Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 24
MOKU UNHCAÐ'IÐ FOSTODAGUR 19. •OhTODBU 199q Natal-hérað í Suður-Afríku: Verkfall spænskra vörubílstjóra, sem nú hefur staðið í rúma viku, hefur valdið miklu öngþveiti. Hér sést spænsk óeirðalögregla handtaka verkfallsverði úr röðum vörubílstjóra. Þeir höfðu reynt að stöðva umferð vörubíla um Granada. > Mammútar grafnir upp Flokkur fornleifafræðinga vinnur að því í Mexíkóborg að grafa upp bein tveggja mammúta. Risafílar þessir dóu út í lok ísaldar fyrir 10.000 árum. Persaflóadeilan: Neyðarlögiim afiétt Pretoriu. Reuter. Verkfallsverðir handteknir Reuter Arababandalagið fordæmir samhljóða manndráp Israela Irakar bjóða olíu á útsöluverði — „Vonlaust,“ segja sérfræðingar Bagdad. Túnis. Reuter. ARABABANDALAGIÐ samþykkti í gær með öllum greiddum at- kvæðum að fordæma dráp ísraelskra öryggissveita á 21 Palestínu- manni 8. október og gagnrýndi viðbrögð Bandaríkjamanna við þeim. írakar buðust til þess í gær að selja hveijum sem hafa vill olíu á 21 dollara fatið en sérfræðingar í olíuviðskiptum telja tilboð- ið dauðadæmt. Er Iitið á það sem örvæntingarfulla tilraun íraka til þess að rjúfa skörð í viðskiptabann sem Sameinuðu þjóðirnar settu á þá vegna innrásarinnar í Kúvæt. F.W. DE KLERK, forseti Suður-Afríku, aflétti í gær neyðarlögum sem gilt hafa í fjögur ár í héraðinu Natal og sagði að nú væri greið leið til að sætta hvíta og svarta menn í landinu. Með þessu hefur for- setinn uppfyllt eitt helsta skil- yrði blökkumannaleiðtogans Nelsons Mandcla fyrir því að hefja samningaviðræður um framtíðarskipan mála í landinu. Um 4.000 manns hafa fallið í átökum í Natal síðustu fjögur árin. í júní var aflétt neyðarlögum í héruðunum Orange, Transvaal og Höfðanýlendu. Átökin í Natal hafa einkum verið milli stuðnings- manna Afríska þjóðarráðsins (ANC), samtaka Mandela, sem að mestu eru skipuð fólki af xhosa- ættbálki, og zúlumanna sem flest- ir styðja Inkatha-heyfingu höfð- ingja síns, Mangosuthus But- helezi. Einn maður lést er lögregla skaut táragasi á mótmælendur í út- hverfi Jóhannesarborgar í gær. Þeir voru ekki sáttir við að skrúfað hafði verið fyrir rafmagn og vatn til Toekomsrus-bæjarfélagsins. ANC sendi frá sér yfírlýsingu í gær þar sem sagði að samtökin vonuðu að stjórnvöld slepptu einn- ig öllum pólitískum föngum úr haldi og afléttu sérstökum lögum um öryggi ríkisins sem notuð hafa verið gegn blökkumönnum. But- helezi fagnaði afléttingu neyðar- laganna en varaði ANC við því að nota tækifærið til að hrifsa til sín frumkvæðið í stjórnmálabarát- tunni með ofbeldi. Ágreiningur var uppi á ráðherra- fundi Arababandalagsins, sem stendur yfír i Túnis, um hvernig bregðast skyldi við atburðunum á Musterishæðinni í Jerúsalem þar sem 21 Palestínumaður féll fyrir hendi ísraelskra her- og lögreglu- manna. Samkomulag náðist þó að lokum um ályktunartillögu þar sem Bandaríkjastjóm er fordæmd fyrir afstöðu sína til atburðanna og und- anlátssemi gagnvart ofbeldisstefnu Israela, eins og að orði var komist. Sendinefndir PLO, íraks, Súdans og Jemens höfðu áður gengið af fundi er útlit var fyrir að tillagan yrði ekki samþykkt. Issam Abadul Rahim al-Chalahi, olíurðaherra Iraks, tilkynnti í gær að Irakar væru tilbúnir til að selja hveijum sem væri olíu fyrir 21 doll- ara fatið, en það er það viðmiðunar- verð sem samtök olíuframleiðslu- ríkja (OPEC) ákváðu skömmu fyrir innrásina í Kúvæt. Sagði ráðher- rann að tilboðið væri gert að frum- kvæði Saddams Husseins forseta. írakar hafa ekki getað komið olíu sinni í verð frá því viðskipta- bann SÞ var sett 6. ágúst sl. og