Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990 33 Leit að sönnum lífsgæðum eftir Ara Halldórsson Hluti af þeim jákvæðu umskipt- um sem heimurinn gengur nú í gegnum kemur fram í aukinni leit manna að sönnum lífsgæðum svo sem hamingju og heilbrigði. Skiln- ingur eykst á því að þessir þættir eru undir okkur sjálfum komnir — okkar eigin þroska. Jafnframt hefur það runnið upp fyrir mönnum að hefðbundin menntun veitir ekki nema að tak- mörkuðu leyti þann þroska sem sóst er eftir og því leita menn eitt- hvað annað. Hér á landi er hin andlega leit farin að taka á sig æ fjölbreytilegri mynd og kemur víst engum á óvart að íslendingar skuli helst hallast að því sem telst dulrænt eða yfir- skilvitlegt. Þar sem mig grunar að á þeim sviðum fullnægi menn frem- ur almennri forvitni sinni en and- legri leit langar mig að rifja upp hugmyndir læriföður míns, Mahar- ishi Mahesh Yogi, um andlegan þroska og hin sönnu lífsgæði. Þegar Maharishi kom frá Ind- landi til að kenna Vesturlandabúum tækni sína, Innhverfa íhugun, lagði hann áherslu á að andlegur þroski væri ekki yfirskilvitlegur og dul- rænn heldur áþreifanlegur og hag- nýtur og kæmi einfaldlega fram í hæfileikanum til að lifa og starfa. Hann hélt því fram að eiginleikar eins og góð greind, sköpunargáfa og gleði auk almennrar velgengni í lífinu væri merki um andlegan þroska. Þetta viðhorf kom mönnum nokkuð á óvart og enn óvenjulegri þótti mönnum sú kenning að ónauð- synlegt væri fyrir manninn að gera mistök og þjást af þeim sökum. Hann taldi að heilbrigði og ham- ingja væri fæðingarréttur hvers ein- asta manns sem hægt væri að öðl- ast með því að fullnýta óþtjótandi möguleika vitundarinnar. Fátt væri í raun einfaldara. í þessu skyni kenndi Maharishi íhugunartækni sína; til þess að veita huganum aðgang að „uppsprettu skapandi greindar og orku“, eins og hann orðaði það. Ekki vakti það minni furðu er Maharishi hélt því fram að íhugun eða hugleiðsla væri á færi hvers einasta manns og að það væri tómur misskilningur að hún krefðist aga og einbeitingar eða breytinga á lífsháttum. A sjöunda áratugnum féll þessi boðskapur í góðan jarðveg hjá stúd- entum sem sungu um frið, ást og hamingju en öðrum þótti lausn Maharishi full mikil einföldun á lífinu ef ekki bara skrum. Fáir skildu að honum var full alvara. Maharishi varð ljóst að þrátt fýrir gífurlegan áhuga á íhuguninni og góðan árangur þeirra sem hana stunduðu þyrfti meira að koma til svo að menn gerðu sér skýra grein fýrir áhrifamætti hennar. Hann ákvað því að beita hinni hefðbundnu leið Vesturlanda til þekkingar vísindunum. Hann hélt því fram að einmitt vegna þess að árangur íhug- unar væri áþreifanlegur væri hægt að mæla hann með aðferðum nútíma vísinda. Fyrstu rannsóknir I þessum anda hóf ungur Banda- ríkjamaður, Keith Wallace að nafni, þá nemandi í lífeðlisfræði við Harv- ard-háskóla, að kanna breytingar á líkamsstarfsemi fólks á meðan það sat með lokuð augu og iðkaði Inn- hverfa íhugun. Með því að rannsaka ýmsa ólíka þætti líkamsstarfsem- innar komst hann að því að íhugun- in framkallaði óvenjulegt líkamlegt hvíldarástand sem reyndist vera dýpra en í dýpsta svefni þrátt fyrir vökulleika hugans. Keith setti fram þá kenningu í doktorsritgerði sinni að Innhverf íhugun skapaði líkam- legt og andlegt ástand sem væri svo ólíkt því sem gerðist í vöku, draumsvefni og djúpsvefni að ástæða væri til að líta á það sem fjórða megin vitundarástand mannsins. Rannsóknin birtist í Scientific American árið 1972 og vakti mikla athygli. Þetta var upphafið að liðlega 20 ára sögu rannsókna á Innhverfri íhugun sem enn eru að birtast í úrvals vísindaritum. Nægir þar að nefna rit eins og Lancet, Science, Ameriean Journai of Physiology eða Psychosomatic Medicine. Tær vitund Um leið og þetta sérstæða hvíldarástand myndaðist í líkaman- um, sem Keith Wallace vildi kalla „vökula hvíld“, höfðu iðkendur íhugunarinnar