sem áhuga hafa á flugi. Áðspurðir
sögðu þeir að í turninn kæmu þó
ekki eingöngu flugmenn, heldur
allir sem áhuga hefðu á að spjalla
um flug, sögu þess, vélarnar sjálfar
eða flug um loftin blá.
I mötuneyti prentsmiðjunnar
Odda sátu þeir Elís E. Stefánsson
verkstjóri í bókbandi og Jóhann
Ragnheiður Hinriksdóttir á
kaffistofunni í Árnagarði tilbú-
in að afgreiða yfir hundrað
nemendur í næstu frímínútum.
Freyr Ásgeirsson verkstjóri í prent-
sal og báru saman bækur sínar.
Þeir voru sammála um nauðsyn
slíkra staða í svo stóru fyrirtæki,
þar sem fólk hefði tækifæri á að
hittast til spjalls og ráðagerða, en
starfsmenn Odda eru 270 talsins.
Þrátt fyrir mikinn fjölda sögðu
þeir Elís og Jóhann Freyr að auð-
velt væri að ná fólkinu saman og
mjög góður andi ríkti í fyrirtækinu.
Því til stuðnings nefndu þeir að
fyrirhuguð væri ferð til Þýskalands
þar sem ætlunin væri að halda upp
á 25 ára afmæli starfsmannafélags
Odda, en þangað færu yfir 240 af
þeim 270 sem hjá fyrirtækinu
ynnu.
Texti: Inga Dóra Sigfúsdóttir
Myndir: Kristján G. Arngríms-
son
Elís E. Stefánsson og Jóhann Freyr Ásgeirsson leggja á ráðin í
mötuneyti prentsmiðjunnar Odda.
Erlendur Ásgeir Júlíusson og Guðbrandur Árni ísberg leggja á
ráðin um tilraun í sálarfræði á kaffistofunni í Odda.
Kristinn Eggertsson, Lárus Jónsson og Finnur Þór Friðriksson
ræða flug.
Jón Óskar við eitt verka sinna,
Sýnir í Slunkaríki
JÓN ÓSKAR opnar sýningu í
Slunkaríki á ísafirði laugardag-
inn 20. október kl. 16.00.
Jón Óskar fæddist í Reykjavík
1954 og stundaði myndlistarnám í
Reykjavík á árunum 1974-1977 og
í New York 1980-83.
Hann hefur haldið einkasýningar
og tekið þátt í fjölda samsýninga
síðan hann lauk námi, bæði á Norð-
ulöndunum og víðar í Evrópu auk
sýninga í Japan og New York. Verk
eftir hann eru í eigu safna bæði
hér heima og erlendis.
Á sýningunni í Slunkaríki verða
30 smámyndir unnar á pappír með
blandaðri tækni.
Sýningin sem stendur til sunnu-
dagsins 11. nóvember er opin
fimmtudaga-sunnudaga kl. 16.00-
18.00.
Sýning á myndvefn-
aði í Hlaðvarpanum
SÝNING verður í Hlaðvarpan-
um á myndvefnaði eftir Elísabet
H. Harðardóttur, og hefst hún
laugardaginn 20. október og
lýkur þriðjudaginn 30. október.
Elísabet stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands veturna 1977-1981. Þetta
er 9. einkasýning hennar en hún
hefur haldið sýningar bæði norðan
og austan heiðar, í Reykjavík og
víðar. Einnig hefur hún tekið þátt
í nokkrum samsýningum. Nokkur
verka Elísabetar eru í eigu opin-
berra aðila.
Eitt verka Elísabetar.
HAGKAUP
TIIB00 VIKUNNi
Ritz saltkex
69
Verð áðurffé
200 qr.
Fylltu plastfötu
af nýjum
hollenskum
Jonagold eplum
ca. 3 kg i fotu
'cuíficb aóðcu v&lu/ ó