nemur gjaldeyristap þeirra 80 millj- ónum dollara á dag miðað við nú- verandi olíuverð. Utilokað er talið að þeir fínni kaupanda þrátt fyrir hið örvæntingarfulla tilboð þar sem engar líkur munu vera á að koma olíu á áfangastað vegna hins mikla eftirlits sem haft er með skipaferð- um á Persfalóa. Þar hafa um 100 herskip eftirlit með skipaferðum og kanna farm hvers einasta skips sem á þar leið um. * Innflutningur a-evrópskra gyðinga til Israels: * Israelski utanríkisráðherrann tekur aftur loforð um að sovéskum gyðingum verði ekki fengin búseta á hernumdu svæðunum Damaskus, Jerúsalem. Reuter. STOFNUN á vegum Araba- bandalagsins sagði í gær að lokn- um stjórnarfundi hennar í Sýr- landi að hún myndi setja öll flug- félög og skipafélög, sem flyttu innflytjendur af gyðingaættum til ísraels, á bannlista. Sama myndi einnig gilda um þijú júgó- slavnesk byggingafyrirtæki sem unnið hefðu að húsbyggingum fyrir innflytjendurna í ísrael. Þarlend yfirvöld hafa neitað að skýra frá því hvemig gyðingarn- ir, sem flestir eru frá Sovétríkj- unum, hafa komist til landsins en alls hafa 100.000 manns kom- ið frá Austur-Evrópu á árinu og búist við 50.000 að auki fyrir árslok. Til harðra átaka kom á Gazasvæðinu í gær er palestín- skir unglingar köstuðu gijóti að ísraelskum hermönnum og sögðu sjónarvottar að 55 Palestínu- menn hefðu særst, þar af hefðu 26 verið með skotsár. David Levy, utanríkisráðherra ísraels, hefur sent bandarískum starfsbróður sínum, James Baker, bréf þar sem að sögn heimildar- manna er tekið aftur loforð frá því í byijun mánaðarins um að innflytj- endum af gyðingaættum verði ekki leyft að búsetja sig á hernumdu svæðunum. Levy var fyrir skömmu í Bandaríkjunum og var talið að með þessu loforði hefði hann viljað tryggja að ísraelar fengju banda- ríska ábyrgð á 400 milljón dollara láni til að byggja yfir innflytjend- uma. Harðlínumenn í ísrael gagn- rýndu hann og sögðu að með þessu hefði hann m.a. dregið úr þungan- um í þeirri kröfu Israela að öll Jerúsalemborg tilheyri þeim. Þeir hertóku austurhluta borgarinnar 1967 en þar búa um 150.000 ara- bar; gyðingar, sem byggja önnur hverfi, eru nú álíka margir og stjórnvöld eru að láta reisa ný íbúðahverfí handa gyðingum. Talið er að allt að ein milljón gyðinga flytjist til ísraels á næstu fímm árum og óttast arabar að gyðingun- um verði í auknum mæli fengin búseta á hemumdu svæðunum, einkum vesturbakka Jórdanár, sem ísrael lagði undir sig í sex daga stríðinu fyrir 23 ámm. Áðurnefndri stofnun Araba- bandalagsins var komið á laggirnar árið 1951 til að reyna að einangra ísrael með því að hundsa fyrirtæki og einstaklinga er áttu viðskipti við landið. Árangurinn hefur verið mis- jafn — m.a. hafa sum lönd við Persaflóa látið viðskiptabann á Coca Cola-fyrirtækið sem vind um eyru þjóta. Talsmaður stofnunar- innar sagði í gær að verið væri að kanna möguleikann á viðskipta- banni gegn ýmsum vestrænum stórfyrirtækjum og væru banda- rísku Ford-verksmiðjurnar meðal þeirra. Talsmaður hálfopinberrar stofnunar í ísrael, er annast mál- efni innflytjenda, sagði þessar hót- anir Arababandalagsins ekki nýjar* af nálinni og þær myndu ekki hafa nein efnahagsleg áhrif. Til harðra deilna kom milli full- trúa Kúvæts og íraks á stjórnar- fundi stofnunarinnar; hinir síðar- nefndu vildu ekki samþykkja setu kúvæsku fulltrúanna vegna innlim- unar landsins í írak. Kúvætarnir buðust til þess að halda næsta fund stofnunarinnar, er verður eftir sex mánuði, í Kúvæt. Arabaríki hyggjast setja við- skiptabann á flug- og skipafélög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.