reynslu af því að hugurinn kyrrðist. Með því að beita íhuguninni virtist athygli hugans sjálfkrafa dragast í átt að aukinni kyrrð og þögn uns jafnvel kom að því að engin hugsun var lengur til staðar, aðeins tær vitund. Allir lýstu þessu sem einstaklega þægilegri reynslu sem hefði í för með sér ferskleika og gleði eftir á. Ihugun- arástandið virtist vera einhvers konar núllpunktur eða grunnástand sem gæfi huganum tækifæri til að endurnýja sig. Sálfræðingar hófu nú að rann- saka þessi áhrif á hugann og kom- ust að því að iðkendur íhugunarinn- ar tóku stórstígum framförum á Ari Halldórsson „Innhverf íhugun á sér uppruna í elstu þekk- ingararfleifð mann- kynsins.“ ýmsum sviðum. Þeim gekk betur á greindarprófum og sköpunarhæfn- isprófum; minni þeirra batnaði og einbeitingarhæfnin óx. Á sálfræði- legum prófum til að meta persónu- leika- og siðferðisþroska manna sýndu íhugendurnir einnig framfar- ir. Sú kenning Maharishi að íhugun veitti huganum reynslu af „upp- sprettu skapandi greindar" gat vissulega staðist. Maharishi hafði einnig haldið því fram að „greind“ líkamans mundi aukast, sem þýddi m.ö.o. aukið heil- brigði. Einmitt þetta hafa svo marg- ar læknisfræðilegar rannsóknir staðfest. Ein þeirra birtist í Psycho- somatic Medicine árið 1987 og sýndi að iðkendur Innhverfrar íhug- unar notuðu læknisþjónustu um 50 af hundraði minna en aðrir, þar af ' 87 af hundraði minna vegna hjarta- sjúkdóma og 55 af hundraði minna vegna krabbameins. Þetta má rekja til þess að hvíldarástandið sem myndast við íhugunina upprætir streitu í líkamanum, einn helsta áhættuþátt margra sjúkdóma, en einnig þess að íhugendur taka sjálf- krafa upp hollari lifnaðarhætti. Lokaorð Á þeim rúmlega 20 árum sem rannsóknir á Innhverfri íhugun • hafa staðið yfir er fjöldi þeirra kom- inn upp í um 360. Engin íhugunar- eða hugleiðslutækni, að meðtöldum alls kyns streitu- og slökunarað- ferðum, hefur verið jafn ítarlega rannsökuð. Einhvers konar íhugunartækni hefur verið að fínna í nánast hveiju einasta menningarsamfélagi gegn- um aldimar. Það er því engin furða að aðferðimar séu margar og ólíkar þó að þær miði ef til vill að sama marki. Eins og gefur að skilja eru þær mismunandi góðar og eðlilegar huganum. Innhverf íhugun á sér uppruna í elstu þekkingararfleifð mannkyns- ins: Vedunum. Maharishi var falið það hlutverk innan hinnar vedísku hefðar að breiða þekkinguna á Inn- hverfri íhugun út mannkyninu til góðs. Hann hefur lagt mikla áherslu á örugga og nákvæma kennslu tækninnar. Állir sem kenna Inn- hverfa íhugun í dag hafa gengið í gegnum strangt nám úndir stjórn Maharishi og hlotið traust hans til að kenna. Þess vegna geta menn reitt sig á kennsluna hvar sem er. Þessi trausta hefð, vísindalegar rannsóknir og áratuga reynsla. kennara í Innhverfri íhugun er lykil- atriði öllum sem leita leiða til and- legs þroska. Saman staðfesta rannsóknir á Innhverfri íhugun þá einföldu skoð- un Maharishi að eftirsóknarverð- ustu lífsgæðin sé hægt að öðlast með því að varpa hulunni af því sem maður nú þegar er^óþijótandi upp- spretta skapandi greindar — og að andlegur þroski komi fram í hæfi- leikanum til að lifa — hér og nú. Hötundur startar sem kennari í Innhverfri íhugun á vegum Islenska íhugunarfélagsins. HÆGARI ANDARDRÁTTUR 0 Andadrættir Meðal fyrstu rannsókna Keith Wallace sem gaf til kynna hið sér- stæða hvíldarástand sem skapast við Innhverfa íhugun var þessi breyting á öndunartíðni. Andartökum fækkaði á eðlilegan og áreynslulausan hátt úr 14 á mínútu í 11. I.O.O.F. 1 = 17210198'/2 = i.O.O.F. 12 = 17210198’/2 = E. Aðalfundurinn verður í Flensborgarskóla í Hafn- arfirði laugard. 20. okt. kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf og sagt frá vinnuferðum sumarsins í máli og myndum. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Frá Guöspeki- fólaginu Ingótfsstraati 22. Áskrtftsrsfml Ganglsrs sr 39673. Fundur í kvöld kl. 21.00. Birgir Bjarnason spjallar um vitund, huga og tilfinningar. Föstudag 26. okt. verður Jón L. Arnalds með erindi um sjálfs- skoðun - hindranir. Fundirnir eru öllum opnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Róbert Thomsson. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Sunnudagsferðir 21. október kl. 13.00 a. Fjöruferð fjölskyldunnar: Hvítanes-Brynjudalsvogur. Skemmtilegt fjörulall í Hvalfirðin um. Hugað að lífríki fjörunnai m.a, kræklingi. Hernámsminjar Hvítanesi skoðaðar. Munið fjöru- lífsbók Ferðafélagsins. Seld mei afslætti á kr. 500,- f ferðinni. b. Botnsdalur-Glymur Gengið að Glym, hæsta fossi landsins. Verð í feröirnar kr. 1.000,.- frítt f. börn m. fullorön- um. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin. Mætið vel á sunnudaginn svo farþega- fjöldi í Ferðafélagsferðum á árinu nái tölunni 6000; það vantar aðeins 24 til að það rætist. Það borgar sig að ger- ast félagi í Ferðafélaginu, Skrá- ið ykkur í ferðunum eða hringið á skrifstofuna. Ferðafélag íslands. Af krimmunum Krays Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Krays bræðurnir — The Krays Leikstjóri Peter Medak. Aðal- leikendur Billie Whitelaw, Tom Bell, Gary Kemp, Martin Kemp. Bretland 1990. Þá er farið að auðkenna evróp- skar myndir frá flóðinu að vestan og það svo ærlega að markið ætti ekki að fara framhjá neinum sæmilega sjáandi manni. En ef þetta nýja tákn á að vera sá gæðastimpill sem því er augljós- lega ætlað, hefði mátt fara betur af stað. Bæði er verið að sýna tvær evrópskar myndir í kvik- myndahúsinu sem eru mörgum gæðaflokkum betri (Paradísarbíó- ið, Vinstri fóturinn) og þá er Kra- ysbræðurnir einstaklega ljót og ónotaleg meðalmynd, þar sem kvikmyndaleg afreksverk liggja ekki í loftinu En mynd um þessa djöfla- mergi, Kraysbræðurna og ára þeirra, sem náðu umtalsverðum áhrifum meðal undirheimalýðs Lundúnaborgar á sjöunda ára- tugnum góða, getur aldrei orðið falleg. Og það skásta við hana er að öllum líkindum sú ótrúlega mannvonska og hreinræktaða illska sem skín útúr söguhetjun- um. Og ekki er móðirin (leikin með meistarabrag af Whitelaw, The Omen, o.fl.) par geðug held- ur. Hún heldur löngum verndar- hendi yfir skrattakollunum sínum af sjúklegu hugarfari sem örugg- lega hefur sést í fari frú Axlar- Bjamar. Og við fylgjumst með þessum sögufrægu tvíburum alast upp úr ósköp venjulegum brókarlöllum í eldspúandi, limlestandi ómenni, sem enginn gat verið óhultur fyr- ir nema elsku mamma. Persónu- sköpun er öll afar grunn, ef undan eru skildar aðalpersónurnar þtjár, en góðir leikarar bæta það tals- vert upp. Bretar hafa úr minnu að moða en kollegar þeirra í Holly- wood, því eru tökustaðir smærri, skot þrengri. En endursköpun lið- ins tíma er engu síður fagmann- legri í smáu sem stóru, en hjá stóra bróðir í Hollywood. Næsta djöfulleg mynd, hlaðin ljótustu atriðum sem sést hafa lengi, enda Medak aldrei verið talinn stór spámaður. Gæti eins vel verið eft- ir Winner. Sálnahirðir í hefndarhug Stjörnubíó: Heilög hefnd Leikstjóri Peter Maris. Aðal- leikendur John Schneider, Ned Beatty, Appolonia, George Kennedy, Yaphet Kotto, James Tolkan. Bandarísk. 1990. Mynd af þeim gæðaflokki sem mann rekur í rogastans yfir að sjá í kvikmyndahúsi, oftast er hann frumsýndur á myndbandi, (e. kapalsjónvarpi erlendis). Sljó hasarmynd þar sem flest hefur sést hundraðþúsundsinnum áður, annað en hér er það guðsmaður sem missir konu og barn fyrir morðvopnum hermdarverka- manna, leggur hempunni og stu- far rykið af gömlu Vietnamtólun- um sínum og hefnir. Dugar þessi „frumleiki“ skammt að halda at- hygli manns vakandi. Hér er því verið að viðra væntanlega mynd- bandaútgáfu, skaffa henni nauð- synlega auglýsingu. En þessar ódýru og ómerkilegu hefndar- þemumyndir eiga mun betur heima á litla skjánum, á tjaldinu hrein og bein tímasóun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.